Ísafold - 25.08.1881, Page 4

Ísafold - 25.08.1881, Page 4
84 í sumar. f>að er haft fyrir satt, að soldán í Miklagarði blási að kolunum af öllum mætti og mæla blöð á Frakklandi mjög stygglega til hans um þessar mundir. Tilhlutun stórveldanna um málið Midhats og þeirra fjelaga hefir þó unnið það á, að soldán hefir breytt líflátsdómshegningunni í kastalavarðhald æfilangt. f>að er nú flestra manna mál, að Midhat muni saklaus um frá- fall Abdul Aziz. Höfðingi Bolgara, Alexander fursti af Bat- tenberg, hefir fengið.því framgengt viðþegna sína, að þeir hafa selt honum í hendur al- ræðisvöld um 7 ára tíma. f>eir höfðu reynzt síður en eigi vaxnir stjórnfrelsi því, er þar var í lög tekið með ráði Bússa eptir lausnina undan Tyrkjum, eptir margra alda ánauð og pyndingar af þeirra hendi. Khöfn, 8. ágúst 1881. A morgun tekur hið nýkosna fólksþing hjer til starfa. f>að er þriðja þingsetan þetta ár. f>ví kvað ekki vera ætlað annað að vinna að stjórnarinnar fyrirlagi en að ljúka við fjár- lögin. Ekki er neitt los á ráðaneytinu, þrátt fyrir hinn mikla ósigur í síðustu kosningum. f>að má með sanni segja, aðlandið sje span- ið undan Estrup og þeim fjelögum; því að þessir 26, sem þeim fylgja af 102 þingmönn- um alls, eru flestir úr höfuðstaðnum og þar í grennd; af Jótlandi t. d. einir 5, af 45;' frá Fjóni 2, frá Lálandi og Falstri enginn. Konungur er farinn suður á f>ýzkaland, í kynnisför til dóttur sinnar. Ætlar þaðan til Bússlands, að heyrzt hefir. GarfieldBandamannaforseta versnaði sár- ið fyrir nokkru háskalega, en rjetti við apt- ur og er nú haldinn á öruggum batavegi. Ekki hefir enn komizt neitt upp um það, hverjir sent hafa vítisvjelarnar frá Ameríku til Englands, sem jeg gat um um daginn. f>ær voru 10, skipt niður á 2 skip. Stjórninni í Lundúnum hafði komið njósn um sending- arnar, og vitjuðu lögreglumenn þeirra undir eins og skipin höfnuðu sig í Liverpool; þeir fundu þær þegar, eptir því sem til hafði ver- ið sagt, í sement-tunnum. Feníum er kennt illræðið, enda hafa menn úr þeirra flokki þar vestra, í New-York og víðar, heitazt mjög í sumar um stórræði á hendur Englendingum, til hefnda fyrir meðferð þeirra á Irlandi, svo sem að eyða með sprengivjelum öllum stór- hýsum í borgum á Englandi, að ráða af dög- um prinzinn af Wales, Gladstone og Forster, stjórnarherrann fyrir Irland, o. s. frv. Morð- sögur spyrjast og frá Irlandi að öðru hvoru. Gladstone hefir nú fengið samþykkta í neðri málstofunni hina miklu rjettarbót sína handa Irum, ný landbúnaðarlög. Lávarðarnir hafa nú frumvarpið undir höndum. Ekki láta þeir vel við því og mundu eflaust færa það til heljar, ef þeir hefði áræði til. Gladstone og þeim fjelögum var mjög í móti skapi hernaðarbraml hinnarfyrri stjórn- ar og vítti mjög leiðangurinn á hendur Af- gönum. Enda ljetu þeir herinn snúa á brott þaðan undir eins og því varð við komið í vor eð var. Nú hefir það orðið til tíðinda i Af- ganistan síðan, að höfðingi sá, er Englend- ingar höfðu haldið þar til ríkis, Abdurrhaman, hefir beðið höfuðósigur fyrir frænda sínum, Ayub, þeim er Bretar fengu allmikinn skell af í fyrra sumar, þótt þeim yrði auðið hefnd- ar fyrir innan skamms. Fundurþeirra frænda varð 27. f. m., og mun Abdurrhaman vera nú hraktur frá riki, en hinn seztur í sæti hans. Ekki þótti Englendingum þetta góð tíðindi, en Gladstone mun láta sem það mál taki ekki til þeirra, hver löndum ræður í Afganistan. Af viðskiptum Frakka og upphlaupsmanna í Alzír spyrjast engin sjerlegtíðindiumþess- ar mundir. þingkosningar eiga frarn að fara á Frakk- landi 21. þ. m., og er mikill viðbúnaður fyrir þeim, sem lög gjöra ráð fyrir. Maður sá, er rjeð fyrir banatilræðinu við Bússakeisara í Moskva um haustið 1879, og Hartmann heitir, er nýlega kominn fram í Ameríku, í New-York, í erindum byltinga- nefndarinnar á Bússlandi, segir hann. Hann hefir sagt þar í einu blaði, New-York-Herald, langa sögu af því stórvirki sínu og lagskonu sinnar, Sophíu Peroffskaja, þeirrar er hengd var í vetur með öðrum banamönnum keisar- ans. Almenningur í Ameríku ljet maklegt, að Hartmann tæki þau gjöld dirfsku sinnar, að hann væri framseldur í hönd Bússum til hegningar, en þá skaut hann sjer undan, og hefir eigi sjezt síðan. SLYS. Sunnudaginn 7. þ. m. meiddust 2 menn i skemmtireið hjeðan úr Beykjavík og fannst annar þeirra látinn, Kristmann Jónsson að nafni og var gullsmiður, ættaður af Vesturlandi; ekki vita menn neitt um hvernig slysið hefir atvikazt, því sá er lifir, segist ekkert um það muna. — 11. þ. m. andaðist hjer í bænum eptir langa og þunga legu verzlunarstjóri hluta- veltufjelagsins Jón Guðmundur þorsteinn Pálsson, mjög vel látinn maður. — Heyrzt hefir að austan lát prestsins síra Hannesar Stephensens í Meðallands- þingabrauði. Hann var ungur að aldri og ötull maður og hraustur. KÝMILEG SPUBNING LÖGÐ FYBIB þlNGMANNSEFNI. þegar þingmanns- kosning fór síðast fram í 5. kjördæmi Kaup- mannahafnar, spurði einn kjósandi þing- mannsefnið Holm, sem er skraddari: »Hve nær fæ jeg nýju buxurnar mínar?« Sauiskot til minnisvarða yflr Hallgrím Pjetursson. -- Kr. Frá biskupi P. Pjeturssyni.......... 20.00 Úr Skorrastaðarsókn................. 12.00 — Sauðlauksdals prestakalli........ 30.00 — Laufáss prestakalh................ 5.00 Alls: 67.00 þess utan hafa mjer borizt fregnir um, að von sje á fje í sama tilgangi úr Isafjarð- arprófastsdæmi og úr Presthóla-prestakalli norðanlands, en peningarnir eru til þessa ó- koinnir. p. t. Beykjavík, 31. júlí 1881. Grímur Thomsen. AUGLÝSINGAR. Gjafir handa sæluhúsinu á Kolviðarhóli til að útvega handa því kol og steinolíu til vetr- arins: Bergur amtmaður, Holgeir kaup- maður, Sigurður prestaskólastjóri og Jón landritari 5 kr. hver, Pjetur biskup 4 kr., Tómas læknaskólakennari og Magnús yfir- dómari 3 kr. hvor, Magnús þingm. Arnes- inga og Einar þingm. Eyfirðinga 2 kr. hvor, samtals 34 kr. Gjafirnar eru bundnar því skilyrði, að Ólvesingar leggi til kauplaust nesta til að sækja kol þau og steinolíu, er keypt verður fyrir það, sem inn kemur. Frekari gjöfum móttekur Jón Jónsson landritari. Mðursuðufjelagið á Siglufirði. Hjá undirskrifuðum fæst niðursoðið í lopt- þjettar járnþynnudósir: Nautakjöt í tveggja punda dósum fyrir 1 kr. 40 aura, kindakjöt í »Fricasé« í tveggja punda dósum fyrir 1 kr. 35 a., kæfa í eins punds dósum 1 kr., rjúpur í »Carry» í eins punds dósum (2 rjúpur) fyrir 1 kr. 35a., Silungur í oliu í eins punds dósum fyrir 60 a. þeir, sem ef til vill vildu panta þetta ofanskrifaða, fáþað kostnaðarlaust sent til sín fyrir tiigreint verð, en hjer á staðnum verður það selt ódýrara. Siglufirði, 11. ágúst 1881. Snorri Pálsson. E. B. Guðmundsson. WILLIAM JAMIESON FISKIYERZLUN í STÖRKAUPUM 15, Pitts stræti í Liverpool, stofnsett 1821, tekur að sjer að kaupa og selja í umboði fyrir aðra (Commission) farma af salt- fiski, löngu og ýsu frá Islandi og Færeyjum. Banki: Liverpool Union banki. Undirskrifaðnr óskar að f'á til kaups: Fjölni allan. Ársrit Yestfirðinga allt. þjóðólt' allan. ísaf'old alla. Orðskviðasaf'n Gruðin. Jónssonar 1880. íslenzk sagnablöð 1817—1826. Æfisögu Franklins. Reykjavík, g. ágúst 1881. Kr. O. þorgrímsson. SILKIBEGNHLÍF nýleg, svört að utan en violet að innan, með handfangi úr trje, í lögun áþekk viðarrót, hefir nýlega glat- azt frá mjer. Sá, sem finna kynni, er beð- inn að halda henni semfyrsttilskilatilmín. Beykjavík, ’81. Hallgrímur Sveinsson. Búm 20 tólf álna löng t r j e 6 þuml. á kant, ný og góð, fást hjá mjer með góðu verði; og fáein af öðrum lengdum (16 áln.). Bvík, 25. ág. 1881. Sigm. Guðmundsson. Jeg undirskrifaður auglýsi, að jeg hefi apturkallað og apturkalla hjer með þau orð og ummæli, er jeg kann að hafa haft um bónd- ann Olaf Eggertsson á Ingunnarstöðum út af meðferð hans á drengnum Pjetri Eiríkssyni bróður mínum, sem varð úti næstliðinn vetur, og er það vilji minn, að nefndur Ólafur Egg- ertsson eigi líði neina minnstu skerðing á sínu góða nafni og mannorði út af þessu. Til staðfestu er nafn mitt undirskrifað bæði fyrir mína hönd og annara vandamanna ofannefnds drengs. Berufirði í Barðastrandarsýslu, 7. júní 1881. Friðrik Eiríksson. FJÁRMARK Vigfúsar þorsteinsson- ar í Nýjabæ á Akranesi: Miðhlutað hægra og gat. Brennimark : y ^ \ ____H Útgefandi: Björn Jónsson, cand. phil. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.