Ísafold


Ísafold - 19.12.1879, Qupperneq 1

Ísafold - 19.12.1879, Qupperneq 1
í I VI 31. Allir skattar og tollar landsins bein- línis og óbeinlínis, að meðtöldum brenni- víns- og tóbaks-tolli, og lesta- Kr. gjaldi, nema...................225,244 Sje frá dregið: 1. Aðflutn.gj. af brenni- vfni og tóbaki að með reiknuðum innheimtu- launum, með því það hvílir eingöngu á þeim, sem þennan munað brúka...............102,000 2. Lestagj., er greiðist af skipum, er fara landa á milli, að frá dregn- um póstgufuskipum . 30,000 3. Vitagjald, sömuleiðis . 5,000 4. Nafnbótaskattur, sem ekki snertir aðra en þá, sem nafnbætur hafa . 40 5. Gjöld fyrir leyfisbrjef, sem að eins snerta einstaka..............1,000 6. Gjöld af fasteignarsöl- um, sem einnig eru sjerstaks eðlis . . . 600 7. Sá helmingur af auka- tekjum, sem kemur inn fyrir afgreiðslu skipa (og er lágt reiknað) . 7,000 8. Erfðafjárskattur, sem eingöngu hvílir á þeim, er erfa..................2,500 þ>á ganga frá . . . . 148,140 og verða eptir................ 77,104 sem er hin rjetta upphæð þeirra eigin- legu föstu skatta á öllum gjaldþegnum og atvinnuvegum landsins yfir höfuð, að frá skildri verzluninni. þetta nemur rúmrikrónu á hvert mannsbarn í land- inu, og mun, eins og von er, mikið þykja, þegar þar á ofan bætast tíundir til fátækra, prests og kirkju, jafnaðar- sjóðsgjöld og aukaútsvör, sem óhætt má reikna 2 kr. á hvert nef í landinu, svo að beinlínis gjald til opinberra þarfa verður að minnsta kosti 3 kr. á hvern mann. Hafa nú þeir, sem blása mæðilega undir þessum gjöldum, gjört sjer ljóst, hvern skatt þeir greiða á ári hverju til kaupmanna, sumpart óafvitandi, sumpart vísvitandi, ýmist viljugir eða nauðugir? ]?eir greiða nú fyrst viljugir og vísvit- andi fyrir kaup á tóbaki og brennivíni einum saman................102,000 kr. og nauðugir í lesta-, vita- og Reykjavík, föstudaginn 19. desembermán. 1879. skipa-afgreiðslu-gjald . . 42,000 kr. eða samtals hjer um bil tvöfalt við ábúðar-, lausafjár-, tekju-, húsa-skatt, spítalagjald o. s. frv., sem sje................142,000 kr. því þó kaupmenn greiði þessa upphæð í landssjóð, þá heimta þeir hana inn hjá landsbúum, og meira en tvo part- ana hjá þeim landsbúum, sem það er ljúft, að kaupa tóbak og brennivin; hinir gjalda ekkert. þ>ó er það bót í máli, að þetta fje verður kyrrt i land- inu, gengur til landsþarfa, og rennur því aptur inn í æðar landsins. En — hvaðerþetta hjá þeim skatti, sem verzlunin, eins og hún er, leggur á landsbúa, og sem fer út úr landinu, án þess nokkurn tíma að koma aptur? þessu til andsvara slculum vjer taka tvö ár, með 20 ára millibili, hið fyrra árið eptir að verzlunin var gefin frjáls 15. apríl 1854, sem sje árið 1855, og hið síðara árið 1875, sem er hið síðasta, er vjer höfum skýrslur um, þótt harla ófullkomnar sjeu. Athugandi er við skýrslur þessar, að bæði vantar í þær sumar aðfluttar og sumar útfluttar vör- ur, t. d. Ijáblöð og í töfluna fyrir 1875 sundmaga, sem þó munar nokkuð um, þó þeir kunni ekki að vega upp á móti ljáblöðunum, allra sízt eptir reikningi 2. þingmanns Eyfirðinga á síðasta þingi; — að verðlag á sumu er sett nokkuð af handahófi, en þó alla jafna útlendi varningurinn með lægsta móti;— aff þar sem skýrslur vantar fyrir 1875, t. d. frá Olafsvík og ísafirði, er farið eptir öðru hvoru hinna næst undanförnu ára: 1873 eða 1874, sem mun láta nærri;—og aff í skýrslurnar fyrir 1855 vantar svo mik- ið af aðfluttum varningi, að óhætt mun að fullyrða, að þar standist hjer um bil á andvirði hins aðfiutta og útflutta. Aðfluttar vörur. 1855: andvirði í krón. 1875: andvirði i krón. Korn- og brauðvara allsk. 903252 1461374 Brennivín og vínföng ... 277824 308680 Kaffi, sykur, tegras, sjó- kólade og tóbak allsk.... 520940 1028485 Salt 122052 252000 l'jara, koi, járn, hampur, seglgarn, hör og færi... 167480 217250 Viður allskonar 71400 180330 Dúkar allskonarog járn- kram 400000 618000 Sveskjur, fíkjur, rúsínur 26500 Sápa og pappír 26800 Leir-ílát allskonar 20000 Steinolía 25000 Samtals |2462948| 4174469 Útfluttar vörur. 1855: andvirði i krón. 1875: andvirði í krónum. Fiskæti og lýsi allkonar 1207058 170235766 Kjöt og skinn 479954 474336so Ull og prjónles 912000 152946623 Dúnn og fiður 44446 15475265 Hestar 9760 97160 Kjúpur 2500 100 Sauðfje á fæti 10890 Samtals |2655718|3969063s4 Hafi maður sjer minnisstætt, að mannfjöldi hjer í landi óx frá 1855 til 1875 ekki nema um 8000 manns — rúm 64000 árið 1855, rúm 72000 árið 1875 —- þá sjezt fyrst af þessu yfirliti, aff brúkun á kaffi og tóbaki hefir, að and- virðinu til, hartnær tvöfaldazt, aff bæði aðflutningur og útflutningur yfir höfuð hefir talsvert aukizt, en þó sjer í lagi verðlag á hvorumtveggja að undan- skildu kjöti og tólg — hækkað, aff lands- búar, sjeu þær vörutegundir teknar til greina, sem skýrslu vantar um fyrir árið 1855, náðu þá hjer um bil heim með verzlunina, svo útflutta varan gekk upp á móti hinni innfiuttu, en aff þeir 1875 höfðu rúman 205,000 króna halla, og framleiddu eða seldu þeim mun minna en þeir keyptu. fessar rúmar 205000 kr. hafa því sumpart farið út úr landinu í peningum — en um þessa grein verzlunar vorrar vantar allar skila- greinir—sumpart staðið í skuld hjá kaup- mönnum, eða verið fólgnar í vöruforða, til næsta árs. Auk gróða síns á bæði aðfluttum og útfluttum varningi, hafa kaupmenn því haft þessa upphæð af- gangs, því ekki er svo að láta, sem þessar krónur standi í jarðabótum eður húsabyggingum í landinu, því hvorki er það að tiltölu mikið, sem tjeð ár hefir keypt verið af við nje járni. Nei! þ>ví miður! þ>essar 200000 kr. hafa farið í magann, munninn, nefið og, ef til vill, upp í höfuðið. Allt að hálfri annari miljón króna, eða því nær 20 kr. á hvert mannsbarn, gengu í kaffi, tegras, sjokolade, tóbak, brennivín og önnur vínföng. Nefið eitt á íslending- um kostaði 76,500 lcr. það ár, eða rúma krónu hvert nef á ungum og gömlum, konum og körlum, en munnurinn 100000 kr., hvorttveggja samanlagt lítið minna en öll viðarkaup. f>eir sem nú kvarta yfir beinlínis sköttunum til landsþarfa, því bera þeir sig ekki upp við sjálfa sig undan þeim sköttum, sem þeir með frjálsum vilja og vísvitandi gjalda til kaupmanna með þessu framúrkeyrandi kaffi-, brennivíns- og tóbaks-óhófi ? Hver

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.