Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 15.08.1879, Blaðsíða 4
4« af mestu velferðarmálum landsins. f*eir, sem i þessu tilliti hafa brotið isinn, og- fyrstir orðið til að vekja máls á þessu, og koma slíkum skólum á fót, eiga sann- arlega miklar þakkir skilið, en allt um það, verð jeg þó að vera samdóma H. Kr. Fr. að kvennaskólinn í Reykjavík er ekki einhlítur til þess að uppfylla þarfir alls Suðurlands í þessu efni. Hann er sjálfsagt góður fyrir stúlkur úr bænum sjálfum, og sömuleiðis fyrir þær stúlkur, sem er komiö hingað til höfuðstaðarins, til þess að fá hina svo kölluðu „fínni“ heims-menntun; en þetta er ekki nóg, það er þörf á kvennaskólum, sem hafa bújörð, og þar sem stúlkum er kennd bú- stjórn, kennt að breyta mjólk í mat og ull í fat, eins og menn segja, og þjóna sjer og öðrum, og að þær læri allt það sem að nauðsynlegu hreinlæti lýtur, en ekki tómt prjál, heldur líka verklegan dugnað. þ>að er vonandi á sínum tíma, að þetta taki svo miklum framförum, að kvennaskóli verði í annari hverri sýslu, og þá er auðsjeð, að landssjóðurinn getur ekki veitt hverjum skóla meir en 700 kr. eða máske ekki það, þvi það er góð regla, að taka ekki meira upp en haldið verður út með. Eins og nú er, þá er kvennaskólinn í Reykjavík lakast haldinn, að fá ekki meir en 700 kr., þar sem skólinn á I.augalandi fær eins mikið, og er þó einungis fyrir eina sýslu, sem er með hinum efnuðustu sýslum. Kvennaskólinn í Skagafirði verður og útund- an, en það er ekki rjett, því að í þessu efni á að vera fullkomið jafnrjetti. Nefndin hefir lagt til, að til brúabygginga yfir fjórsá og Ölvesá veitist 100000 króna lán; með þessu hefur nefndin stígið stórt stig i þessu máli, og vona jeg að deildin sjái, að þetta er sanngjarnt og rjett, og að þær mótbárur hverfi, sem áður hafa komið fram, að þetta sje að eins fyrir einn hluta landsins, því að það er aðgætandi, að þessi hluti á heimtur á styrk, þar sem hann nýtur einskis góðs af gufuskipsferðum kringum strendur landsins, og efþettaíje ekki hrekk- ur, ber jeg það traust til þingsins, að það framvegis muni ekki láta hjer við lenda, heldur styrkja þetta þarfa °g þjóðlega stórvirki til enda. Benedikt Sveinsson mælti með brúargjörð á Skjálf- andafljóti (að veitt yrði lán til hennar). Tryggvi Gunnarsson mælti með því, að styrkja kvennaskólana. £>að er ekki enn komið eins inn í hugsunarhátt þjóðarinnar, að hafa kvennfólkið í há- vegum, eins og hjá öðrum þjóðum. Arskaup kvenn- fólksins er helmingi minna en karlmannsins, og dag- laun þeirra einnig helmingi lægri, og það þó við þá vinnu sje, sem kvennmaðurinn vinnur jafn mikið sem karlmaðurinn, og svo er í flestum greinum, að konan hefur eigi jafnrjetti við karlmanninn. þ>essa skoðun þjóðarinnar á kvennfólkinu þarf að hefja, en til þess tel jeg vissasta meðalið, að auka menntun kvenna, og þar með virðingu þeirra. Páll Pálsson prestur: það var tvennt, sem kom mjer til að koma með breytingartillögu þá, er kölluð hefir verið gimsteinninn frá Skaptafellssýslu; í fyrsta lagi það, að jeg sá, að nefndin hafði gjört ráð fyrir að styrkja Jónas Helgason að framkvæmdum hans sem organkennara, með því að ætla honum laun þau, sem jeg játa að hann er mjög maklegur fyrir, og annað það, að jeg sá af bænarskrárálitinu frá fjárlaganefnd- inni, að hún leggur það til að heiðra skáldið Mattias Jokkumsson með fjárstyrk. Eins og þaðerfjarri mjer að leggja á móti því, að þessir alls góðs maklegu menn fái styrk, þá þykir mjer það óviðurkvæmilegt að sýna ekki samkvæmni í því, að sýna viðurkenningar vott þeim manni, sem að minnsta kosti hefir sýnt sig í þessu skyni ekki síður góðs og viðurkenningar maklegur frá þjóð sinni. Jeg leyfi mjer að taka það fram, að skólakennari Steingrímur Thorsteinsson, eins og kunn- ugt er, hefir fengið sjerlega heiðursviðurkenningu frá fjarlægri þjóð, sem er ein hin mesta menntaþjóð í heimi, og skyldum vjer þá ekki, er sjálfir sem þjóð höfum mestan scima af slíkum snillingum elcki vilja láta það í neinu ásannast, að vjer metum mikils vora góðu menn, og viðurkennum það, með því einu, sem vjer höfum föng á að veita þeim fjárstyrk. J>að játa víst allir, að það væri æskilegt, að þessi höfundur gæti haldið áfram með að auðga íslenzkar bókmenntir bæði með frumkvæðum sínum, og afbragðs fögrum þýðing- um útlendra höfuðskálda. Meðal annars, sem liggur eptir þennan mann, vil jeg minnast á það, að allt megn- ið af kvæðunum í hinum 5 söngheptum, sem Jónas Helgason hefur gefið út, og sem vonandi er, að hald- ið verði áfram með, er eptir Steingrim Thorsteinsson, og þessi kvæði hafa átt næsta mikinn þátt í, að hin- um góða tilgangi söng-heptanna hefir orðið náð, því að þegar þjóðin sjer hin fögru kvæði hans, þá langar hana undir eins til að kunna að syngja þau. Jeg vona því, að deildin fallist því fremur á þessa tillögu mína, sem ekki er farið fram á mikla upphæð, og það get jeg ekki skilið, að þeir sem eru málinu hlynntir að efninu til, skuli ekki geta gefið því atkvæði sitt vegna formgalla, því það er auðsjeð, að það er gjört af kappi og þráa. J>á kem jeg til þess atriðis, sem eiginlega mun eiga skilið nafnið ,.gimsteinninn“ í breytingarat- kvæðinu. f>ingdeildinni er kunnugt, hvernig jeg er orðinn flutningsmaður bænarskrárinnar um þenna styrk til að slípa gimsteina, enjeg er hræddur um, að sumir í nefndinni hafi að eins lesið tölustafina, sem eru nokk- uð stórir, en svo ekki viljað lesa ástæðurnar fyrir þess- ari beiðni. Hjer á landi eru margir steinar aðrir en hleðslugrjót, og margir þeirra eru dýrmætir, og úr því framsögumaður sjálfur á hraðferð, já hraðreið yfir sandinn, yfir Sprengisand, fann eðal-opal, sem var þó þess virði, að hann hlaut að koma honum í önnur lönd en Danmörku til að fægja hann, þá sýnir það, að hjer kunna að finnast ef leitað væri, margir þeir steinar, sem eru gulli dýrmætari, en nú sem stendur þekkir enginn það til hlítar og eng- inn kann með slíka steina að fara. J>að er minnkun fyrir landið, að slíkt skuli liggja alveg ónotað og fót- um troðið, mannsaldur eptir mannsaldur, þar sem vjer þó höfum marga unga og efnilega menn, sem gætu gjört þessa steina að peningum. Og þetta liggur hjá oss ónotað, eins og til einskis væri nýtt. Mönnum kann að þykja það gífurlegt að stinga upp á svona hárri upphæð, en það er aðgætandi, eins og framsögu- maður sagði, að ekki verður þessi list lærð i Dan- mörku, enda er það eigi von, því Danmörk er ekki neitt gimsteinaland, þó það sje akuryrkju- og kornland, heldur í fjarlægari löndum, og því þarf þess hærri upphæð, sem vegurinn er lengri. Að öðru leyti skal jeg leyfa mjer að vísa til álits þess manns, er kunnug- astur er þessu efni allra manna hjer á landi, dr. Hjalta- líns, er mælir sterklega með þessari beiðni. Guðmundur Olafsson: Jeg vil minnast dálítið á kvennaskóla, og er jeg hlynntur þeim yfir höfuð, eins og aðrir þingmenn, en hvað kvennaskóla í Reykjavik snertir, þá álít jeg hann ekki heppilega settan ; hann er sjálfsagt góður fyrir Reykjavík, en handa sveita- stúlkum er hann ekki hentugur. — Jeg er nefndinni þakklátur fyrir styrkinn til eflingar búnaði, og væri nú óskandi, aðvjerhefðum bæði kunnáttu og vilja tilþess að nota þennan styrk samkvæmt tilganginum. (Framh. í næsta bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu Isafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.