Ísafold - 26.09.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.09.1879, Blaðsíða 3
9 fjelaga, teljum vjer sjálfsagt, að þá verði löggjöf vor hin fyrsta til þess að styðja að stofnun þeirra með hagkvæmum lög- um. Slíkt á sjer stað í öðrum löndum, og getum vjer þaðan fengið næga fyr- irmynd og reynslu til að fara eptir. Að lokum skal þess getið, að jeg ei má skilja svo við mál þetta, að jeg ei taki fram, að það er ætíð drjúgara að starfa með eigin höfuðstól, en lán- uðum, og að lánsfjelögin því að eins geta orðið landi voru til framfara, að þau sjeu skynsamlega notuð. þ’au lán, sem tekin eru, til þess að græða enn meira með gagnsamlegum fyrirtækjum, til þess að sýna enn meiri atorku og dugnað, efla framfarir, og gera það mögulegt að þau hverfi við þann gróða, er þau sjálf hafa gefið, slík lán borga sig sjálf aptur, en leggja ekki þungar kvaðir á alda og óborna. En sjeu lánin tekin af annara eig- um sem eyðslufje, sviptist lánardrottinn ef til vill eign sinni, og sá, sem þau hefir tekið, til þess að fullnægja freist- ingum munaðar eða gjálífis, hefir þar með veitt sjálfum sjer opið sár, er fylg- ir honum alla æfi, og sem að börn og barnabörn hans ef til vill ekki fá bæt- ur bornar fyrir. f’etta minnir oss á hið slæma á- stand, sem að menn nú geta fundið til, en ekki hugsuðu um áður. |>að sem hingað til hefir dregið oss mest, er eklci það, að vjer höfum framleitt góðum mun meira af verzlunareyri, heldur hitt að allur búsgróði vor hefir hækkað drjúg- um í verði, svo að meira hefir fengizt fyrir hann en áður. Menn hafa vanizt á í rúman mannsaldur að treysta því, að allar vörur hækki jafnt og þjett í verði, og safnað skuldum mestmegnis hjá kaupmönnum, svo að þær nema þvi nær fjórða parti af því, sem að landið framfærir. Nú er komin önnur öld. Allur verzl- unareyrir fellur í verði, og við því má búast, að innlend vara falli jafnvel meira en hin útlenda, og að vjer þannig verð- um fyrir miklu tjóni fyrir verðlækkun þá, sem nú er byrjuð, og sem mun hald- ast áfram nokkra stund. Ull vor úr öllu landinu er ekki meiri en frá tveim- ur eða þremur góðum bændum úr Astr- alíu og hvergi nærri eins góð. Á þessu ári munu flytjast til lslands rúmir iooo fjórðungar af smjeri, sem mestallt hefir farið hina löngu leið frá Ameríku og verið selt á 60 til 65 aura minnst, eða jafnvel minna verði, en vort eigið smjör. Og slík verðlækkun sem þessi er ekki á einstökum eyri, heldur á flestöllum I vörum er vjer seljum. Ofan á þessa verðlækkun á því nær öllum vörum vorum bætist við að verzl- unarskuldir þær, er á hafa komizt í góðu árunum, á nú að borga með miklum mun lægra verði á innlendum vörum. Hver endir á að verða á þessu og : hvernig á að bæta þennan halla? Svar- í ið er stutt. Með meiri sparnaði, hag- sýni og atorku, með því að framleiða (producera) meiri og vandaðri vöru. Vjer verðum einkum að betra og auka allan jarðargróða, og þar sem næg efni til þess eigi eru fyrir hendi, geta láns- fjelög jarðeigenda, orðiðtil þess að menn sitji ekki með tvær hendur tómar. Menn ættu að íhuga, að nú er svo kom- ið, að ekki er ráð, nema í tíma sje tekið. I „Skuld“ stendur ritdómur um hið kirkjulega tímarit þeirra þórarins pró- fasts Böðvarssonar og Hallgríms dóm- kirkjuprests Sveinssonar. Jeg er nokk- urn veginn samdóma „Skuld“ í því tvennu, að efnið í því, sem út er kom- ið af tímaritinu sje ekki heppilega val- ið, og að það sje mjög áríðandi fyrir oss, að fá vel samið kirkjulegt tímarit. En búningur þessa ritdóms þykir mjer ósæmilegur. þ>að hefði að minni ætlun legið næst fyrir útgefendurna að byrja rit sitt með því, að lýsa bæði hinu ytra og innra kirkjulega ástandi hjerálandi, sýna hvað sje ábótavant, og hvernig úr því verði bætt, bera þetta ástand saman við samkynja ástand annarstaðar, einkum hjer á Norðurlöndum og skýra frá hin- um kirkjulegu hreyfingum þar á seinni tímum. Lfka er það mjög fróðlegt, að lesa um kristniboðið meðal heiðinna þjóða, og hvað því verður ágengt fyrir aðgjörðir einstakra manna, sem verja lífi sínu til að útbreiða guðs rikiájörð- unni. þ>etta er mikill efnisríkdómur í kirkju- legt tímarit, sem ætti að geta glætt og lifgað kirkjulegt trúarlíf, sje því hag- anlega fyrirkomið. |>ar á móti virðist það eiga síður við, að ætla sjer að gjöra þetta rit heimspekilegt eða mjög vís- indalegt, og það sem út er komið af tímaritinu, sýnir, hvílíkt vandhæfi er á því. J>að sýnist eiga við, að því er snertir hið ytra kirkjulega ástand hjer á landi, að taka í ritið all- ar breytingar, sem árlega verða á prestaköllunum, getaum brauðaveiting- ar, lát andlegrar stjettar manna, æfi- söguágrip merkra presta, sem deyja, hverjir koma á prestaskólann, hverjir fara þaðan o. s. frv. Jeg er viss um, að hinir heiðruðu útgefendur hafa bezta vilja á, að vanda sem mest þetta tímarit sitt, og gjöra það svo úr garði, að það geti náð til- gangi sínum, en til þess þarf ef til vill meiri undirbúning og meiri tíma en neir mega missa frá margbrotnum em- bættisstörfum sínum, og ættu þeir því að fá sjer góða menn til aðstoðar við þessi ritstörf. a + b. J>ó oss sje ókunnugt um, hversu langt sú fyrirætlan er komin, sem frum- varp það, er hjer fer á eptir, ber vott um, þá vitnum vjer, að gripasýning fór fram í vor eð var bæði í Skagafirði og í Eyjafirði, og að talsverður áhugi er Norðanlands á kynbótum kvikfjenaðar. þ>essi áhugi er mjög eptirbreytnisverð- ur, og þó ekki hafi heyrzt með vissu, hvernig allar sýslur suðurumdæmisins hafa tekið áskorun búnaðarfjelags suð- uramtsins um gripasýningar, þá vonum vjer að stjórn fjelagsins þreytist ekki, að knýja á sýslunefndirnar í þessa stefnu. Sjaldan fellur eik í fyrsta höggi, enda hefir frumvarp það, sem hjer fer á eptir, ýmsar góðar bendingar inni að halda f öllu því, er til kynbóta horfir. Vjer vildum einnig leiða athygli sýslunefndanna að því, hvort ekki væri rjett, að fylgja í þessu eptirdæmi Skag- firðinga, og vonum svo góðs til þeirra, að þær komi þessu málefni í hreyfingu, ef þær, sem vjer ætlum, álíta það megi verða almenningi til gagnsmuna. þ>að er áríðandi, að sveitastjórnirnar noti það sjálfsforræði, sem lögin hafa veitt þeim, til þess að efla hag og heill sveitarfje- lagsins, og að menn smámsaman venji sig af þeim ósið, að bíða eptir að allar rjettarbætur og öll upptök til rjettar- bóta komi ofan að frá þingi og stjórn. Mörg lög kæmu eflaust betur úr garði gjörð fráþinginu, ef búið væri að hreyfa málefnunum og ræða þau í hjeruðum, og sjer í lagi, ef þau væru búin að fá reynslu i hinu minna fyrir því, sem menn vilja almennt og f hinu stærra koma á gang. J>ar á meðal er málið um kynbót búpenings, som clcki getur fengið happa- sæl afdrif, nema sveitasjórnirnar undir- búi það með samþykktum i líka stefnu og eptirfylgjandi FRUMVARP til reglugjörðar um að bæta kynferði búpenings í Skagafjarðarsýslu. Sýslunefndin skal setja 3. manna nefnd í hverjum hreppi, til þess að hafa nákvæmt eptirlit með bótum á kynferði alls búpenings i Skagafjarðarsýslu og stuðla til þeirra, samkvæmt reglum þeim, er samþykktar verða i því tilliti. I. Um kynbæiur hrossa. 1. gr. J>að skulu af nefnd manna í hverj- um hreppi árlega á hverju vori valin og merkt með sjerstöku brennimarki, hest- folöld til undaneldis, er skulu vera mörg eða fá frá 4—10 eptir stærð hreppsins og hrossafjölda, skal hafa fyrir mark og mið að folöldin sjeu af sem beztu kynferði ýmist til reiðar eða áburðar, eptir því sem nefndinni er persónulega kunnugt, sem og eptir útliti og afspurn beggja kynferða. Skal við slíkt val taka til greina, lipurð, ganglag, fjör, hörku, þol, krapta, holdafar, stærð og vaxtarlag m. m. svo sem lit, fríðleik. háralag, háraprýði og hófagjörð o. s. frv. 2. gr. J>au hestfolöld, sem ekki eru ætluð til undaneldis, skulu geldast svo fljótt sem auðið er, eptir að þau eru 3 nátta.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.