Ísafold - 12.12.1879, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.12.1879, Blaðsíða 1
ISAFOLD VI 30. Reykjavík, föstudaginn 12. desembermán. 1879. í lögum um breyting á eldri lög- um um siglingar og verzlun á íslandi frá 7. nóv. 1879, 2. gr. segir svo: Rjett eiga mcnn í kaupstöðum og löggiltum kauptúnum á því, að verzla, ef leyst er til þess borgarabrjef hjá sýslumanni eða bæjarfógeta og greitt er fyrir 50 kr., er renna í sýslusjóð eða bæjarsjóð. Hjer kemur þegar sú spurning fram : — hver verzlar? kaupstjórinn eða kaupmaðurinn, sem verzlunina á, sem situr erlendis, kaupir inn útlenda varn- inginn og selur þann íslenzka, eða verzl- unarstjórinn, sem situr hjer á landi og stendur fyrir hinum innlendu kaupum og sölum; — sá sem verzlunin er kennd við, t. d. Knudtzons verzlun, Fischers verzlun, eða faktorinn, sem fyrir verzl- uninni er, — eða verzla ekki eiginlega báðir, t. d. á sumrum, þegar verzlunar- eigendurnir eru sjálfir viðstaddir, og eiga því báðir að leysa borgarabrjef? Sje það satt, sem kansellí-brjef 4. jan. 1840 ætlar, að jafna megi að lög- um aukaútsvari niður á verzlanir kaup- manna, hvort sem svo eigendur verzl- unarstaðanna hafa aðsetur hjer á landi, eður ekki, þá virðist einnig rjett, að skoða þá sem virkilega borgara. þeir njóta allra þeirra borgaralegu rjettinda, sem ekki eru nauðsynlega bundin við búsetu (eins og kosningarrjettur ogkjör- gengi) og virðast því, eptir anda gild- andi laga að vera öllum borgaralegum skyldum háðir, og þá einnig þeirri skyldu, að leysa borgarabrjef. þurfi tvo „mennil til að reka eina verzlun, þá verzla báðir, og eiga því báðir að vera borgarar á þeim stað, sem verzlunin er, eins og fje- lagar erlendis í einu verzlunar-Firma verða hver fyrir sig að leysa borgara- brjef, þar sem þeir reka verzlun, þótt annar eða báðir sitji í öðru landi. En það mun óþarft, að hreyfa nokkr- um efa um þessa spurning. Kaup- menn vorir eru sjálfsagt of fúsir til, að styrkja það fjelag, sem þeir lifa í og af, með öðru eins lítilræði, eins og 50 kr., til þess að það þurfi að eyða orðum að því. þeir hljóta að finna svo vel til þess, hversu þeim er í vilnað, með því að láta þá njóta hjer á landi allra al- mennra borgaralegra rjettinda, þótt þeir hafi aðsetur sitt erlendis, að þeim kem- ur ekki til hugar, að reyna til að smeygja sjer undan þessari ljettu byrði. Kaupmaður á Skotlandi hefir ljeð oss uppdrátt af járnbryggju, sem hann býðst til að láta setja upp í Reykjavík, ef Reykvíkingar, og þá sjer í lagi kaupmenn bæjarins og bæjarstjórnin vill leggja fje til. Hann segist hugsa sjer, að stofnað væri hlutafjelag til þessa fyrirtækis, og býðst sjálfur til, að taka marga hluti. Kostnaðurinn við bryggjuna yrði, að ætlun hans, 2500 pund sterling, eður 45000 krónur, og væri hvert hlutabrjef upp á 100 kr., þá yrðu hlutirnir 450. þegar maður nú bæði veit, að bæjarstjórn höfuðstaðarins, eins og henn- ar er von og vísa, hefir áhuga á að umbæta höfnina, og jafnvel hefir lagt fje út í þessu skyni, þótt eigi hafi til þessa orðið neinn sýnilegur árangur af því; — að höfuðstaðurinn stendur það á baki sumum öðrum kauptúnum lands- ins, t. d. Berufirði og ísafirði, að þar er engin bryggja, sem skip geti lagt til við, og með því gjört alla uppskipun og útskipun hægri, fljótari og ódýrri;— að það eru eins dæmi, sem sjá májafn- aðarlega hjer á landi, sjer í lagi í Reykja- vík, að kvenfólk ber kol og salt á bak- inu upp sligaðar og holóttar bryggjur; ogloks að hafnargjald hefir nú í margt ár verið goldið fyrir það — e n g a höfn að hafa, nema þá sem náttúran sjálf hefir tilbúið, (því einn járnkútur, sem ekki einu sinni er áreiðanlegur til þess að festa skip við, er þó lítilvægt andvirði fyrir árlegt gjald, sem nemur að minnsa kosti vöxtunum af 5000 kr. höfuðstól) — þá mun óhætt að treysta því,að bæjarstjórn Reykjavíkur ogkaup- mannafjelagið ekki láti lengur svo búið standa, og liggi ekki lengur undir ámæli utanlands og innan fyrir þetta bryggju- leysi, sem hvergi á sjer stað nema á voru landi. það er ekki sá smábær til erlendis, sem ekki eigi eina eður fleiri bryggjur, og dettur því ofan yfir alla, að Reykjavík, sem annars fylgir svo vel með tímanum, skuli vera á ept- ir í öðru eins og þessu. Hjer við bætist, að með vægum bryggjutolli myndi góðir vextir fást af þessu fyrirtæki. Enginn getur því ef- azt um, að 450 hlutir, hver upp á 100 krónur, myndi fljótt ganga út, sjer í lagi þegar þess er gætt, að kaupendur munu finnast víðar en í Reykjavík, eðurjafn- vel á íslandi. Er t. d. óhætt að full- yrða, að hinn skozki kaupmaður, sem uppdráttinn hefir útvegað, muni fús til að taka 10—20 hluti, og svo munu fleiri verða. Vjer leyfum oss því, að leiða athygli manna, bæði í Reykjavík og annarsstaðar að þessu, og skal upp- drátturinn vera til sýnis hverjum þeim, sem æskir þess, ef oss er gjört við- vart. Brjcf um verzlnniiia. (Frá ísl. kaupmanni). II. Jeg sagði í mínu fyrra brjefi, að furðu gegndi, að landið væri ekki meira útarmað en það er, með því verzlunar- lagi, sem nú hefir viðgengizt í hjer um bil þrjú hundruð ár, þar sem allur arð- ur af verzluninni hefir ár eptir ár farið út úr landinu. þetta skilur hver maður. það er, því miður, ekkert efamál, að hinir miklu fúlksflidningar frá ís- landi til Vesturheims (Bandaríkjanna og Brasilíu) hafa hlotizt af verzlunar- ástandinu, en engan veginn, eins og sum- ir hafa getið til, af stjórnarfyrirkomu- laginu, því það virðist mjer nokkurn veginn eins frjálst, eins og það þarf að vera. Margur, sem með sparsemi og ástundun í atvinnu sinni ekki hefir get- að varizt skuldum, hefir gripið til þess óyndisúrræðis, að selja óðul sín og lausa- fje á íslandi, heldur en verða um ald- ur og æfi ánauðugur kaupmönnum, því ánauðugur verður fyr eða síðar hver einn, sem ekki sjer út úr skuldunum. Kaupmenn, sem fæstir eru íslenzkir nema að nafninu, hirða lítið um þó landið eyðist; Kaupmannahöfn er þeirra föðurland, og þar sem þeirra fjársjóðir eru, þar eru einnig þeirra hjörtu. þeir hafa sitt á þurru, hvað sem íslandi eða Islendingum líður. Landinu hefir fyrr legið við auðn, altjend þegar það var í ráðagjörð að flytja innbúa þess til heið- anna á Jótlandi, og taki verzlunin ekki stakkaskiptum, hlýtur því að hnigna; en þá missa kaupmenn mjólkurkú, sem reynzt hefir dropsöm í fleiri aldir, og er það einnig athugavert fyrir sjálfa þá, ef sá tími skyldi koma, að þeir verði eingöngu að græða hverjir á öðr- um. Önnur afleiðing af verzlunarlaginu eru sveitaþyngslin. það gefur að skilja, að hver sá búandi, sem ekkert á um- fram skuldir, getur lítið goldið til opin- berra þarfa, og þegar hann smámsam- an er orðinn svo skuldugur, að jafnvel kaupmenn hætta að lána honum, eins og opt ber við, sjer í lagi á síðari ár- um, þá verður hann gustukamaður hreppsins, og þessir ómagar, það er að skilja gjaldþrota þurfaheimili, fjölga ár frá ári. Hvar eru nú ráðin við þessum ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.