Ísafold - 13.08.1879, Side 1

Ísafold - 13.08.1879, Side 1
ALÞINGISFRJETTIR. XI. VIÐAUKABLAD VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavik, miðvikudaginn 13. ágúst. Laxalög. Niðurlag (frá bls. 40). þorl. Guðmundsson: f>etta dæmi, sem hjer liefir komið fyrir, er þó ekki hið eina dæmi þess, að nauð- synlegt sje að breyta lögunum ; þannig veit jeg að i Árnessýslu sjer í lagi hefir tíma-ákvörðunin í lögunum vakið almenna óánægju. (Síðan var málinu skotið til 2. umræðu og nefnd kosin: Grímur Thomsen, Hjálmur, Páll bóndi). Fjárlög 1880 og 1881. Við 2. umræðu um fjár- lagafrumvarpið í neðri deild, 1. þ. m., var Landshöýðingi mótmæltur því, að 2000 kr. handa fulltrúa stjórnarinnar á alþingi væri sleppt. Astæða mín fyrir þessu er sú, að íjárlögin eigi að til taka þær tekjur og útgjöld landsins, er áætla má fyrir fjárhags- tímabilið, en ekki sú, að ef þessari upphæð verði sleppt í fjárlögunum, þá missi fulltrúi stjórnarinnar á alþingi þessa þóknun ; því að hún er heimiluð í 25. gr. stjórn- arskr. — að vísu ekki með þeirri upphæð, sem ákveð- in hefir verið með fjárlögum þeim, er alþingið hingað til hefir samþykkt, — heldur með þeirri upphæð, er á- kveðin verður af konunginum og sem samkv. stjórnar- skránni skal borga fyrir fram af tillagi ríkissjóðsins.— I.andshöfðingjanum getur það því staðið alveg á sama, hvort þetta verður samþykkt af þinginu eða ekki; — en af ástæðum þeim, er jeg tók fram við 1. umræðu, virðist þessi breyting mjer miður heppileg frá hálfu landsins. — Að öðru leyti álít jeg það óþarft og fjár- lagafrumvarpinu óviðkomandi að ræða stöðu landshöfð- ingjans samkv. stjórnarskránni; og þar sem við 1. um- ræðu skírskotað hefur verið til athugasemda yfirskoð- unarmanna, skal jeg láta mjer nægja að skírskota til svars landshöfðingja upp á þær, og bæta því við, að þetta er í fullri samhljóðun við skoðun stjórnarinnar í þessu máli. Fravisögmnaður (Grímur Thomsen): Landshöfðing- inn rjeði deildinni frá að fella burt 2000 krónurnar handa fulltrúa stjórnarinnar á alþingi og áleit hana ekki samhljóða 25. gr. stjórnarskrárinnar (Landshö/ð- inginn : þetta er misskilningur!). Tillagið til fulltrúa stjórnarinnar á alþingi áleit hann fastákveðið eitt skipti fyrir öll. Jeg verð að vera á öðru máli ; þangað til landshöfðinginn leggur fram konungsúrskurð, sem til- tekur þessi útgjöld, þangað til verð jeg að álíta þessa upphæð heimildarlausa og enga ástæðu til að taka hana í fjárlögin ; en þegar stjórnin tilkynnir þinginu þann úrskurð, sem ákveður þessa upphæð, þá er sjálf- sagt að taka hana upp í fjárlögin. þessi upphæð á, á sama hátt sem laun landshöfðingjans, að ákveðast með konungsúrskurði; jeg vil ekki rengja orð lands- höfðingja, að þessi upphæð sje heimiluð, en jeg trúi ekki fyr en jeg sje konungsúrskurðinn fyrir því. þar að auki veit jeg ekki, hvort hjer á þingi er nú sem stendur nokkur fulltrúi stjórnarinnar, og enn síður, hvort hann verður á þingi 1881. í 34. gr. stjórnar- skrárinnar er gjört ráð fyrir að stjórnin gefi öðrum en landshöfðingja umboð til þess að semja við þingið ann- aðhvort við hlið landshöfðingja eða í forföllum hans. Einungis í þessu tilfelli, að landshöfðingi semji ekki sjálfur við þingið, eða annar við hlið hans, getur verið tiiefni til þessara útgjalda, og það væri skylda þings- ins að greiða þessi útgjöld, ef ræða væri um, að hjer væri maður, sem semdi við þingið; en, eins og lands- höfðingi veit, hefir hingað til enginn slíkur maður ver- ið á þingi. í öðrum löndum eru ráðherrarnir þeir, sem semja við þingin, og leiða þau í allan anda og sannleika, ef jeg má segja svo ; þeir segja þingunum með fullri vissu, hvort þetta eða hitt lagafrumvarp verði samþykkt; en vjer sitjum hjer í fullri óvissu um, hver af lagafrumvörpunum verða að lögum, og hver ekki. J>að er ekki nóg að mæla móti þessu frumvarpi eða mæla með hinu, því að reynslan hefir sýnt, að sum frumvörp, sem landshöfðinginn hefur mælt móti, hafa samt verið samþykkt af konungi, og sum, sem lands- höfðingi hefur verið meðmæltur, hafa ekki náð stað- festingu konungs. þetta er ófullkomleiki við þá svo nefndu „Repræsentation“ stjómarinnar á alþingi. Jeg ætlast ekki til, að hjer hjá oss sje eins og á Englandi, þar sem lögin eru staðfest daginn eptir, að þingið hef- ur samþykkt þau; en til hins ætti að mega ætlast, að þingið hefði mann að halda sjer til, er gæti sagt, hver frumvörp megi búast við að verði að lögum og hver ekki. Arnlj. Ólafsson: Jeg skal ekki neita því, að þeg- ar framsögumaður komst svo að orði, að ekki væri á- stæða til að setja 2000 kr. inn ,.til fulltrúa stjórnarinn- ar á alþingi“, — jeg skal ekki neita því, að mjer þykir það hart, ef nú er „engin“ ástæða til þess, fyrst fram- sögumaður 1875 °S 1877 hefur enga athugasemd gjört við þessa veitingu; þá var hún veitt án athugasemdar eða efasemdar, en nú er „engin ástæða“ til að veita hana. Jeg lái ekki framsögumanni, þó hann geti breytt skoðun sinni, en þá vil jeg hafa meiri ástæðu en að engin ástæða sje til að vera sjálfum sjer samkvæmur, því að það er sama sem engin ástæða. Jeg veit, hver ástæðan muni vera, hún mun vera sú, að það vanti konungsúrskurð fyrir þessari upphæð; en það vantar konungsúrskurð fyrir ýmsum veitingum öðrum (Fram- sögumaður: Til dæmis?). það vantar konungsúrskurð fyrir 2000 kr. veitingunni til bókmenntafjelagsins. Og þó ekki sje til úrskurður fyrir þessum 2000 kr., þá vitum vjer samt, að umboðsmaður stjórnarinnar er hjer á þingi; hvort hann fyllir stöðu sína að semja við þingið, það er annað mál. í erindisbrjefi landshöfð- ingjans 29. júní 1875, þar er ekki talið starf hans að semja við þingið.—-Jeg er ekki að verja þetta af því, að jeg ætli mjer að hafa gott afþví (Framsögumaður: Hver veit!). Jeg ætla mjer hvorki að sækja um neitt embætti, eða held jeg muni fá það, þó jeg verji þetta; jeg ætla mjer ekki að sækja um þessar 2000 kr., eða að fá annari upphæð bætt við annan gjaldalið, en jeg álít, aðjeghaíi eins mikinn rjett til þess að lýsa skoð- un minni á stjórnarmálum, eins og framsögumaður, þó jeg viti að hann þykist skilja þau og máske skilur þau margfalt betur en jeg. Landshöfðinginn: Mjer virtist framsögumaður mis- skilja mig, þar sem jeg talaði um 25. gr. stjórnarskrár- innar. Eg sagði, að í 25. gr. væri heimild fyrir út- borgun á fje handa landshöfðingja fyrir þingsetu hans, en hitt sagði jeg aldrei, að upphæðin væri þar ákveð- in af konungi með 2000 kr., heldur er hún ákveðin í fjárlögunum. J>að er snertir það, að hann fann það að stöðu landshöfðingja, að hann væri eigi fulltrúi stjórn- arinnar á þinginu, þá get jeg vísað honum til 34. grein, sbr. 25.gr. stjórnarskrárinnar, þarsemsegir: „Stjórnin getur einnig veitt öðrum manni umboð til að vera á þingi við hlið landshöfðingja“ o. s. frv. Ilvað snertir annmarka þann, sem framsögumaður fann við stöðu

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.