Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.08.1879, Blaðsíða 4
40 eptir því sem fram kom í umræðunum um málið á al- þingi, að öllu samlögðu samkvæm reglunum í Jóns- bókar landsleigubálki 56. kap., og að eins hafa að geyma nánari útlistun á þessum reglum, og með því að svo er að sjá á sambandinu milli Jónsbókar og laganna ii. maí 1876, sem ætlast sje til að skilyrði það, er á- minnst fyrirmæli Jónsbókar eru bundin, sem sje, að fleiri en einn eigi veiði í sömu d, þurfti einnig til þess, að 2. gr. laganna frá 11. maí i876 verði beitt“. J>etta er sönnun fyrir því, að ráðgjafinn hefir eigi gætt þess, að lögin eru einmitt um friðun á laxi. Friðunarlög eru þau lög, sem banna bæði eigendum og öðrum að spilla hlunnindum, sem eru til almennings gagns og góða. En þetta ráðherrabrjef hefir orðið til þess, að hið opinbera hefir eigi skorizt í málið, með því að þetta brjef virðist að afnema það, að þessi lög sjeu friðun- arlög. J>að er kunnugt að frumvarp um friðun á laxi hefir tvisvar áður komið fyrir þingið, 1867 og 1871. 1867 var málið ra;tt nákvæmlega. I Norvegi eru lög um friðun á laxi frá 1863 og sömuleiðis eru lög sama efnis á'Englandi frá 1861. J>essi lög hafa miklu ljós- ari ákvarðanir en vor lög hjer á landi. I 5. gr. við- aukalaganna stendur: „Engar veiðivjelar net eða veiði- brellur má við hafa, er taki smálax, og skulu því þau veiðiáhöld vera svo gjörð, að smálax gangi í gegnum þau. Skulu möskvar í öllum riðnum veiðarfærum eigi vera minna, þá votir eru en g þumlungar ummáls, og milli rima í grindum, sem í veiðivjelum eru hafðar, skal vera svo mikið bil, að lax, sem er 9 þumlunga gildur geti smogið þær“. Reynslan er nú búin að sýna, að þessi ákvörðun er ónóg til að sanna að fastar veiði- vjelar sjeu ólöglegar. I norsku lögum í 4 gr. stendur: „í fjörðum og með sjávarströnd og í árósum, og svo langt upp eptir sem lax og sjóbirtingur getur gengið, má til veiðiskapar eigi leggja net eða önnur riðin veið- arfæri með minni möskvum en svo að 2 ^/4 þuml. sje milli hnúta. Nú eru aðrar veiðivjelar settar þar, sem fiskur helzt vill ganga, eður á hægt með að ganga, þá skulu eigi færri en 10 ferhyrnd op á þeirri veiði- vjel, og sje hver hlið á því opi eigi styttri en 2 x/i þuml- ungs. Ef grindur eru á veiðivjel og spelar í grindinni beint upp og niður, skulu tveir þumlungar vera á milli spelanna“. Á netamöskvum eiga eptir lögum þessum 2 ?/4 þumlungur að vera milli hnúta, og þá 2 þuml. milli spela. Nú virðist löggjafarvaldinu hafa yfir sjezt þegar þess er gætt, hvað ákveðið er um stærð möskv- anna. J>egar stjórnin lagði frumvarpið fyrir þingið 1871, þá tók hún fram, að í möskvum skyldi vera l/4 úr þumlungi þrengra milli hnúta en á milli spela, og þá 2 þuml. milli spela. J>að hefir margt íllt í för með sjer, að lögin sjeu óljós; dómstólarnir vita eigi hvern- ig dæma skal, og ef þeir dæma hver á móti öðrum, er hætt við að rjettarmeðvitundin dofni, og þá er á- standið í landinu ekki gott. Vjer lifum ekki á þeirri öld, er sjálftekt var framin eptir Grágásarlögum; nú er engin Sturlunga-öld, jeg álít sjálftekt mjög óheppilega og óhelgisákvarðanir mjög ískyggilegar lagaákvarðanir. Ef einhver sem á laxveiði segði: jeg má veiða eins og jeg vil, væri það sama, sem einhver, er á æðarvarp, segði: Jeg má skjóta æðarfuglinn. í öllum löndum eru lög sem vernda atvinnuvegi manna, t. d. í Danmörku lög gegn „Bundvaader11; vjer höfum líka hjer þess kon- ar lög svo sem þorskanetalögin, friðunarlög á æðar- fugli, lög gegn selaskotum, og ef til vill önnur fleiri. Páll Pálsson bóndi: Jeg vona að þingdeildin muni, að 1875, þegar laxalögin voru til umræðu, ljet jeg í ljósi, að mjer þættu þau torveld að skilja, og var hræddur um, að þau mundu fremur auka þras og rifr- ildi en hitt. J>etta hefir nú komið fram, því að rjett- aróvissan er víða mikil, þó verst sje hjer á suðurlandi, og held jeg ástandið sjelítið betra, og kann ske verra, en áður. H. Kr. Friðriksson: Jeg gef einungis atkvæði með máli þessu, með því skilyrði, að öll laxalögin verði tek- in fyrir, því að þetta frumvarp álít jeg ekki verði til neinna bóta. J>ótt jeg hafi ekki fengizt mikið við þetta mál, þá man jeg þó, að svo mikil þrætni var um þetta mál bæði 1867 og 1871, og að ekki allir voru samdóma t. d. um stærð möskvanna o. s. frv., og eins ímynda jeg mjer enn verði. Að minnsta kosti er ekki enn fengin vissa fyrir, að ekki sje til fleiri en ein tegund laxa; berglax er sagður minni en annar lax, og marg- ir eru þeir, er telja hann sjerstaka tegund; að minnsta kosti er það athugavert, hvort sá lax sem gengur upp í smáár sje ekki minni en sá lax, sem gengur upp í stórár. Að því leyti þykir mjer vænt um að þetta mál verði tekið fyrir, að jeg er samdóma P. P., að hin síð- ustu laxalög eru verri en ekki neitt; þau hafa vakið ósamlyndi og þrætur og ekkert gagn gjört. Nú er svo komið, að vjer heyrum um sjálfstekt dag eptir dag, og þeir þykjast frægastir, sem gjöra mest hervirkið, og hirða hvorki um dóm nje lög. Jeg vil því að mál- ið verði tekið svo fyrir, að þessu verði afstýrt, svo ekki ástandið verði eins og á Sturlungu-öld þegar hún var verst. Benedikt Sveinsson: Jeg er einn af þeim, sem eru flutningsmanni þakklátir fyrir frumvarpið, að því leyti sem það gefur tilefni til að hreifa þessu máli í þing- deildinni; annað mál er það, að jeg er í miklum vafa um það, hvort hin einstöku atriði ekki felast í lögum þeim, sem nú gilda, og get jeg ekki nú sem stendur sagt einu sinni, að hin gildandi lög ekki taki langt fram þessu frumvarpi að því leyti sem þau gefa ljósa almenna reglu. Jeg álít ekkert á móti því að þetta mál sje yfirvegað, ef það er meiningin, að laxafriðun- arlögin verði svo skerpt, að engum geti dottið í hug að ganga í berhögg við þau og snúa þeim í hendi sjer, eins og jeg sný þessu blaði, sem jeg held á í hendinni. En jeg ætla það torvelt að semja glöggari lög en laxa- friðunarlögin frá 1876. H. Kr. Fr. talaði um hervirki, en jeg álít að hann eigi að gæta reglunnar: „noli ac- cusare absentcm“. Ef þeir menn, sem hann talaði um, hafa haft fyrif sjer leyfi laganna til þess, sem þeir gjörðu, þá situr það eigi á þingmanninum, eður nein- um öðrum í þingdeildinni að áfella þá. H. Kr. Friðríksson: Hervirki geta með engu móti verið lögmæt; þótt einhver þykist hafa orðið fyrir ó- rjetti, þá hefur hann ekkert leyfi til þess að taka sjer sjálfur rjett án dóms og laga. Benedikt- Svcinsson: J>að geta komið fyrir þau til- felli, að leyft sje í lögunum, að taka sjer sjálfur rjett sinn, og þetta á sjer einmitt stað í laxafriðunarlögunum. Hjálmur Pjctursson: Efþað er skoðun deildarinn- ar, að taka þetta mál fyrir, þá mun þurfa að taka fyrir fleiri atriði en þau, sem frumvarp þetta hefir inni að halda, og mun þurfa talsverðan tíma til þess, eptir íæynslu þeirri, sem mjer er kunnugt um að undanförnu, þegar þetta mál hefir verið til meðferðar á þingi. Mjer er heldur eigi kunnugt um, að kvartanir hafi komið víða að yfir hinum gildandi lögum, en þetta eina dæmi sem bent hefir verið á, og sem margir þekkja, er að vísu þess vert, að því sje gaumur gefinn; og ef að það er rjett meint, að lögin hafi valdið þrætum á þessum stað, þájáta jeg að þetta eina dæmi er svo skarpt, að jeg finn ástæðu til að mæla með því, að lögin verði tekin fyrir, þójeg ekki þekki, að almenn þörf beri til þess að breyta þeim. (Framh. í næsta bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.