Ísafold - 28.11.1879, Page 1

Ísafold - 28.11.1879, Page 1
I S A F 0 L D. VI 28. Reykjavík, föstudaginn 28. nóvembermán. 1879. Brjcf um yerzlunina. (Frá ísl. lcaupmanni). I. Sökum þess, að jeg er sannfærður um, að greinir þær, er staðið hafa í „Isa- fold“ um verzlun vora, og sumum kaup- mönnum hafa þótt sjer andvígar, ekki hafa beinzt að kaupmönnum persónu- lega, heldur að verzlunarlaginu yfir höf- uð, og af því jeg held skilyrðið fyrir umbót á þvi, sem ábótavant er í þessu efni, sje það að landsbúar og kaup- menn — fyrst því miður verður að skoða þá sem tvo málsparta — vinni að því í samkomulagi, að leiðrjetta það, sem miður fer í verzlunarhögum vorum, — ræðst jeg í að senda yður, herra rit- stjóri, nokkrar athugasemdir í þessa stefnu, með þeim tilmælum, að þjer vilduð færa í stílinn hjá mjer, það sem kann að vera ranghermt eða illa orðað. Jeg skal þá strax í öndverðu játa, að öll verzlun vor er mjög svo í bernsku. Fyrst er hún, eins og allir vita, vöru- skiptaverzlun (Tuskhandel), sem hvergi á sjer stað, nema í villtum og hálfvillt- um löndum og stöku nýlendum. Eins og Bretar, Hollendingar, o. fl. kaupa fílstennur, kaffi, litarefni, dýrindisviði, kryddjurtir o. s. frv. fyrir ljerept, dúka, brennivín, o. a., eins kaupum vjer ull og fisk fyrir aðrar vörur, en seljum hvorki nje kaupum fyrir peninga, svo það megi heita. Af þessu leiðir festu- leysi og óvissa i öllu verðlagi og með því handahóf í öllum viðskiptum. En þetta verzlunarlag er ekki, eins og þjer virðist halda, eingöngu óhaganlegt fyr- ir landsbúa, það er einnig, þegar öllu er á botninn hvolft, arðlítið fyrir kaup- menn yfir höfuð. Hversu margir eru þeir kaupmenn, sem auðgast hjer af verzlun sinni, og lifa ekki flestir kaup- menn, eins og landsbúar sjálfir, „frá hendinni í munninn?“ þó fáeinir ísl. kaupmenn kunni að vera nokkurn veg- inn efnum búnir, þá eru sumir þeirra orðnir það af því að vera milligöngu- menn erlendis og birgja aðra kaup- menn hjer á landi (Commissionshandel), sumir standa af gömlum merg, og munu varla halda við því sem þeir erfðu, því síður bæta við. þetta kemur ekki af því, að kaupmenn hafi minna kaup- mannsvit hjer en annarsstaðar, heldur af því ranga horfi, sem verzlun vor er komin í. Fyrsti annmarkinn er sá gamli ó- siður, að allir kaupmenn venla með alls konar varning; allir eru kornkaupmenn, nýlenduvarningskaupmenn, járnvöru- kaupmenn, dúkakaupmenn, og jurta- mangarar (Urtekrœmmere) og allir selja alls konar íslenzkan varning (ull, tólg, fisk, kjöt, dún). í öðrum löndum, smá- kauptúnunum eins og hinum stærri, vel- ur að öllum jafnaði hver kaupmaður sjer eina eður fieiri samkynja vöruteg- undir, sem hann verzlar með kaupum og sölum; einn er kornkaupmaður, hinn nýlenduvarnings (lcaffi, sykur, o. fl.) kaupmaður, sá þriðji dúkakaupmaður, og svo fram eptir götunum. Af þessu leiðir á íslandi, að mikið af ýmsum varningi, útlendum og innlendum, geng- ur ekki eða illa út, og verður þá það, sem selst og kaupist, að borga fyrir úrganginn; því næst útheimtir þessi blandaða skranverzlun miklu meiri hús, meira fólkshald, dýrara flutningsgjald landa á milli sölcum ódrýginda í skips- fermingu o. fl. Sá sem eingöngu hefir korn á boðstólum, og eingöngu kaupir t. d. fisk, þarf ekki nema skemmu; hann þarf ekki að hafa krambúð að auk. Sama er að segja um kaffi- og sykurkaupmanninn; dúkakaupmaðurinn þarfnast ekki pakkhúsa; honum nægir sölubúð fyrir útlenda varninginn. Hvor- ugir þurfa bæði að halda utan- og inn- anbúðarmenn, hvorugir þurfa að sækja eða senda blandaða farma (assorterede Ladninger). Með þessu lagi gæti einn kaupmaðurinn miðlað öðrum hjer á landi þeim vörum, sem hann þarfnast handa skiptavinum sínum, ogþað með þeim mun vægara verði, sem kostnaðurinn við verzl- unina yrði minni. Eins og er, verða lands- búar að bera allan þann óþarfa lcostnað, sem leiðir af miklum og mörgum hús- um, af þessum sæg af verzlunarþjónum utan- og innanbúðar, af háu farmgjaldi, og mörgum skipum, sem þarf undir allt þetta skran, sem hver kaupmaður dregst með. Utlendi varningurinn verður, þó hann sje innkeyptur erlendis í hópa- kaupum, með þessu móti dýrri, en sami eða jafnvel betri varningur, pantaður í smákaupum með póstgufuskipunum að viðbættum öllum áföllnum kostnaði bæði hjer og erlendis (milligöngulaunum, vagnleigu, tryggingar- og flutningsgjaldi, uppskipun hjer, o. fl.), en þá er hann orðinn of dýr, og þá er landsbúum með sama lagt upp í hendurnar, að þeir eigi ekki að kaupa vörurnar hjer, heldur panta vöruna frá útlöndum. Enda eru Færeyingar farnir að læra þetta; því póstgufuskipið „Phönix“ hefir nú seinni árin með hverri ferð haft allt að hálf- fermi, stundum meira, til Færeyja handa pöntunarfjelögum Færeyinga (Hushold- ningsforeninger). En hvernig færi is- lenzka verzlunin, ef það færi að tíðk- ast? þetta skilja að minnsta kosti þeir kaupmenn í Reykjavík, 'sem hafa boð- ið einstökum íslendingum, er þeirhafa orðið þess áskynja um, að þeir pönt- uðu nauðsynjar sínar beinlinis frá Kaup- mannahöfn, að láta þær af hendi í Reykjavik með sama verði, eins og þær kostuðu þá pantaðar og hingað fluttar. það er vallt fyrir okkur að ætla á það til langframa, að íslending- ar sökum deyfðar, fátæktar og sjer í lagi peningaleysis haldi áfram, að kaupa heldur af okkur kaffipundið af misjöfnu kaffi fyrir 8o a. til lcr., heldur en frá Kaupmannahöfn fyrir 60—70 a., ogþað gott kaffi, eða 100 pund rúgs fyrir 8—9 kr. heldur en frá Kaupmannahöfn fyrir 6— 7 kr. Sama er að segja um innkaup- in á íslandi á innlendu vörunni. Hægra og kostnaðarminna mun þeim kaup- manni verða bæði eptirlit og verkun á fiski og ull, sem ekki tekur aðravöru, en fisk eða ull. Drýgra mun honum verða í hendi með útflutning og útsölu erlendis; útsjónarmeiri jnun hann reyn- ast með, að honum verði sem mest úr þeirri einu vörutegund, heldur en þeim kaupmanni, sem hefir mörg járn í eld- inum; hvorki staður nje stund er hin sama fyrir tvenns konar, því síður alls konar vörur, sem fyrir eina vöruteg- und, þegar jeg hefi til minn farm af fiski, sendi jeg hann burt þangað, sem bezt gegnir beina leið, án þess að láta ull og tólg eða aðrar vörutegundir fipa fyrir mjer. Enda hefir það ætíð reynzt svo, að þeir kaupmenn, sem verzla með eina vörutegund í hópakaupum, sæta betri kaupum en aðrir, og eru þvi einn- ig færir um að bjóða meira í þá vöru, sem þeir kaupa af landsbúum, en hinir. Um þetta mætti segja margt fleira, en hver greindur verzlunarmaður skilur það. Onnur orsökin eru Idnin. Eins og kunugt er, og hvervetna á sjer stað, er lánstraustið undirstaða undir allri verzlun. Enginn kaupskapur getur stað- izt án þess, en þá er einnig nauðsyn- legt skilyrði, að lánin sjeu endurgreidd á tilteknum tíma. Nú hafa kaupmenn vanalega ekki nema missiris borgunar- frest; að öðrum kosti er gengið hart að þeim, og sæta þeir þá, þegar bezt lætur, að minnsta kosti erfiðari kjörum hvað snertir vöxtu af hinni lánuðu upp-

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.