Ísafold - 23.08.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.08.1879, Blaðsíða 3
59 eign, en síðar verið seJdar einstökum mönnum, og veiði- rjetturinn í Elliðaánum fyrir landi þeirraV síðari sjer í lagi, neðan frá sjó upp að ákveðnu takmarki. Fyrir ofan jarðir og veiðistöðvar Thomsens liggja nokkrar jarðir, er land eiga að Elliðaánum, og eru þær þessar: r. Hólmur í Seltjarnarnesshrepp, þjóðeign. 2. Elliðavatn i sama hrepp, bóndaeign. 3. Vatnsendi í sama hrepp, bóndaeign. 4. Breiðholt í sama hrepp, kirkjujörð frá Reykjavílc. 5. Helliskot í Mosfellssveit, bóndaeign. 6. Gröf í sama hrepp, bóndaeign. 7. Árbær í sama hrepp, bóndaeign. þ>ær 5 af jörðum þessum, sem nú eru bóndaeign, hafa áður verið þjóðjarðir, en hafa á ýmsum tímum verið seldar einstökum mönnum. Veturinn 1876—1877 ritaði Thomsen, sem þá var í Kaupmannahöfn, ráðherra Islands, og spurðist fyrir um það, hvort viðaukalögin 11. maí 1876 muni geta náð til Elliðaánna, og fór þess jafnframt á leit, að lög- in yrði eigi þinglesin að svo komnu, með því honum þótti sem þau skertu eignarrjett sinn, ef hann mætti eigi jafnt eptir sem áður þvergirða Elliðaárnar. þ>etta brjef Thomsens bar ráðherrann undir álit landshöfð- ingja, sem þá um vorið ferðaðist til Kaupmannahafnar, og er álitsskjal hans dags. i Kaupmannahöfn 8. maí 1877. í áliti sínu segir landshöfðingi, að veiðirjettur hinna fornu þjóðjarða upp með Elliðaánum hafi verið frá skilinn, þegar jarðir þessar voru seldar einstökum mönnum, að Thomsen eigi einn alla veiði í öllum án- um, og að hann muni hafa rjett til að þvergirða þær, jafnt eptir sem áður, þótt viðaukalögin 11. maí 1876 fái gildi, Hann álítur, að viðaukalög þessi inni haldi ákvarðanir, sem í mjög óeiginlegum skilningi geti tal- izt að vera friðunarákvarðanir, og sjer í lagi sje það bersýnilegt, að fyrirmæli 2. gr. sje það eigi, eða sízt tekin inn í lögin til þess að vera það. En ekki álítur landshöfðingi, að það geti komið til máia, að draga undan þinglestur laganna, og ef Thomsen ætli, að þau skerði eignarrjett sinn, verði hann að snúa sjer um það efni til dómstólanna. (Álitsskjal landshöfðingjans er prentað í nefndarálitinu, á frummálinu, dönsku). Eptir að ráðherrann hafði fengið þetta álit lands- höfðingjans, ritaði hann 26. maí s. á. brjef það, er stendur í stjórnartíðindunum 1877, B deild, 95. bls., og sem lýsir yfir skoðun ráðherrans á málinu, en hún er hin sama og landshöfðingjans. þ>að álit ráðherrans og landsliöfðingjans, að við- aukalög 5. maí 1876 sjeu ekki því til fyrirstöðu, að Thomsen megi þvergirða Elliða-árnar, er samkvæmt þessum brjefum þeirra byggt á því, 1. að Thomsen eigi einn alla veiði í Elliðaánum, milli fjalls og fjöru, og 2. að viðaukalaganna 2. g'rein sje eigi sett til að friða laxinn, heldur einungis til að fyrirbyggja, þar sem fleiri menn eiga veiði í einhverri á, að einn þeirra geti setið fyrir allri veiðinni, en hinir fari varhluta. Á hvoruga þessa ástæðu getur nefndin fyrir sitt leyti fallizt. Afsalsbrjef stjórnarinnar fyrir jörðunum upp með Elliða-ánum undanskilja eigi veiði fyrir þeirra landi á nokkurn hátt, heldur er, að minnsta kosti í af- salsbrjefum þeim, er nefndin hefir sjeð fyrir 3 þeirra, kveðið svo að orði: ... „afsala jeg hjer með ... tjeða jörðu . . . frá hans konunglegu hátign, í fulllcomnustu eignarumráð velnefnds N. N. ásamt öllum jarðarinnar herlegheitum og rj ettugheitum til lands og vatns til yztu ummerkja“, og engri undantekningu við þetta bætt. Afsalsbrjef þessi eru fyrir jörðunum: Helliskoti......................dags. 26. sept. 1837. Gröf og Grafarkoti . . . . — 12. okt. s. á. Árbæ ...........................— 21. maí 1839. Öll þessi brjef eru út gefin af fyrrum landfógeta Ste- fáni Gunnlögsen. Og livað Hólmi og Breiðholti við- víkur, þá hefir nefndin eigi getað fundið neitt, er tak- marki þeirra veiðirjett fyrir sínu landi, nje heldur get- að komizt að því, að nokkurt skilríki, þinglesið eða óþinglesið, sje til, sem skilji veiðirjettinn undan þess- um jörðum. Á hinn bóginn er Thomsen kaupmanni, eða eiginlega föður hans, eigi seld veiði í ánum nema neðst í þeim, upp að ákveðnu takmarki, á svæði, sem nemur á að gizka hjer um bil Yio af lengd ánna. (Af- salsbrjefið er prentað í nefndarálitinu, á dönsku). Hvað viðvikur hæstarjettardómi frá 16. febrúar 1875, sem skírskotað er til, svo sem sönnunar fyrir því, að Thomsen eigi alla veiði i öllum ánum milli fjalls og fjöru, þá fær nefndin eigi sjeð, að þetta sje heldur rjett. Mál það, sem nefndur hæstarjettardómur er fallinn í, var engan veginn milli Thomsens frá ann- ari hálfu, og allra, sem jarðir eiga upp með ánum frá annari, heldur var málið eingöngu milli eins einstalcs landeiganda við árnar og Thomsens, og upphaflega (1869) risið af vatnsveitingum á engjar. Landeigandi sá, sem hjer ræðir um, hafði. með stíflugörðum, ýmist veitt vatni úr ánum á engjar sinar, eða af eng'junum aptur í árfarveginn, og gjört með þessu ýmist flóð eða fjöru í ánum, sem Thomsen þótti spilla veiði sinni. jþessar stíflur og veitingar var landeigandanum bannað að nota á þennan hátt með hjeraðsdómi, sem bæði yfirdómurinn og hæstirjettur staðfestu að þessu leyti. Með sama hjeraðsdómi var Tliomsen og bannað að liafa þvergirðingar í Elliðaánum; þetta bann staðfest’ yfirdómurinn að eins fyrir timann frá 1. júní til 30. sept. ár hvert, en hæstirjettur eklci að neinu lej'ti. Eins og áður er á vikið, komu veiðirjettindi ann- ara landeiganda við Elliðaárnar, og þar á meðal lands- sjóðsins og Reykjavíkur kirlcju, alls ekki undir úrskurð hæstarjettar í þessu máli, og ummæJi þessa dómstóls um önnur efni en þau, sem beinlínis eru á löglegan liátt fyrir hann lögð, eru eigi merkari eða meira gild- andi en hvers annars. Eins og nefndin eigi getur álitið, að með fyrnefnd- um hæstarjettardómi sje girt f}rrir það, að jarðir þær, sem liggja upp með Elliðaánum, eigi laxveiði fyrir sínu landi, eins fær nefndin eigi sjeð betur, en að 2. gr. viðaukalaga 11. maí innihaldi gagngjörðar friðun- arákvarðanir, eins og lögin öll í heild sinni, og allra sízt getur nefndin skilið, hvernig það verður leitt út úr umræðunum á alþingi 1875, að tilgang- urinn með að setja þessi lög hafi verið annar en sá, að friða laxinn, eins og fyrirsögn Jaganna bein- línis bendir til. Jónsbókar landsleigubálks 56. kap. innilieldur, sem lcunnugt er, ákvarðanir um laxaveiðar, án þess að friðunar laxins sje gætt; en með hinum nýju lögum er viðauki við veiðiákvarðanir Jónsbókar gjörður beinlínis um friðunina. J>egar mál þetta var borið upp í efri deild alþingis, 10. ág. 1875, af 1. þing- manni þnngeyinga, sagði höfundur og flutningsmaður frumvarpsins þá þegar í fyrstu ræðu sinni, að frum- varpið „hefði einungis inni að' lialda að'alreglur, eð'a grundvallarreglur, er friðun laxins œtti að býggjast áu, og sjest þessi tilgangur laganna, eins og reyndar í þeim öllum, einna ljósast af 6. gr. Mörgum þing- manna fórust svo orð, sem þeir skildu frumvarpið ein- mitt á þessa leið, enda var frumvarpinu ekkert breytt í aðalatriðunum af þinginu. Málið hafði áður á 3 al- þingum verið rætt, en eigi náð staðfestingu; það var orðið áhugamál þjóðarinnar, eingöngu vegna þess, að friðunarálcvarðanir þóttu vanta í landslögin, og menn óttuðust, að laxveiðarnar á landinu yrðu eyðilagðar, einmitt þegar farið var að stunda þær betur en áður, fyrir þá sölc, að laxinn hefði stigið milcið í verði. All-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.