Ísafold - 02.12.1879, Blaðsíða 2

Ísafold - 02.12.1879, Blaðsíða 2
14 Hvar eru nú afarkostirnir fyrir Kjósarsýslu, og hverju væri hún bættari, þó fjelagið væri slitið ? Mundi hún með því fá linun í vega- bótagjaldi, í yfirsetukvennakostnaði, í kostn- aði til sýslunefndarmanna, í iitgjöldum til bólusetninga, markaskráa, og hvað það kann fleira að vera smávegis, sem á sýslufjelaginu hvílir? Eeikni hver sem vill og getur. þar sem sýslu annars hefir verið skipt í tvö sýslufjelög, hefirþetta verið gjört sökum vegalengdar og þar af fljótandi erfiðleika og kostnaðar við ferðir sýslunefndarmanna; hitt hefir ekki komið til orða, fyr en við þessa uppástungu, að metast um tiltölu milli lausa- fjárhundraða í þessum og hinum parti sýsl- unnar, og gleyma jafnframt tiltölunni milli fasteignarhundraðanna í báðum pörtum. — Vjer ætlum því, að alþing hafi sýnt varfærni í því að fresta þessu frumvarpi eins og sýslu- nefndin gjörði sjálf 1877. — J>að mun óhætt að fullyrða, að tekju- skatturinn á ekki við á Islandi. Hann er vafningsamur, hnýsinn og uppgripalítill. I Gullbringu- og Kjósarsýslu nam hann í far- döguin 1879 : af eign hjer urn bil . 735 kr. af atvinnu.................... 250 kr. J>að fer varla hjá því, að hann reynist einna mestur í þessari sýslu, og miklu meiri en 1 mörgum öðrum sýslum, t.d. Stranda-, Barða- strandar-, Snæfellsness-, Dala-, Vestmanna- eyja- og Skaptafells-sýslum, því bæði eru tvö kauptún í Gullbringusýslu, og innan um að tiltölu margir efnamenn og jarðeigendur; og þó hann, ef vel telst, kunni að ná 9000—10000 kr. á öllu landinu, þá virðist varla tilvinnandi að halda honum; svo litlu nemur hann, og svo illa á hann við hugsunarhátt og allar á- stæður landsbúa. — J>ví hefir verið hreyft í »lsafold«, hversu kærulausir menn væru almennt um mörkun á sauðfje, og sjer í lagi talað um illa með- ferð á skepnum, þegar menn með uppmörk- un næstum skera af kindum eyrun. En mönnum, sem kaupa fje að til ásetnings, er nú ekki annað mögulegt en marka það upp; kollótt fje eða hníflótt verður ekki brenni- merkt, en af því hefir mjög margur misst kind sína, að hann gat ekki markað hana upp, eða þá gjörði það svo illa, að ómögu- legt var að gjöra úr markihu og allur sá fjöldi af óskilafje, sem seldur er í hverri sveit, er opt svo markaður að ekki verður úr gert, ellegar þá brennimerktur með brennimarki, sem ekki finnst í markatöflunum, og eru menn allt of hirðulausir með að láta prenta brenni- mörk sín; en svo keniur opt að því, að menn eiga saman brennimark,því margir eru nafnar; sumir hafa að vísu bæjarnafnið á öðru hom- inu og getur það opt verið gott. En til að komast hjá uppmörkun á kindum og undir eins til að tryggja sjer kindurnar fyrir mis- drætti í rjettum, vil jeg benda mönnum á að taka upp sveitar brennimark t. d. eins og Eeykvíkingar hafa á öðru horninu Evk. þann- ig gæti Kjósarhreppur haft á öðru horninu : Kjós, Kjalarnesshreppur: Kjal.n., Mosfells- sveit: Mosf.sv., o. s. frv., en fjáreigendur hafa sitt eigið brennimark á hinu horninu. Væriþettagjört, ættu menn, semírjett- ir fara, miklu hægara, og hver einstakur fengi miklu freinur sína kind en með þeirri mörkun sem nú er. Hver einstakur maður þarf ekki að eiga sveitarmarkið, því allur hreppurinn ætti helzt að hafa sama brenni- mark. Innanhrepps getur hver þekkt sína kind eptir sínu brennimarki, en í rjettum gæta menn helzt að, í hverja sveit kindin á að dragast, en hirða ekki um, hver í sveit- inni kunni að eiga hana. Kollótt eðahníflótt fjeætti að brennimerkja á spjald, og er bezt sútarskinn, sem sje fest í eyrað með marg- þættum silkitvinna, hann getur þolað mörg ár. Enn þá er önnur orsökin til, að svo margur missir kindur sínar ; en það er hvern- ig úrgangsfjeð er selt á ýmsum stöðum. Ejett- irnar eru þó haldnar til þess að hver fái sin- arkindur, en rjettur sá, sem hrepparnir hafa til óskila fjárins verður opt til þess, að sá sem kindina átti, ekki gat fengið hana, því sveitarstjórnin vill eptir gömlum vana ekki láta reka það fje út úr hreppnum, sem ekki er full vissa hver á, og sumir eru svo strang- ir upp á þennan rjett, að þeir selja kindina, þó þeir viti hver hana á, ef enginn er til stað- ar til að heimta hana út, jafnvel þó hægt væri að koma henni til skila. Jeg álít fyllstu nauðsyn að breyta nokkuð frá þeirri tilhögun sem nú er á skilarjettunum hjer í sýslu. Fje, sem selt er suður með sjó á haust- in, er næstum undantekningarlaust ofan úr sveitum og opt þangað komið á þann hátt, aðhirðulausir rekstramenn takaþað með sjer, þegar þeir eru að reka suður. Eje það, sem selt er í Kjós, Kjalarnesi og Mosfellssveit, er margt úr Gullbringusýslu. því álít jeg hentugt að allur iirgangur úr Gullbringusýslu væri rekinn inn eptir, en úrgangurinn úr Kjósarsýslu rekinn suður, svo hvorttveggja óskilin mættust á tilteknum stað og degi og ætti sú skilarjett ekki að verafyrri enfyrsta vetrardag, og mundi til þess hentugust hin fyrirhugaða nýja rjett í Mosfellssveit; því þangað kynnu Olfusingar helzt að senda úr- gang sinn. Flest xvrgangsfje í Olfusi er úr Gullbringu- og Kjósarsýslu og þeir þyrftu þar fyrir ekki neins í að missa fyrir hrepp- inn, því þeir gætu auðkennt allan úrganginn og annaðhvort rekið heim til sín ellegar selt þar við rjettina, það sem ekki gengi út, og þeirra hreppur svo fengið andvirðið fyrir þær kindur, og hið sama gæti hver hreppur í Kjós- ar- og Gullbringusýslu gjört. Með þessari tilhögun væri almenningi gjört miklu hægarafyrir. Hver hreppur ann- aðist sinn úrgang frá seinustu skilarjett þar í hreppnum, sem gjarnan mætti vera haldin seinna eD nú er venja til og helzt ekki fyr en í 25. viku sumars ; hjer er sjaldgæft að snjói svo á fjöll viku fyrir vetur, að tjón verði að á skepnum en alvant að fje rennur upp um fjall eptir allar rjettir, því fjöll eru þá auð, enda stundum langt fram á vetur. Jeg gef ekki um að skrifameirahjerum í þetta sinn, en vonast til að einhverjir mjer betri athugi þetta mál og urnbæti, þó ekki væri nema sýslunefndin í Kjósar- og Gull- bringusýslu; jeg hlýt strax aðbiðjahanafyr- irgefningar á þvi að jeg er að grípa fram fyr- ir hendurnar á henni, því í tilskipun um sveitarstjórn stendur svo : »Hún skal semja reglugjörð um notkun afrjetta, fjallskil, fjár- heimtur, ráðstafanir til að eyðarefum o. fl.,« en hve nær kemur sú reglugjörð frá henni? Hún heldur hvern fundinn eptir annan ár eptir ár, og þráttar um Alptanesskomlán sjertil varanlegrar minningar, en kemst ekki til að gjöra hið minnsta sýslufjelaginu til gagns. það væri þó ekki vanþörf á, að fá einhverja reglugjörð um notkun afrjettahjer hjá oss, því hún er sú yfirgnæfanleg ómynd, að furðu gegnir, að hreppa- og sýslunefndir skuli ekki enn þá vera farnar að gjöra neitt til.aðtakmarkahinndæmalausahrossafjölda, sjer í lagi tómthúsmanna o. fl. Elliðakoti, í nóvember. Cíuðm. Magnnsson. NY LOG. þessi lög eru komin staðfest af konungi: Lög um samþykkt á reikningnum um tekj- ur og útgjöld íslands 1876 og 1877. — um vitagjald af skipum. — um viðauka við lög um póstmál. — um breyting á 7. gr. í lögum um laun sýslumanna og bæjarfógeta. — um viðauka við sóttvamarlög. — um kauptún við Kópaskersvog. — um löggilding verzlunarstaðar við Horna- fjarðarós. — um breyting á eldri lögum um siglingar og verzlun. — um breyting á lögum um gjald ábrenni- víni og öðrum áfengum drykkjum. — um breyting á lögum um stofnun gagn- fræðaskóla á Möðruvöllum. Auglýsing xun að lærisveinum latínuskólans sje skipt í 6 bekki, og skólaárið reiknist frá 1. október til 30. júni ár hvert. iS?" Um gufuskipsferðirnar var ekkert afgjört. FOENLEIFAF JEL AGIÐ. Eins og áður hefir verið getið um, hafa nokkrir menn í Beykjavík sett á fót fjelag þetta, og er tilgangur þess, að vernda forn- leifar vorar og leiða þær í ljós. Hugmyndin, að mynda fjelag í þessa stefnu er í upphafi komin frá Sigurði Vigfússyni, forstöðumanni forngripasafnsins í Eeykjavík. Fyrir hálfmn öðrum mánuði áttu 14 menn með sjer fund í húsum ritstjóra þjóðólfs, bar Sigurður Vig- fússon þá upp uppástungu sína, og gjörðu menn góðan róm að henni. Síðan voru kjörn- ir þrír menn, er skyldu búa til lög fjelagsins og voru þeir : Sigurður Vigfússon, ArniThor- steinson og Jón þorkelsson. Síðan voru þau rædd á fundi. Aður en þau væru samþykkt, buðu fjelagsmenn um 40 manns til fundar, bæði til að samþykkja þau, og til að setja fjelagið á flot. A þeimfundi voru lögin sam- þykkt og embættismenn valdir. Arni Thor- steinson varð forseti. Fulltrúar eru sex, og voru til þess valdir: Sigurður Vigfússon, B. Thorberg, Magnús Stephensen, Jón þorkels- son, Jón Arnason, Björn M. Olsen. Til fje- hirðis var vahnn Magnús Stephensen, og skrifara Indriði Einarsson, til endurskoðun- armanna voru valdir Halldór Guðmundsson og Bergur Thorberg. Varaformaður Sigurður Vigfússon, varaskrifari H.E.Helgesen, vara- fjehirðir Siguróur Melsteð. Fjelag þetta gengur í nýja stefnu, sem ekki hefir verið studd áður eins vel og skyldi. Alhrgeta sjeð, hvílíkhætta fornleifum vorum er búin, bæði af hálfu útlendra ferðamanna,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.