Ísafold - 19.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.08.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETTIR. XIII. VIÐAUKABLAD VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavík, þriðjudaginn 19. ágúst. FjárLÖg 1880 Og 1881. Niðurlag (frá bls. 48) á 2. umr. um fjárlagafrumv. í neðri cleild 1. þ. m., á ræðu Gnðmundar Ólafssonar: Aptur álít jeg að nefndin hafi verið of spör á fje til menntunar hinum ungu, en það álít jeg sje fóturinn fyrir framförum vorum eptirleiðis. Ungdómurinn er su kyn- slóð, er byggja á landið á eptir oss, og hann og land- ið mun á síðan bera þess vott, hvernig vjer höfum upp alið hann. þ«etta atriði á því jafnan að vera eitt af hinum helztu áhugamálum bæði þings og þjóðar. Jeg er viss um að fleiri hjeruð munu hvetjast til að koma upp barnaskólum, efþau sjá að þingið vill styrkja til þess. þ>annig hefir í mínu kjördæmi einn rausnar- bóndi af eigin efnum kostað barnaskóla, bóndinn J>órð- ur á J.eirá. Jeg vil því reyna að koma mjer saman við nefndina um, að auka fjestyrkinn til barnaskóla. Friðrik Sfefánssyni þótti launin til kennarans í organslætti og organsleikara við dómkirkjuna í Rvík langt of hátt ákveðinn, og þau ætti ekki að koma fram i fjárlögunum sem sjerstök fjárveiting. J>að er ekki líklegt, að aðsóknin verði mikil úr þessu til að læra organslátt, því margir eru nú búnir að læra hann víðs vegar um land, og er því mikið líkara, að þeir sem hjer eptir vilja læra, fari til þess eða þeirra, sem þeim eru næstir, og ætti því að minu áliti ekki að leggja 2000 kr. til þessarar kennslu úr landssjóði; en það sje eg gjörla, að Reykjavík og næstu sveitir hafa mest not af kennslu manns þess sem hjer ræðir um; en ætti hann nú að fá þóknun úr landssjóði fyrir þetta starf, þá ætti hann að fá hana af fje því, er veitt er til vís- indalegra og verklegra fyrirtækja. Onnur útgjöld. er mjer virðast of hátt ákveðin, er. styrkurinn til bók- menntafjelagsins, 2000 kr.; mjer finnst 1000 kr. vera fullkomlega nóg, sem er sama upphæð og veitt hefir verið að undanförnu. Að endingu vil eg geta þess. að eg skil ekki i því, að hin heiðraða fjármálanefnd skyldi ekki veita kvennaskólanum í Skagafirði nema 400 kr., þar sem hún veitir kvennaskólanum í Reykja- vík 1000 kr. og skólanum á J.augalandi annað þús- undið, og mun eg þvi við 3. umræðu koma með breyt- ingartillögur um að hækka styrkinn til kvennaskólans í Skagafirði, svo kennslan geti orðið í líku ásigkomu- lagi sem í hinum kvennaskólum landsins. Franisögumaður: Danir veita af 48 milj. árlegum tekjum að eins 44,600 kr. til óákveðinna visindalegra fyrirtækja, og eru þó þar með reiknaðar heiðursgjafir, fastur styrkur til ýmsra og styrkur um stundarsakir. Til óvissra útgjalda ætla þeir ekkert; þeir höfðu það fyrstu árin, eptir að þing þeirra fjekk fjárveitingarvald, en reynslan kenndi þeim, að þetta væri ekki heppilegt og að hentugra sje að veita þess konar upphæðir til útgjalda sem upp á kunna að koma, undir þeim gjald- liðum, sem þau eiga skylt við, því þá verða þau síður óákveðin. J>að er að mínu áliti heppilegra að veita vissa upphæð til vissra tiltekinna fyrirtækja. I.ands- höfðingjanum þótti upphæðin of lág, og get jeg vel skilið það, að umboðsstjórnin vilji hafa sem mest fje til umráða, en mig furðar á, að þjóðkjörinn þingmaður skuli vilja hafa þetta gjald hátt. Er ekki betra að veita fje til fastákveðinna fyrirtækja ? Koma ekki flest verkleg fyrirtæki undir styrk til búnaðar? Ogvísinda- leg og bókleg -fyrirtæki, koma þau ekki flest til kasta bókmenntafjelagsins? Reyndar heyrði jeg að einum þingmanni þótti þetta of mikið, og vildi að eins gefa 1000 kr. bókmenntafjelaginu, en þetta er hin sama upphæð sem þetta fjelag hefir áður haft, það er að segja deildin i Kaupmannahöfn. J>að geta að vísu ver- ið mismunandi skoðanir um, hvernig sú deild hefir not- að þenna styrk; það getur vel verið, að sumt af því, sem hún hefir gefið út, hafi ekki svarað tilganginum, en það er aðgætandi, að þessi styrkur á nú að ganga til deildarinnar á íslandi, og að þessi deild hefir nú í hj'ggju að gefa út sýslumanna-æfir og rit um búnað og ýmislegt, er snertir atvinnuvegi landsins, og verða í það rit teknar ritgjörðir, sem ritnefnd, er kosin hefir verið tii þess, álítur til þess hæfar. J>ó mönnum ef til vill ekki líki, að mestum hluta þessa fjár sje varið er- lendis af bókmenntafjelagsdeildinni í Kaupmannahöfn, þá álít jeg betra að fela þess konar Qe fjelagi, sem stofnað er í vísindalegum og bóklegum tilgangi, en umboðsstjórninni, sem t. d. hefir veitt 1000 kr. styrk til þess að gefa út heimsmagnafræði, sem aldrei hefir komið út, stórfje til útgáfu leifa fornra kristilegra fræða eða safns af katólskum homilíum. — E. A. fór mörg- um fögrum orðum um, hvað lítið væri hjer á landi gjört fyrir alþýðumenntun í samanburði við það, sem lagt er til menntunar embættismannaefna; en ef menn vildu draga þá ályktun út af því, að alþýða vor standi á bak alþýðu í öðrum löndum, þá væri það ekkirjett; þingmaðurinn er sjálfur vottur um, með þeirri mennt- un, sem hann hefir, að þó ekki gangi maður í skóla, getur maður þó aflað sjer menntunar, ef ekki vantar lvst og löngun. -— Um skiininginn á launaviðbót bisk- ups og forstöðumanns prestaskólans er jeg alveg sam- dóma A. O., að enginn vafi sje á því, að þingið hafi leyfi til að stryka hana út; í þessari grein er ekki að tala um neinar gildar ákvarðanir, sem þingið er bund- ið við. — J>ó jeg játi, að fá sjeu þau lönd í veröldinni, þar sem eins mikið að tiltölu er lagt til lærðrar skóla- menntunar, þá talar þó margt fyrir að fjölga ölmus- unum við lærða skólann, þegar aðsóknin er einlægt að aukast, og þeir, sem sækja að skólanum, mundu vera enn fleiri enn nú, ef ekki stiptsyfirvöldin og aðr- ar maktir reyndu að stöðva aðsóknina. Að endingu vil jeg geta þess, að þessi uppástunga er byggð á til- lögu skólastjóra sjálfs. — J>. B. var óánægður með ölmusurnar til prestaskólans og bar prestaskólann sam- an við læknaskólann. J>ingmaðurinn hefði líka átt að bera saman húsaleigustyrkinn á þessum skólum, þá hefði það sýnt sig, að prestaskólinn hefir 12 húsaleigu- stjrnki, en læknaskólinn að eins 3, eða prestaskólinn q fleiri, og þó hafa aldrei verið notaðir nema 8 í hæsta lagi, og er meiningarlaust ár eptir ár að veita það í fjárlögum, sem ekki er notað. Hvað sem utanþings- nefndin og aðrir hafa sagt um lengingu skólatímans, þá hafa komið fram mótmæli gegn því, sjerstaklega frá þeim, sem nota prestaskólann ; hjer kem jeg fram sem svaramaður nefndarinnar, og ljet hún þá ósk í ljósi, að kennslutíminn yrði ekki lengdur á fjárhags- tímabilinu. Að endingu vil jeg biðja deildina að athuga þau áhrif sem allar fyrirhugaðar breytingar hafa á fjárlög- in ; eptir frumvarpi nefndarinnar var áætlað að Kr afgangurinn yrði............................... 953 n Við lánin til brúnna og við byggingu alþingis- Flyt 95311

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.