Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETTIR. XIV. VIÐAUKABLAD VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavík, fostudaginn 22. ágúst. Lög frá alþingi 1879. VIII. (Framhald frá bls. 52). Lög um breyting d lögum um bœjargjöld í Reykiavíkur kaupstað, 19. okt. 1877, 2. gr. a. 2. gr. Gjaldlækkun sú, sem ákveðin er í 1. gr., nær eigi til þeirra torfbygginga, sem á tímabilinu frá 1. janúar 1878 til þess lög þessi öðlast gildi kynnu að hafa fengið aðalaðgjörð, eða ef veruleg breyting hefir verið á þeim gjörð; svo fellur og gjaldlækkunin burt, ef torfbygging hefir fengið slíka aðgjörð, eða henni hefir verið breytt á þann hátt sem sagt var, eptir að lög þessi hafa öðlazt gildi. 3. gr. Byggingarnefnd Reykjavíkur kaupstaðar sker úr því í hvert skipti, hvort aðgjörð eða breyting á torfbyggingu verði álitin aðalaðgjörð eða veruleg breyting. 4. gr. I.ög þessi öðlast gildi 1. janúar 1880. IX. Lög um kirkjugjald af Jmsum. 1. gr. Af öllum húsum skal greiða gjald til hlut- aðeigandi kirkju, 5 aura af hverjum 100 krónum í virð- ingarverði húsanna, hvort sem þau eru einstakra manna eign eða þjóðeign, ef þau eru eigi notuð við ábúð á jörð þeirri, er metin sje til dýrleika. þ>ó er kirkjan sjálf undanþegin gjaldi þessu. 2. gr. Gjald þetta skal húsráðandi greiða, hvort sem hann er eigandi eða leiguliði. Af húsum, sem til almennrar notkunar eru höfð, greiðir eigandi gjaldið. 3. gr. A hús þau í Reykjavíkurkaupstað, sem eru í ábyrgð fyrir bruna, skal jafna gjaldinu niður eptir virðingargjörð þeirri, sem haldin hefir verið sam- kvæmt tilsk. 14. febr. 1874, 4. og 5. gr., en á hin hús- in í lögsagnarumdæmi kaupstaðarins eptir þeirri virð- ingu, sem þegar hefir farið þar fram. Öll önnur hús skal virða eptir þeim reglum, sem landshöfðinginn set- ur, og skal gjaldið lagt á þau samkvæmt þeirri virð- ingargjörð. 4. gr. Gjaldið skal greiða kirkjuhaldara innan loka hvers reikningsárs, og hefir það sama forgöngurjett og lögtaksrjett sem önnur gjöld til almennings þarfa. 5. gr. Gjald eptir þessum lögum skal í fyrsta skipti heimta saman í fardögum 1881. X. Lög um smáskammtalækningar. 1. gr. Fyrst um sinn, og þangað til skipuleg kennsla í smáskamtafræði (homöopathi) kemst á, skulu smáskamtalækningar leyfðar með þeim hætti, sem seg- ir í lögum þessum. 2. gr. Heimilt er landshöfðingja að veita manni leyfi til að við hafa smáskamtalækningar, ef sóknar- prestur mannsins, hreppstjóri sveitarinnar og heilbrigð- isnefndin þar mæla fram með lionum. 3. gr. Heimilt er þeim, sem fengið hafa lækn- ingaleyfi eptir 2. grein, að útvega sjer smáskamtameð- ul, þótt annarstaðar sje en í lyfjabúðum í landinu. 4. gr. Nú er leyfi veitt samkvæmt 2. grein, og leysir þá beiðandi leyfisbrjef hjá sýslumanni, þá er hann hefir unnið lagaeið að því, að breytajafnan eptir beztu samvizku í lækningum sínum, og greiði hann 20 krónur í sýslusjóð fyrir leyfisbrjefið. 5. gr. Hver sá, er fer með smáskamtalækningar, og heftr eigi til þess leyfi það, er getur um í 2. grein, verður um það sekur 20—100 krónum, er renni í sjóð sýslu þeirrar, sem brotið er framið í. XI. Lög um breyting á lögum dags. 14. desbr. 1877, um gagnfrœðaskóla á Möðruvöllum. 1. gr. Fræðigreinir þær, erkenna skal í skóla þess- ! um, eru þessar: islenzka, danska og enska, nýja sagan, einkum saga Norðurlanda, stutt landafræði, einfaldur reikningur og af náttúrufræðum einkanlega meginsetn- ingar afifræðinnar, efnafræðinnar og steinfræðinnar. 2. gr. Setja skal 2 kennara við skólann; er ann- ar þeirra skólastjóri, og hefir hann að launum 3000 krónur og leigulausan bústað í skólanum, en hinn kenn- arinn 2000 kr. 3. gr. Við skólann skal búfræðingur skipaður kennari og veita tilsögn í dráttlist, og verklegri og bóklegri búfræði. Hann skal hafa að launum 800 kr. á ári, og þess utan meðan hann er kennari við skól- ann, njóta afgjalds af heimajörðinni, Möðruvöllum. Af- gjald það af heimajörðinni, sem lagt er til kennara í búfræði, skal eigi teljast með til útreiknings á eptir- launum hans. 4. gr. Landsstjórnin hefir á hendi umráð og yfir- umsjón skólans. 5. gr. Kostnaður allur til skólans skal greiddur úr landssjóði. 6. gr. I.andshöfðinginn hlutast til um, að samin verði reglugjörð handa skólanum. XII. Lög um stofnun lagaskóla i Reykjavík. 1. gr. í Reykjavík skal stofnaður kennsluskóli handa lögfræðingum. 2. gr. Við skóla þennan skulu skipaðir 2 fastir kennendur, og skal annar þeirra jafnframt vera for- stöðumaður skólans, og hafa í laun 4000 krónur, en laun hins kennarans skulu vera 2400 krónur. 3. gr. Stjórnarherrann fyrir íslandi semur reglu- gjörð fyrir skólann. 4. gr. þeir, sem leysa af hendi burtfararpróf á skólanum, öðlast aðgang til embætta á íslandi jafnt lögfræðingum frá Kaupmannahafnar-háskóla. Aðgang- ur sá til embætta á íslandi, sem hinir svo nefndu dönsku • lögfræðingar hingað til hafa haft, skal úr lögum num- inn fyrir þá, sem byrja nám í danskri lögfræði eptir að skólinn hefir tekið til starfa. XIII. Lög um kaup á þeim þremur hlutum silfurbergsnám- ans í Helgustaðafj'alli og jarðarinnar Helgustaða, sem landssjóðurinn ekki á. Ráðherra íslands gefst umboð til að kaupa til handa landssjóðnum þá þrjá hluta, sem tjeður sjóður ekki á, í silfurbergsnámanum í Helgustaðafjalli og jörðunni Helgustöðum og hjáleigunni Sigmundarhúsum, með hús- um og kúgildum, fyrir verð, sem eigi sje hærra en 16000 kr.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.