Ísafold - 14.11.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.11.1879, Blaðsíða 1
I S A F 0 L 0. VI 26. Reykjavík, föstudaginn 14. nóvembermán 1879. f>að er ekkert tiltökumál, þótt röng eða misskilin stefna komi á stund- um fram á þingum. Sjerstaklegar og jafnvel eigingjarnar skoðanir geta rutt sjer til rúms þar eins og annarsstaðar, og grunnhyggni er ekki útibyrgð það- anhelduren úr öðru mannlegu. Stund- argagnið, sem er ljett í sjálfu sjer, vill jafnan fljóta ofan á, og kenningum, sem þar sem öðruvísi er ástatt, kunna rjettar að vera, er opt beitt hugsunar- lítið þar sem þær eiga ékki við. Af þessu bergi var sú aðsókn brot- in, sem lýsti sjer á síðasta þingi eptir því að selja opinberar eignir. það var eins og sumir gæti ekki vitað landssjóð vera jarðeigandi. þ>að komu fram laga- frumvörp og tillögur almenns efnis í þessa átt, og það komu fram uppá- stungur um að farga tilteknum jörðum fyrir tiltekið verð. Tvær af þeim jörð- um sem falaðar voru, ef svo mætti segja, munu nú hafa verið ýmsum svo kunn- ar, að þeir gæti borið um, hvers virði þær væri, en hina þriðju, Kaldaðarness- eignina, þekkti enginn, og sízt uppá- stungumaður sölunnar, i. þingmaður Arnesing'a; enginn þekkti kosti hennar, enginn hvernig hún var byggð, að sögn ekki einu sinni sjálf landsstjórnin, eng- inn hvernig hún var setin, enginn hlynn- indi hennar, og í stuttu máli enginn neitt, nema það, að hún hafði verið eign læknasjóðsins og að kaupandi að henni bauðst. Allt fyrir það vildu ýmsir selja. Höfuðröksemdin, sem brúk- uð var um þessa og aðrar sölur, var sú, að allar landsjarðir væri illa setnar, en sjálfs- eða rjettara bændaeignir vel setnar. En — þótt það væri satt, sem ekki er, að allar opinberar eignir sjeu miður setnar en sjálfseignir, hvar er þá tryggingin fyrir þvf, að eigandibúi sjálfur á eignarjörð sinni? Eða getur sá jarðeigandi, sem á margar jarðir, setið á þeim öllum? Láta ílestir hinir auðugustu fasteignareigendur hjer á landi sjer ekki nægja, að fá afgjöld jarð- anna skilvíslega goldin, hvað sem á- búðinni líður, og bæta þeir ekki því ofan á, að þeir byggja jarðirsínar dýr- ara en landssjóðurinn, án þess að ganga öllu betur eptir því, að þær sjeu vel setnar? Ellegar er hitt satt, að sjálfs- og bænda-eignir sjeu betur setnar, en opinberar eignir? Eru ekki mörg prests- setur vel setin; eru ekki margar umboðs- jarðir vel setnar? Ofullkomin ábúð mun finnast bæði á opinberum- og bænda- eignum; enda er umboðsstjórninni ekki fremur en bændum vorkunn að hafa eptirlit með því, hvernig jarðirnar eru setnar. Sje nú svo, að jarðabætur og fram- för í búnaði sje undir því komin, að jarðirnar sjeu einstakra manna eign, hvað kemur þá til þess, að búnaðurinn er ekki betri en hann er, og framfar- irnar ekki meiri en þær eru í því landi, þar sem 62000 af 86755 eða 3/4 af öll- um jarðarhundruðum landsins eru eign einstakra manna? því það er aðgæt- andi að eiginleg þjóðeign eru ein 8400 hundruð, 15000 hundruð eru kirkju- og ljensjarðir presta. Fyrst öllu íleygir svo fram, sem einstakir menn eiga, því sýnir þessi framför, þessi góða rækt, þessi afbragðshirðing sig ekki á þeim 62000 hundruðum, sem bændur eiga ? Og hvar er vissan fyrir, að búnaðurinn batnaði stórum, þó þau 8400 hdr., sem landssjóður á, kæmist einnig í bænda hendur? Nei, gjöri hinir einstöku eig- endur fyrst allt hvað unnt er þeim 62000 hundruðum til góða; komi þeir svo og bæti þau 8400 hundruð; því kirkju- og ljensjarðir munu þeir þó ekki ágirnast að svo stöddu. Allajafna heyrast umkvartanir um peningaeklu, og það svo, að ef jarðir landssjóðsins ætti að seljast, þá mundi landssjóður sjálfur verða að lána kaup- verðið gegn veði í jörðunum, svo hann ætti þær þá eiginlega eptir sem áður. En — ef sá tími kæmi einhvern tíma, að Islendingar fengi banka eða aðra láns- stofnun, og ef innleiddir væri íslenzkir pappírspeningar, sem útgengilegir væri bæði í landinu sjálfu og annarstaðar á Norðurlöndum, þá þarf fasteignar við til undirstöðu undir þvílíkan banka, því pappírspeningar eru eins konar veð- skuldabrjef, og þá mundi það sýna sig, hversu heppilegt það væri, að vera bú- inn að farga þessu veði og með því gjöra sjer ómögulegt, að öðlast láns- stofnun, sem landið þarf nauðsynlega við. Og þó vill svo kynlega til, að það eru sömu mennirnir, sem vilja selja þjóð- jarðirnar og fá banka, og sömu menn- irnir, sem vilja ausa upp landssjóðinn og byrgja uppsprettur hans. En—það mun verða að fyrirgefa þessum mönn- um sökum þess, að þeir vita ekki hvað þeir segja. Reyndar væri þeir þá, ef til vill, þarfari heima í hjeruðum, en á alþingi. —• þörfin að eiga sögu landsins, er orðin svo rík hjá mönnum, að ýmsir hafa gjört tilraunir í þessa stefnu. En hingað til hefir það, svo vjer vitum, lent við tilraunirnar einar; því þeir vand- virkari hafa hætt við, eða látið sjer nægja að safna efninu. Aðrir hafa ekki sjeð sjer fært að fara lengra, en að taka fyrir einstök atriði og einstaka kafla, æfir einstakra merkra íslendinga eða lýsing- ar á einstökum öldum og tímum elleg- ar þá, eins og Espolin, safna í annál og árbækur. fó vjer eigum mörg sagnarit, eigum vjer þó enga sögu landsins og mun þó varla vera við að búast, að vjer, að svo stöddu, getum eignast nokkra sögu íslands, svo í lagi sje. Til þess þarf fyrst og fremst, eins og áður hefir verið bent á í blaði þessu, að skjalasöfnin sjeu ýtarlega rannsökuð, og öllu safnað, helzt á prenti, sem skýrt getur, sjer í lagi þau tímabil, sem ann- ars eru fæstar sagnir um. Á þessu hefir nú Jón Sigurðsson byrjað erlendis bæði í fornbrjefasafninu og Safni til sögu ís- lands, og mun bókmenntafjelagið halda því áfram. En það er ekki nóg með það, það þarf meira með. J>að þarf að prenta upp aptur margt það, sem fallið má heita að vera í gleymsku og dá, þó það hafi áður verið prentað, og sje, ef til vill, enn til á prenti það er engan- veginn nægilegt, að forn brjef, annál- ar, máldagar, skiptagjörðir, dómar, ætt- artölur, æfisögur o. s. frv. sjeutil, sem dauður bókstafur hjer og hvar á stangli í gömlum skræðum; allt þetta þarf að verða eign almennings og komast inn í meðvitund að minnsta kosti allra þeirra, sem unna fróðleik og hafa löngun til að þekkja forfeður sína og fósturjörðu. J>að er ekki nóg, að vjer eigum í öðr- um málum, sjer í lagi latínu, gott efni í sögu landsins, að nokkru leyti, t. d. kirkjusögu Finns biskups o. fl., en að það sje almenningi, sökum málsins, ó- aðgengilegt. |>ó er ráð við því, sem einnig hefir verið bent á í blaði þessu, og það er að þvílíkum ritum sje snarað á íslenzku, þó aldrei væri nema í ágripi og stytt þar sem taka má úr. En hitt er kynlegra, að engum af vorum fræðimönnum skuli hafa komið til hugar, að safna saman lögþingisbók- unum, og koma þeim aptur á prent, þó aldrei væri nema á þann veg, að allt hið merkilegra og sögulegra væri vinz- að úr ýmsum málum og dómum, sem litla sögulega þýðing hafa. J>etta er nauðsynlegt, eigi almenningur að geta fengið noklcra ljósa hugmynd um á- stand og sjer í lagi rjettarástand lands- ins á þeim tíma, sem lögþingisbækurn- ar ná yfir, og ekki er það, að ætlun

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.