Ísafold - 26.09.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.09.1879, Blaðsíða 4
92 Sleppi hryssa í afrjett annaðhvort áður en hún kastar eða með hestfolaldi, sem á að geldast, svo ekki verði náð til hennar, verður að sæta fyrsta tækifæri til að vana trippið og sjá um að engin hryssa fái við því, sem getur auðveld- lega skeð, ef það verður tvævett, áður en það er gelt. 3- gr- Graðfolana skal síðan fara svo með í 3 ár, að ávallt sjeu þeir í góðum holdum, svo þeir nái sem mestum þroska áður en þeir eru brúkaðir til undaneldis. feg- ar folarnir eru þrevetrir, má bi'úka þá til hryssa, en þó með mestu varkárni hið fyrsta ár, 4-vetra og eldri má ár- lega ætla þeim að fylja frá 20—30 hryss- ur, sjeu þær leiddar til þeirra, en að eins frá 10—15, ef þeir eru látnir ganga lausir með þeim, sem ekki má eiga sjer stað nema eigandi ábyrgist, að þeir gjöri ekki öðrum tjón. 4- gr. Temja má graðhesta, en brúlca gæti- lega, meðan þeir eru hafðir til undan- eldis, og alls ekkert að vorinu meðan leitt er undir þá, eða hryssum hleypt til þeirra. (Framh. síðar). Díana kom hjer á sinni síðustu strandsiglingu 11. þ. m. Með henni komu margir skólasveinar, þeir Vestur- heimsmenn: háskólakennari Fiske og Reeves, og ýmsir fleiri. Fór aptur 20. þ. m. til Seyðisfjarðar og þuöa.n til Dan- merkur. Skipstjóri játar sjálfur, að skip- ið sje oflítið til strandsiglinganna, sjer i lagi sje það of rúmlítið fyrir farþcga á öðru plássi. — þ>að gleður oss, að geta fært þá fregn, að amtsráð Suðuramtsins hefir veitt kvennaskóla Reykjavíkur 200 kr. fyrir árið 1880 með því skilyrði, að stúlkur úr Suðurumboðinu njóti kennslu ókeypis. Treystum vjer því, að amts- ráð Vesturumdæmisins og bæjarstjórn Reykjavíkur láti ekki sitt eptir liggja, að styrkja skóla þennan að tiltölu. — Víðast að hefir frjetzt, að gras- brestur hafi verið í sumar, en góð nýting á heyjum, nema úr Múlasýslu. þ>ar gengu sífelldir kuldar og rosar. Fieilbrigðisástandið hefir yfir höfuð ver- ið með lakara móti; þungt kvef og lungnabólga hefir víða gengið og mörg- um manni burt kippt. Á bráðapest er farið að brydda í suðurhreppum Gull- bringusýsiu. Virðist hún sjerílagi orð- in ílend í Selvogi, sem hingað til hefir verið eitt hið bezta fjárpláss landsins. Skyldi hún ekki hafa aukizt í Selvogn- um, eptir því sem melurinn er þar rif- inn meira, og því gengur til þurðar ? f>að er hörmung til þess að vita, hvern- ig íslendingar skemma sjálfir fyrir sjer allar landsnytjar, án þess umboðsstjórn- in gjöri neitt til að afstýra þvílíkri ó- reglu. Melur, skógur, hrís, lyng, mó- tök, beitutök o. fl. er allt undir sömu fordæmingunni. Ffver skemmir í kapp við annan; en yfirboðarar æðri og lægri horfa á með hendurnar 1 vösunum. fað er orðin lenzka víða, að hver sem vill, rífur mel og lyng í annara manna landi að ósekju. Er þetta lögum samkvæmt? — Nokkrir alþingismenn komu sjer á síðasta þingi saman um, að gangast fyrir samskotum til minnisvarða yfir þjóð- og sálmaskáldið Flallgrím Pjetursson. þ>að virðist óþarfi, að taka það fram, hvað þetta skáld vort hefir til síns ágætis, þó hann hefði aldrei ort nema sálminn: „ Allt eins og blómstr- ið eina“, og Passíusálmana eina, þá væri hann þó Islands bezta skáld og með beztu skáldum hvers lands, sem vill. Raunar ljet Magnús konferenzráð Ste- phensen setja stein yfir hann í Saur- bæjarkirkjugarði, en þetta er ónógur minnisvarði yfir annan eins mann, enda er hann ekki í þeirri þjóðbraut, sem hann á að vera. þ>eim þingmönnum, sem um þetta töluðu, kom saman um, að bjóða mönnum til samskota í þessu skyni, ríkum og fátækum, konum og körlum, ungum og gömlum, og að' mæl- ast til þess af öllum þrestum, aff þeir gengist fyrlr samskotunum, liver í sinni sðkn. Var sú meiningin, að „einn pen- ingur yrði gefinn fyrir nef hvert“, eins og þegar íslendingar í fornöld skutu saman handa Eyvindi skáldaspilli. — Mundi með þessu móti gefast drjúgt, ef t. d. hvert mannsbarn gæfi 10 aura. —- Skyldi samskotunum lokið um sum- armál 1881 og fjeð innheimt. f>essu samkvæmt leyfum við undirskrifaðir oss, að mælast til þess, að' önmir dagblöð' landsins vildu taka þessa áskorun uþþ, og jafnframt biðjum við alla þresta um, góðf úslega að gangast fyrir samskotun- um og gjöra öðrumhvorum okkar viðvart urn árangurinn, innan sumarmála 1881. Snorri Pálsson Grímur Thomsen i Siglufirði. á Bessastöðum. Auglýsingar. bc a> Xx c aS 0 irx Tí fl cS i—H W !h •r-t <D * | &J0 'Ö fl O •M fl «3 rfl 0 fl o •rH Tfl Zfl •rH í> a o o $ . o Ph <u n V •i-s M 'Ö fl c > ni x: c 0 £ S’ XSl r\ > Q < *0 c6 fl +0 £ xn fl fl c6 U cö ð fl fl •fl rQ r—S •rH +3 u cö fl O M vi xn a •&» *fH cö •rH •iH a bJO = 0 I •rH 0 u 0 rfl qfl 05 O Ö C r\ ‘c •rH co i-H ð -♦-* e fl 3 s_ 03 CT) •iH O fl fl 03 sz •iH c M cd VI E M M _03 •fl rQ 03 X CÖ •jH > E 05 O 0 æ 05 :0 rH ■O M ím E fl -í-* c0 32 ÓJO t- •03 0 10 H æ r-H 9-1 E 2=L E .E ÓJO 03 Cf) CL 03 O 3 fl c5 -4-' E ð on 3 03 æ "o3 E <z> > 1- cd 9h *o s_ cð :0 'EjS Ih 03 •rH xO cíH ÓJD s_ U 03 •rH ’E U fl ■O jO r\ 03 q *0 0 æ ÍH fl r.‘e fl f w Síðan um sláttubyrjun hefir verið hjer í óskilum jörp hryssa gráírótt um bógana , nokkuð gömul, með mark : stýft hægra, andfjaðrað aptan vinstra ; rjettur eigandi má vitja hennar til mín mót sanngjarnri borgun. Keldum í Mosfellssveit 4. septbr. 1879. Guðni Guðnason. Afjörðinni Uthlíð í Biskupstungna- hreppi 65 hndr. 9 áln. geta fengizt til kaups 37 hndr. 32 áln. og má um það semja við landfógeta Árna Thorsteinson. Á síðastliðnum lestum tapaðist á F.ágaskarðsveginum fataböggull með ýmsu dóti í og strigapilsi utan um. Finnandi er beðinn að skila því mót sanngjörnum fundarlaunum að Ytri- Njarðvík til Ingigerðar þ>orsteinsdóttir. f>ar eð jeg hefi áformað, að verða erlendis næstkomandi vetur, þá vil lp^»jeg hjer með biðja hinaheiðruðu skiptavini mína, að snúasjer til herra skó- smiðs Kristjáns Kristjánssonar á ísafirði, sem hefir alla umsjón yfir verkstæðinu í fjærveru minni. Isafirði 2. dag september 1879. Björn Kristjánsson skósmiður. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.