Ísafold - 23.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 23.08.1879, Blaðsíða 4
6o ur þorri þingmanna tók því þessu lagafrumvarpi feg- ins hendi, og þótt það kæmi seint fram á þingtíman- um, varþví af þessari orsök flýtt meir en flestum öðr- um málum, með því brýnasta nauðsyn þótti til bera, að eigi drægist lengur undan, að laxinn yrði friðaður með lögum. J>essar skoðanir komu fram í ræðum margra þingmanna um málið, og er því mjög undar- legt, að nokkur skuli geta leitt annað út úr umræðun- um á þinginu, en að lögin sje eingöngu sett sem frið- unarlög, eins og þau líka eru nefnd. Eptir að nefndin þannig hefir leitazt við, að skýra frá skoðunum sínum um veiðirjett í Elliðaánum, og skilning valdstjórnarinnar á viðaukalögum n.maíi87Ó um friðun á laxi, leyfir hún sjer að skýra stuttlega frá því, sem hún hefir orðið vísari um það, er gjörzt hefir viðvíkjandi veiði í tjeðum ám síðan vorið 1877, er lög- in voru þinglesin. Meðan Jónsbókarlög ein giltu í veiðiaðferð í ám og áður en viðaukalögin n.maí 1876 komu út, virðist hafa verið talsverður kurr í bændum, bæði landsdrottnum og leiguliðum jarðanna, sem áður eru taldar og liggja ofar við Elliðaárnar, yfir veiðiaðferð Thomsens, sem þeir munu hafa álitið ólögmætar. En eptir að fyr nefnd viðaukalög fengu gildi, þótti tjeðum mönnum, sem allur efi væri horfinn um það, að hinar algjörðu þvergirðingar Thomsens í ánum væru ólöglegar, og í annan stað, laxakistugrindur hans rimlaþjettari en svo, að smálax sá, er lögin friða, gæti smogið þær. A manntalsþingum í Seltjarnarnesshrepp og Mos- fellssveit, þegar viðaukalöginvoruþinglesin 1877, leiddu bændur undir eins athygli sýslumanns að því, að þver- girðingar þessar og veiðivjelar mundu vera ólöglegar, án þess neitt kæmi þó út af þessu, enda mun sýslu- manni þá hafa verið orðið kunnugt álit ráðherrans og landshöfðingjans í þessu efni. Skömmu síðar um sum- arið komu nokkur ávörp til alþingis frá allmörgum mönnum bæði i Gullbringu- og Kjósarsýslu og í Árnes- sýslu, sem kvörtuðu um, að lögunum væri eigi hlýtt, að því er Elliðaárnar snerti, og fóru þess á leit, að þingið skærist í málið. Má lesa í alþingistíðindunum fyrir það ár II. 620.—631. bls., hvað þingið gjörði í þessu máli. Eptir að málinu var lokið á þingi, voru veiðibrellur Thomsens brotnar úr ánum, af nokkrum mönnum þar í nánd. Nefndin hefir reyndar heyrt, að Thomsen hafi farið þess á leit, að höfðað yrði opinbert mál gegn þeim, er í þettta skipti brutu fyrir honum, en amtmaðurinn í suðuramtinu hefir eigi getið þessa, og hefir hann þó góðfúslega látið nefndinni í tje allar skýrslur, er hún hefir óskað að fá frá honum, og hvar á meðal skýrsla um þetta hefði átt að vera. En hvað sem um það er, þá höfðaði Thomsen sjálfur mál gegn þeim, er úr brutu, og hefir það verið dæmt bæði í hjeraði og við yfirrjettinn. (Yfirrjettardómurinn er prent- aður í nefndarálitinu, og eru þeir, sem úr brutu, þar dæmdir í sektir og skaðabætur). f>ess skal getið hjer, að nefndin leyfði sjer að gjöra þá fyrirspurn til yfirdómsins, hvernig orðin í 7. gr. við- aukalaga 11. maí 1876: „öll ólögmæt veiðiáhöld upp- tcek, og ólöglegir veiðigarðar óhclgir'-, ættu að skiljast, sjer í lagi saman borin við 2. gr. laga um þorskaneta- lagnir í Faxaflóa 12. nóv. 1875, þar sem segir: „skulu net og afli upptœk og skal sá, sem upp tekur, eiga afl- ann“. þessari spurningu nefndarinnar svaraði yfirdóm- urinn með brjefi því, er hjer fer á eptir; en annars er spurningunni að nokkru leyti svarað í ástæðum þess dóms, er nýlega var til nefndur. Svar yfirdómsins til nefndarinnar er svo látandi: „í brjefi dagsettu í gær hefir nefnd af alþingis- mönnum, sem sett hefir verið af neðri deild alþingis til að rannsaka, hvort viðaukalaga við Jónsbókar lands- i leigubálks 56. kap. um friðun á laxi, dags. 11. maí 1876 hafi verið gætt af hálfu valdstjórnarinnar, gjört þá fyr- irspurn til yfirdómsins, hvernig eigi að skilja aðra máls- grein í 7. gr. tjeðra laga, saman borna við 2. gr. laga um þorskanetalagnir 1 Faxaflóa 12. nóvbr. 1875. Ut af þess skal yfirdómurinn leyfa sjer að tjá hinni háttvirtu nefnd, að eins og það yfir höfuð að tala liggur alveg fyrir utan verkahring dómstólanna að svara upp á fyrirspurnir um, hvað sjeu lög um það eða það málefni, eða hvernig eigi að skilja þau eða þau lög, þannig verður það ekki leitt út úr 22. gr. stjórnar- skrárinnar, að nefndir, sem önnurhvor þingdeildin kann að setja, til að rannsaka áríðandi málefni, eigi heimt- ing á, að þeim sjeu látin í tje responsa, eins og það, sem ræðir um í brjefi nefndarinnar. Samkvæmt þessu getur yfirdómurinn ekki orðið við áminnztri beiðni nefndarinnar. Yfirdómur íslands 8. ágúst 1879. Jón Pjetursson. Magnús Stephensen. L. E. Sveinbjörnsson. Til nefndar þeirrar, sem skipuð er til að rannsaka, hvort viðaukalaga 11. maí 1876 hafi verið gætt af hálfu valdstjórnarinnar“. Sumarið 1878 þvergirti Thomsen Elliðaárnar að nýju, eins og hann hafði áður gjört, en ekki hefir nefnd- in getað orðið þess áskynja, að hafi í þetta sinn, eður áður nje síðar, frá því viðaukalögin fengu gildi, sett þvergirðingar nje veiðivjelar í Elliðaárnar fyrir 20. maí, eður látið þær standa eptir 1. sept. f>að sumar, sem lijer ræðir um, var skorað á valdstjómina að skerast í þetta mál, með því menn álitu enn sem fyrri, að veiðiaðferð Thomsens í Elliðaánum, og ljet eptir það höfða mál gegn honum fyrir brot móti 5. gr. viðauka- laga 11. maí 1876. Um sama leyti sem málshöfðun þessi var skipuð, urðu enn nokkrir menn til að brjóta úr ánum veiðivjelar Thomsens, og bar þá sýslumaður- inn í Kjósar- og Gullbringusýslu undir úrskurð amts- ins, hvort opinbert mál skyldi höfða gegn brotamönn- um, en því var amtmaður mótfallinn. (Svar amtmanns- ins er prentað í nefndarálitinu). Til ýtarlegri skýringar um afskipti valdstjórnar- innar af þessu máli 1878 og 1879 leyfir nefndin sjer að tilfæra brjef amtmannsins yfir Suðuramtinu til nefnd- arinnar, svo látanda: íslands Suðuramt. Reykjavik 8. ágúst 1879. Hin heiðraða nefnd, sem neðri deild alþingis hefir sett til að rannsaka, hvort viðaukalaga um friðun á laxi 11. maí 1876 hafi verið gætt frá hálfu valdstjórn- arinnar o. s. frv., hefir í brjefi dagsettu í gær, spurzt fyrir um, hverjar kærur, fyrirspurnir og önnur opinber brjef hafi komið til amtsins um veiðiaðferð í Elliðaán- um síðan viðaukalög 11. maí 1866 um friðun á laxi fengu gildi, og sjer í lagi síðan neðri deild alþingis 1877 lýsti yfir trausti sínu til þess, að tjeðum lögum yrði fram fylgt af hálfu valdstjórnarinnar; svo hefir nefndin og óskað að fá vitneskju um, hverjar ráðstaf- anir amtið hafi gjört út af þessum kærum, fyrirspurnum og brjefum. í tilefni af þessu læt jeg ekki hjá líða að gefa hinni heiðruðu nefnd fylgjandi skýrslu: Hinn 26. júnimán. f. á. ritaði borgari Egill Egils- son i Reykjavík amtinu umkvörtun yfir því, að sýslu- maðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu hefði eigi sinnt brjefi sínu frá 13. s. m., þar sem hann hefði tilkynnt honum, að í Elliðaánum væru ólöglegar veiðivjelar, og skoraði jafnframt á amtið, að skipa sýslumanninum að taka málefni þetta fyrir tilýtrustu aðgjörða. (Frh.). Ritstjóri: Björn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.