Ísafold - 16.06.1881, Blaðsíða 4

Ísafold - 16.06.1881, Blaðsíða 4
56 Kr. fluttar 48.25 454.53 Tryggvi Gunnarsson upp í þjóðhátíðarkostnað... 400.00 Hepting á 50 expl. af Andvara 3.00 Borgað Birni fyrir Andvara og mannkynssögu...... 685.38 1136.63 1591.16 Beykjavík, 24. ágúst 1879. Jón Jónsson. —GBEIN fyrir þeim bókum þjóðvina- fjelagsins, er undirskrifaður hefir tekið við. Meðteknar: Engar. Afhentar: Engar. f>ess skal getið, að á árunum 1875—1879, meðan jeg var einn í forstöðunefnd þjóð- vinafjelagsins, gengu jafnaðarlega bækur, fjelaginu tilheyrandi, fram og aptur milli mín og annara stjórnenda fjelagsins, ogvoru slíkar bækur stundum afhentar í húsinu, þar sem jeg bjó ; en það var hvorttveggja, að jeg veitti ekki slikum bókum formlega við- töku, enda veit jeg ekki til, að nokkur slík bók sje enn í vörzlum mínum. Beykjavík, 19. ágúst 1880. Jón Jónsson. Við ofannefnd „reikningsskil“ o. fl. athugast: 1. J>au eru svo úr garði gjörð, þó rjett væru, að þau verða ekki endur- skoðuð, samkvæmt því sem lög þjóð- vinafjelagsins fyrirskipa. Hvorki veit maður á stundum, hver inn hefir goldið peningana nje í kverju skym fjeð hefir innborgað verið, hvort það eru tillög, andvirði bóka, gjafir, eður allt þetta til samans. þar sem „síra Stefán“ t. d. á öðrum staðnum hefir greitt kr. 41,60 á öðrum kr. 34, þá veit maður hvorki, hver síra Stefán þetta er— þeir eru svo margir hjer á landi — nje hvert það er sami presturinn eða tveir nafnar, sem fjeð hafa borgað, nje held- ur í hverri veru það er inngoldið. f>á vantar allar kvittanir og undirfylgiskjöl. 2. Greinin fyrir viðtöku og afhend- ingu bóka kemur hvorki heim við sjálfa sig, nje við „uppteiknanirnar“, þvi pær bera með sjer, að landshöfðingjaskrif- arinn hefir bæði keypt og tekið við bókum fyrir fjelagið, (t. d. landabrjefum), og einnig selt þær og afhent, enda skilaði hann, eptir það hann var farinn frá gjaldkerastörfunum, eptirmanni sín- um, Magnúsi cand. Andrjessyni, smám- saman ekki allfáum bókum fjelagsins. En—hvort viðtakan og afhendingin hafi verið „formlegri“ en „reiknings- skilin11 sjálf, skal látið ósagt. 3. Eptir „reikningsskilunum11 ætti landshöfðingjaskrifarinn að hafa lagt kr. 2i,gg (kr. 600-^-578,01) í sparisjóð fyrir fjelagið fram yfir það, sem hon- um bar, en það er hvorttveggja, að sparisjóðsbókin er eignuð fjelaginu einu, og að hann, er hann skilaði henni af sjer, ekki taldi til neinnar skuldar hjá fjelaginu, enda ber sparisjóðsbókin það með sjer sjálf, að í þeim 600 krónum, sem hún hljóðaði upp á, voru fólgnar tipphœðir, sem lagðar liöfðu verið í sparisjóð fyrir fjclagið á ítndan al- pingislokum 1877’, og alltsvo á undan pví tímabili, se?u skilagrcinin nœr yfir. (Alþ.lok 1877—Alþ.lok 1879). En þeg- ar landshöfðingjaritarinn með yfirrjett- ardómi ig. júlí 1880 meðal annars var dæmdur í málskostnað út úr þess- um reikningsskilum, pá fyrst eignaði liann sjer hinar umrœddu kr. 21,99, og vísaði á þœr til að kvitta með málskostn- aðinn. 4. T>egar landshöfðingjaritarinn á aðalfundi fjelagsins, seint í ágústmánuði i87g, lagði hinar ofan á prentuðu „upp- teiknanir11 fram, gat hann þess sjálfur, að þær væru harðla ófullkomnar, og tók þær aptur á fundi, til þess að um- bæta þær og fullkomna. Hann hefir síðan bæði fyrir undir- og yfirdómi verið dæmdur til hins sama. Allt um pað œtlar hánn ríú hastarjett'i ríkisins að dœma pessar sömu uppteiknanir full og rjett reikningsskil að vera. 5. £>ær upplýsingar, sem komið hafa frá öðrum, reikningi landshöfðingja- skrifarans til skýringar, verða lagðar fram á aðalfundi í sumar. — Nýdáiiin er Skúli sýslumaður Magnússon í Dalasýslu, sömuleiðis Benedikt Gabríel, skólagenginn. — (Úr brjefi úr Vestri-Skaptafellssýslu).— Mörgum hefir þessi vetur klórað mjög á baki hjer, og horfði til hinna mestu vand- ræða í Kleifa- og Leiðvallahreppi með hey, því margir voru orðnir heylausir, en allir að komast í þrot með björg handa skepnum, þá er batinn kom; eru því gripir manna grannir undan þessum vetri, en batinn er líka góður og veðrátta hin hagstæðasta. Hjer byrjaði að hlána á Pálmasunnudag, en áður en batinn kom, leit ekki út fyrir ann- að en að fjenaður manna hjer í hjeruðum gjörfjelli.—• — Jeg vona því, að ekki verði stórkostlegur fjármissir í Kleifa og Leiðvalla- hreppum, en margar kýr var búið að skera þar áður en batinn kom. Hef jeg von um, að Skaptártungumenn haldi fjenaði sínum að mestu, nema einn fjallabóndi, sem er bú- inn að missa fjölda fjár, og ekki hægt að segja, hvað margt kann að fara enn. Erost mun hjer hafa orðið allt að 27° B. Sömu harðindi eru að heyra úr austursýslunni, og eins úr norðursýslunum; birnir margir hafa gengið á land upp, og fjöldiþeirraverið skotinn.— Eiskiafli óvanalega góður í Með- allandi og Alptaveri, á þriðja hundrað til hlutar. rrtleiular frjettir. KOSNINGAB í Danmörku til fólksþings- ins h. 24. maí fengu þau úrslit, að hægri menn misstu nokkra þingmenn; sjaldan fer betur þó breytt sje. Tveir amtmenn (Brocken- haus-Scheck, og Wedell-Wedelsborg) fjellu fyrir vinstri mönnum. —Á TÚNIS hafa Frakkar sigrazt, og er sú hríð á enda. Einnig lítur út fyrir, að Grikkir og Tyrkir sjeu sáttir að kalla, þó Grikkjum þyki landskikinn lítill, sem þeim er ætlaður. A IBLANDI stendui' við sama með upp- reisn og ófrið, og lætur stjórnin þó ekki sitt eptir liggja, að reyna til að sefa uppreistina. í BUSSLANDI verða fleiri og fleiri upp- vísir að vera í vitorði með níhilistum ; fyrir skemmstu var hermannayfirliði af góðum ættum tekinn fastur. En—eitthvað er að, því Loris Melikoff er búinn að segja af sjer, sá sem hafði mest völdin, og nýlega var kom- inn inn í ráðaneyti hins nýja keisara. Á þÝZKALANDJ reyndi Bismarck til að koma á tveggja ára fjárhagstímabili, í stað eins árs fjárlaga, en varð undir. AUG-LÝSING frá Stjórn ]),jóðvinafjclagsins. þetta ár, 1881, fá þjóðvinafjelagsmenn fyrir tillag sitt, 2 kr., þessar bækur: Verð kr. þjóðvinafjelagsalmanak um árið 1882.. 0.50 Andvara, VII. ár.................. 1.50 Lýsing Islands, eptir þorv. Thoroddsen 1.00 “3)00 Bækur þessar voru sendar frá Kaup- mannah. með maí-ferð póstskipsins »Valde- mar«, til útbýtingar meðal fjelagsmanna, sem nú eru eða verða þetta ár. I almanakinu er M Y N D af þeim Björn- stjerne Bjórnson og Johan Sverdrup. Framan við Andvara er M Y N D af Jóni heitnum Gubmundssyni, ritstjóra þjóð- ólfs. Almanakið er efnismeira en það hefir nokkru sinni verið áður. I Andvara er: Æfiminning Jóns Guðmundssonar;—um ráðgjafa-ábyrgðar-lög ;—um nokkrar greinir sveitamála;— um skóla í Svíþjóð ;— um stofnun búnaðarskóla á íslandi. Með Lýsingu Islands (Vl + 98. bls.), eptir þorvald Tho'roddsen, er efnt loforðið við fjelagsmenn í fyrra, er þeim var úthlutaður meðal annars Uppdráttur íslands, og verð- ur nú sjeð um, að þeir sem nú ganga í fje- lagið og eignast því Lýsinguna, geti einnig fengið Uppdráttinn, fyrir 1 kr. —Nýir fjelagsmenn geta fengið framan- greindar bækur á þessum stöðum : í Kaup- mannahöfn hjá forseta fjelagsins, Tryggva kaupstjóra Gunnarssyni; í Beykjavík hjá gjaldkera fjelagsins, biskupsskrifara Magn- úsi Andrjessyni; á ísafirði hjá hjeraðslækni þorvaldi Jónssyni; á Akureyri hjá bókbind- ara Friðb. Steinssyni; og á Seyðisfirði hjá veitingam. Sigm. Matthíassyni. Enn fremur hefir ýmsum öðrum umboðsmönnum fjelags- ins verið send nokkur exemplör af bókunum aukreitis, til miðlunar við nýja fjelagsmenn. — Nefndir herrar hafa og til l&usasölu flestar eldri bækur þjóðvinafjelagsins, flest- allar með niðursettu verði, sjá kápuna um þ. á þvfl.-almanak. þessa árs bækur fjelagsins eru og til lausasölu bæði hjá þeim og ýrnsum öðrum umboðsmönnum fjelagsins, og Almanakið auk þess hjá flestum kaupmönnum og bók- sölum landsins. Útgefandi: Björn Jonsson, cand. phil. Prentuð í Xsafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.