Ísafold - 14.01.1882, Blaðsíða 1
Árgangurinn kostar 3 kr.
innanlands, en 4 kr. er-
lendis. Borgist í júlíraán.
ÍSAFOLD.
Pöntun er bindandi fyr
ár. Uppsögn til áraskipl
með tveggja mán. fyrirvai
Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri.
IX 1.
Reykjavík, laugardaginn 14. janúarmán.
188S
Arið 1881 hefir að ýmsu leyti verið
erfitt ár fyrir ísleíidinga. Fyrir nýár-
ið í fyrra voru þegar komin mikil harð-
indi, en eptir að hið nýja ár var geng-
ið í garð, fóru þau sívaxandi fram í
marzmánuð að heita mátti að bjargleysa
væri komin yfir land allt; frostin voru
svo míkil að óvíst er að nokkru sinni
hafi meiri og langvinnari frost komið á
íslandi, og þau voru þess ollandi, að
skepnum varð eigi beitt, þótt jörð væri
nokkur. Með aprílmánuði byrjaði góð-
ur og mjög hagstæður bati, en vorið
var aptur á móti, eins og sumarið allt,
mjög kalt og þurrt, svo að mjög víða
fór eigi klaki úr jörðu og grasbrestur
varð hinn mesti á þurrlendi öllu; þar
sem votlent var og á fjallaflóum þeim,
er snjór hafði legið yfir allan veturinn,
var aptur á móti grasvöxtur í meðal-
lagi, eða því nær, og sakir þurrviðranna
var þar venju fremur hægt aðstöðu við
heyskapinn, en nýting var hvervetna
hin besta. Haustið hefir verið gott og
veturinn til ársloka hvervetna þar sem
greinilega hefir til frjezt. ]prátt fyrir
hin miklu harðindi í fyrra vetur og
þótt innistöður fyrir allt fje í mörgum
Ihagasælum góðviðrasveitum væru yfir
20 vikur, þá varð samt eigi fellir neinn
á fje í fyrra vor, svo kunnugt sje, nema
aðeins í suðurhluta Gullbringusýslu og
á Barðaströnd; aptur á móti munu
hross víðar hafa faiiið úr megurð. Að
menn almennt gátu staðizt slíkan vík-
ingsvetur, átti sumpart rót sína í því,
að heyskapur var góður sumarið áður
og víða fyrningar miklar eptir hinn
blíða vetur þar á undan, en sumpart
má eflaust skoða það sem gleðilegan
vott um, að menn eru farnir að setja á
hey sín með meiri fyrirhyggju, en áð-
Íur þegar menn felldu skepnur sínar,
þótt harðindi leggðust eigi að fyrri en
undir miðjan vetur. Fiskiafli var víðast
hvar i meðallagi, en síldaraflinn, þar sem
hann var stundaður, sjerlega góður ; að
vísu voru það mest útlendir menn, er
gagn höfðu af honum. en innlendum
mönnum var hann einnig til mikilla
hagsmuna, og það hefir komið í ljós,
að hann getur orðið mikil auðsupp-
spretta fyrir íslendinga, ef þeir hafa
kunnáttu og dugnað til að nota sjer
hann.
Verzlunin var yfir höfuð í erfiðara lagi,
að því leyti, sem kornvara öll var í ó-
vanalega háu verði, en um skort á að-
flutningum var hvergi getið, og það
var mikilsvert fyrir almenning að verð
á siáturfje var í betra lagi, því víða
urðu menn að fækka skepnum sínum,
eigi að eins af því, að heyaflinn var
lítijl, heldur og af þvi, að fyrningar
voru viðast hvar engar. Sjer í lagi var
það eigi þýðingarlítið, að hægt var að
selja mikið fje og hross til Englands
sumpart fyrir peninga og sumpart fyrir
aðrar nauðsynjar; það var nýlunda að
menn fengu eigi alllítið fóðurkorn og
jafnvel hey frá Englandi, og þótt það
sje sorglegt, að slíka vöru þurfi að
sækja til annara landa, þá er það á
hinn bóginn vottur um, hvað hægra
mönnum er orðið en áður, að ná til
veraldarmarkaðarins og bæta með því
úr þörfum sínum.
Heilsufar var yfirhöfuð gott að því
undanteknu, að í fyrra vetur gekk yfir
andarteppuhósti á börnum, er mörg-
um þeirra varð að dauðameini, og síð-
ara hlut sumarsins bar víðsvegar, venju
fremur, á bólguveiki. Meðal þeirra
merkra manna, er land vort mátti sjá á
bak næstliðið ár, má sjer í lagi nefna
Halldór prófast Jónsson á Hofi.
I frostunum í fyrra vetur urðu nokkr-
ir menn úti og aðra kól til skemmda;
voru þó minni brögð að því en við
mátti búast; þess utan var það hið
helzta slys, að póstskipið Phönix fórst
vestur við Mýrar síðast í janúarmánuði
með hlaðfermi af vörum; marga af
skipbrotsmönnum kól mjög og 2 Ijetu
lífið af því.
Af landsstjórninni er lítið að segja,
en það á einatt heima um hana, sem
sagt er um heimilisstjórnina, að hún
gengur því betur, sem hún gefur síð-
ur tilefni til umtals. Af lögum þeim,
er alþingi samþykkti voru fæst mjög
mikilsverð, og hinum þýðingarmestu
málum, er það tók til meðferðar, gat
það eigi ráðið til lykta. Nýjar opin-
berar stofnanir voru engar settar á
á fót, nje heldur ráðizt i nein ný al-
menn fyrirtæki, en almenningur lýsti
yfirhöfuð sama gleðilega áhuga, sem
undanfarin ár, á því, að nota
menntastofnanir þær, sem til eru
í landinu. Eins og að undanförnu
var töluverðu fje varið til að bæta sam-
göngur í landinu, enda sjer þess víða
merki; sömuleiðis var fje varið til að
bæta búnað og styðja ýms visindaleg
og verkleg fyrirtæki, og má þess vænta,
að þetta allt beri síðar góðan ávöxt; í
því trausti hækkaði alþingi eínnig að
mun fje það, sem lagt er af landssjóði
til síðastnefndra atriða.
Hið nýja alþingishús, sem jafnfrí
á að geyma forngripasafnið og lan
bókasafnið, var fullgjört í sumar og Iji
allir einum munni upp um það, hve
vönduð og velgjörð bygging þessi
Hið liðna ár hafa menn orðið
reyna aftaksharðan vetur, graslítið si
ar og dýrtíð; eigi að síður er eigi
anlegt, að af þessu muni leiða ne
varanlegan hnekki fyrir velmej
landsins og þess vegna má því hel
vænta þess, að sá framfarahugur, s
í flestum greinum er farinn að val
hjá Iandsmönnum, muni hafa góðan
rangur, þegar oss hlotnast betri ár.
Lffséhyxgð og lífVyrir.
í 28. blaði ísafoldar f. á. skýf^i h
setti landlæknir J. Jónassen frá þvi,
menn gætu fengið hjá sjer skjöl þ
sem nauðsynleg eru til að nota líi
byrgðarstofnunina í Kaupmannahc
en með því að mönnum mun alme
vera lítið kunnugt hjer á landi hver
má hafa af þesskonar stofnunum,
viljum vjer hjer fara nokkrum orð
um þau atriði þeim viðvíkjai
er ætla má að helzt geti komið
greina hjer á landi.
þ>að er yfir höfuð ætlunarverk stc
ana þessara, að því leyti sem unnt
með peningum, að bæta úr þeim va
kvæðum, er af því geta leitt fyrir sj
an mann eða aðra, hversu óvíst það
hvað lengi maður lifir. Hin helztu st
þeirra eru, að veita mönnum lífsábyi
og lífeyri, en hvoru þessu fyrir sig g
ur verið fyrirkomið á mjög mism
andi hátt. Lífsáhyrgð er venjulega
því fólgin, að stofnunin tekur að í
að borga ákveðna upphæð, þegar m
ur deyr, móti því, að fá ákveðið
lag á tilteknum gjalddögum; þan:
getur t. d. 25 ára gamall karlmai
fyrir 16 kr. á ári fengið ' tryggin
fyrir þvi, að dánarbúi hans, eða hverji
sem hann hefir tiltekið, verði við f
fall hans borgaðar út 1000 kr., og
sömu tiltölu meira eða minna eptir
sem tillagið er meira eða minna;
ef hann eigi kærir sig um að fá tryj;
inguna fyrir allt lífið, heldur t. d.
eins fyrir næstu 10 ár, þá þarf ha
eigi að borga nema rúmar S kr. á
i þau io ár fyrir lífsábyrgð upp
1000 kr. J>etta heitir lífsábyrgð 1
stundarsakir (ophörende Livsfors