Ísafold - 28.11.1879, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.11.1879, Blaðsíða 3
 sem ísl. kaupmaðurinn upp og ofan verður að taka, ef hann á að geta stað- izt með því verzlunarlagi, sem nú tíðk- ast. Jeg veit vel, að erfiðleikinn verð- ur í fyrstu, að fá peningana til þessara innkaupa; en þó smátt sje byrjað, mun bráðum spai-ast svo, að peningaráðin aukist, og með þeim pöntunin. Að minnsta kosti er þetta, að ætlun minni, sú eina færandi factivj verzlun, sem ís- lendingar að svo stöddu geta klofið. Til þessarar verzlunar þarf ekki að fara milli landa, eða hafa skip í förum, held- ur að eins að safna nokkru fje saman fyrir hverja gufuskipsferð og nota svo gufuskipin bæði í Danmörku og á Skot- landi. Með þessu móti myndi skapast eðli- leg kaupsetning á útlendum varningi *. í fornöld átti, eins og Grágás kennir, sjer stað kaupsetning á þeim vörum, sem til íslands voru íluttar, goðar og hjeraðsstjórar verðlögðu varning Aust- manna jafnt sem íslendinga, og mátti ekki dýrar selja, en tiltekið var. þessi kaupsetning hjelzt allt til 1619, að Kristján IV. gaf hinn fyrsta verzl- unartaxta. Á Tungu í Barðastrandar- sýslu ljet Magnús sýslumaður Jónsson n. okt. 1589 dóm ganga, með hverj- um tunnan af mjöli, sem þýzkir kaup- menn seldu fyrir 1 l/g vætt, var sett nið- ur í 1 vætt og 2 fjórðunga. það væri nú hvorki samhljóða anda tímans, nje æskilegt, að íslendingar færi að vekja upp þvílíkan valdboðinn kaupsetningar draug, þó sizt sje fyrir að synja, hvað alþingi kynni aó detta í hug, ef verð- lag á útlendri vöru hækkar um skör fram, og óvinsæld kaupmanna eykst — þvi kaupmenn mega ekki fremur en aðrir vera óvinsælir í því fjelagi, sem þeir lifa í, ef þeir eiga að geta þrifizt — en með pöntunarfjelögum hjer og hvar um landið mundi skapast rjett og frjáls kaupsetning, og vjer kaupmenn mund- um þá neyðast til þess, sem betra er að gjöra i tíma óneyddur, að haga svo verzlun vorri, að vjer getum selt það, sem vjer kaupum í hópakaupum, að minnsta kosti við sama verði, eins og það kostar pantað frá útlöndum í smá- kaupum og hingað fiutt með póstgufu- skipunum. Jeg fyrir mitt leyti er vel ásáttur með, að hætta við hina blönd- uðu verzlun, og verða korn- eða kaffi- kaupmaður eingöngu, og skal jeg þá, nær sem vill, undirselja pöntunarfjelög- in, eða að minnsta kosti selja við sama verði. það er það sem landinu mest ríður á, að sem minnst af verzlunaraf- rakstrinum fari út úr landinu, því það má nærri því furðu gegna, að landið skuli ekki vera orðið enn þá meira út- armað en það er, þegar menn íhuga að fyrst kongsverzlunin og kompaníin iii gömlu, og síðan hin svokallaða frí- höndlun hefir ausið það upp i hálft þriðja hundrað ára. Ar eptir ár hefir þessi blóðtaka við haldizt, án þess nýtt blóð hafi, eins og í öðrum löndum, fyrir verzlunina runnið inn í æðar landsins; því það er fyrir alda og óborna minna undir því komið, hversu hagstæð verzl- uniu er í sjálfu sjer, en undir því, að hún sje innlend. Efnuð og innlend kaup- mannastjett er einn af máttarstólpum hvers lands, útlendir kaupmenn eru og verða átumein, hvoi't þeir eru armir eða efnaðir, því þeir flytja allan sinn gróða burt úr því, hvort hann er meiri eða minni. Ef „ísafold" tekur þettabrjef, skal jeg síðar meir senda yður fieiri athuga- semdir í líka stefnu, þó þær verði um sjerstök atriði í verzlunarmálefni voru. J?ó vjer sjeum ekki öllu samdóma, sem höf. segir, þá virðist oss þó svo mikið satt og sanngjarnt í brjefi hans, að yjer tökum þaó fúslega í „Isafold". Ritstj. *) petta hjet í lögum vorum og fornsögum: at leggja lag á varning kaupmanna (sbr. Gunnars-saga Keldugnúpsfífls, Hænsa-póris-saga, 2., Sturlunga, III, 19, o. fl.) Ritstj. Útlendar frjettir. Khöfn, 8. nóv. 1879. Bretum varð eigi torsótt að koma fram hefndunum fyrir vígin í Kabúl. þeim var lítið viðnám veitt fyr en fáeina á- fanga frá borginni. þar höfðu Afgan- ar búizt fyrir, og umkringdu Breta í dalverpi einu, með ofurefli liðs. En Bretar greiddu atgöngu að fyrra bragði, skjótar en hina varði, og fengu rofið kvína. Sá bardagi stóð 6. f. m., frá morgni til kvölds, og var alisnarpur, mikið mannfall af Afgönum, enda var lítið um vörn af þeirra hendi upp frá því. pegar til Kabúl kom, var þar fátt fyrir vígra manna, og náðist borg- in orustulaust. Hjeldu Bretar sigurinn- reið sína í hana 12. f. m. Síðan var rannsókn hafin um vigin, og forsprakk- ar illvirkisins hengdir, en þeir voru sumir virktavinir og gæðingar Jakobs konungs. Hann var í för með Bretum í leiðangrinum: kom til herbúða þeirra suður við landamæri, við fáa menn, til að sýna þeim hollustu sína, og leita sjer trausts og halds. En nú hefir hann sagt af sjer konungdómi, og beðið Breta að sjá fyrir ríkinu, en jafnframt reynt til að hlaupast á burt frá þeim. þykir því ráð hans hálf-tortryggilegt. Bretar ráðgjöra nú að skipta Jandinu í fylki, mörg og smá, þykir sjer þá síður hætt fyrir ófriði aptur. þeir mega ekki eign- ast landið sjálfir; það þola ekki Rússar, nema þeir fái eitthvað í sinn hlut. Annars sitja Rússar engan veginn aðgjörðalausir hjá þar eystra. það er sannfrjett, að þeir hafa haft leiðangur úti í haust suður í Turkestan, og átt þar orustu við Tekke-Túrkómana. Hvernig þeim gengur eða hvað þeir ætla sjer, veit enginn; þeir láta það ekki uppi. pjóðverjar og Austurríkismenn hafa nú svarizt í bandalag, til landvarnar, ef hernað ber að höndum, sumir segja til sóknar líka. pað var erindið Bismarcks til Vínar í haust. þetta fullyrða blöðin og þeir sem um geta borið, hafa eigi synjað fyrir það. Rússum líkar það illa, grunar að til sín muni stefnt með þessum samtökum, eigi síður en til Frakka, enda kvað Vilhjálmur keisari hafa verið mjög tregur til þess, vegna frændseminnar við Alexander keisara. Sagan segir, að þegar Alexander varð þess áskynja, hvað Bismarck hafði fyr- ir stafhi, hafi hann ritað móðurbróður sínum og komizt svo að orði: „Kanselleri yðar hátignar virðist vera búinn að gleyma heityrðunum frá 1870". Jpeir hittust síðan að máli keisararnir, og á Vilhjálmur að hafa heitið frænda sínum því, að honum skyldi engin hætta standa af samtökunum við Austurríkismenn meðan sín nyti við. þetta var á áliðnu sumri. Meira er ekki kunnugt orðið enn um þetta mál. Bismarck fjekk 5-mánaða-orlof eptir heimkomuna frá Vín, og situr á Varzin síðan, lasinn í meira lagi; hafði lagt of mikið á sig í sumar. Prússar kusu menn á þing í haust í fulltrúadeildina, almennum kosningum, og urðu íhaldsmenn ofan á, fylgismenn Bismarcks, en fiokkur þjóðfrelsismanna minnkaði nær um helming; einhver mesti kappi þeirra, Lasker málfærslu- maður, komst eigi á þing. Með októbermánuði settist hin nýja stjórn í Elsass-Lothringen á laggirnar. það er jarl, með 3—4 ráðherrum. Jarl- inn er Manteufel marskálkur, og situr í Strassborg. Áður stjórnaði Bismarck sjálfur landinu, frá Berlín. Haymerle heitir sá, er Jósef Aust- urríkiskeisari setti fyrir utanríkisstjórn- ina eptir Andraszy greifa í haust; hann var áður sendiherra í Róm, og hefir á sjer bezta orð. Ríkisþingið í Vín kom saman snemma í október, og er nú fullskipað: Czeckar (frá Böhmen) með og aðrir fulitrúar hinna óþýzku þjóða í ríkinu; en þeir hafa ekki sótt þing í 16 ár, látið þjóðverja sitja þar eina; þótt- ust vera hafðir á hakanum fyrir þeim. í Miklagarði urðu ráðherraskipti fyrir skömmu. Heitir hinn nýi stór- vezír Said, illur þegn, og mikill vin Rússa. Englendingum líkaði það ekki vel, og fóru að reka eptir soldáni að bæta stjórn sína, eins og hann hafði lofað á Berlínarfundinum, einkum í Litlu-Asíu, fyrir 15 mánuðum, en allt af svikizt um, að fornum vanda, áður höfðu þeir farið hægt í sakirnar, þótt hin stórveldin væri að ámálga um það. þeir árjettuðu þessa áskorun sína með því að skipa Miðjarðarhafsflota sínum að halda á leið til Miklagarðs, til þess að sýna soldáni í tvo heimana. Soldán lofaði öllu fögru, en hinir kváðu hann -

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.