Ísafold - 12.12.1879, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.12.1879, Blaðsíða 4
bil 40,000 bindi, auk sjaldgæfra hand- rita, og sem eykst töluvert á ári hverju, forngripasafnið, sem er að vaxa ár frá ári, og ef til vill fleiri söfn, t. d. dýra- safn, urta- og steinasafn, sem þegar er kominn góður vísir til, — voru húsvillt og væru húsvillt, hvað sem aðgjörðinni á dómkirkjunni líður. þ»ví þó aldrei nema hefði verið gjört fullkomlega við þakið á henni, sem ekki var, og þó það læki ekki, sem sumir álíta uggvænt, þá er þar ekki nóg rúm fyrir tjeð söfn, eins og þau nú eru, auk heldur síðar, eptir því sem þau vaxa. Allir vita, að ómögulegt var, að raða forngripunum, og láta þá vera til sýnis; þeir voru all- flestir í læstum kössum og kistum; bæk- ur og handrit mygluðu og skemmdust. þetta mun „Norðlingur“ þó ekki vilja. Nei! það voru nauðugir tveir kostir, annaðhvort að láta söfnin spillast og fara smámsaman forgörðum, eða búa þeim til hæli. En — þegar þessa þurfti, þá var eðlilegt, að einnig væri hugsað fyrir hæli handa alþingi, bókum þess og skjöl- um. Bar það meðfram til þessa, að margir eru óánægðir með þingtímann. fyrst þingið kemur ekki saman nema annaðhvort ár, þá er 6—-8 vikna þing- tími helzt til of stuttur. En að lengja hann fram á haustið, getur ekki kom- ið til mála, hvort sem hugsað er um land- eða sjóferðir þingmanna. þ>á er ekkert annað ráð, en setja þingið fyr, segjum mitt í júnímánuði, en þá er skólahúsið í brúkun og þingið kemst þá eins og Norðl. veit ekki að. Hjer á of- anbætist, að sökumþess hvernig skóla- sveinar hafa fjölgað síðari árin, hcfir orffiff að grípa til alþingissalsins í þarfir skólans, og er það efamál, hvort hann yrði hjeðan af brúkanlegur til þinghalds og þingsetu nema þá með ærnum kostn- aði í hvert skipti. Að bíða eptir því, að nýtt skólahús verði byggt, virðist heldur ekki umtalsmál, því skólahúsið mun geta staðið mörg ár enn, sjer í lagi ef þakinu er tekið tak, sem dugir, og sje svo, sem vjer ætlum, að það geti staðið, að minnsta kosti einn mannsald- ur enn, þá vill þó „Norðl.“ að líkind- um ekki láta alþing og söfn landsins vera húsvillt allan þann tíma, Að öllum ástæðum yfirveguðum, vonum vjer „Norðl.K og þeir sem á hans máli kunna að vera, sætti sig við þessa fjárveiting. Hitt er annað mál, og ekki ólíklegt, eptir þvi sem annars hefir viðgengizt og enn þá áhorfist, að fram- kvæmdin á ályktun þingsins kunni í einhverju að verða öðruvísi, en þing- menn ætluðust til, þegar þeir veittu fjeð. í sumum hinna lengra komnu landa eru svo nefndir reikninga eða reikn- inga-eptirlits rjettir (cour des comptes, audit office), sem hafa það ætlunarverk, að sjá um að enginn eyrir sje útgoldinn nje inntekinn, nema eptir fjárlögunum og öðrum gildandi lögum (launalögum, eptirlaunalögum o. s. frv.). I Fralck- landi, Stóra-Bretlandi, Hollandi ogBelgíu ■er stjórnarráð eður skrifstofa, eða dóm- ur, sem engum er háður, og sem ekki verður vikið frá, nema með dómi, og sem áteiknar hverja ávísan á landssjóð bæði til inngjalda og útgjalda, áður en fjehirðir landsins tekur við upphæðinni eða greiðir hana af höndum. í Dan- mörku er þessu ekki svo varið. þ>ar hafa menn hingað til ekki komizt lengra en til þess að safna skjölum til undir- búnings undir stofnun reikningsrjettar, og til þess að slcipa góða ávísunarskrif- stofu í fjármálsstjórninni (assignations contor) og góða umboðslega endurskoð- un. Endurskoðunin, sem vjer nú einn- ig höfum hjer á landi, er nú sjálfsagt nytsöm og áríðandi stofnun, og getur búið vel í hendurnar fyrir yfirskoðun löggjafarvaldsins. En ekki gjörir hún þar fyrir ávísunardeild, eður reiknings- rjett óþarfan. Sá er munurinn, að öll endurskoðun bendir að hinu umliðna, sýnir fram á, hvað rjettilega hafi verið brúkað og hvað ekki; ávísunareptirlitið er aptur á mót ætlað til að girða fyr- ir, að nokkur upphæð sje goldin í, eður úr landssjóði, nema lögum samkvæmt; það hindrar eða á að hindra öll reikn- ingarangindi, endur- og yfirskoðun á að uppgötva þau. Gott áví'sunar - eptirlit gjörir alla endurskoðun Ijetta og ein- falda, og er sú mesta trygging, sem hugsazt getur gegn gjörræði í fjárbrúkun. þ>ar sem eins er ástatt og hjá oss, að sami embættismaður er bæði reikn- ingshaldari og reikningaúrskurðarmað- ur landssjóðs, að sami maður ávísar fje, og leggur umboðslega fullnaðarúr- skurð á, hvernig fjenu hefir verið varið, ■—• þar væri nauðsynlegt að hafa ávís- unar-eptirlit. þ>að er óviðkunnanlegt, að einn maður — eins og t. d. á sjer stað með landshöfðingja og alþingis- forsetana — ávísi sjálfum sjer fje, þó hann aldrei nema sje vel til þess kom- inn, og hver einn má sjálfs sín vegna óska, að hann að þessu leyti væri ept- irliti háður. Nú þegar svo er komið, að endur- skoðun landsreikninganna er orðin inn- lend, og komin í hendur eins manns, sem ekki hefir önnur embættisstörf, virðist ekkert því til fyrirstöðu, að sama manninum, gegn hæfilegri þóknun, væri falið að áteikna allar ávísanir til og á landssjóð. þ>að er ekki meira en manns- verk, að þræða fjárlög, launalög, eptir- launalög, fjáraukalög o. s. frv., sjá um, að ekki sje farið út fyrir þau, og ekki greitt meiraá neinum gjaldlið, en lögá- kveðið er, skrifa svo á ávísanina, að hún sje rjett og lögmæt, og senda hana til landfógetans. Og þurfi sjerstakt erindisbrjef fyrir þennan mann, þá er það einnig ekki frágangssök að orða það eins og vera ber. þ>að er varla efamál, að þessi til- laga hlýtur að vera öllum hlutaðeig- endum, ráðherra íslands, landsstjórn- inni, landfógetanum, endurskoðurum og yfirskoðendum, og loks löggjafarvaldinu einlcar ljúf; enda göngum vjer að því vísu, að hún muni vera vöknuð hjá þeim, þó hún sje ekki framkvæmd. þ>að er þar fyrir ekki með öllu óþarft, að minna á þessa nauðsyn í tíma, svo það, sem hjer að lýtur, gæti komizt í kring á næsta þingi. Hannes kennari við prestaskólann Arnason er dáinn eptir langa, en ekki þunga legu. þ>ar fór vandaður og sam- vizkusamur maður, bæði í embætti sínu og þar fyrir utan. Hann mun hafa ver- ið kominn hátt á sjötugs aldur, var alla tíð fremur heilsulinur, en hjeltveik- um líkama við með stérkri hófsemi og reglusemi. Hannes gjörði mikið gott á þann hátt, að „hans hægri hönd vissi ekki hvað sú vinstri gjörði“. Frá Isafoldarprentsmiðju og á henn- ar kostnað er nýútkomið rit UM SAUÐFJENAÐ eptir Guðm. prófast Einarsson á Breiða- bólstað, 7 arkir. Kostar í kápu 90 a. Höfundurinn hefir haft sjer til stuðn- ings allar helztu ritgjörðir og bækur, er ritaðar hafa verið hjerálandi um þetta efni, og auk þess ýmsar útlendar bæk- ur; er kjarninn úr þeim ritum hjer dreg- inn saman í eitt. Fyrst skýrir hann frá uppruna og ýmsu kynferðí sauð- fjenaðar, þar næst er um kynbótar-til- raunir, þá um meðferð á ám og lömb- um um sauðburð, innihirðing roskins fjár, heygjöf, vötnun, fjárhús, útihirðing roskins fjár; þá er um afrakstur sauð- fjenaðar, meðferð hans og hlutfallið á milli hinna ýmislegu tegunda hans, þá um ýmislegan kostnað, samanburður tekja og gjalda, óþrif og veikindi og ráð við þeim. Seinast er um fjárhundinn, bending um búnaðarreikning og ættar- töluform. Ritlingur þessi, sem hefir verið sæmdur verðlaunum af Guttorms- sjóði, erljóst oglipurt saminn, ogfræð- ir um margt það, er þorri bænda hjer á landi hefir enn ekki hugmynd um í þessari helztu grein atvinnuvega vorra, og er mest í það varið, að hann er, auk hinna áðurnefndu rita, byggður á margra ára reynslu eins hins bezta og athuga- samasta búmanns hjer á landi. — Vjer viljum því eindregið ráða mönnum til að eignast rit þetta og lesa það með athygli. Auglýsingar. Mánudaginn 22. þ. m., á hádegi, verður á skrif- stofu minni haidinn skiptafundur i búi skólakenn- ara Gísla sál. Magnússonar. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavik, xI. desbr. 1879. E. Th. Júnassen. Gráblesóttur foli tvævetur, mark: stýfður helmingur aptan hægra, stand- fjöður framan, er fundinn og ge)>mdur, og getur eigandi vitjað hans, um leið og hann borgar hirðing og þessa aug- lýsingu, til Guðmundar Magnússonar í Elliðakoti. ________________________ Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð með hraðpressu ísafoldar-prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.