Ísafold - 28.11.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 28.11.1879, Blaðsíða 4
nú eigi mega orðunum einum við koma. þó hafa þeir nú stöðvað flotann aptur að sinni. þess er til getið, að Eng- lendingum muni ganga það mest til, að þeir vilji hræða soldán til að skipta um ráðaneyti aptur sjer í vil, fremur en hitt, að þá taki svo mjög sárt til þess, þótt þegnum soldáns sje illa stjórn- að. Af því fara ljótar sögur eins og fyr, einkum úr löndurn soldáns í Asíu vestanverðri, sem Englendingar höfðu þó tekið sjerstaklega undir sína vernd- arvængi, á Berlínarfundinum ; hinir hafa haft þar alla hina sömu siði og áður. Stjórnin á Erakklandi hefir veitt megin þorra þeirra manna, er dæmdir voru í útlegð og ánauð fyrir það sem þeir áttu þátt í Parísarupphlaupinu vor- ið 1871, uppgjöf allra saka, og hafa þeir verið að smátínazt heim aptur í sumar og haust. Sumum þeirra hefir verið fagnað meir en vel þykir fara, er um stórbrotamenn er að skipta. Einn þeirra, Humbert að nafni, varð jafnvel fyrir þeirri sæmd, skömmu eptir að hann var heim kominn, að hann var kosinn í bæjarstjórnina í París, með miklum atkvæða fjölda, í einu kjör- dæmi borgarinnar; og annar varð fyrir sömu vegtyllu í Marseille. I annan stað hafa blöðin sum, jafnvel hin merkari, farið fastlega fram á, að öllum söku- dólgum frá Parísarupphlaupinu skuli veitt full grið og landsvist aptur, úr því að svo langt sje um liðið. þetta þykir sumum ískyggilegur votturþess, að Frakkar eigi enn langt í land að spekjast svo, að eigi þurfi að óttast þar byltingar þegar minnst vonum varir, eptir fornum vanda; en aðrir fullyrða, að eigi sje nein hætta á ferðum fyrir þess konar smávegis barnabrek. Kosn- ing Humberts hefir verið lýst ógild, og stjórnin synjar þverlega að fara frek- ara í griðaveitingum við upphlaupsmenn en komið er; hún undanskilur þá, er hafagjört sig seka í almennum glæpum. þingið kemur saman seint í þessum mán- uði í París, en ekki í Versölum, sem verið hafa alþingisstaður síðan 1871, af því að mönnum stóð geigur af París- arskrílnum, óttuðust dæmin frá fyrri tímum; nú er sú hræðsla horfin. Á Spáni sunnanverðum, í Murcia og Almeria, urðu mikil spjöll af vatna- vöxtum í miðjum f. m.: manntjón 1700, fjártjón metið 50 miljónir kr. Gjöfum safnað víða um lönd að bæta skaðann. Alfons konungur gaf 50,000 franka og allan hinn fyrirhugaða brúðkaups- hátíðarkostnað sinn; hann ætlar að kvongast um næstu mánaðamót, frænd- stúlku Austurríkiskeisara, en heldur enga veizlu. Á Englandi varð uppskera í haust nær helmingi minni en í meðalári, meira en 60 ár síðan hún hefir verið jafnrýr, og á írlandi horfir til hallæris í vetur, meðfram fyrir langvinna kúgun lands- drottna og stjúpumeðferð stjórnarinnar, á landinu. Hafa verið þar talsverðar æsingar í haust, og er jafnvel búizt við, að írar muni þrífa til vopna þá og þegar. það varð tíðinda í ófriðnum milli Chile annars vegar og Perú og Bolivía hins vegar, snemma í f. m., að Chile- menn unnu i sjóorustu trjónudreka þann úr herflota hinna, er Huascar hjet og þeim hafði orðið mjög svo þungur í við- skiptum áður, en hinum mesta hjálpar- vættur, sem miklar frægðarsögur hafa farið af. Fyrir það horfist nú sigur- vænlega á fyrir Chile-mönnum. 1 Norvegi eru stórþingiskosningar nýgengnar um garð. þar hafði fram- faraflokkurinn góðan sigur, þeir Sverd- rup og hans liðar. Hjer í Danmörku er það helzt með tíðindum teljandi, að lítið sem ekkert hefir borið á ófriði á ríkisþinginu þenn- an rúman mánuð, sem af er þingi. Hefir það þó haft ýms stórmál til með- ferðar, þar á meðal endurskoðun her- laganna, sem hefir verið mesta misklíðar- efni að undanförnu: málið verið ónýtt 7 þing í röð. Nú hefir jafnvel Berg tek- ið vel í það. Hermálaráðherrann ljet frumvarpinu fylgja ráðagjörð um, hvern- ig haga skuli vörninni, ef ófrið beri að höndum, einkum sunnan að, og er þar eigi hugsað hærra en að reyna til að verja Sjáland og Kaupmannahöfn þang- að til Drottinn sendi einhvern máttug- an til hjálpar; Jótland og Fjón megi til að ofurselja varnarlaust. það er ekki björgulegt. — pessir merkismenn önduðust hjer mánuðinn sem 'eið : 1. okt. Mansa læknir, hálf-níræður; 8. W. F. Johnsen, er lengi var stjórnardeildarfor- stjóri í fjármálastjórninni, m. fl., hafði einn um nírætt; og 26. Aagesen, pró- fessor í lögum, 53. ára. Konungurinn fór utan í miðjum f. m., að finna dótt- ur sína pyri, í Gmunden, aðsetri her- togans, skammt frá Vín; hún var ný- búin að eignast dóttur. Hann er ókom- inn aptur. það er sagt, að erindið sje meðfram að fá hertogann, dótturmann sinn, til að afsala sjer tilkalli til ríkis í Hannóver. Stanley er nýlega byrjaður á 3. ferð sinni um Afríku. 100,000 manna hafa látizt úr kól- eru í Japan í sumar. Sem kunnugt er, er nú undir lok liðið það fornritafjelag, er stofnað var í Kaup- mannahöfn 1847 og hefur gefið út ýms- ar merkar íslendingasögur, t. d. Gísla sögu Súrssonar, Grettis sögu, Fóst- bræðra sögu. I stað þessa fjelags hef- ur 24. maí þ. á. myndazt nýtt fj'elag í Kaupmannahöfn. Ætlunarverk þess er að gefa út forn Norðurlandarit, einkum íslenzk og dönsk. Næsta ár, 1880, ætl- ar það að gefa út islenzkt fornrit og annað danskt, sem að eins er til eitt fullkomið exemplar af. í stjórn fjelags- ins eru fimm merkir danskir fræðimenn, þar á meðal Dr. Kristian Kálund, sem mörgum íslendingum er góðkunnugur frá veru sinni hjer á landi og ritað hef- ur svo góða bók um ísland, að ekkert það, er hingað til hefur verið ritað í sömu stefnu, getur komizt í nokkurn samjöfnuð við hana. Stjórn fjelagsins er skipuð þeim mönnum, að menn geta fullkomlega treyst því, að það sem fje- lagið gefur út, verði vel af hendi leyst og samkvæmt kröfum vísindanna. Til- lagið er 5 krónur á ári. þeir, sem eigi eru í fjelaginu og vilja eignast þær bækur, erþað gefur út, geta eigi feng- ið þær í bókverzlun, nema með miklu hærra verði. Með því að það er tilgangur fje- lags þessa, að gefa út fornrit vor og með því auka þekking vora og annara þjóða á fornlífi voru, þá væri æskilegt, að sem flestir landar vorir vildu styrkja það með því að ganga í það. — Veðrátta hefir í þessum mánuði verið mild, en vætu- og stormasöm; sjer í lagi gjörði hjer ákaflega mikið stórviðri á landsunnan þann 20. Afli hefir verið góður, þegar gefið hefir, en mjög sjaldróið sökum umhleypinga. Sláturfje skarst fremur illa um slátur- tímann, sjer í Jagi upp á mör. Bráða- pest gjörir við sig vart hjer og hvar, þó ekki eins og við hefði mátt búast, eptir því sem tíðarfarið er. Hvergi heyrist kláðinn nefndur á nafn. Heilsu- far manna á meðal fremur gott; þó hefir brytt á lungnabólgu á stöku stöðum. —¦ Með norðanpósti frjettist, að tíð hefir verið hin bezta, sjer í lagi eptir því sem lengra dregur norður. Möðru- vallaskólinn búinn, Staðarbyggðarmýr- arnar sömuleiðis, afli nokkur. Yfir verzluninni er kvartað, og lítur svo út, sem hún sje ekki betri nyrðra en hjer. Auglýsing. Miss Annie Parker, Hydepark Lon- don ogDr. Christopher Thomas Richard- son, Nelson Creschent Ramsgate, hafa verið svo veglynd að senda í samein- ingu vinnu- og styrktarsjóði þeim, er vjer veitum forstöðu £ 4, og erum vjer þeim því þakklátan fyrir þetta, sem fá- ir hafa sýnt sig rausnarlegri í þvi að styrkja fyrirtæki vort, enda getum vjer að mestu leyti þakkað hinum heiðruðu útlendingum það, að við rjeðumst í að halda í vetur sunnudagaskóla fyrir ung- lingsstúlkur þær, er fá tilsögn rúmhelgu dagana í ullarvinnuskóla vorum. Reykjavík, 23. nóv. 1879. Olufa Finsen. Astríður Melsteð. Sigríður Pjeturson. Sigríður Siemsen. Soffía Thorsteinson. Leiðrjettingar: í seinasta bl. er eignarskatt- ur Pjeturs biskups talinn 50 kr., en á að vera 56 kr., og þess láðist eptir að geta, að umsjónarmað- ur i 2. bekk er Arnór Arnason. Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.