Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.08.1879, Blaðsíða 4
56 fyrir sveitarbörn. Jpar sem J. J. tryði eigi því, að börn gætu eigi lært að skrifa og reikna, þá skyldi hann benda honum á, að sum börn væru svo tornæm, og sum svo málhölt, að þeim yrði aldrei kennt að lesa, og með þvi þingmaðurinn mundi þessu lítt kunnugur, ætlaðist hann til, að hann tæki orð kunnugra manna eins trúanleg og sfn eigin, og hann hlyti að játa, að hann hefði minna vit á slíku en prestar út um land. Skólamálið. Nefhd sú, er neðri deild alþingis kaus til að rannsaka brúkun á landsfje til hins lærða skóla og að íhuga eptir atvikum önnur málefni, er skólann varða, hefir nú látið uppi álit sitt, og segir þar meðal annars: ,.Eptir að vjer höfum nákvæmlega yfir farið reikn- inga skólans fyrir hin síðustu 4 ár, verðum vjer að láta þá skoðun vora i ljósi, að vjer í mörgum greinum get- um eigi verið ánægðir með þá landssjóðsins vegna. — Jpað er nú þegar svo margra ára reynsla fyrir því, hve mikils skólinn þarf af ýmsum vörum, svo sem kolum, steinolíu og glervörum; væri því hægt að byrgja hann af þessum vörum með einu kaupi á sumrin, þegar nóg er af þeim hjá flestum verzlunarmönnum bæjarins og hægast að komast að góðum kaupum. J>að er sann- færing vor, að það mundi hafa orðið til mikils sparn- aðar, ef þessari reglu hefði verið fylgt, en reikning- arnir sýnu, að þessa hefir eigi gætt verið; steinolia og ýmsar aðrar vörur hafa verið teknar ár eptir ár til skólans þetta smátt og smátt, og ávallt hjá sama kaup- manni, og virðist það bera vott þess, að eigi hefir ver- ið leitazt við að sæta sem beztum kaupunum, eða kaupa hvern hlut þar, sem hann var að fá ódýrastan, enda er verð á sumum þeirra svo feykilega hátt, að vjer trú- um ekki öðru, en að betri kaupum hefði mátt ná hjá öðrum kaupmönnum, því að sumt af vörunum hefir verið selt skólanum dýrara en vjer þekkjum til að þær hafi verið seldar annarstaðar. J>á er enn, að skólinn hefir litinn eða svo að segja engan kaupbæti (Rabat) fengið af kaupum sínum. Vjer vitum, að það er algengt í Reykjavík, að kaupmenn gefa kaupbæti, er nemur sex af hundraði í öllum þeim kaupum, þar sem vörur eru borgaðar með peningum út í hönd. Nú er enginn efi á því, að skólinn getur borgað kaup sín svo, að hönd selji hendi, og verður það því eigi annað talið en vangeymsla eða eptir- gangsleysi, að skólinn hefir orðið af kaupbætinum þessi ár. Árið 1875 var keypt hjá sama kaupmanni fyrir 1680 kr.; 1876 fyrir 1846 kr.; 1877 fyrir 1250 kr. og 1878 fyrir 1375 kr. Jpetta er samtals í fjögur ár 6121 kr. Kaupbætir af þessu er 367 kr., þá 6 er talið af hundraði, en þessar bætur hefir skólinn ekki fengið. Jpó skal þess geta, að árið 1877 fjekk skólinn kaup- bæti af þremur smáreikningum, og nam hann 11 kr. 48 a. Jpetta er allur sá kaupbætir, sem skólinn hefur fengið, og þykir oss undarlega við koma, að afþessum reikningum einum skuli greiddur kaupbætir, en engum öðrum, þótt hjer sje um allar hinar sömu vörur að ræða og skólinn kaupir vanalega. Vjer getum að sjálfsögðu eigi sagt, hvort í skól- anum sjálfum hafi þess sparnaðar verið gætt, sem vera átti eða ekki. En með samanburði milli áranna, sjá- um vjer, að nokkuð misjafnt hefir eyðzt á ári hverju, en af hvaða orsökum það hefir verið, verður eigi sjeð. Kol voru ke\;pt: árið 1875— 150 tunnur á 4,50 = 675 kr. — 1876—150 skpp. - 4,50 = 675 — — 1877 —110 — - 4,40 = 484 — — 1878—100 — - 4,00 = 400 — Steinolía var keypt: árið 1875— 1035 pt. á 38 a. =393 kr. 30 a. — 1876— 982 pt. á 40 a. + 266 Pt- á 45 a. 1248 pt. = 512 kr. 50 a. — 1877— 464 pt. á 45 a. + 439 Pt- á 35 a. QOI pt_ _ 3Ó2 — 45 _ — 1878— 929 pt. á 30 a. + 550 Pt- á 35 a. I479 pt. = 471 — 20 — Lampaglös voru keypt: 1875 — ^óst. 1876—142 st. 1877 — iÓ2St. 1878 — 2g6st. Elest lampaglösin hafa kostað 35 a. og 30 a., þó eigi fá 40 a. og 66 a., en það verð er mjög hátt. Fleiri dæmi hirðum vjer eigi að telja, en látum þetta nægja til að sýna, að verð og vöxtur á því, sem eyðzt hefir árlega, er talsvert mismunandi. Aptur er kostnaður með þvott á líni skólans nokkuð likur ár eptir ár ; árið 1875 var hann 313 kr.; 1876 261 kr. 84 a., 1877 265 kr. 69 a., og 1878 297 kr. 32 a. Upphæðir þessar eru ekki lágar, þar sem af reikningunum sýn- ist að mega ráða, að sápa og sóda sje tilfærð á öðrum stað, svo þetta getur naumast verið annað, en einung- is vinnulaun. J>ótt skólahúsið sje farið að fyrnast og því sje eðli- legt, að talsvert gangi til árlegs viðurhalds þess, þá getur það eigi dulizt, að kostnaður sá er feykilega mikill, sem til þess gengur. Auk þess, sem tilfært er í reikningum kaupmanna talsvert af efni til viðgjörðar hússins, þá koma árlega háir reikningar frá trjesmið þeim, er sýnist að vera árum saman fastur smiður skól- ans. Árið 1875 var reikningur hans 1054 kr.; 1876 958 kr.; 1877 455 kr.; 1878 611 kr. Mestur hluti þessa fjár hefir gengið til vinnulauna, lítið eitt fyrir efni, eink- um gluggarúður, sem árl. hafa verið margar og mjög dýrar, t. d. árið 1877 var keypt til skólans 115 rúður, sem kostuðu, að kítti með töldu, rúmar 150 kr. Dag- laun eru mörg og dýr, og reikningarnir yfir höfuð þannig, að ástæða virðist til, að reynt sje, hvort annar smiður vill eigi smíða "fyrir skólann með lægra verði. Hið sama má segja um reikninga járnsmiðsins, að þar er margt sett háu verði, og sumt til fært, er skólanum, strangt tekið, ber ekki að borga. £>ótt vjer höfum hjer afdráttarlaust sagt álit vort um reikninga þá, er hin háttvirta deild fól oss að skoða, þá er það ekki ætlun vor, að ráða til þess, að frekari gang'skör sje gjörð um reikningana fyrir umliðin ár, vegna þess að endurskoðun þeirra er lokið og líklega búið að gefa reikningshaldara kvittun fyrir þá. En vjer vildum með þessu benda á, að þannig löguð inn- kaup og umsjón sje síður en eigi hagfelld fyrir lands- sjóðinn. Vjer verðum að telja það víst, að sje rjettað farið, þá megi komast að miklu betri kaupum á öllum aðalvörum, svo sem kolum, steinolíu, glervörum og ýmsu öðru, sem skólinn þarf með, eða aðrar þær stofn- anir, er fje er varið til úr landssjóði. Viljum vjer í því skyni ráða til, að þær vörur, sem nú eru nefndar, sjeu keyptar undirboðskaupum, og sje mönnum boðið til kaupanna, svo sem venja er til alstaðar erlendis, eða að minnsta kosti, ef svo þætti hagfelldara, að einhverj- um einum manni væri falið að kaupa þessar vörur er- lendis, og senda þær til Reykjavíkur með sem væg- ustum kjörum". Nefndin leiðir rök að því, að naumast muni verða hjá því komizt að hafa sjerstakan umsjónarmann við skólann, en leggur það þó til, til vara, að einhver kenn arinn hafi umsjón með piltum, en dyravörður önnur umsjónarstörf. (Frh. í n. bl.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.