Ísafold - 02.12.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.12.1879, Blaðsíða 1
 ÍSAFOLD VI 29. Reykjavík, þriðjudaginn 2. desembermán. 1879. T ILLAGA herra biskupsins í síðasta tölu- blaði »ísafoldar« uni að fela fjórðungs-próföst- um, að vísítera fyrir biskup, svo sem nokk- urs konar officiales, virðist oss vel til fallið, enda er það fyrirkomulag ekki nýtt, heldur hefir því áður verið fylgt hjer á landi. 1 er- indisbrjefi Páls höfuðsmanns Stígssonar, dagsettu Lundi, 13. apr. 1565, skipar Friðrik konungur II svo fyrir : — » — Sörnuleiðis hefir oss borizt, að biskup- arnir á voru landi Íslandi, sökum víð- áttu landsins, ekki geti vísíterað allar kirkjur, hver í sínu stipti á einu ári, held- ur komi þeir ekki í sama landsfjórðung utan þriðja eða fjórða hvert ár; — þá, til þess að stöðugt eptirlit verði haft með því, að Guðs heilaga orð sje hreint og ómeng- að prjedikað og kennt og í allan máta megi framgang hafa, og að guðsþjónustan eptir ordinanzíunni megi haldin verða, þá höf- um vjer leyft, að biskupamir, ásamt Ijens- manni vorum sama staðar, megi skipa einn prófast eður officialis í hverjum landsfjórð- ungi, sem í fjarveru biskups hafi stöðugt eptirlit með öllum kirkjwn í samafjórðungi, að öllu sje haldið í rjettum og góðum sið, eptir því sem fyrirgreind ordinanzía fyrir- skipar, o. s. frv.-------« Að prófastar þessir ættu að hafa einhver laun fyrir þennan starfa, virðist einnig sann- gjarnt, ef ekki þykir nóg, að láta þessari skyldu fylgja forgangsrjett til beztu presta- kalla í hverjum landsf jórðungi, sem prófastar þessir vísítera í. Að þeir fái ferðakostnað sinn endurgoldinn af jafnaðarsjóðunum er aldrei nema sjálfsagt og mundi varla horf- andi í þann kostnað, sem þessu fyrirkomu- lagi kynni að verða samfara. Með því ynn- ist einnig eitt, sem ekki er lítilsvert, sem sje að þá skapaðist nokkurs konar gróðrarstía fyrir biskupsefni, því opt getur svo til borið, og það, ef til vill, við næstu biskupaskipti, að vafasamt sje, hvern kalla eigi til þessa mikils varðanda og vandamikla embættis. í 5. árgángi »Andvara« 1879, standa nhugleiðingar um stjórnarmálið« eptir E. A. (að sögn Einar alþingismann Asmundsson í Nesi). pessi ritgjörð er sljettorð og vel samin, eins og allt, sem þessi höfundur læt- ur frá sjer fara. Er þar meðal annars farið fram á, að af nema hina konungkjörnu þing- menn, svo að allir 36 þingrnenn væri fram- vegis þjóðkjörnir. Yins áheyrileg rök eru færð fyrir þessu, en vjer getum þar fyrir ekki, að minnsta kosti ekki að svo stöddu, aðhyllzt þessa tillogu. Eins víst, eins og reynslan er þegar búin að sýna, að ómissandi er hjer á landi, eins og víðar, að löggjafarþing sje tvískipt, til þess að girðafyrir gjörræðií laga- setningum, sem hverri deild fyrir siger jafn- hætt við, en sem báðar bæta úr, hver fyrir annari, eins víst er það, að svo komnu, ekki að eins hentugt, heldur meira að segja nyt- samt, að hafa konungkjöma þingmenn á þingi. Vjer getum ekki sjeð neina apturhalds- hættu búna í neinu áríðanda miíli af þeim 6 atkvæðum hinna konungkjörnuþingmanna, (eða rjettara 5, því optast mun konungkjör- inn þingmaður verða forseti efri deildar og stundum, eins og síðast í sumar eð var, for- seti hins sameinaða alþingis), og þegar höf. á 16. og 17. bls., kemst svo að orði, að á sam- einuðu alþingi »sje« hægt að hugsa sjer, að eitthvert inál sje samþykkt með 18 atkvæð- um gegn 17 ; ef núöllatkvæðihimrakonung- kjörnu skyldu vera meira megin, þáhafaeigi •nema 12 þjóðfulltrúar samþykkt málíð, en 17 verið því mótfallnirn, — þá getur þetta, eins og hinn stjórnfróði höf. veit, aldrei kom- ið fyrir, nema þegar um frumvörp til fjár- og fjárauka-laga er að ræða ; í öllum öðrum málum þarf, eptir stjórnarskrárinnar 28. gr., að minnsta kosti tvo þriðjunga atkvœða með hverjn frumvarpi, tilþess það verði samþykkt i heild sinni. Allt svo þurfa þeir 6 konung- kjörnu í öllum málum, nema fjárveitingar- málum, að fá að minnsta kosti 17 — eða meira en hehning hinna þjóðkjörnu þing- manna — með sjer, til þess að afl þeirra geti ráðið, og væri því máli þá borgið áður en að sameinuðu þingi kemur, hvort eð væri. Væri svo, sem höf. gjörir ráð fyrir, að þeir menn, sem konungur er vanur að kjósa, og að líkindum framvegis mun kjósa, sem sje helztu embættismenn landsins, muni hvort eð er geta komizt inn á þing, »ef þeir eru þjóðinni að skapi« — þá væri öðru máli að gegna, einkum og sjer í lagi ef »skap þjóö- arinnar« kæmi áreiðanlega fram á hverjum misjafnlega sóttum kjörfundi. En — það er hvorki víst, að menn, sem í embættisstöðu sinni hafa allflestir ærið að starfa, múndu bjóða sig fram til kosningar, nje víst eptir þeirri stefnu, sem ekki »traust þjóðarinnar«, heldur nesja-þjóðviljimi stundum tekur, að þeir yrði kosnir, þó þeir gæíi kost á sjer. Hver veit nema sum kjördæmi tæki heldur einhverja óbandvana ótemju, sem heldur vill ösla ófærð sjálfræðis og gjörræðis, heldur böðlast iífram hina breiðu vegarleysu pólit- iskrar glötunar, en fara fallega rjettan og rnddan veg reglubundins frelsis ? Hver veit nema sum kjördæmi vilji heldur einhvern »í mannslíki moldvörpu anda«, er »sig einan sjeðan fær, hami sjer ekki lengra«, einhvern nærsýnan hreppa-pólitíkus, heldur en menn, sem, hvað sem annars má um þá segja, hafa lært og vanizt að íhuga hvert mál frá almennu sjónarmiði? Alþingi veitir, enn sem komið er, ekki af þeim kröptum menntunar og þá sjer í lagi lagaþekkingar, sem helzt er að finna hjá þeim konungkjörnu, og fyrir afdrif niálanna eptir þinglok er nokkur trygging í því, að trúnaðarmenn stjórnarinnar hafi unnið að þeim og gefið þeim atkvæði sitt. Vjer skulum ekki þræða þau mál, sem efri deild alþingis, fyrir tillögur þessara manna, hefir bætt, nje heldur telja upp þau óþörfu lagafrumvörp og aðrar uppástungur, sem hún, fyrir tilstilli hinna sömu, hefir eytt; alþingistíðindin bera þess ljósastan vott. Vjer skulum að eins minna á frammistöðu nokkurra konungkjörinna þingmanna í einu höfuðmáli á síðasta þingi, sem sje lagafrum- varpinu um siglingar og verzlun. pað er óefað, að það, að lög þessi náðu fram að ganga, er að miklu leyti þessum þing- mönnnm að þakka. |>eir bæði bættu það frá því, sem það kom úr neðri deildinni, vörðu það vel gegn andþófi landshöfðingja, og sýndu sig í því sem greinda og frjálslynda menn, er stjórnin varla mun rengja. Annað mál er það, að sá tími getur kom- ið, ogkemur að líkindum, þegar áhugi álands- málum og menntun eru orðin svo almeim í landinu, og landsbúar yfir höfuð búnir að taka þeim pólitiskum þroska, að betur fari, að allir þingmenn sjeu þjóðkjömir. En sá tími er enn ókominn, og hinn heiðraði h: f., sem þó má teljast með hinum gáfuðustu og fróðustu bændum vorum, sannar á ný, það sem vjer opt höfum tekið eptir, að bændum, og það hinum menntuðustu, hættir við að koma með tillögur, sem þó þær sjeuhugsun- arrjettar fljótt álitið, eiga illavið í reyndinni og því sjerstaka, og að bóndinn því eng- an veginn í almennum málum hefir betra verksvit eða er verklagnari en lærðu menn- irnir, heldur er fullt eins háður óverklegum skoðunum, eins og þeir. — Eins og kunnugt er, hefir tvisvar verið lagt fyrir alþing frmnvarp um að skipta Gull- bringu- og Kjósarsýslu í 2 sýslufjel ;g, og svo lítt undirbúið, sem þetta frumvarp var, þá mun það hafa verið byggt á þeirri skoðun, að Kjósarsýsla, semaðtiltölu sje ríkari af lausa- fje, sje íþyngt með sambandinu við Gull- bringusýslu. En hvernig er nú þessi ástæða vaxin ? peim gjöldum, sem á sýslufjelaginu hvíla, sem slíku, er, eins og menn vita, jafnað nið- ur á samanlögð fasteignar- og lausafjárhundr- uð. Skattur af ábúð og lausafje til samans nam á síðasta manntalsþingi: í Kjósarsýslu .... 933 kr. 90 a. Í Gullbringusýslu . . . 1187 — 30 - ogþó nú hin síðari sýslan sje fjölmennari, og að tiltölu fátækari að lausafje, þá eru jarðar- hundruðin aptur svo miklu færri í Kjósar- sýslu, sem sje 1801,4 á móti 3021 í Gull- bringusýslu. Taki maður enn fremur efna- haginn yfir höfuð í báðurn sýslum, þá nam tekjuskattur af eign og atvinnu þ. á.: 1 Kjósarsýslu . . . . 92 kr. 50 a. 1 Gullbringusýslu . . . 887 — »« -

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.