Ísafold - 14.11.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.11.1879, Blaðsíða 3
103 þeir, sem blása að deilum og málssókn- um; því íslendingar eru eins þrætu- gjarnir og þráir, þegar út í deilur er komið, eins og þeir að jafnaði eru hvers- dagsgæfir og seinir til, og sami maður- inn, sem, ef til vill, ekki tímir að láta af hendi álnarvirði til einhvers góðs, horfir ekki í hundraðið til ills, þegar komið er í þras og málaferli. f>eir menn, sem fyrir samtökunum hafa geng- izt í Elliðaárkistubrotunum, eru meðal vorra beztu bænda, og hafa komið heiðarlega fram t. d. í því að stofna barnaskóla á Seltjarnarnesi. Hvernig lízt þeim á að verja eptirleiðis krónum þeim, sem þeir hafa afgangs, til ein- hvers álíka fyrirtækis, en ekki í sekt- ir fyrir yfirgang? J>eir sýna á ári hverju karlmennsku og dugnað sem bændur og sjómenn; er ekki karl- mennskunni betur varið á þann hátt, en til þess að mölva laxakistur? — Sekt- ir, skaðabætur og málskostnaður í Ell- iðaármálunum munu til samans nema 2—-3000 krónum; ætla þeim hefði ekki mátt verja betur fyrir sveitarfjelagið ? Svar til a -f- h. Höfundur, sem auðkennir sig a -)- b, minnist í 23. tölubl. „ísafoldar“ á Kirkju- tíSindin og ummæli „Skuldar11 um það, sem út er komið af þeim. f>ykir hon- um ritháttur Skuldar ósæmilegur, og erum við því samdóma, að hann svo sje ósæmilegur, að langt sje frá því, að grein Skuldar sje svaraverð. Ritstj. hefir sýnilega reiðzt því, að kirkjutíð. and- æptu áburði þeim, sem í fyrra var bor- inn á prestastjettina og jafnvel kirkju- trúna, einkum í Skuld, og því, semtal- að var um aðskilnað á ríki og kirkju, er hann án ástæðu álítur sjerstaklega til sín talað; lætur hann ástæðulaus og ósæmandi atyrði gilda fyrir röksemdir og rjetta dóma. Sem sýnishorn afþví, hversu rjett menn eru dæmdir þar, og hversu vel ritstj. er heima í því, sem !hann fer stórum orðum um, má geta þess, að Guizot, sem vitnað er til í Kirkjutíð., er í Skuld nefndur „annál- aður katólskur ófrelsismaður“(!!); en það er alkunnugt, að hann var próte- stant og hafði endurbætta trú, og varði miklum hluta æfi sinnar til að beijast fyrir rjetti hennar. En a -j- b þykir sjálfum efnið í því, sem út er komið af Kirkjutíð., Íekki heppilega valið; það er þá líklegt, að við í þessu efni eigum að hans dómi ■ sammerkt við marga, því efnið í því, \ sem komið er, er svipað þvi, sem er í Iöðrum kirkjulegum tímaritum. Að öðru leyti er það vitaskuld að skoðanir manna um það, hvað heppilegt sje og hvað óheppilegt, hljóta jafnan að vera mjög mismunandi. Engin ritstjórn mun hitta allra smekk. Höf. þykir liggja næst, að ritið ; hefði byrjað á því, að lýsa bæði hinu innra og ytra kirkjulega ástandi hjerá landi. Við verðum nú að vísu að álíta, að litlu skipti í þessu efni, hvað fyrst er og hvað síðar, en við höfum þegar frá upphafi ráðgjört, að tíðindin færðu ritgjörðir um ýmislegt til að skýra á- stand kirkjunnar innanlands og utan, þó það hafi ekki getað orðið enn. Að lýsa rjett hinu innra ástandi kirkjunnar hjer á landi útheimtir að okkar ætlun svo yfirgripsmikla þelcking á því efni, að slík lýsing mundi vera flestum ofvaxin, nema biskupi landsins, sem árlega fær skýrslur úr öllum prófastsdæmum. En góðri grein um þetta efni mundum við taka með mestu þökkum, frá hverjum sem hún kæmi. Yfir höfuð höfum við ráðgjört, að hafa flest það í tíðindunum, sem hinn heiðraði höf. bendir okkur á að hafa, og hefði okkur verið kærara og tíðindunum gagnlegra, ef hann hefði sent okkur góða ritgjörð um eitthvað af því, heldur en hitt, að minna okkur í ísafold á það, sem við sjálfir höfðum viljað og ætlað að gjöra, en til þessa eigi höfum haft ástæður til að gjöra, meðfram sökum annara anna, sem á þessu sumri jafnvel hafa verið í mesta lagi. Eigi getum við sjeð fulla ástæðu til þess að vísindalegar ritgjörðir megi ekki vera í tíðindunum, eins og helzt virðist vera meining höfundarins. þ>ætti okkur vel við eiga, að prestum gæfist einnig kostur á, að senda tiðindunum ritgjörðir um ýms efni guðfræðinnar, og viðhalda með því menntun sinni. Um heimspeki er ekki að ræða í því, sem út er komið, nema ef vera skyldi í ritgjörðinni eptir próf. Fr. Hammerich, og vonum við, að enginn, semleshana með athygli, iðrist eptir því. |>egar við tókumst á hendur að gjöra tilraun til að halda úti kirkjulegu tímariti — en það var meðfram fyrir á- skorun synodusar — þá lýstum við þeg- ar yfir því, að við hefðum svo mörg- um öðrum störfum að gegna, að við hefðum lítinn tíma til ritsmíða, og tók- umst við því ritstjórnina á hendur mest í þeirri von, að góðir menn mundu ljetta vel undir, með þvi að senda okkur rit- gjörðir. jpessi von hefir þó eigi rætzt enn, því þótt við bæði í tíðindunum sjálfum og í blöðunum höfum skorað á menn í þessu efni, og jafnvel nefnt það við allmarga einstaka menn, þá höfum við enn eigi fengið eina ritgjörð frá neinum manni hjer á landi. í þess stað er þegar búið að rita allmikið í blöðin um það litla, sem út er komið af tíð- indunum. Ef mönnum þykir þessi að- ferð rjett og heppileg framvegis, þá viljum við þó mælast til, að menn beri ekki örara á af dómunum en svo, að það, sem um tíðindin er ritað, verði ekki miklu lengra en pau eru sjálf. Hógværar og á rökum byggðar aðfinn- ingar að því, sem er í tíðindunum, tö-k- um við fúslega í þau sjálf; dómumídag- blöðunum aptur á móti, getum við síð- ur sinnt. Útgefendur »Kirkjutíðindann<u. 1 — ]?ann 5. þ. m. var haldinn bók- menntafjelagsfundur og var þá ákveð- ið, að gefa skyldi út tímarit, ekki und- ir 12, og að svo stöddu ekki yfir 25 arkir að stærð, almenns og undir eins vísindalegs efnis, svo sem sögulegs, mál- fræðislegs o. s. frv. er einnig hefði rit- gjörðirmeðferðis um búnaðarháttu lands- ins, og yfir höfuð allt það, sem til nyt- semda íslands horfir í andlegan og líkamlegan máta.. Var þá kosin rit- nefnd, sem ásamt stjórn deildarinnar hjer á landi á að kjósa ritgjörðir í ritið, og urðu þeir Grímur Thomsen, Jón Árnason og Benedikt Gröndal fyrir kosningu. J>á var ákveðið, að út skyldi gefa vikivaka, dansleika og gömul kvæði sem III. bindi af þjóðsögunum, ef efni fjelagsins leyfa. Uppástunga eins fje- laga um að hætta við Sldrni, varfrest- að að svo stöddu. þar á móti var á- lyktað, að hætta skyldi við „Frjettir frá íslandi11. — Kaupmenn hafa nú, að sögn, lof- að allt að 43 kr. fyrir skippundið af saltfiski. — Oss er skrifað að vestan, að einn farmur af fiski, sem sendur var til Spán- ar af ísafirði, hafi ekki selzt sökum slæmrar verkunar og því orðið aptur- reka af spánskum markaði. Fleiri þurfa brýningar með fiskiverkun, en Sunnlendingar einir. — í Reykjavík hefir verið stofnað fjelag til varðveitingar íslenzkra fom- menja. Meðal forgöngumannanna munu vera landfógetinn, Sigurður gullsmiður Vigfússon og Jón bókavörður Árnason. Vjer óskum fjelagi þessu alls mögulegs þroska og þrifnaðar, og göngum að því vísu, að það muni láta sjer annt um einnig að grafast eptir fornmenjum, þar sem þeirra er von. Hjer í nánd eru sjálfsagt forn leiði, og haugar, sem grafa ætti upp. Má meðal þeirra sjer í lagi telja J>ormóðshaug ofarlega í Seljadalnum fyrir ofan J>ormóðsdal, og ýmsa fleiri á Kjalarnesi og víðar, þó oss sjeu ókunnir. J>á leyfum vjer oss einnig að biðja þetta fjelag fyrir Snorra- laug í Reykholti, að henni verði kom- ið í sitt forna lag. Væri einnig vert, að rannsaka nákvæmlega Sturlungareit í Reykholtskirkjugarði o. m. fl. — Ymsir menn hjer'syðra eru nú farnir að leggja járnþök á hús sín, og er von- andi að þau gefist eins vel hjer eins.og á Skotlandi og í Kaupmannahöfn. En varlegra mun vera að setja þrumuleið- ara (járnstöng, sem fylgir gaflinum í jörð ofan) upp af þeim, því annars gæti, ef til vill, slys afhlotizt. Enda munu brunaábyrgðarfjelög erlendis krefjast þess að svo sje gjört. Tvær þýöingar úr Runeberg. (Eptir sira Stefán Thorarensen) I. BERNSKUMINNING. Jeg man þá tíð, í minni’ hún æ mjer er,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.