Ísafold - 30.08.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 30.08.1879, Blaðsíða 4
68 4- gr. Hver sóknarmaður, sem geldur til prests og kirkju, hefir atkvæðisrjett á safnaðarfundi og kosn- ingarjett og kjörgengi til sóknarnefndar. 5. gr. Kosning gildir um eitt ár, en skyldur er maður að taka á móti kosningu þrjú ár f senn, ef hann er endurkosinn. Eptir eitt ár er maður aptur skyldur að taka á móti kosningu, svo sem nú var sagt. 6. gr. Sóknarnefndin skal vera prestinum til að- stoðar í þvf, að við halda og efla góða reglu og sið- semi í söfnuðinum, einnig í uppfræðingu ungmenna, og í því að sjá um, að samlyndi og friðsemi haldist á heimilunum og meðal allra f söfnuðinum. Nefndar- menn skulu vera meðhjálparar prestsins við guðsþjón- ustugjörðina í kirkjunni, stuðla til þess, að hún fari sómasamlega fram. 7. gr. fegar prestakall er undir veitingu, hefur hlutaðeigandi sóknarnefnd rjett á að mæla fram með einum umsækenda. 8. gr. Ef fjemálkirkju eru fengin söfnuði f hend- ur, skal það einnig vera ætlunarverk sóknarnefndarinn- ar að hafa á hendi umsjón yfir kirkjunni og eigum hennar, og að standa fyrir byggingu hennar eða að- gjörð. 9. gr. í hjeraðsnefnd skulu eiga sæti hjeraðspró- fasturinn, sem forseti, og allir prestar prófastsdæmisins, ennfremur einn safnaðarfulltrúi úr sókn hverri, er kos- inn sje á safnaðarfundi f júnfmánuði ár hvert. Um kosning safnaðarfulltrúa og skyldu hans að gegna köll- un sinni gilda hinar sömu reglur, sem settar eru um sóknarnefndarmenn f 4. og 5. gr. 10. gr. Forseti skal á ári hverju í september- mánuði halda hjeraðsfund, og kveðja til fundarins alla presta og safnaðarfulltrúa hjeraðsins, til að ræða og útkljá þau mál, er hjeraðsnefndin á um að sýsla. ix. gr. Forseti leitar álita fundarins um, hvernig prestar og sóknarnefndir gegni köllun sinni, einkum að því er lýtur að menntun og uppfræðingu ungmenna. Á fundinum leggur forseti fram endurskoðaða reikn- inga kirkna í hjeraðinu næstliðið fardagaár til umræðu og úrskurðar. 12. gr. Hverjum fundarmanni er rjett að beraupp á hjeraðsfundi tillögur sfnar um sjerhvert það atriði, er lýtur að kirkjulegum málum og skipun þeirra í því hjeraði, svo sem uppfræðingu barna, reglu og siðsemi í söfnuðunum, eignum kirkna og meðferð á þeim, upp- tekt, niðurlagning og færslu kirkna, breyting á sókn- um og prestaköllum. Allar samþykktir hjeraðsfundar sendir forseti biskupi. Ef fundarmenn úr sóknum þeim, sem hlut eiga að máli, greinir á við meira hluta fund- armanna, þá er þeim heimilt að fá bókaðan ágreining sinn við fundarsamþykktina, og er forseta skylt, ef þeir æskja þess, að senda biskupi ágreiningsálit þeirra með fundarsamþykktinni. Enga breyting má gjöra á takmörkum sókna eða prestakalla, og eigi leggja niður kirkju nje færa úr stað, nema meiri hluti hjeraðsnefndarmanna þeirra, er eiga hlut að máli, samþykki breytinguna á hjeraðs- fundi. XIX. Lö? um breytin? á tilskipun um sveitarstiórn á íslandi 4. maí 1872. 1. gr. Hreppsnefndin í hverjum hreppi skal á ári hverju gjöra áætlun um allar tekjur og útgjöld hreppsins, og að því leyti sem fátækratíundin og aðrar tekjur hrepps- ins ekki hrökkva fyrir útgjöldum, jafna niður þvf, sem vantar, á alla þá, sem eiga lögheimili í hreppnum, eptir efnum og ástandi. Áætlunina skal semja eptir fyrirmynd, sem sýslunefndin hefir til búið, og skal hún liggja á hentugum stað, sem birtur hefir verið fyrir- fram á venjulegan hátt, hreppsbúum til sýnis 3 vikur á undan reikningsárinu. Um leið og áætlunin erlögð fram, skal senda sýslunefndinni eptirrit af henni. Niðurjöfnun hreppsgjaldanna eptir efnum og ástandi skal gjörð á tímabilinu frá 1. til 20. októbermánaðar. Niðurjöfnunarskráin skal liggja hreppsbúum til sýnis í 4 vikur frá þvf er niðurjöfnuninni er lokið, á sama stað og áætlunin. Innan þess tfma skal bera brjeflega upp aðfinningar við niðuijöfnunina fyrir oddvita hreppsnefnd- arinnar, en hann skal kveðja nefndina til fundar hið fyrsta því verður við komið, og leggja umkvartanirnar fyrir hana til úrskurðar. Sjerhverjum er heimilt, sem sveitartillagi er jafnað niður á, að bera sig upp um það, hvernig skatturinn er lagður á aðra, og um það, að einhverjum hafi verið sleppt við niðurjöfnunina. Áður en nefndin leggur úrskurð sinn á nokkra umkvörtun, skal gefa bæði kæranda og þeim, sem kært er yfir, tækifæri til á nefndarfundi, sem hann sje kvaddur til með 4 daga fresti, að segja álit sitt um umkvörtun þá, sem upp hefur verið borin, en það má einnig gjöra skriflega. Úrskurði þeim, sem hrepps- nefndin leggur á umkvörtun þá, sem upp er borin fyrir henni, má innan þriggja vikna frá þvf, að hann var birtur hlutaðeiganda, skjóta til sýslunefndarinnar, sem leggur endilegan úrskurð á málið á næsta fundi sfnum. Eindagi á sveitargjöldum er 31. desembermán- aðar, nema hreppsnefndin gefi lengri frest. Enginn sá, er gjald á að greiða, getur með þvf að skjóta gjaldsálögunni undir úrskurð sýslunefndarinn- ar, komizt hjá þeirri skyldu, að greiða það, þegar ein- dagi þess er kominn. Ef sýslunefndin breytir álög- unni, skal endurgjalda það, sem gjaldþegninn hefur greitt fram yfirþað, sem honum bar, meðþvf að borga honum það aptur, eða láta það ganga upp í þann hluta sveitartillags hans, sem greiða á næst þar á eptir. 2. gr. í hverri sýslunefnd skal vera einn kjörinn maður úr hveijum hreppi sýslufjelagsins, auk sýslu- manns, sem er oddviti nefndarinnar. fegar skera á úr þeim málum, sem snerta uppfóstur og uppeldi barna, og um er rætt í 2. kafla 14.gr. í tilskipun um sveitar- stjórn á íslandi 4. maí 1872, skal þar að auki hlutað- eigandi prófastur sitja f nefndinni og hafa atkvæði. í Vestmannaeyjasýslu er sýslumaðurinn, sóknar- presturinn og þrír kjörnir menn í nefndinni. 3. gr. Ef sýslunefnd álítur haganlegt að fela ein- um eða fleiri úr sínum flokki á hendur, að starfa að einhverju málefni til undirbúnings milli funda, getur hún veitt hæfilega þóknun fyrir þann starfa. 4. gr. Með lögum þessum eru felldar úr gildi 19. og 28. gr., svo og þriðji kafli 29. greinar f lögum um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872. XX. Lög um brúargjörð á þjórsá og Ölfusá. 1. gr. Á fjórsá og Olfusá skal byggja brýr á hentugum stöðum. Til þessa fyrirtækis greiðist í mesta lagi 100,000 kr. úr viðlagasjóði (innskriptarskírteina- upphæðinni), sem vaxtalaust lán. 2. gr. Kostnaðurinn við bygging brúnna skal end- urgjaldast viðlagasjóðnum á 40 árum með Y40 cí-hverju ári. Afborganirnar byrja árið eptir að lánið er greitt úr landssjóði. 3. gr. Endurgjaldið greiðist úr bæjarsjóði Reykja- víkurkaupstaðar eptir tiltölulegu hlutfalli fbúatölu hans ár hvert móts við sýslur þær, er hlut eigaað máli, en að öðru leyti úr sýslusjóðum Vesturskaptafellssýslu, Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Gullbringusýslu, og skiptist á nefnd sýslu^elög eptir hlutfallinu milli sam- anlagðrar tölu lausafjárhundraða og jarðarhundraða f þeim. (Framhald f næsta blaði). Ritstjóri: Bjðrn Jónsson, cand. phil. Prentað með hraðpressu ísafoldarprentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.