Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 2
54 Uppfræðing barna í skript og reikningi. Efri deild hefir samið og samþykkt lagafrumvarp um það efni, upp úr 2 frumvörpum, öðru frá Sighv. Árnasyni, hinu frá Jóni Jónssyni. J>etta er hið helzta úr um- ræðunum um það mál: Sighvatur Arnason sagði, að það væri vitaskuld, að sú grundvallarnauðsyn, sem lægi til grundvallar fyrir því, að koma með frumvarp þetta, væri að börn gætu fengið meiri menntun, en þau nú almennt ættu kost á og fengju. Hvað það snerti, að þetta væri lagt á presta, þá hjelt hann, að það mundi eigi verða svo tilfinnanleg byrði, því það væri eigi tilgangur frum- varpsins að leggja á bak þeim ný skylduverk, er þeir þyrftu að hafa sjerstakan ómaka og fyrirhöfn fyrir, heldur gættu þeir þessa samhliða öðrum skyldustörf- um, og því væri það eigi nýtt ómak; það yrði ein- ungis timatöf fyrir þá, á þeim stundum, sem þeir verðu samt sem áður til barnauppfræðingar, því þeim væri ætlað að vinna þessi störf jafnframt því, er þeir upp- fræddu börn í kristindómi. Jón Jónsson sagðist sjaldan hafa orðið glaðari en er hann sá frumvarp þetta [frá Sighv. Axnas.]. Hann þakkaði hinum háttvirta þingmanni Rangæinga fyrir það, að hafa fyrstur á löggjafarþinginu flutt það mál, sem þjóðinni ríður mest á af öllum málum, og myndi það einhvern tíma ekki verða talið alþingi til sóma, að það hugsaði meira um að hækka laun embættis- manna og skatta alþýðunnar, en að bæta úr því mennt- unarleysi, er S. A. hefði kallað sorglegt, en sem ekki væri of mikið að segja að væri hörmulegt, grátlegt. J?að væri sorglegt að fara um þetta land og sjá fá- tækt alþýðunnar, að koma á útmánuðum á þá bæi, þar sem mjólkurdropi úr einni kú væri allur sá forði, er til væri handa barnaheimili. J>að væri hörmulegt að sjá sóðaskapinn og óþrifnaðinn á sumum bæjum, þar sem börnin væru útsteypt í kláða, og menn gætu eigi setzt neinstaðar niður, nema að verða ef til vill kvikur af óværð. En þetta væri nú allt lítið í samanburði við þá andlegu eymd, sem ríkti manna á meðal. J?að væri sjaldgæft að hitta unglinga sem kynnu að skrifa, að minnsta kosti svo mynd væri á; um landafræði, sögu og reikning væri hreint ekki að tala. það væri und- arlegt, að menn hefðu byrjað á því að gefa út skatta- lög og ýms önnur lög, en hugsuðu eigi út í það, sem væri hin sanna undirstaða undir allri velmegun lands- ins — og stjórn þess, einkum nú á þessum tímum, — uppfræðslu ungmenna. Fyrir þá menn, sem hugsuðu um framför landsins væri þetta mál því mjög athuga- vert. J?að sem einkum væri þakklætisvert væri, að bóndi hefði orðið fyrstur til að koma með þetta. Eiríkur Kúlal kvaðst eigi samdóma J. J. í því, að S. Á. hafi fyrstur orðið til að vekja máls á þessu, því fyrst hefði verið vakið máls á því í umburðarbrjefi biskups, en þrátt fyrir það kynni hann S. A. miklar þakkir, og tæki fúslega undir með J. J., að það sje næsta gleðilegt, að slíkar raddir komi frá bændum. Eins og frumvarpið liggur fyrir, áleit hann það lítt mögulegt að koma því við. Reyndar væri hann eigi eins víðförull sem J. J., enda hefði hann hvergi sjeð slíkt, sem hann hefði gjört orð á að hann hefði sjeð; víst væri og um það, að slæmt væri það hjer á landi með uppfræðingu, en þó mundi það öllu lakar ástatt víða erlendis. Hann vildi benda S. Á. á, að það er eigi vandalaust, er skyldur eru lagðar á menn. J?að væri lítt mögulegt fyrir presta að takast þetta á hend- ur, eins og hjer væri gjört ráð fyrir; hann vildi reynd- ar eigi tala um ómakið, sem því fylgdi, og það væri býsna margt, sem prestar mættu gjöra án borgunar. J?að væri víst meiningin, að það væri sama skylda fyrir prestinn að gjöra þetta, sem að búa börn undir ferm- ingu; en það væri ósanngjarnt. Hann vildi spyrja, hvar og hve nær presturinn ætti að gjöra þetta; svar- ið yrði sjálfsagt: í kirkjunni. Allt svo um hávetur; en þá gæti nú verið opt illt að ferðast fyrir börn á 10— 14 ára aldri, og svo ættu þau víst að rita og reikna á kirkjugólfinu. En í þessu tilliti vildi hann leyfa sjer að benda á það, að órjett sje að halda söfnuðinum fram í rauða myrkur, því það geti haft slæmar afieiðingar. pess megi því gæta, að til slíkar kennslu yanti bæði bækur og hús. En hann vildi leyfa sjer að benda á eitt, án þess að gjöra það að uppástungu, og það væri að fá mann til að fara um sóknirnar og kenna börnum nefndar námsgreinir, og mætti ef til vill launa honum af sveitarsjóði. Siglivati Árnasyni þótti vel hafa verið tekið undir málið og væri hann þeim, er látið hefðu í ljósi skoðun sína, þakklátur fyrir hinar góðu viðtökur, er þeir hefðu veitt frumvarpinu. — Síðan var nefnd sett í málið, þeir Sighvatur, Eiríkur Kúld, Bergur Thorberg. Til þeirrar nefndar var síðan vísað frumvarpinu frá J. J., eptir að um það höfðu orðið þessar umræður hinar helztu: Flutningsniaður (Jón Jónsson) sagði, að E. K. hefði tekið það fram, að með frumvarpi S. A. væri mjög aukið starf presta; en ef hann nú skoðaði þær skyld- ur, sem prestar hefðu samkvæmt lögunum, þá væru þær talsvert öðruvísi en þær skyldur, er þeir nú al- mennt gegndu. I.ög þau, sem nú væru í gildi um barnauppfræðinguna, væru tilskipanirnar frá 29. maí 1744 um barnaspurningar og 27. maí 1646 um húsvitj- anir, og loksins konungsbrjef frá 22. júlí 1790 um upp- fræðslu ungdómsins í Skálholtsstipti. Samkvæmt þess- um lögum væri hver húsráðandi skyldur til að sjá um, að sjerhvert barn á heimili hans byrjaði að lesa fyr en það væri 5 ára gamalt; hver prestur væri skyldur til á hverjum sunnudegi á árinu að yfirheyra börnin eptir messu í barnalærdómi og sannri guðfræði, og ætti hann eptir yfirheyrsluna að setja þeim, sem lært hafa að lesa, það fyrir, sem þau ættu að læra, þangað til næsta yfirheyrsla gæti farið fram, og væri það skylda hús- bænda samkvæmt leiðbeiningu prestsins, að sjá um, að þetta yrði gjört, og að námið yrði börnunum að sönnu gagni. þar að auki ættu prestarnir minnst tvisvar sinnum á ári að húsvitja á hverju heimili í prestakallinu, en væri prestakallið lítið og engin útkirkja, ætti þeir að húsvitja optar. þeir ættu að rannsaka, hvernig börn- unum væri kennt þar á bænum, og væri hvert hjú, ef húsbóndinn væri eigi fær um að kenna börnunum, skylt að gjöra þetta. Væri hvorki húsbóndi nje neinn ann- ar maður á bænum fær um að kenna börnunum, væri það skylda prestsins, að taka börnin frá heimilinu og koma þeim fyrir annarstaðar, ef í nauðirnar ræki, jafn- vel án samþykkis foreldra eða húsbænda, og væru þeir, er sýndu tregðu í þessu, sekir 4 mörkum fyrir hvert barn; en þau hjú, sem væru fær um að kenna börn- um og vildu eigi taka að sjer þessa kennslu, skyldi setja í gapastokk um 2 klukkustundir eða lengur. Loksins ætti presturinn á húsvitjunarferðum sínum að grennslast eptir því, hverjar bækur væru til á hverju heimili, og væru húsbændur skyldir, að viðlagðri 2 marka sekt, að kaupa þær bækur, sem prestar álíti nauðsynlegar. þar að auki ætti presturinn að kaupa sjálfur bækurnar gegn endurgjaldi frá húsráðandanum. En sá prestur, sem vanrækti skyldu sína í nefndu til- liti, og sjer í lagi ekki spyrði börnin í sóknum sínum á hverjum sunnudegi, væri sekur í fyrsta og annað sinn svo háum sektum, er hann gæti borgað, eins og kon-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.