Ísafold - 19.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.08.1879, Blaðsíða 4
52 gegn lögum þeásum skal farið sem opinber lögreglu- mál. 7. gr. J.ög þessi öðlast gildi i. janúar 1880. II. Lög um breyting á lögum um gjald á brcnnivíni' og öðr- um áfengum drykkjnm, dags. 11. fcbr. 1876, og tilsk. ' 26. febr. 1872. 1. gr. Hjer eptir skal greiða aðflutningsgjald af alls konar öli, sem til íslands er flutt, 5 aura fyrir hvern pott. Af brennivíni eða vínanda skal greiða afhverjumpotti: með 8° styrkleika eða minna . . 30 aura. yfir 8n og allt að 120 styrkleika . 45 — yfir i2° styrkleika...............60 — Af rauðavíni og messuvíni skal greiða 15 aura af hverjum potti, í hverju íláti, sem það er flutt. Af öllum öðrum vínföngum skal greiða 45 aura af hverjum potti, ef þau eru flutt í ílátum, stærri en svo, að þau rúmi 2 merkur, en sjeu þau flutt í minni ílát- um, skal greiða sama gjald af hverjum 3 pelum sem af potti í stærri ílátum. Gjald þetta rennur í landssjóð. 2. gr. Gjaldið greiðist annaðhvort í peningum út í hönd eða með ávísun, er borgast við framvísun (,,Sigt“), og hljóðar upp á áreiðanlegt verzlunarhús í Ivaupmanna- höfn, er reikningshaldari tekur gilt. 3. gr. Hjer með er úr lögum numin 1. gr. laga, sem dagsett eru 11. febr. 1876 um breyting á tilskip- un um gjald af brennivíni og öðrum áfengum dr\'kkj- um 26. febr. 1872. 4. gr. J-ög þessi öðlast gildi 1. dag janúarmán. 1880. III. Lög mn vitagjald af skipum. 1. gr. Fyrir hvert það skip, að undanskildum her- skipum og skemmtiskútum, er fer fram hjá Reykjanesi við Faxaflóa, og leggst í höfn einhverstaðar á Islandi, skal greiða í vitagjald 20 aura f)'rir hverja smálest (ton) af rúmmáli skipsins, ef það leitar hafnar í Faxaflóa milli Reykjaness og Öndverðarness, en 15 aura, ef það leggur til hafnar annarstaðar á Islandi, og er gjaldið hið sama, hvort heldur það fer fram hjá vitanum að eins aðra leiðina, eða fram og aptur. þ»ó skulu öll ís- lenzk fiskiskip vera undan þegin gjaldi þessu, þegar þau eru á fiskiveiðaferðum. Gjaldið skal greitt á þeirri höfn, er skipið kemur fyrst á, eptir að það hefir siglt fram hjá vitanum. Ráðgjafi íslands hefir heimild til að semja við stjórnir annara ríkja um vitagjald fyrir fiski- skip þau, er þaðan eru gjörð út til fiskiveiða við strend- ur íslands. 2. gr. Gjald þetta rennur í landssjóð, og skal lög- reglustjóri eða umboðsmaður hans heimta það ásamt öðrum skipagjöldum gegn lögmætri kvittun. Skyldur er skipstjóri að sýna lögreglustjóra eða umboðsmanni hans dagbók skipsins. 3. gr. Brot gegn því, sem fyrir er mælt í lögum þessum, varða 10—100 kr. sektum eptir málavöxtum. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi i.dag janúarmánað- ar 1880. 5. gr. Með lögum þessum eru lög um vitagjald af skipum, dagsett 12. dag aprílmánaðar 1878, úr gildi numin. IV. Lög um viðauka við sóttvarnarlög 17. desbr. 1875. 1. gr. Akvarðanir þær, sem lög 17. desbr. 1875, um mótvarnir gegn því, að bólusótt og hin austur- lenzka kólerusótt og aðrar næmar sóttir flytjist til Is- lands, hafa inni að halda, skulu ná til allra skipa, sem koma frá löndum, þar sem gengur pestkynjaður sjúk- dómur eða einhver önnur hættuleg næm sótt, enda þótt slíkur sjúkdómur gangi ekki í þeirri höfn, sem skipið hefir lagt frá. 2. gr. Ráðgjafanum og landshöfðingja (sbr. 2. gr. laga 17. desbr. 1875) veitist vald til að skipa svo fyrir með auglýsingu, að menn, sem koma til íslands frá löndum, þar sem gengur pestkynjaður sjúkdómur, skuli, til þess að þeim verði leyft að koma í land, hafa með- ferðis leiðarbrjef, sem hinn danski verzlunarfulltrúi á þeim stað, sem hlutaðeigandi hefir lagt frá, eða ef enginn verzlunarfulltrúi er á staðnum, yfirvaldið þar hefur ritað á vottorð um, að hlutaðeigandi hafi eigi verið á þeim stað, sem sýktur sje af pest, svo marga daga áður en hann fór af stað, sem til tekið er í aug- lýsingunni. 3. gr. Ef nauðsyn þykir til bera, veitist ráðgjafa Islands og landshöfðingja vald til þess, annaðhvort að gefa út bann gegn þvi, að flutt sje til landsins frá út- löndum nolckuð það, sem uggvænt þykir að pestnæmt sje, svo sem varningur, fatnaður og farangur ferða- manna, dýrogfleira, eða að láta aðflutning slíkra hluta vera þeim skilmálum bundinn, að þeim varúðarreglum sje fylgt, sem tjeð stjórnarvöld nákvæmar kveða á um, svo og vald til þess, að gjöra sjerstakar fyrirskipanir til þess, að hafa megi nauðsynlegt eptirlit með því, að eigi sje brotið á móti banni þvi og öðrum ákvörðun- um, sem gjörðar eru eptir lögum þessum og lögum 17. desember 1875. 4. gr. Brot gegn lögum þessum varða hegning þeirri, sem ákveðin er í lögnm 17. desember 1875, 7. grein, ef eigi liggur þyngri hegning við eptir 293. gr. hegningarlaganna. Yarningur og hvað helzt annað, er menn reyna til að flytja til landsins, eða fá flutt gegn flutningsbanni, skal upptækt vera, og á landssjóður andvirði þess, ef eigi ber að eyða því, sökum sóttnæmis. 5. gr. I.ög þessi öðlast gildi í þann dag, er þau eru birt í stjórnartíðindunum, og falla þá úr gildi bráða- birgðalög 21. febrúar 1879 og 4. apríl s. á. V. Lög um kauptún viff Kópaskersvog í Norffur- pingeyjarsýslu. Við Kópaskersvog í Norður-þdngeyjarsýslu skal vera löggildur verzlunarstaður frá 1. júní 1880. VI. Lög um löggilding verzlunarstaffar á Ilornafjarffarós í Austur-Skaptafellssýslu. Hornafjarðarós í Austur-Skaptafellssýslu skal vera löggildur verzlunarstaður frá 1. júni 1880. VII. Lög um löggiltan vcrzlunarstaff viff Jökulsá á Sól- heimasandi. Við Jökulsá á Sólheimasandi skal vera löggiltur verzlunarstaður frá 1. janúar 1880. VIII. Lög um breyting á lögum um bæjargjöld í Reykjavíkur kaupstað, 19. okt. 1877, 2. gr. a. 1. gr. Lóðargjald það, sem ákveðið er í lögum um bæjargjöld í Revkjavíkur kaupstað 19. okt. 1877, 2. gr. a., að gjalda skuli af öllum húsum í lögsagnar- umdæmi kaupstaðarins, 3 aurar af hverri ferhyrnings- alin af flatarrúmi undir húsinu, skal fært niður í 2 aura fyrir hverja ferhyrningsalin, að því leyti, er snertir torfbyggingar þær, sem voru til i.janúar 1878. (Frh.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu Isafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.