Ísafold - 21.11.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.11.1879, Blaðsíða 1
IS LO VI 27. Reykjavík, föstudaginn 21. nóvembermán. 1879. Með kongsbrjefi frá 2. okt. 1801 var Hólabiskupsdæmi lagt niður og samein- að við Skálholtsstipti, eptir að þessi biskupsdæmi höfðu verið aðskilin hjer um bil í 700 ár. þ>essi samsteypa bisk- upsstólanna mátti þykja því kynlegri, sem nokkru áður var fjölgað amtmanna- embættunum og þau skipuð 3 í stað eins, er áður hafði verið. Sem einhver helzta ástæða fyrir áminnstri sameiningu biskupsstólanna, hefir það verið talið, að hún hafi miðað til að gjöra samvinnu hinnar andlegu og veraldlegu yfirstjórn- ar landsins hægri og flýta fyrir afgreiðslu málanna. En þó þetta sje áheyrilegt og á rökum byggt, þá hefir þó þessi tilhögun mikla annmarka í för með sjer og það er tvísýnt, hvort þeir eru ekki meiri en sá hagnaður, sem af henni hefir leitt. I.andið er svo víðlent og strjálbyggt og vegir víða svo ógreiðir yfirferðar, að enginn biskup endist til þess, með öllu því, sem hann hefir að starfa, að vísítera 20 prófastsdæmi og sjá með eigin augum það, sem ábóta- vant kann að vera á hverjum stað, og því siður er þetta mögulegt, þegar bisk- upinn er konungkjörinn þingmaður og þarf að sitja á alþingi annaðhvort ár og, ef til vill, í nefndum hitt árið um mikinn hlut sumartímans. fetta liggur svo í augum uppi, að það þarf ekki frekari skýringar við. En þótt ein- hverjum biskupi tækist að vísítera einu sinni öll prófastsdæmi landsins, hlytu þó að líða mörg ár áður en því verki væri lokið, og þá leiddi þar af, að hann þá yrði orðinn ókunnugur hinu kirkju- lega ástandi í þeim prófastsdæmum, sem hann fyi'st vísiteraði, og þetta gæti hæglega breytzt á svo löngum tíma. Til að ráða bót á þessu hafa menn komið með ýmsar uppástungur, sem þó hafa verið þannig lagaðar, að stjórnin ekki hefir getað fallizt á þær. J>annig stakk stiptamtmaður Moltke 1823 upp á því við kansellíið, að hjer væru skip- aðir amtsprófastar eins og gjört var í Danmörku með tilskipun 5. des. 1806, þó með þeim mismun, að liann vildi láta hjeraðsprófasta, sem þar voru þá af teknir, haldast hjer eptir sem áður. pessir amtsprófastar áttu eptir hans uppástungu að vera 3, sem sje: 1 í vest- uramtinu og 2 í norður- og austur-amt- inu. Embætti þeirra átti að vera fólg- ið i því, bæði að vísítera kirkjur og að hafa eptirlit með embættisfærslu hjer- aðsprófasta og presta, en þó áttu þeir að standa undir biskupi, senda honum skýrslur um vísitatíur sínar og láta hann afgreiða málin til stjórnarinnar. peir áttu líka að vera prestar á góðum brauðum og hafa fasta kapelána*. Samkynja er önnur uppástunga, þótt hún fari nokkuð í aðra átt, sem amt- maður Bjarni sál. Thorarensen kom með á þeirri embættismannasamkomu , sem að konungs boði frá 22. ágúst 1838 kom saman í Reykjavík og sem hann síðan sendi kansellíinu og laut að því, að skip- aður mætti verða kirkjuvísítator og 'of- ficialis fyrir norður- og austuramtið, er fengi laun sín af tekjum Grenjaðarstað- ar og Múla prestakalla, erskyldu sam- einast. Báðar þessar uppástungur byggjast á hinni sömu hugsun, sem sje: með þessari embættastofnun mitt á milli bisk- upsins og hjeraðsprófastanna, að koma á nákvæmara og strangara eptirliti bæði með próföstum og prestum, en biskup- inn getur sjálfur haft, og þótt sú aðferð, sem áður nefndir uppástungumenn hafa viljað við hafa þessu til framkvæmdar, eigi nú ekki lengur við, er þó hugsun og tilgangur þeirra enn í fullu gildi og það því fremur sem störf biskupsins hafa svo mjög aukizt á seinni tímum, að hann nú naumast getur verið nokkra stund að heiman nema hann setji ein- hvern í sinn stað á meðan. Ef prófastar fylgdu nákvæmlega því erindisbrjefi, sem biskup gefur þeim, mundi ekki þurfa að herða eptirlitið með prestum eða hinu kirkjulega ástandi hjer á landi; því auk þess að vísítera kirkjurnar sjálfar, eiga þeir á yfirreið- um sínum að yfirheyra börn, grennsl- ast eptir samkomulagi milli presta og safnaða, skoða embættisbækur prestanna og yfir höfuð að tala kynna sjer sem bezt háttalag og embættisfærslu þeirra. En þó óhætt megi fullyrða, að flestir prófastar landsins sjeu árvakrir og skyldu- ræknir ágætismenn, getur þó verið, að eptirlit sumraþeirra sje ekki eins strangt og það þyrfti að vera, og getur það haft margar orsakir, en sjer í lagi mun það optast vera því að kenna, að söfn- uðirnir kinoka sjer við að kvarta yfir sóknarpresti sinum, þó embættisfærsla hans eða háttsemi sje ekki sem reglu- legust, og prestarnir borga þá söfnuð- unum aptur í sömu mynt. Verður það svo optar ofan á, að enginn kvartar um neitt við prófastinn og hann hlífist þá við að kæra nokkurn prest fyrir bisk- upi. í sumum prófastsdæmum, einkum K) Biskupinn átti einnig að vera prestur í Garða og Bessastaðabrauðinu, og lektor við skólann á Bessastöðum að vera kapelán hans. þar sem eru fá prestaköll, getur það opt að borið, að þar sje enginn fram- úrskarandi dugnaðarprestur, sem sje gott prófastsefni, eða að líklegasti presturinn sitji á öðrum enda prófastsdæmisins og eigi því örðugra með að reka embætti sitt, eða hann óttist fyrir, að yrði prest- inum vikið frá embætti, mundi enginn sækja um brauðið, svo það yrði prest- laust, einkum sje það fátækt útkjálka- brauð. pótt fjölda margir prestar sjeu ár- vakrir og skylduræknir, munu þó því miður meðal þeirra finnast nokkrir ó- reglumenn, og þó enn fleiri ókirkjulegir og of veraldlega sinnaðir menn, sem ekki elska embætti sitt nje láta sjer sjerlega anntum að efia andlega mennt- un sóknarbarna sinna, heldur vinna verk köllunar sinnar eins og hvert annað lög- boðið verk, til að komast vitalaust af. En þar sem svo er ástatt, er jafnan hætt við, að hið kristilega safnaðarlíf veslist upp og deyi. Á þessu kynni nú að mega ráða bót með strangara kirkjulegu eptirliti, sem gæti haldið andlegu stjettinni betur vakandi og glætt andlegan áhuga hennar. I erindisbrjefi amtmannsins yfir Norður- og Austuramtinu frá 19. júní 1783 var honum boðið á yfirreiðum sin- um um amtið, að gæta að kirkjunum og skýra stiptsyfirvöldunum jafnskjótt frá, þætti honum í kirkjulegu tiliiti eitt- hvað ábótavant. Hafi það nú þótt nauð- synlegt, að tryggja hið kirkjulega ept- irlit með þvi að fela það einnig verald- legum embættismanni á hendur með- an biskupinn þó sat á Hólum, þá er að likindum ekki minni þörf á þvi nú að gjöra eitthvað þvi til frekari trygging- ar. En sitt kann hverjum að sýnast um það, hvernig að þessu eigi að fara. Fyrir mitt leyti vildi jeg helzt stinga upp á að skipa hjer 3 yfirprófasta, 1 í hverju amti, sem vísíteruðu kirkjur og söfnuði í biskups stað hver í sínu amti. pó amtsprófastar gæfust illa íDanmörku, sannar það ekkert, því þar voru hjer- aðsprófastar afteknir, en hjer átti að halda þeim, og þótt stjórnin ekki fram- kvæmdi uppástungu Moltkes stiptamt- manns, sannar það ekkert, því hún var í sumum greinum óaðgengileg eins og hún lá fyrir, og stjórnin gat ekki leit- að um hana álits þeirra konferenzráðs Stefáns Thorarensens og Geirs biskups Vídalins, því þeir dóu báðir um það leyti; en það er alls eigi ólíklegt, að þeir hefðu fallizt á þetta fyrirkomulag með nokkurri breytingu. pá 3 yfir-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.