Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 2
46 merkilegur þáttur í fjárlögunum, því að hún inniheld- ur tillögin til ménntunarmála í landihu. Jeg álít að greinin skiptist eiginlega í 6 meginliði, það er að segja, tillagið til klerkastjettarinnar, til prestaskólans, til lækna- skólans, til lærða skólans, til alþýðu-menntunar og til safna. Til allra þessara mála ætlar stjórnarfrumvarpið •75.30Ó kr., það er meira en 22% af öllum landstekj- unum, eptir því sem þær eru taldar í frumvarpinu. fetta virðist vera vel í lagt, og vil jeg nú skoða eptir hvaða hlutfalli þessu íje er skipt niður á hina einstöku liði. Til klerkastjettarinnar eru þá fyrst ætlaðar 57,490 kr., eða meir en 7°/0 af landstekjunum, og til prestaskólans 28,800 kr., það er til samans í þarfir kirkjunnar 86,290 kr., eða nærri 11% af öllum tekjun- um og hart nær helmingurinn af allri upphæð grein- arinnar. Til læknaskólans eru ætlaðar 8,480 kr., það er rúmlega 1 °/0 af landstekjunum ; en sje þetta lagt saman við það, sem ætlað er á öðrum stað til lækna- skipunarinnar, 79,948 kr., þá sjest, að 88,428 kr. eru ætlaðar til heilbrigðismála, eða yfir n°/0 af tekjunum, það er dálítið meira en til kirkjumálanna. Lærða skól- anum eru ætlaðar 72,936 kr., sem er meira en 9°/0 af landstekjunum, og meira en 1 kr. fyrir nef hvert á landinu. f»á kemur það sem ætlað er til alþýðu-mennt- unar, til tveggja kvennaskóla og til barnaskólanna, en það er að eins 5,200 kr. eða einir 7 aurar fyrir hvert nef. Og loksins er ætlað til bókasafna og forngripa- safns 2,400 kr. þannig er hlutfallið í stjórnarfrum- varpinu, þannig vill stjórnin skammta. Nefndin hefir breytt þessu hlutfalli nokkuð. Hún hefir viljað spara þar, sem spara mátti, en jeg vona enginn geti sagt, að hún hafi verið aðsjál, þar sem um sannarleg nauðsynjamál var að ræða, hvorki i þessari grein nje öðrum. Jeg held allir geti sjeð, að hún hef- ir viljað vera örlát til að efla verulega og gagnlega menntun, eins og önnur þarfleg málefni, t. a. m. sam- göngumar, búnaðinn o. s. frv. Nefndin hefir reyndar fært allmikið niður það sem stjórnin ætlaði til kirkju- málanna, og fylgt þeirri reglu, að láta tillagið til þeirra haldast sem mest óbreytt við það, sem nú er og hefir verið næstu ár á undan, hæðitil klerkastjettarinnar og prestaskólans, enda eru nú ný lög i smíðum til að koma betra lagi á hag prestastjettarinnar, svo ekki var þörf á að færa upp af handahófi tillag til hennar í fjár- lögunum. Nefndin hefir ekkert breytt tillaginu til lækna- skólans og til lærða skólans eins að mestu leyti, þó heldur hækkað það en lækkað. Til alþýðumenntunar hefir hún lagt töluvert meira en stjómin, en sjálfsagt nokkuð lítið, því þó það, sem söngkennaranum er ætl- að, sje talið með, sem rjett er, þá vantar þó mikið til, að nefndin hafi tvöfaldað hið litla, sem stjórnin ákvað i þessu skyni. Nefndin hefir fært það upp úr 5200 kr. í 9600 kr. eða hækkað það um 4400 kr. Jeg gat þess fyrir skemmstu, hvernig hlutfallið væri milli þess sem stjórnin ætlaði til lærða skólans og til alþýðukennsl- unnar, hún ætlaði 1 kr. fyrir hvert nef á landinu til að mennta hjer um bil 100 drengi í lærða skólanum, en ekki nema 7 aura fyrir nef hvert til að mennta 10,000 önnur ungmenni eða fleiri, sem alast upp á landinu. Hlutfallið er 100 handa iooáannan bóginn, en 7 handa 10,000 á hinn. Nú er þetta þó gullvægt hjá því, sem hefir verið fyrir fám árum. Jeg vil vekja athygli á þessu, og vona að bæði þetta þing og hin næstu, sem haldin verða hjer eptir, hafi vakanda auga á að koma þessu máli í rjettara horf. Sjerstaklega vil eg minn- ast á kvennaskólana, sem eg álít einna nauðsynlegasta til að mennta alþýðuna; til þeirra hefir stjórnin ætláð 1200 kr., en nefndin hefir þrefaldað þá tölu og sett hana upp í 3600 kr. Engu að síður álít jeg að þessi tala sje enn þá helzt til lág f samanburði við það, sem ætlað er til menntunar karlmönnum. Kvennfólkið er þó hélmingur þjóðariimar, ekki einungis hinn fegri heldur einnig hinn betri helmingur af fólkinu i land- inu. Vjer nokkrjr þingmenn höfum því leyft oss að gjöra breýtingaratkvæði um að hækka tillagið til kvennaskólanna upp í 4800 kr. fyrir allt fjárhagstfma- bilið. ísleifur Gíslasou mælti með lánsveitingunni til brú- argjörðar yfir J>jórsá og Olvesá, og lagði áherzlu á að hafa samgöngur og menntun í fyrirrúmi í fjárveit- ingum. Arnlj. Ólafsson: Jeg vil taka undir með E. Á., sem benti á í hvaða stefnu fjárveitingin gengur, og að löggjafarvaldið eigi að beina í rjetta stefnu þeim út- gjöldum, sem það hefir erft frá einveldistímanum og hinu ráðgefandi þingi. Einveldisstjórnin skoðaði fjár- veitinguna til embættismanna sem aðalatriðið, en eins er það eðlilegt, að vjer hjer eptir sjáum um að ekki öll útgjöldin gangi í þessa sömu stefnu, heldur til þjóð- gagns Islendinga yfir höfuð. J>að er kunnugra en frá þurfi að segja, að áður en launalögin komust í gildi var mestmegnis um laun íslenzkra embættismanna far- ið eptir lagafrumvarpi því, sem danska stjórnin lagði fyrir ríkisþingið 1862—63, sem aldrei varð að lögum, því að rikisdagurinn breytti þvf, en stjórnin gat ekki gengið að þeim breytingum ; þó hefir þessu frumvarpi verið fylgt viðvfkjandi íslenzkum embættismönnum. Á frumvarpinu 1862—63 eru byggðar þær launaviðbætur, sem þessir embættismenn, er hjer ræðir um, hafa. þ>að er sjálfsagt að 7. gr. launalaganna 15. okt. 1875, síð- asta málsgrein, segir, að embættismenn þeir, sem nú eru f embættum, eigi einskis í að missa í þeim aðgangi er þeir hafa til hærri launa. En hver er sá aðgangur, sú lagaheimting, er þessir embættismenn hafa til við- bótar? Jeg verð að segja, að jeg þekki enga lögmæta kröfu, sem byggð verður á frumvarpi þvi, er jeg áður nefndi. J>eir þurfa ekki að fá þessa viðbót ár eptir ár, þó hún einu sinni hafi verið veitt. — Sú breyting- aruppástunga sem jeg á með öðrum, stingur upp á að bæta við 300 kr. til kvennaskólans í Rvík og 300 kr. til kvennaskólans á I .augalandi. Jeg vil geta þess, að þó það að vísu sje satt, að Norðurland sje dýrara en Suðurland að kvennaskólum til, þá er Suðurland dýr- ara að barnaskólum; Vesturland er bæði í kvenna- og barnaskólabindindi. J>að er þá ekki ósanngjarnt, þó Norðurland biðji um meiri styrk til kvennaskóla, þeg- ar það ann Suðurlandi að fá meira fje til barnaskóla. Mjer finnst nefndin yfir höfuð hafi fylgt þeirri stefnu að auka almenna uppfræðingu, en að eins vikið frá því, þar sem hún færir upp ölmusurnar við lærða skólann; en reyndar fellir hún burt hinn hlægilega ferðastyrk, sem áður hefir veittur verið. Jeg get ekki sjeð fulla ástæðu til að færa upp þenna styrk, og mjer ofbýður þessi kostnaður til þeirra, sem eru að læra undir em- bætti. Er þörf á þessari hækkun ? Sannarlega ekki! Skólinn er nú svo fullur, að hann getur ekki rúmað alla þá sem nú sækja um skóla ; aukinn ölmusustyrk- ur mun auka aðsóknina enn meir, og forstöðumenn skólans neyðast til að vfsa enn fleiri burt, en það veit eg að þeirn og þingm. Reykvíkinga þykir illt. J>etta ölmusu-agn er mjög hættulegt, af því skólinn getur ekki rúmað fleiri. Frá stjórnarinnar sjónarmiði skoðað, þá getur hún ekki æskt eptir öllum þessum ölmusum; hún getur að eins óskað þess, að nógir sjeu til í em- bættin, og það er nú sem stendur, þar sem 100 piltar eru í skólanum. J>ar að auk er nú í ráði að fækka brauðunum um 30 ; það er í ráði að draga inn landrit- araembættið, draga inn amtmannaembættin. J>að er þá undarlegt að fjölga ölmusunum um leið og embætt- um er fækkað.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.