Ísafold


Ísafold - 26.09.1879, Qupperneq 1

Ísafold - 26.09.1879, Qupperneq 1
D. f VI 23. Reykjavík, föstudaginn 26. septembermán. 1879. \r ú, þegar alþingi er lokið, og kjör- tími fyrsta löggjafarþings er liðinn, er eðlilegt að það fái sinn dóm. Hann mun nú verða með ýmsu móti, en þó skoðanirnar sjeu óiíkar í hinu einstaka, þá mun þó margt vera, sem öllum kem- ur saman um. Allir verða ásáttir um það, að áhugi hafi síðan 1874 aukizt á opinberum málefnum, um það, að fjár- hagur landsins hafi batnað, og að ýms- ar góðar rjettarbætur hafi fengizt. Má þar til nefna: skattalögin, lög um sigl- ingar og verzlun, ef þau ná staðfestingu konungs, yfirsetukvennalögin, lækna- skipunar- og læknaskólalögin, vegalög- in, lög um skipun prestakalla, ef þau ná fram að ganga, o. m. fl. En á hinn bóginn verður það ekki varið, að þing og þingmenn hafa verið helzt til ákaf- ir í lagasetningunni og á stundum ekki gefið sjer tóm til að vanda nægilega lagatilbúninginn, enda hefir frumvarpa- dauðinn farið vaxandi á hverju þingi. í*ví næst hefir þingið ekki ávallt sýnt nægilega sparsemi með fje landsins, og sjer í lagi hefir sú stefna komið fram, einna mest á þessu síðasta þingi að veita einstökum mönnum fje af lands- sjóði. Raunar heppnaðist það í sumar að afstýra þessum illa hugsuðu fjárgjöf- um, en það stóð svo tæpt, að öll orsök er til, að vara bæði kjósendur og þing- mannaefni við þessu háskalega örlæti á annara, sem sje skattgjaldenda, eign. þ»að ætti eldci að þurfa að brýna það fyrir mönnum, sizt þingmönnum, að þeg- ar þingið veitir fje, veitir það úr vösum skattgjaldenda, sem sumir hverjir eiga fullt í fangi með að greiða það, sem á þá er lag't. Sum útgjöld eru sjálfsögð, lögboðin og nauðsynleg. fau verða að veitast, hvort sem það er ljúft eða leitt. Onnur eru gagnleg, t. d. til vegabóta, strandsiglinga, eflingar búnaði, upp- fræðslu almennings o. s. frv. Til þess er rjett að veita fje. En af eintómri meðaumkunarsemi eða brjóstgæðum er rangt að veita af annara. þ>á er að gefa sjálfur, ef maður er þess umkominn. Víst er um það, að undantekningar geta verið frá þessari reglu, ef um einhvern framúrskarandi mann er að ræða, sem hefir unnið landinu mikið gagn og gjört því mikinn sóma, eins og átti sjer stað um Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn; en það á að vera undantekning, og á að koma eins sjaldan fyrir, eins og af- bragðsmenn eru sjaldgæfir. Eari maður að veita hverjum meðalmanni fje, þá verður bæði kostnaðurinn ærinn, oglít- ill sómi, að verða fjárstyrksins aðnjót- andi. Landssjóðurinn er elcki hvalur, sem rekur á hvers manns landi, og al- þing er ekki hvalfjara, þar sem hver keppist við annan að skera sem beztan bita handa kjördæmi sínu, eða vinum sínum. Væri svo, sem vjer vonum ekki sje, að nokkur þingmaður hafi haft hinar nýju kosningar 1881 fyrir augum með höfðingsskapnum, þá treystum vjerþví, að sú skoðun ryðji sjer til rúms hjá al- menningi á þessum tveim árum, að höfð- ingsskapurinn af landsfje við einstaka menn sje einn með hinum stærri ókost- um hvers þingmanns. Sje landið svo ríkt, eða tekjur þess svo miklar, að það hafi efni á þess konar peninga-austri, þá liggur nær að Ijetta á sköttum, lækka gjöldin til hins opinbera, hlífa skattgreið- endum. En — því er miður, þessu er ekki svo varið varið. T.andið þarf allra sinna muna með til lögboðinna útgjalda og nauðsynlegra fyrirtækja. Árgjaldið frá Dönum minnkar á ári hverju frá ár- inu 1881, en landið þarf mjög mikils við, til þess að bæta uppfræðslu almennings, til að stofna búnaðar-, alþýðu-, barna- og kvenna-skóla, til þess að efla sam- göngur í landinu, til vegabóta, jarðabóta og eflingar búnaði yfir höfuð að tala, svo hver sá, sem vandlega íhugar allar ástæður, hlýtur að ganga úr skugga um, að enginn eyrir má brúlcast til óþarfa. Enn er eitt, sem nauðsynlega þarf að nefna i tæka tíð, og það er þing- tíminn. ffingi, sem ekki kemur saman nema annaðhvort ár, er 6 eða 8 vikna tími of naumur. Á hinum þrem sið- ustu þingum hefir sú orðið raunin á, að síðari helming þingtímans hefir öllum málum verið flaustrað af, og afbrigði frá þingsköpunum, sem ættu að vera und- antekning, hafa verið reglan. Allt hef- ir gengið í ósköpum; menn hafa ekki haft tóm til að ræða mál í nefndum sem skyldi, og ekki hugsandi, að nokk- Shakspeare lætur Hamlet segja: ,.þ>að er fleira milli himins og jarðar, en þína speki dreymir um, Horatio!“. Á sama máli hafa fleiri verið, þar á meðal hinn heimsfrægi spekingur og jurtafræðing- ur Svía, Linné. Ætti ekki annar eins maðuríhlut, þyrðum vjer varla að bera það á borð fyrir lesendur vora, sem vjer hjer bjóðum þeim. En oss virðist þeim ekki vandara um, en eins menntaðri þjóð, eins og Svíar eru, sem síðan í fyrra eru búnir að kaupa upp tvær út- gáfur af nýfundinni ritgjörð Linnés „um guðsdóm“ (Nemesis divina). Carl v. Linné (fæddur 1707, dáinn 1778) var læknir, en jafnframt, sem ekki ávallt á sjer stað, mesti trúmaður. Hann hafði fyrir við- kvæði: „lifðusaklausulífi, Guðsjertilþín“ (innocenter vivito, numen adest) og trúði því, að öll afbrot fyndu sína hegning í þessu lífi. þessari trú voru aðrar skoðanir eða kreddur samfara, sem vjer skulum láta lesendurna ráða, hvort þeir vilja telja með trú eða hjátrú. Vjer lát- um nú Linné sjálfan tala: Spádómar: Karl hershöfðingi Cronstedt spáði því meðal trúnaðar- manna sinna, að Karl konungur XIV. nafni sinn myndi deyja innan nóvem- bermánaðarloka. Einn af vinum Cron- steðts segir við hann: í dag er síðasti nóvember, og konungur er enn á lífi. Sömu nótt skaut, að menn hyggja, frakkneskur ofursti, Stickart að nafni, konunginn við í'riðrikshall. — Flölckukerling, sem sögð var forn- spá, kom einu sinni til okkar (í Sten- brohult prestgarði í Svíþjóð). Hún seg- ir móður minni, að húsið muni brenna. Móðir mín verður ángurvær; kerling segir: biddu til Guðs; máske það drag- ist þá þína tíð. Húsið brann eptir and- lát móður minnar. Bróðir minn Samúel var efnilegur, hann var þá í Vexiöskóla, jeg var álitinn gáfnadaufur, var þá ný- kominn til háskólans í Lundi. Allir kölluðu bróður minn „prófessorinn“, og sögðu hann myndi verða háskólakenn- ari. Kerling hafði hvornugan okkar sjeð, en biður um að fá að handleika eitthvað af fötum okkar, sem eptir voru heima. Hún fær það, segirþá: Samú- el verður prestur; um mig segir hún: Sá verður háskólakennari, verður víð- förull, og, svo sannarlega hjálpi mjer Guð, frægastur Svía á sinni tíð. Móð- ir min fær henni önnur föt af mjer, og segir þau sjeu af Samúel. „Nei“, seg- ir kerling, þau eru af honum, sem á að verða prófessor, og víða að ferðast. Fyrirburðir. það ber aldrei neitt fyrir trúniðinga. — Jeg hafði mitt herbergi öðru meg- in á loptinu, en konan mín hinu megin; gangur var á milli. Konan mín heyr- ir ásamt 5 öðrum, sem voru inni hjá henni, að jeg kem upp stigann, lýk upp herberginu mínu, geng inn, fer apt- ur út, læsi eptir mjer; hún heldur jeg hafi að eins lagt frá mjer hatt og prik, og sje á leiðinni inn til hennar. En eng- inn kemur „þ>að er sama“, segir hún, „maðurinn minn kemur á tímanum11. Og jeg kom hálfri stundu síðar. Og þetta bar margopt við, einnig þegar jeg var á ferðum í Stokkhólmi eða annarsstaðar, og hún átti sín einslcis von. — Jeg bjó hjá Stobæus landlækni 1728 efst í húsinuvið gaflinn, svo hátt, að engin stöng í Lundi gat náð þar upp. Heyri tvö högg svohörð, aðjeg

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.