Ísafold - 26.08.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.08.1879, Blaðsíða 1
ALÞINGISFRJETTIR. XVI. VIÐAUKABLAÐ VID ÍSAFOLD VI. 1879. Reykjavík, þriðjudaginn 26. ágúst. LaxYCÍðamálið. Niðurlag (frá bls. 60). í brjefi dags. 3. júlí næst á eptir tilkynnti amtið sýslumannin- um, að samkvæmt brjefi ráðgjafans fyrir ísland frá 26. maí 1877 virðist ekki vera ástæða til þess fyrir vald- stjórnina, að leggja hindranir í veginn fyrir þvergirð- ar þær, er við hafðar væru í Elliðaánum, en mælti jafnframt svo fyrir, að sýslumaðurinn Ijeti skoða veiði- vjelarnar með tilliti til þess, hvort svo langt bil væri milli rimanna i grindunum, að 9 þumlunga gildur lax gæti smogið þær. Eptir að amtið með brjefi sýslu- mannsins, dags. 2. ág. f. á., hafði meðtekið skoðunar- gjörð á veiðivjelum þessum, sem hafði það álit skoð- unarmannanna inni að halda, að 9 þumlunga gildur lax ekki gæti smogið grindurnar í þeim, og eptir að amtið því næst hafði borið málefnið undir úrskurð lands- höfðingjans (Stjórnartíð. 1878 B 127) fyrirskipaði amtið í brjefi 15. s. m., að höfða skyldi opinbert mál móti kaupmanni H. Th. A. Thomsen fyrir brot móti 5. gr. í viðaukalögum 11. maí 1876 um friðunálaxi; en litlu áður hafði amtið meðtekið brjef frá nefndum kaup- manni Thomsen um veiðiaðferð hans í ánum og meint- an rjett hans til að við hafa alla sömu veiðiaðferð og að undanförnu. Hið opinbera mál, er amtið þannig ljet höfða, var dæmt í hjeraði 6. nóv. 1878, og var hinn kærði með þeim dómi sektaður um 30 kr., og þar að auki dæmdur til að greiða málskostnað. Dómi þessum var eptir ósk hins stefnda skotið til landsyfirrjettarins, en með dómi þess rjettar, er upp var kveðinn 10. marz þ. á., var hinn kærði dæmdur sýkn af ákærum hins opinbera í þessu máli, og ákveðið, að málskostnaður skyldi greiðast úr opinberum sjóði. Jpessum dómi hefir eigi verið áfrýjað til hæstarjettar. Hinn 9. f. m. ritaði oddviti hreppsnefndarinnar í Seltjarnarneshreppi, Kristinn Magnússon í Engey, amt- inu umkvörtun yfir því, að sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, af ástæðum, sem nákvæmar voru til- greindar í brjefi sýslumannsins, er umkvörtunarskjalið fylgdi með, ekki vildi sinna kröfu hreppsnefndarinnar um að skoða veiðivjelar kaupmanns Thomsens í Elliða- ánum og skipa fyrir um, að þær yrðu teknar upp. í brjefi til sýslumannsins, dags. n.f. m., lýsti amt- ið því yfir, að það væri sýslumanninum samdóma um, að honum af hálfu hins opinbera ekki bæri að hlutast til um, að Thomsen ekki hafi þvergirðingar i Elliða- ánum; en skoraði jafnframt á hann, að halda opinbera rannsókn um, hvort laxakistur nefnds Thomsens í án- um væru þannig gjörðar, að g þumlunga gildur lax gæti smogið grindurnar á þeim, og ef rannsókn þessi leiddi til þeirrar niðurstöðu, að það væri ekki, þá að höfða opinbert mál á móti hlutaðeiganda fyrir brot móti 5. gr. í viðaukalögum 11. maí 1876; en ef sýslu- maðurinn, að afiokinni ýtarlegri rannsókn, áliti þetta vafasamt, skyldi hann senda amtinu útskript af rjettar- prófunum, til úrskurðar um málssókn, og jafnframt lagði amtið svo fyrir, að Kristni Magnússyni yrðu kunngjörðar þessar undirtektir amtsins undir málið. Með brjefi, dags. 21. f. m., sendi þar eptir sýslumað- urinn amtinu útskript af rjettarhöldum þeim, er fram höfðu farið um þetta, innihaldandi skoðunargjörð yfir veiðivjelunum í Elliðaánum, og lagði undir úrskurð amts- ins, hvort höfða skyldi opinbert mál gegn kaupmanni H. Th. A. Thomsen fyrir það, að hann hafi haft ólög- legar veiðivjelar í tjeðum ám. J?ar eð skoðunarmenn þeir, er rannsakað höfðu hinar umræddu veiðiyjelar, höfðu lýst yfir því áliti sínu, að enginn 9 þumlunga gildur lax mundi geta smogið gegn um grindurnar, skoraði amtið á sýslumanninn í brjefi 26. f. m., að höfða opinbert mál gegn fyrgreindum kaupmanni Thomsen fyrir brot móti 5. gr. í viðaukalögum n.maí 1876 um friðun á laxi, en í þessu máli hefir enn ekki dómur verið upp kveðinn. Loks meðtók amtið 27. f. m. brjef landshöfðingj- ans }'fir íslandi, dags. 25. s. m., og fylgdi þar með umkvörtunarbrjef Kristins Magnússonar yfir veiðiað- ferðinni í Elliðaánum og afskiptaleysi yfirvaldanna af því máli, og skoraði landshöfðinginn í nefndu brjefi á amtið, með skírskotun til ráðgjafabrjefs 26. maí 1877 (Stjórnartið. B 86), og brjefs landshöfðingjans til amts- ins 13. ágústm. f. á. (Stjórnartíð. B 127), að gjöra sem fyrst gangskör að því, að því leyti sem valdstjórninni bæri að skipta sjerafþessu máli, að dómstólarnir gjöri út um lagaheimild hinna áminnztu veiðivjela, eins og einnig að hlutast til um, að Kristinn Magnússon og þeir menn, sem þá nýlega með honum höfðu brotið laxakisturnar, verði fyrir þeirri ábyrgð gagnvart hinu opinbera, er þeir virtust samkvæmt lögunum hafa bak- að sjer með hinu áminnzta hervirki. En eins og amt- ið, svo sem nú var frá skýrt, þegar hafði fyrirskipað opinbera málssókn gegn kaupmanni Thomsen, þannig hafði amtið og í tilefni afumkvörtun frá Thomsen yfir skemmdum á veiðiáhöldum hans fyrirskipað rjettarrann- sókn um hinar umræddu skemmdir, til þess að það þar eptir yrði ákveðið, hvort höfða skyldi opinbert mál móti hlutaðeigendum fyrir brot gegn 298. gr. hinna al- mennu hegningarlaga. Ef hin heiðraða nefnd óskar sjálf að kynna sjer skjöl þau, sem að framan er til vitnað, er jeg fús á að ljá nefndinni þau til yfirsjónar, að því leyti þau eigi hafa verið send hlutaðeigandi sýslumanni til afnota við hina ofan umgetnu málssókn og rjettarrannsókn. Bergur Thorberg. Til nefndar þeirrar, sem neðri deild alþingis hefir sett, til að rannsaka, hvort viðaukalaga um friðun á laxi 11. maí 1876 hafi verið gætt frá hálfu valdstjórnarinnar o. s. frv. Dómur yfirdómsins í máli því, er valdstjórnin ljet höfða gegn Thomsen, sumarið 1878 út af broti gegn 5. gr. viðaukalaga 11. maí 1876 er, sem hjer segir: EPTIRRIT úr dómabók hins konunglega yfirdóms á íslandi. Ar 1879 hinn 10. marzmán. var í hinum konunglega yfirdómi í málinu Nr. 3/1879 Hið opinbera gegn kaupmanni H. Th. A. Thomsen. Kveðinn upp svo látandi Dómur: Mál þetta er höfðað í hjeraði eptir skipun amts- ins gegn kaupmanni H. Th. A. Thomsen, eiganda lax- veiðarinnar í Elliðaánum, fyrir það, að veiðiáhöld þau, er hann hefir notað til laxveiða í tjeðum ám, eigi sjeu svo gjörð, sem fyrir er mælt í viðaukalögum við Jóns- bókar landsleigubálks 56. kap. um friðun á laxi, dag- settum 11. maí 1876, þar sem hvervetna í laxakistum hans í nefndum ám sje styttra á milli rimlanna en svo,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.