Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 1
 ALI-INGISFRJETTIR. XII. VIDAUKABLAD VID ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavik, föstudaginn 15. ágúst. Fjárlögin 1880 og 1881. Frh. (frá bls. 44) á 2. umræðu um fjárlagafrumvarpíð í neðri deild, 1. þ. m. Halldór Kr. Friðriksson: A. O. var að bera saman Húnavatns- og þingeyjarsýslu. pegar litið er á laun sýslumannsins í þ>inge}'jarsýslu, þá eru þær með- altalið af tekjum sýslunnar, og hjer er ekki að ræða um hvað hann hafi haft að meðaltali 5 síðustu árin, heldur hve tekjur sýslunnar hafi verið miklar að með- altali. Samkvæmt launalögunum álít jeg rjett, að stjórn- in spyrji um, hvert sje meðaltal af tekjum pingeyjar- sýslu í 5 ár áður en launalögin komu út, þetta fær sýslumaðurinn. Öldungis eins er varið með sýslumann- inn í Húnavatnssýslu. Ef eigi er tekið fram í veiting- arbrjefinu, að hann fái þau laun, sem ákveðin er í launa- lögunum, þá hefir hann rjett tii þeirra launaupphæðar, sem fylgdu Húnavatnssýslu þegar hann fjekk sýsluna. Annaðhvort verður að fara svo að, eða gefa honum þau laun, sem ákveðin eru í launalögunum, en þá fell- ur hitt ..Principið"'. Jeg játa, að málið er nokkuð vafa- samt eins og það liggur nú fyrir, en meðan það verð- ur ekki skýrt á annan veg mun jeg halda við þessa mína skoðun. Jeg skal bæta því við þóknun ritarans, að jeg veit ekki betur, en hann fengi styrk til utan- ferðarinnar, þó jeg ekki viti neinar ástæður til þess, eða viti, að hann hafi gjört neitt gagn á þeirri ferð sinni. Arnljótur Olafsson: pegar svo stendur á að sýslu- manni er veitt embætti eptir nýjum launalögum, er þrennt til: fyrst, að hann hafi í eng'u sýslumannsem- bætti áður verið, í öðru lagi, að hann hafi annaðhvort verið í sömu sýslu eða annari, á tímabilinu 1871—75. Ef hann er í sama embættinu, þá er auðvitað, að hann fær laun af því embættinu, sem hann er í, en nú er hann í öðru, og þá fær hann samkvæmt beinum orð- um 7. gr. þá launaviðbót, sem embættið hafði meira, en þegar það er minna, þá er sanngjarnt að hann fái laun, sem embættinu eru veitt með lögum. Nú sótti sýslumaðurínn í Húnavatnssýslu um hána rjett áður en launalögin náðu gildi, ætti hann því að hafa þau laun, sem svaraði 5 ára meðaltali af tekjum sýslunnar, er hann fór frá, en það sem meðaltalið væri minna í Dala- sýslu en Húnavatnssýslu ætti hann að fá með lögum. Jeg get ekki sjeð hann eigi launaviðbót fyrir þann litla tima, sem hann var búinn að vera í Húna- vatnssýslu, þar sem hann var í Dalasýslu mestan tím- ann 1871—75. Framsögumaður gat þess, að nefndin hefði fært launin, sem stjórnin reiknaði biskupnum, niður um 300 kr., af því að nefndinni er eigi ljóst, hvort launaviðbót biskupsins eptir aldri sje löggild, en það er víst, áð þessi viðbót hefir verið veitt í fjárlögunum síðan 1866, en er hvorki í launalögum nje konungsúrskurði, og fyrir því virðist eigi heimild til að setja hana í fjárlög- in. En það er mikið líklegt, að þó þessi launaviðbót sje ekki lögmæt, þá vilji þingið samt sýna þessum heiðursmanni þá kurteysi að láta hann halda henni; en allt fyrir það vildi nefndin þó benda á, að það er eigi lagaskylda. Nefndinni hefir yfirsjest að taka fram tvær upphæðir. Samkvæmt konungsúrskurði 7. nóv. 1835 hefir dómkirkjupresturinn 300 kr. í húsa- leigustyrk, en eptir fjárlögum frá 1872—73 þar að auk 500 kr. styrk, sem rjettara væri að afnema, því að hann er ekki á lögum byggður, nema fyrir víst tímabil. J?ví er eins varið með forstöðumann prestaskólans eins og með biskupinn ; launa-upphæð hans er líka færð niður, af sömu ástæðu. En þrátt fyrir þessar breytingar nefndarinnar mun jeg fús á, ef breytingaratkvæði um að færa laun þessi upp aptur, koma til 3. umræðu, að greiða atkvæði mitt með því. En jeg álít nauðsynlegt að embættismennirnir viti, hvað þeim ber eptir lögum og hvað þingið veitir þeim af góðvild sinni. Jeg vil eigi, að sagt sje um þingið, að það sje að þrátta um hvern eyririnn, og jeg vil að þeir sjái, að það sýnir þeim virðing og velvild. Honum þótti óþarfi að fera styrkinn handa kvennaskólanum í Reykjavík og á Laugalandí hærra upp en í 700 kr. (úr 4oo kr.); 1000 kr, á ári, sem nokkrir þingmenn höfðu stungið upp á, væri of mikið, nema ef vera skyldi fyrir skólann í Rvík, sem hefði mjög mikla aðsókn og væri í góðu ástandi, eptir skýrslum um hann, en sem vantaði frá I .augalandsskólanum, enda vantaði og staðfesta reglu- gjörð fyrir hann. Skagfirzka kvennaskólann hefði sýslu- nefndin styrkt með fje að miklum mun, og væri hann því maklegur styrks úr landssjóði, en 4oo kr. væri nóg. Kvennaskóla í Húnavatnssýslu kynni hann eigi við að veita fje, meðan hann væri eigi stofnaður. Að veita 2000 kr. handa gullsmið til að læra að slipa gimsteina, sem síra Páll Pálsson hafði stungið upp á, þótti honum óþarfi. Sami maður hafði stungið upp á 400 kr. styrk á ári handa skáldunum Matth. Jochums- syni og Stgr. Thorsteinsson ; en framsögumaður hjelt, að hann hefði mátt nefna Bened. Gröndal með, sem nú hefði einnig sent bænarskrá til þingsins, og sem ætti fullt eins vel verðlaun skilið fyrir hagmælsku eins og hinir. En hvar mundi það lenda, ef farið væri að launa skáldum hjer, sem væri fleiri að tiltölu hjer á landi en nokkurstaðar annarstaðar. i4ooo kr. lán til brúargjörðar á Skjálfandafljót væri hann tregur til að veita meðan eigi væri fram komnar greinilegar skýrsl- ur um nytsemd fyrirtækisins o. s. frv. Sumum mundi vaxa í augum lánið til brúargjörðar á J>jórsá og Olves- á, 100,000 kr. vaxtalaust, en annarstaðar væri þess konar leigulaus lán algeng, þegar fyrirtækin væri nauðsynleg, Landshðfðingi hjelt, að landssjóður mundi verða fyrir lögsókn, ef laun biskup§ og prestaskólaforstöðu- mannsins yrði ákveðin öðru visi en stjórnin hefði lagt til. Nauðsynlegt, að námstíminn á prestaskólanum yrði 3 ár : samhuga áliti skólanefndarinnar, stiptsyfirvald- anna, forstöðumannsins og kennaranna, Betra að sleppa alveg styrknum til vísindalegra og verklegra fyrirtækja en að hafa hann ekki nema 2000 kr. á ári. Til óvísra útgjalda mætti ómögulega ætla minna en 4ooo kr. á ári, eínkum er þar af skyldi greiða málskostnað fyrir landssjóðinn. //. Kr. Friðrikssou kvað biskup og prestaskóla- forstöðumann hafa fulla sanngirniskröfu til launabótar, ef ekki lagakröfu. Nóg 2 ár á prestaskólanum ; því óþarfi að auka ölmusustyrkinn. Omögulegt að komast af án þess að ætla fje til umsjónar við lærða skólann. Nær að kenna stúlkum bústjórn og hússtjórn heldur en að kenna þeim að búa til ýmislegt smávegis, sem frem- ur væri til gamans en gagns. Betra að veita kvenna- skólastyrkinn allan í einu lagi og láta umboðsstjórnina útbýta. Einar Asmundsson: Jeg vil leyfa mjer að fara nokkrum orðum um 13. gr. stjórnarfrumvarpsins, sem er 12. gr. í frumv. nefndarinnar. pessi grein er mjög

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.