Ísafold - 16.06.1881, Side 1

Ísafold - 16.06.1881, Side 1
ISAFOLD. VIII 14. Reykjavík, fimmtudaginn 16. júnímán. 1881 ' Samskot til uiinnisvarða yfr Hallgrím Pjetursson. f>ótt margir andlegrar stjettar menn hafi tekið vel undir að safna fje til minnisvarða yfir Hallgrím Pjetursson, þá er, að því sem enn er kunnugt, að tiltölu lítið komið inn. þessir hafa sent Dr. Grími Thomsen á Bessastöðum samskotafje í tjeðu skyni: Síra S. B. Sivertsen á Útskálum, eins og áður hefir verið skýrt frá í Isa- fold: kr. úr Hvalsnessókn . . 21.81 — Útgarði.... 7.39 — Inngarði....35-8o — Keflavík... 5.00 kr. — Leirunni ..... 8.00 78.00 Síra Hannes Stephensen á Mýr- um í Álptaveri úr sínum sóknum 36.57 Síra Valdimar Briem á Hrepp- hólum: kr. úr Hrepphólasókn ... 9 — Stóranúpssókn .... 7 16.00 Síra Stefán M. Jónsson á Berg- stöðum úr hans sveit...... 6.00 Samtals....... 136.57 Auk þessa hafa ýmsir heitið sam- skotum, en sem til þessa ekki eru inn- komin. Um hversu mikið inn sje kom- ið hjá Snorra verzlunarstjóra Pálssyni á Siglufirði, vantar enn þá nákvæma skýrslu ; en það mun því miður vera lítilræði. Með því fje, sem er fyrir hendi, er því ómögulegt að gjöra neitt; nema geyma það og ávaxta, þangað til meira safnast fyrir. Allt að 1000 krónam þyrfti að vera til taks, áður en ráð- stöfun er gjörð til þess, að útveganokk- urn minnisvarða yfir Hallgrím Pjeturs- son, sjer í lagi ef það væri einnig á- formað, sem sumir gefenda óska, að prentuð væri öll' þau ljóðmæli eptir skáldið, sem fengizt geta og enn eru óprentuð, og æfisaga hans yrði samin, eins fullkomin og kostur er á, helztmeð andlitsmynd hans, ef áreiðanleg fengist. Með þeim áhuga á góðum sálma- slcáldskap, sem ætti að vera samfara því, að sálmabókarnefndir eru settar ein á aðra ofan, mun mega ganga að því vísu, að landsbúar og sjer í lagi andlegrar stjettarmenn muni viljasýna landsins langbezta, og einu því bezta sálmaskáldi, hvar sem leitað er, sóma, og halda minningu hans á lopti. Með þessu heiðra menn jafnframt landið og bókmenntir þess. Hvernig þetta fyrirtæki blessast, kem-1 ur mest upp á prestana; því á þeim samskotaskrám, sem fyrir hendi eru, má sjá, að sóknarbörn þeirra klerka, sem kvatt hafa til samskota, hafa fúslega gefið, og' ekki sízt ekkjan sinn pening. Ytarlegri skýrsla um árangur sam- skotanna mun verða auglýst um þing- tímann í sumar. — Eittafþeim lagafrumvörpum, sem 1879 voru felld á alþingi í einhverri leiðslu, var lítið en mjög þarft frum- varp um stefnufrest í einkamálum, sem skotiff er frá yfirdómi íslands til hœsta- rjettar. Stefnufresturinn er eptir nú gildandi lögum í einkamálum eitt ár, en svo að skilja, að það verður að vera búið að birta stefnuna heilu ári fyrir byrj- un þess hœstarjettarárs, þegar málið á að falla í rj ett, en hæstarjettarárið byrjar ekki með almanaksárinu, heldur fyrsta fimmtudag í marzmánuði. Ef t. d. hæsta- rjettarstefna er birt hjer á landi í miðj- um marzmánuði 1881 eða seinna, get- ur málið ekki komið fyrir, fyr en í marz 1883, og opt er drátturinn lengri, svo það geta liðið mörg ár, áður en þessum málum er lokið. Sumir hjeldu á þingi, að eptir stöðulögunum væri löggjafarvald Islands ekki einhlýtt að gjöra þessa breytingu, heldur yrðiþetta frumvarp einnig að koma til kasta ríkisþingsins, sökum þess, að þetta væri nokkurs konar breyting á dómsvaldi eða verksviði hæstarjettar, en einn þing- maður í efri deildinni, Jón háyfirdóm- ari Pjetursson, sýndi ljóslega fram á, hver munur er á því, að gjöra breyting á stöðu hæstarjettar, sem æðsta dóms í íslenzkum málum, og á því að stytta stefnufrestinn í íslenzkum málum, þvi þetta hefði engin áhrif á vald eða verk- svið hæstarjettar. í neðri deild þingsins hrópaði sá þingmaður, sem bezt vit hefði átt að hafa á málinu það niður, og þar með er þessi rjettarbót fallin. En—auðsætt má þó hverjum heilvita manni vera, hver bagi það muni vera fyrir menn, ef óþarflega langur drátt- ur er á þvi, að þeir geti náð rjetti sín- um. J>að er einmitt eitt af því, sem mælir fram með kviðdómunum, að mála- úrslit eru þar fljót og greið. En — eins og nú á sjer stað með íslenzk mál fyrir hæstarjetti, þá getur margur mað- ur verið komin í gröf sína, áður en hann nær rjetti sínum og annar verið kominn t. a. m. til Vesturheims, áður en fullnaðardómur loks næst yfir hon- um. 5>ví er það hjer á landi, að sumir áfrýja málum til hæstarjettar, þó þeir viti, þeir hljóti að verða undir, ein- göngu til þess að draga málið og gjöra mótpartinn leiðan á málssókninni. þ>að er vitaskuld, að þetta er dýrt undanfæri, en getur þó stundum borgað sig fyrir áfrýjandann. Með hinu umrædda frum- varpi var nú leitazt við, að ráða bót á þessu, og stytta stefnufrestinn um hálft ár, en þetta hálfa ár gæti komið því til vegar, að meiru munaði á málalok- um. Kæmist þessi rjettarbót á, þyrfti ekki að birta hæstarjettarstefnu í máli, sem koma á fyrir á hæstarjettarárinu 1882, fyr en í byrjun septembermánað- ar 1881; eins og nú stendur, getur sama mál ekki komið fyrir fyr en í marz- mánuði 1883, og gjörir það eins árs mun. Vjer treystum því, að þetta Jaga- frumvarp verði upp borið á þingi í sumar, og mun það sannast, að það fær þá önnur afdrif, en i hitt eð fyrra. — Áþingii879 var borið upp frumv. til laga um breyting á 5. gr. í lögum 14. desbr. 1877 um tekjuskatt. þ>etta frumvarp var í alla staði þarft og rjett- látt; það miðaði að því, að eins og skrifstofukostnað og veizlukostnað eins embættis á að draga frá embættistekj- unum, áður en þær eru reiknaðar til tekjuskatts, eins skyldi og telja þeim til afdráttar öll lögboffin útgjöld, t. d. fje það, sem embættismaðurinn, eptir opnu brjefi 3i.maí 1855, er skyldurað gjalda árlega til eptirlauna konu sinni eptir sinn dag. fetta frumvarp, sem var samþykkt í efri deild þingsins með 9 atkvæðum, en fjell í neðri deild með 10 atkvæðum gegn 10, ætti eflaust að bera upp aptur á þingi í sumar, því það er með öllu ósanngjarnt, að láta nokkurn mann greiða tckjuskatt af lög- boðnum útgjöldiim sínum. Eins og kunnugt er, hafa í Danmörku bæði lánastofnanir (Creditforeninger), bánkar og sparisjóðir undanþágu frá ákvörðun tilsk. 27. maí 1859 1. gr. um leiguburð af peningalánum, og ein- stakir menn geta sömuleiðis, ef um það er sótt, fengið leyfi til, að selja fje að láni, þótt mót fasteignarveði sje, gegn hærri leigu en 4 af hundraði. Nú er svo ástatt í Danmörku, að allur hávaði lánsækenda leitar til opinberra sjóða, stofnana og banká, sem allajafna hafa nóg fje fyrir hendi, og lána það út gegn þeirri leigu, eða rjettara sagt því verði, sem á hverju tímabili er á pen-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.