Ísafold - 14.01.1882, Síða 3

Ísafold - 14.01.1882, Síða 3
3 hugasemdir við ritgjörð þessa; því oss virð- ist höfundinum sumstaðar hafa lítið eitt mistekizt, eða gleymst að taka fram sumt, sem nauðsynlegt er að getið sje, til þess að ritgjörðin verði eigi misskilin. þar sem höf. talar um lokræsi, þykir oss þess vangetið, að malarræsi verða eigi notuð nema undirlagið eða ræsisbotninn sje allur svo harður, að mölin geti hvergi sígið; því að öðrum kosti getur hún missígið, og verður þá ræsisbotninn, farvegur vatnsins, ójafn, stundum máske svo, að ræsið verður við það eyðilagt. En þessa þarf vel að gæta, þegar um hlutfallið og valið milli þeirra og pípu- eða jarðræsa er að ræða. I mýrum vorum er jörð mjög vlða djúp, svo að opt eru margar álnir ofan að föstu lagi. Jarðlagið sjálft er þá optast mójörð eða önn- ur gljúp, lin jörð, sem alveg óhugsandi er að leggja malarræsi í; þau verða þar mjög óvaranleg. Mölin sígur, stundum misjafnt, og fyllist um leið af mold, sem þrýstist og flyzt með vatninu inn á milli steinanna, ein- kum sje mölin stór. Malarræsi verða varanlegust í leirjörð eða leirblandinni jörð með hörðu undirlagi, svo sem þjettum leir, móhellu, sandhellu eða grýttri jörð. jpá má vænta að þau haggist eigi og haldi sjer lengi hreínum. I lausum jarðvegi gjöra pípuræsi bezta þjenustu. Af því pípurnar eru svo langar (12—15 þuml.) og að tiltölu eigi þungar, haggast þær eigi svo mjög; enda er hægara að biia um þær, með því að þjetta hin mjóu ræsi í botninn með hnausnm og smá sandi, þar sem botn- inn er mjög agalegur. En af því eigi er að búast við, að þetta ræsaefni verði að sinni fáanlegt með viðunanlegu verði, mun verða að láta sjer nægja jarðræsi þar sem botninn er eigi nógu harður fyrir malræsi. Aðferð höf. við jarðræsin álítum vjer eigi hina heppilegustu. Hún er fögur til frá- sagnar en óþægileg til meðferðar. Yjer á- lltum þjenugra að hafa engan stall í ræsun- um, heldur láta skurðinn smáganga að sjer niður í botn, svo að hann þar gangi alvög saman. Eeti fyrir ofan botninn má hann eigi vera nema hálft fet á vídd, en síðan jafnvíðkandi upp úr, svo hann efst sje um 1-J- fet. Dýptin má eigi vera minni en 4 fet. þegar loka skal slíku ræsi, verður að hafa ræsisform : trjestykki, sem sje lagað eins og neðsta fetið af dýpt ræsisins. Skal svo stingahnausa úr rótgóðri jörð, svo aðhnaus- inn sje að minnsta kosti eitt fet á þykkt; má fá slíka stungu í flestum mýrum vorum. Skal skera hnausinn svo til, að grasrótar- síðan sje mjórri en flagsíðan, og er honum drepið ofan í ræsið svo að grasrótin snýr niður, og skal þrýsta honum ofan á ræsis- formið, sem síðan er dregið fram undir næsta hnaus. Hnausarnir skulu vera svo gildir, að þeim verði eigi drepið lengra ofan í skurð- inn en svo, að formið sje laust undir, þótt fullvaxinn maður kasti sjer ofan á þá af öll- um þunga. Byrja skal við upptök ræsis- ins. Mola þá, er ræsisformið flytur á undan sjer, skal jafnóðum taka upp. þegar ruðn- ingnum er mokað ofan í aptur, skal troða hann jafnt og vel, og varast, að í honum sjeu steinar stærri en hnefastórir, og eigi mikið af þeim, því það veldur of miklum þyngslum. Slík ræsi ætti sízt að leggja í lautum milli teiga; enda þarf slður teiga þar sem lokræst er, nema til að leiða burtu yfirrennslisvatn.—f>essa aðferð höfum vjer reynt betri til framkvæmdar en hina; hún er fljótlegri og eigi eins vandasöm. Efumst vjer heldur eigi um, að ræsin sjeu eins varanleg eða jafnvel fremur, því lítið þarf að bera út af til þess að hin litla rás í stall- ræsinu teppist; við þessa aðferð má bjarg- ast við algenga spaða (skóflur), þó seinlegra sje, en með sjerstökum þar til gjörðum spaða. Kostnaðinn við malarræsi álítum vjer að höf. reikni of lágt sem meðaltal. J>ess munu að eins fá dæmi, að mátuleg möl fáist með svo hægu móti (þó ekki verði notuð), en sje hún stór, þarf meira af henni, svo að af hinni stærstu möl, sem nota má, þarf 3300 teningsfet í 550 faðma langt ræsi. Auk þess er langtum seinlegra að grafa ræsi í hinn harða jarðveg, sem malarræsi verða lögð í, því þá verður að nota mölbrjótinn. Hjer við bætist, að e'ndurbætur á malarræsum eru miklu torveldari en á jarðræsum, einkum hafi jarðlagið verið lint, og sje legu ræsis- ins raskað. Eptir reikningi höf. má leggja 4 jarðræsi með lítið meiri kostnaði en eitt malarræsi, en vjer gjörum ráð fyrir, að kostnaðarmunur- inn verði enn meiri. Ætti því, að leggja malarræsi einungis þar sem útlit er fyrir að þau geti orðið varanleg, annars jarðræsi. J>ar sem höf. (bls. 215) taiar um sam- skeyti á pípuræsum virðist oss getið hinnar óheppilegustu aðferðar af þrem, er vjer þekkjum; hinar eru: að mynnispipa safn- ræsins lendi á miðri pipu í viðtökuræsinu, og til að hleypa vatninu inn í það, skal brjóta gat á pípuna í viðtökuræsinu, og laga enda safnræsispípunnar svo, að hann falli sem bezt við það; að viðtökuræsið liggi pípuþykktinni (3—4 þuml.) lægra en safn- ræsin; skal þá haga svo til, að mynni safn- ræsins lendi á miðri pípu í viðtökuræsinu, og skal gjöra gat á (eða skarð í) hana ofan- verða, og annað gat á safnræsispípuna neð- anverða svo að þau standist á (því safnræsið verður ofan á viðtökuræsinu); fellur þá vatn- ið ofan um gatið, er safn-ræsispípuendinn er teptur. Um þessi samskeyti er hægast að búa svo varanlegt verði. Hvorki má leggja steina við samskeytin nje annarsstað- ar nálægt pípunum, því þeir geta þrýst svo að þeim, að þær raski legu sinni eða springi Að byrgja fyrir enda seinustu pípunnar með j árnþráðarneti, er eigi ráðlegt. J>að getur fyllzt af slýi og teppt pípurnar. I mynni hvers lokræsis á að setja járnpípu eða trje- lúðu, sem standi dálítið út úr skurðbakkan- um, sem ræsið að síðustu fellur í. |>egar höf. talar um umbúning á hliðum stýfiugarða (bls. 236), hefði þess þurft að vera getið, að borðin, sem höfð eru til að stýfla með, sjeu sundurlaus, og að þau skuli liggja á rönd í grópi, eða á milli tveggjalista á dyrastöfunum, svo að þegar hleypt er áf, megi taka að eins eitt borð í einu. Yerður þá vatnsaflió minna og eigi eins hætt við skemmdum, öll sú áburðarleðja, sem hefir j sezt undir vatnið, verður eptir, en sje öllu hleypt af í einu, skolast hún burt með straumnum, sem þá verður mestur við botn- inn. |>essa er eigi almennt gætt, þar sem borið er við að stýfla vatn á engjum. Má eins koma því við þó með torfi sje stýflað, með því að taka að eins eina hnausaröð af í einu. Myndirnar 2. 3. og 5. eru of ónákvæmar og ógreinilegar til þess að geta verið efninu til skýringar. J>ess mun eigi að vænta að sinni, að leir verði brenndur hjer í landi, þó vjer vildum óska að landsmenn fynndu sem fyrst þörf á því, og mundi þá hægast að koma því í verk með dálitlu hlutafjelagi. En þangað til verður að bjargast við malræsi og jarðræsi, hvert á sínum stað. Að endingu viljum vjer óska þess, að menn færi sjer sem bezt í nyt bendingar hins heiðraða höfundar, og vonum vjer, að hann innan skamms unni löndum sínum leiðbeiningar í meðferð »sáðlandsins« (tún- anna), sem undirstöðu góðs landbúnaðar. Fáeinar spurningar. í Almanaki J>jóðvinafjelagsins fyrir árið 1882, er meðal annara ritgjörða „Ártíðaskrá nokkurra merkra íslend- inga“, er Guðmundur J>orláksson hefir búið undir prentun og aukið. Af því mjer virðist sumt í þessari ritgjörð nokk- uð frá brugðið því, sem jeg hefi sjeð í öðrum bókum, vil jeg leggja fyrir hinn heiðraða höfund fáeinar spurningar þessu viðvíkjandi, því rúmleysi í blað- inu hamlar mjer frá, að tala nákvæm- ar um þetta. Spurningarnar eru þessar: 1. (bls. 48). Á hverju byggist sú getgáta, að Leggur prior, er andaðist 21. d. febr.m. 1238, hafi verið Torfason? 2. (s. bls.). Er það rjett, að Klængur bisk- up í Skálholti hafi verið fæddurii02, en ekki 1105. 3. (s. bls.). Er rjettara, að telja fæðingar ár Guðmundar góða Hólabiskups 1160, heldur en 1161? 4. (s. bls.). Var Magnús Stephensen kon- ferentsráð fæddur 1759, en ekki 1762 ? 5. (bls. 49). Var það árið 1331, sem Laur- entius Hólabiskup andaðist, en ekki 1330? 6. (s. bls.). Var það áriðin8 (sama ár og Gissur biskup andaðist) sem Og- mundur ábóti á Helgafelli drukknaði, en ekki 11887 7. (bls. 51). Var Stiklastaðaorusta 3. d. ágústm. 1030, en ekki hinn 31. s. m.? 8. (bls. 52). Var síra Einar Hafliðason officialis á Breiðabólstað í Vesturhópi fæddur 1304, en ekki 1307, og and- aðist hann 1399, en ekki 1393? 9. (s. bls.). Var það árið 1149, en ekki 1148, sem Magnús biskup Einarsson brann inni í Hítardal? 10. (bls. 52). Var það árið 1194, sem Snorri J>órðarson í Vatnsfirði andað- ist, en ekki 1193? u.(bls. 53). Er ártíðadagur síra Hall- gríms Pjeturssonar sálmaskálds 2. d. oktbrm., en ekki hinn 27. s. m. ? 12. (s. bls.). Hve nær var síra Gunnar

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.