Ísafold - 13.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.08.1879, Blaðsíða 3
43 sanngirni. I.andsh. hefir lagt það til, að veittar yrðu 2000 kr. þessum embættismanni, sem með samvizkusemi hefir gjört sitt ýtrasta til að uppfylla starf sitt. Jeg hefi sjeð reikninga hans fyrir þessi störf, og jeg hefi kynnt mjer reikninga annara embættismanna, og það verð jeg að segja, að jeg hefi aldrei sje vægari reikn- inga frá neinum. jþó jeg álíti 2000 kr. of mikið, þá vil jeg ekki færa upphæðina frekar niður en í 1000 kr. I.aun sýslumannsins í Húnavatnssýslu munu vera ofhátt tilfærð í frumvarpi stjórnarinnar, þar sem þess- um embættismanni er reiknuð rúm 1000 kr. persónu- leg viðbót eptir tekjum embættisins 1871 —1875, þó embættismaðurinn sjálfur ekki hafi getað verið þessar- ar tekjuhækkunar aðnjótandi, þar hann kom í embættið sama árið eða skömmu áður en sýslumannalaunalögin náðu lagagildi. Nefndin tekur því þann fyrirvara, að færa þessa upphæð niður, því hennar skoðun er sú, að launahækkunin eigi að fara eptir tekjum þeirra (em- bættismannanna), en ekki eptir tekjum embættanna. Landshöfðinginn: Hvað snertir athugasemd þá, sem nefndin hefir gjört, að landshöfðingjaritaraembætt- ið sje lagt niður, er það losni, þá er jeg enn á hinni sömu skoðun og jeg hefi verið á, undanfarandi þingum, aðjeg álít embætti þetta nauðsynlegt, einkum ef lands- höfðingja skipti verða. Skrifstörf landshöfðingja-em- bættisins hafa aukizt mjög á hinum seinni árum; jeg skal að eins taka til dæmis úrskurðarvaldið á öllum reikningum, að svo miklu leyti hina umboðslegu end- urskoðun snertir. I.andsreikningarnir, sem verður að semja bæði fyrir hvert ár sjer, og fjárhagstímabilið, og reyndar mætti margt fleira til nefna. Hvað „form“ þessara athugasemda snertir, skal jeg einungis geta þess, að ef þingið þrátt fyrir mótbárur þær, er jeg hefi leyft mjer að koma fram með, aðhyllist uppástungu nefndarinnar, mun það að mínu áliti eiga betur við að orða athugasemdina þannig, að þegar embættið losn- ar, verði ekki skipaður fastur embættismaður í það. það segir sig sjálft, að landshagsskýrslurnar í Stjórn- artíðindunum sjeu ófullkomnar, sem önnur maunaverk; en helztu gallarnir, sem menn hafa tekið fram á lands- hagsskýrslunum, eru — það vona jeg að allir sjái — einmitt að kenna ónógmn undirbúningi í hjeruffum, og þetta segir sig sjálft, að kostur væri á að bæta, en þó gallar kunni að vera á landshagsskýrslunum og jeg alls ekki neiti því, virðist mjer samt eins og jeg áður hefi tekið fram á þingi betra að veifa röngu trje en engu, og vil því ekki aðhyllast þessa athugasemd. Ef deildin er sömu skoðunar og nefndin um fyr- irtæki það, er ræðir um í 9. töl. frumvarpsins, sem sje að semja vísindalega (kritisk) textútgáfu af Jónsbók, að það sje Islandi óviðkomandi, sökum þess, að það er eingöngu vísindalegt fyrirtæki, ætla jeg fyrir mitt leyti ekki að gjöra þessa uppástungu að kappsmáli, þó aðjeg sjálfur enganveginn sje á máli nefndarinnar. J>ó að þóknun sú, er frumvarpsins n. töl. (9. nefndar- innar) stingur upp á handa hinum setta lögreglustjóra út af fjárkláðanum, að mínu áliti sje sanngjörn, ætla jeg ekki að mæla móti breytingaruppástungu nefndar- innar við þennan tölulið. þorlákur Guffmundsson: Framsögumaður gat ekki fellt sig við breytingaratkvæði mitt, og bjóst jeg reynd- ar við, að það mundi aldrei mæta góðum viðtökum, en jeg sje þó að nefndin hefir verið veik í þessu atriði, þar sem hún hefir fundið ástæðu til að lækka upphæð þessa um helming frá stjórnarfrumvarpinu, og hefir hún líka tekið fram þá hugsun, sem breytingaratkvæði mitt var sprottið af, sem sje, að þessi embættismaður hafi fengið kostnað sinn við kláðalögregluna borgaðan af hlutaðeigandi fjáreigendum, og það full stíft af sum- um við þann styrk, er þeir þáðu af honum. Jeg held líka, að þetta embætti sje ekki erfitt sem hann hefir, nefnilega landritaraembættið, það hefir ljóslega sýnt sig, þar sem hann hafði, kláðalögregluna á höndum á 3. ár. Svo dvaldi hann erlendis heilan vetur, svo tók hann við bæjarfógetaembættinu, og hafði það á hendi næsta sumar; hann var þannig full þrjú ár frá embætti sínu að mestu, án þess að nokkur væri settur í hans stað, nema ef vera skyldi hestadrengur hans. Jeg held því að hann sje fullsæmdur með það, sem hann hefir fengið fyrir framgöngu sína í kláðamálinu, og þó kröf- ur hans kunni að hafa verið sanngjarnar frá hans sjón- armiði, þá efast jeg um að þær hafi í raun og veru verið það, þegar litið er á allt það ranglæti og reki- stefnu, er hann hafði í frammi þegar kláðinn var lækn- aður, við ýmsa menn og sveitir (Forseti: Jeg vil biðja þingmanninn að hafa eigi slík orð sem ranglæti um menn). Jeg vil þá benda á það, að þessi maður er ekki þingmaður hjer í deildinni, hann getur þá krafið mig til ábyrgðar utan þings. þótt í stjórnarfrumvarp- inu sje tekið fram, að landshöfðingja sjeu kunnugastir málavextir og allar kringumstæður, þá verð jeg að mót- mæla því, að hann sje kunnugri um atfarir hans og fyrirhöfn en sveitabúar, er hann ferðaðist á meðal, og hefði máske verið rjettast að leita álits hreppsnefnda og kláðahreppstjóra. þ>að getur verið að hann hafi breytt samvizkusamlega frá hans sjónarmiði, en víst ekki svo, að hann geti fengið þóknun fyrir tóma sam- vizkusemi, og jeg veit að verðugri fjárbænum hefir ver- ið vísað á helluna, bæði 1877, og mun verða á þessu þingi. Framsögitmaffur: Viðvíkjandi 9. gr. c. 1 þá játar landshöfðingi, að landhagsskýrslurnar, sjeu svo ófull- komnar, að þær sjeu fremur villandi en fræðandi ; jeg veit fyrir víst, að ef reikna ætti eptir þeim, hvað miklu aðflutningsgjaldið á ýmsum varningi mundi nema ef tollur væri á lagður, þá væri það fullkomlega óáreið- anlegt. í þeim er t. d. aðflutningsgjald af áfengum drykkjum reiknað minna, en það er reiknað af stjórn- inni. J>að er því ætlan mín, að ekki ætti að kosta til þeirra fyr en þeim verður öðiuvísi komið fyrir og bet- ur undirbúnar í hjeruðum, því að það er betra að vita ekki, en vita rangt. þ>að er Jónsbók snertir, þá áleit nefndin, að með því að útgáfa hennar mun eptirleiðis, þegar ný landbúnaðarlög eru á komin, enga lagalega þýðingu hafa fyrir oss, heldur að eins vísindalega, þá stæði Árna-Magnússonar-nefndinni nær að gefa hana út; eins og allir vita gengur sú nefnd eingöngu í vís- indalega stefnu, hún gaf út Grágás, og þykist jeg vita að hinn sami hálærði maður, er gaf hana út, mundi fús á að taka að sjer útgáfu Jónsbókar. Vjer höfum í mörg önnur horn að líta. þ>að er auðvitað, að ef lögreglustjórinn í kláðamálinu hefir farið ferðir þær er á hann voru lagðar eptir skipun yfirvaldanna, þá á hann heimting á þóknun fyrir það; það er ekki þings- ings að dæma um það hvernig þessar ferðir hafi ver- ið, heldur að hann fái sanngjarna borgun; jeg sagði áðan að reikningar hans hefðu verið hóflegir, og jeg tek það nú aptur upp og bæti því við, að þeir voru víst eins sanngjarnir eins og reikningar sumra þing- manna yfir ferðakostnað sinn. það er að gufuskips- ferðunum lýtur, þá höfum vjer nokkrir þingmenn átt tal við 2 útlenda menn, er leitað hafa upplýsinga um það, hvernig ferðunum væri best hagað, annar þeirra er danskur, en hinn enskur, er vill ná samningi við oss um gufuskipsferðir kringum landið ; hafa þingmenn sagt honum, að það væri eindregið álit sitt að fylgja ferðaáætlun, sem svipuð er í höfuðatriðunum uppástung- unni í Alþingistíðindunum 1877 A. þorlákur Guffmundsson: Jeg ætla alls eigi að fara í orðakast við framsögumann út af breytingaratkvæði

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.