Ísafold - 23.08.1879, Síða 1

Ísafold - 23.08.1879, Síða 1
ALÞINGISFRJETTIR. XV. VIÐAUKABLAD VIÐ ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavík, laugardaginn 23. ágúst. Skólaiuálið. Niðurlag (frá bls. 56). virtist nefndinni nauðsyn til að bera að taka það til íhugunar, hvort sú ákvörðun stiptsyfirvaldanna væri nauðsynleg eða haganleg, sem þau hafa tekið í bijefi sínu til skólastjóra 15. dag maím. þ. á., að eigi mætti taka fleiri lærisveina inn í skólann þetta árið en 16, en framvegis skyldi það vera komið undir ákvæð- um stiptsyfirvaldanna og uppástungum skólastjóra, hversu margir skyldu teknir vera í skólann á hverju ári. Vjer viljum nú geta þess fyrst, að hvorki í skóla- reglugjörðinni 12. júlí 1877, nje heldur í hinni fyrri reglu- gjörð er nokkur ákvörðun um það, að tala lærisveina skuli takmörkuð ; þvert á móti virðist það hafa verið tilætlun stjórnarinnar frá upphafi, að allir þeir gætu notið tilsagnar í skólanum, sem þess æsktu og þættu til þess hæfir og nægilega undirbúnir, og oss er með öllu ókunnugt um, að stiptsyfirvöldunum hafi nokkru sinni verið falið á hendur að takmarka tölu lærisvein- anna. Hitt er allt annað mál, að tala heimasveina er bundin við ákveðinn fjölda, og út úr þeirri ákvörðun verður að vorri ætlun engin ályktun dregin um tak- mörkin á tölu þeirra, sem njóta kennslu í skólanum, eða hversu margir þeir megi vera. Vjer getum því eigi sjeð, að það leiði af, eða felist í neinum ákvörð- unum hvorki reglugjörðarinnar 12. júlí 1877, nje hinn- ar fyrri, að stiptsyfirvöldin hafi vald til að kveða á um slikt, heldur sje þessi ákvörðun stiptsyfirvaldanna ann- aðhvort breyting, eða að minnsta kosti viðbót við skóla- reglugjörðina, sem oss virðist, að konungur einn hefði getað gjört, og að stiptsyfirvöldin hafi því stigið feti framar, en vald þeirra náði. Að ákvörðun þessi sje eigi haganleg, ætlum vjer öllum Ijóst. f>að er svo sem auðskilið, að þegar búið er að búa piltinn svo vel undir, að kennarar skólans telja hann hæfan, og, ef til vill, vel undirbúinn undir inntöku í skólann, er það mjög mikið óhagræði og kostnaður fyrir foreldrana, að senda þennan son sinn hingað suður í Reykjavík til prófs, og verða svo eptir prófið að láta hann fara heim aptur við svo búið, ein- ungis vegna þess, að eigi megi taka fleiri inn i skól- ann en 16, eðasvoogsvo marga. það virðist auðsætt, að slík ákvörðun er mjög ísjárverð, og verður að fæla frá skólalærdómi, og skólinn missir við það, ef til vill, margan efnilegan og gáfaðan lærisvein, oglandið gott embættismannsefni, getur og margur við það farið á mis við þá menntun, sem honum gæti að miklu gagni komið á eptir. Slík ákvörðun er því mjög óhaganleg, enda mjög svo óvinsæl, og að oss finnst óeðlileg; þvi að úr því að landssjóðurinn kostar alla kennslu í skól- anum, og kennslan því er kauplaus fyrir alla lærisveina, virðist það óeðlilegt, að binda tölu lærisveina og meina þannig efnilegum piltum, að njóta tilsagnarinnar, og afla sjer menntunar. Vjer vitum mjög vel, að ákvörðun þessi er runn- in af þeirri rót, að rúmið í i.bekk skólans sje eigi svo mikið, að fleiri geti þar rúm fengið en 20; en þetta getur að vorri ætlun eigi verið næg ástæða til synjun- ar inntöku fleiri pilta en 16; því að veturinn 1877-—78 voru 29 lærisveinar í 1. bekk, og síðasta vetur voru þar þó 23, og eptir því virðist engin ástæða til að veita eigi fleirum en 16 inntöku. En enda þótt vjer játum, að bezt væri að komast hjá að fleiri en 20, eða rúm- lega það, lærisveinar verði í 1. bekk saman, og kennsl- an hljóti að missa í við það, að miklu fleiri en 20 læri- sveinar í þeim bekk njóti tilsagnar saman, þá getum vjer eigi talið það næga ástæðu til synjunarinnar; því að hægt er að skipta bekknum í tvennt, og útvega kennslustofu handa öðrum hlutanum í skólanum sjálf- um, og það er að vorri ætlun einnig auðið; þvi að bæði er í ráði að taka herbergi það til kennslustofu, sem umsjónarmaður hefir til afnota, á vesturhlið skólans, og eins er næsta auðvelt, að búa alþingissalinn svo út, að hann megi hafa fyrir kennslustofu, eða öllu heldur fyrir 2 kennslustofur, með því að setja skjaldþili frá dyrun- um yfir hann þveran, sem taka mætti niður alþingis- sumarið, ef alþingi yrði haldið þar framvegis, og væri alls eigi horfandi í þann kostnað í eitt skipti fyrir öll, en hitt er auðvitað, að landssjóðui'inn yrði að leggja fram nokkurt fje bæði til borða og bekkja, en það yrði heldur eigi nema í eitt skipti; og sjer í lagi til tíma- kennslu, að svo miklu leyti hinir föstu kennendur gætu eigi komizt yfir það. Eptir því sem oss reiknast, mundi kennsla í þessum viðaukabekk kosta nálægt 700 krón- um um árið; en hversu mikið áhöldin mundu kosta, getum vjer eigi sagt; því að það væri undir því kom- ið, hversu margir piltarnir yrðu í bekknum, en þau þyrftu þó aldrei að nema meiru en 200 kr., eins og stjórnin skýrir frá í fjárlögum þeim, sem hún nú hefir lagt fyrir þingið, og naumast það, ef vel er á haldið; og eins þyrfti nokkurt fje til ljósa og eldiviðar, en þó eigi eins mikið og stjórnin stingur upp á, því að þess þyrfti hvorugs við síðari hluta dagsins, með því að allir heimasveinar í 1. bekk gætu aldrei orðið fleiri en svo, að þeir fengju nægt rúm til undirbúningslesturs í hin- um eiginlega 1. bekk, úr því tala heimasveina er bund- in, og því þyrfti sá hluti 1. bekkjar, sem fengi hið nýja herbergi, eigi nema helming eldiviðar við hinn hlutann eða hvern hinna bekkjanna, og eigi nema þriðjung af ljósmat. þ>á er enn eitt atriði í þessu máli, um reglugjörð fyrir hinn lærða skóla í Reykjavík. Eins og þinginu er kunnugt, er komin bænarskrá frá Húnvetningum um breytingu á skólatímanum, að hann verði svo, sem áður var, frá 1. degi októbermán- aðar til 30. dags júnímánaðar, í stað þess sem hann nú er eptir skólareglugjörðinni 12. dag júlímán. 1877 frá 15. degi septembermánaðar til 15. dags júnímánað- ar. Vjer getum eigi dulizt þess, að oss virðist full á- stæða til breytingar þessarar; því að eigi verður á móti því borið, að piltar þeir, sem að sveitavinnu ganga á sumrum, og sumir hverjir verða að hafa sumarkaup sitt fyrir vinnu sína til skólagöngu á vetrum, missa mjög mikils í, er þeir verða að sleppa af hálfsmánað- ar vinnu að minnsta kosti framan af septembermánuði, og þeim sem að þeim standa, getur það orðið mjög meinlegt, að missa þá frá vinnu þann tíma, sem hey- skapur stendur yfir, og verða auk þess að hafa tals- verðan kostnaðarauka með hestaútvegun til ferðarinn- ar, hvort sem hlutaðeigandi feður þeirra verða að leggja hestana til, eða leigja þá dýru verði hjá öðrum, og miklu dýrra en hálfum mánuði eða þrem vikum síðar; °g þegar alls er vel gætt, má til sanns vegar færa, að þessi hálfsmánaðar skólaganga pilta í september baki þeim allt að 40 kr. kostnaðarauka á ári fram yfir það, sem þyrfti að vera, ef skólaárið væri hið sama og áð- ur. Og á hinn bóginn fer það fjarri, að sá hálfur mán- uður, sem þeir losast fyr úr skólanum á vorin geti

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.