Ísafold - 07.02.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 07.02.1882, Blaðsíða 3
7 það er skoðað, raska þeim grundvelli, sem lögin um tekjuskatt yfir höfuð eru byggð á. Með þessu vildum vjer koma í veg fyrir, að mál þetta verði enn af nýju borið upp á alþingi, og tíma þingsins eytt til þess að fjalla um það. Stjórnartíðindi. Með brjefi dags. 7. nóv. f. á. hefir ráðgjafinn fyrir ís- land tilkynnt landshöfðingja, að hann eigi finni ástæðu til að taka til greina ályktun neðri deildar alþingis um að skora á ráðgjafann, að fresta umboði því, er Jóni ritara Jónssyni var veitt i. júlí f. á. til að dæma í Elliðaármál- unum m. m. Enn fremur hefir ráðgjaf- inn sama dag tilkynnt landshöfðingja, að hann áliti rjettast að bíða eptir hæstarjettardómi um rjett kaupmanns Thomsens til að þvergirða Elliðaárnar, áður en gjörð sje nokkur ákvörðun út- af ályktun alþingis um að skora á land- stjórnina, að höfða mál á móti Thom- sen í nafni þjóðjarðarinnar Hólms fyrir þvergirðingar hans í Elliðaánum. Með brjefi dags. 7. nóv. f. á. hefir ráðgjafinn tilkynnt landshöfðingja, að konungur hafi 4. s. m. neitað um sam- þykki á frumvarpi því, er alþingi Qellst á um samþykkt á reikningum land- sjóðsins I878 og 1879. Tillögur ráð- gjafans um þetta mál voru byggðar á því, að alþingi hafi neitað að láta 2 gjaldliði standa í reikningnum, sem heim- ilaðir eru í fjárlögunum, og í venju þeirri, sem hingaðtil hefir verið fylgt, samtals að upphæð 600 kr. þ>ess er óskandi, að þeir sem á alþingi í sum- ar hjeldu því fram, að þær breytingar væru gjörðar við nefnt frumvarp, sem nú hafa valdið því, að það eigi náði samþykki konungs, sjái þó ráð til þess, að það verði landinu til hags 0g þing- inu til virðingar, að tillögur þeirra voru samþykktar. Með bijefi dags. 13. nóv. f. á. hefir ráðgjafinn tilkynnt landshöfðinga, að eigi geti orðið veitt leyfi til að selja jörðina Hamra í J.axárdal, sem er eign bóndakirkjunnar á Sauðafelli, þannig að jörð þessi verði með öllu fráskilin kirkjueigninni, af þeirri ástæðu að það mundi koma í bága við þá grundvall- arreglu í lögunum, að eigi má taka kirkjujörð frá þeirri kirkju, er hún heyr- ir undir.—Tjeð regla er yfirhöfuð góð og nauðsynleg, því hið opinbera þarf að hafa fulla tryggingu fyrir því, að kirkjueigandinn fullnægi þeim skyld- um, er á honum hvíla með tilliti til viðhaMs og endurbyggingar kirkjunn- ar, gjaldi á prestsmötu m. fl., og veð fyrir þessu er kirkjueignin í heild sinni; en sjeu eignir einhverrar bóndakirkju, sem sumstaðar á sjer stað, svo miklar, að þær sjeu langtum meiri en þörf er á, til að veita fulla tryggingu í nefndu til- liti, þá er í sjálfu sjer engin gild á- stæðu til að fyrirmuna mönnum öld- ungis, að skilja nokkuð af eignum kirkjunnar frá krikjueigninni; þegar þannig stendur á, ætti því að vera heimilt að gjöra undantekningu frá hinni almennu grundvallarreglu, og það því fremur, sem hún rýrir verð eign- arinnar í heild sinni, og kemur í veg fyrir að leiguliðar á bóndakirkjujörð geti eignazt ábýlisjörð sína. Landshöfðinginn hefir 28. nóv. f. á. samþykkt að greiða megi úr póstsjóðn- um 30 kr. í skaðabætur fyrir skemmdir á bókum, er sendar höfðu verið hjeð- an með pósti austur í Skaptafellssýslu. þetta minnir menn á þar.n rjett, er menn eiga til að fá skaðabætur fyrir skemmdir á því, sem sent er með póst- um og jafnframt á, hvað áríðandi það er fyrir landssjóðinn, að póstarnir sjeu gætnir og áreiðanlegir menn. AUGLÝSINGAE. þakklæti fyrir góðgjörð gjalt, guði og mönnum líka.—þegar við því lá næstliðið ár, að við vegna heilsubrests og annara erf- iðra kringumstæða yrðum að leita styrks af sveitarsjóði.urðu ýmsir góðgjarnir menn tilað rjetta okkur hjálparhönd, ogteljum viðfyrst meðal þeirra landlækni herra J. Jónassen, sem bæði gaf okkur töluverð meðöl, og vitj- aði okkar mörgum sinnum án endurgjaldsjþví næst teljumviðhjón þessi: Eirík Asmunds- son og Haldóru Arnadóttur á Grjóta, Teit Teitsson og Guðrúnu þorláksdóttur í Göt- húsum, Eirík Bjarnason og Ingibjörgu Ein- arsdóttur á Eyði, Einar Arason og Ingi- björgu Eiríksdóttur á Tóptum, Jón Jónsson og Haldóru Eiríksdóttur á Skorholti, Sig- urð Eiríksson og Auðbjörgu Jónsdóttur á Hlíðarhúsum, Hans Jónsson og Kristínu Guðmundsdóttur á Grímsbæ, Jón Guð- mundsson og Ingibjörgu Ólafsdóttur á Hlíðarhúsum; enn fremur Magnús kaup- mann Jónsson á Bráðræði og Sigurð bæjar- gjaldkera son hans, verzlunarstjóra Lange og vinnumann Bjarna Kolbeinsson á Bolla- görðum. þessum öllum og mörgum fleirum, sem hafa liðsinnt okkur í bágindum okkar vottum við hið innilegasta þakklæti, og biðj- um þess að góður guð umbuni þeim vel- gjörðir þeirra við okkur. Göthúsum við Keykjavík á nýársdag 1882. Bjarni Eiríksson og Helga Arnadóttir. Mig undirskrifaðan vantar af fjalli bleika hryssu á 5ta vetur, með mark odd- fjaðrað fr. hægra, illa gjört, óafrakaðfax, en skellt neðan af tagli; og jarpa hryssu á 3ja vetur, mark heilrifað vinstra. Og bið eg hvern, sem hitta kynni tjeðar hryssur, að halda þeim til skila til undirskrifaðs, mót borgun fyrir hirðingu. Móakoti 9. janúar 1882. Helgi Chiðmundsson. Óskilakindur seldar í þverárhJíð liaustið 1881. I. Hvítur sauður með svartan fót 3. vetur mark: blaðstýft apt. h., tvírifað í stúf v. á dönsku og íslenzku. Á meðan á þessu stóð, dvaldi jeg á heimili mínu, 4 vikur sjávar frá Keykjavík, og vel 10 mílur, ef landveg er farið, og vissi ekkert um það sem gjörðist í Keykjavík, ekki svo mikið sem, að enskt skip væri komið til Keykjavíkur. Stórviðri hafði í nokkra daga bannað allar samgöngur, og það var þvl ekki fyr en að nokkurra daga fresti, seint í júnímánuði, að jeg heyrði frjettirnar, og það með, að Trampe greifi hefði beðið landsbúa fyrir, að brydda ekki á neinum ófrið út af þessu. Eyrsta mánudaginn í júlímánuði (þ. 6.) sókti jeg, samkvæmt embættisskyldu minni, yfirdóminn í Keykjavík, og sem jeg var ný- kominn inn í hús kaupmanns Westy Petræ- usar, kom Phelps þar inn, og frjetti eptir, hvert erindi jeg ættitilbæjarins .Jegsvaraði honum : »Til þess að gegna embættisskyldu minni við yfirdóminn«. Hannsvaraðimjer, að hjer væri búið að auglýsa, að öll dönsk völd í landinu væri á enda, og því einnig yfir- dómurinn, enda væri Isleifur yfirdómari Einarsson í varðhaldi hjá Jörgensen. Hafði Savignde dreift út þeim pata, að Isleifur eptir áskorun nokkurra bænda, ætlaði að safna mönnum—eitthvað 50 manns—og fá mig fyrir oddvita þessa hðs, til þess að taka skip- ið, og drepa hina ensku, og væri því meining- in að koma í veg fyrir, að við Isleifur hitt- umst. Vonum bráðar kom Jörgensen ríð- andi, á harða stökki,með 6 nýbakaða dáta. alhr með brugðnum sverðum, fóru þeir af baki fyrir framan húsdyr Petræusar : var hrópað inn til mín hárri röddu, og mjer bannað, að viðlögðu dauðastrafíi, að setja fót minn út fyrir dyrnar. Jeg setti Phelps fyrir sjón- ir, hversu ólöglegt allt þeirra athæfi væri, og, hvað sem öðru liði, þá væri alveg nauð- synlegt, að halda við lögum og rjetti í land- inu, svo óbótamenn yxu ekki landsbúum yfir höfuðið, og ekki yrði endi á allri tryggingu fyrir lífi manna og fjármunum ; bar til baka orðróminnum samtök milli mínogyfirdómara Isl. Einarss., gegn hinum ensku ogkrafðist mjer væri tafarlaust gefinn kostur aðþess, að gegna embættisskyldu minni, og bauð að taka mig alla ábyrgð fyrirþeim afleiðingum, uppá sem af því kynnu að hljótast. það vill svo vel til, að þetta get jeg sannað með vottorði eins þess heiðarlegasta kaupmanns hjer í Kaup- mannahöfn, Westy Petræusar og Bjarna kaupmanns og riddara Sivertsens, sem báð- ir voru viðstaddir, og heyrðu hvert orð er fór milli okkar Phelps’s. Loks fól Phelps málið Jörgensen, sem hann kvaðst hafa handsalað öll stjórnarmálefni. þrátt fyrirbannið, geng- um við að vörmu spori til þessa landráða- manns, sem, þegar hann sá mig, varla rjeði sjer fyrir vonzku. Hjá honum sat skipstjóri Liston. I sömu svipun kom inn fullmekt- ugur Trampes greifa, Flood, og beiddist þess, að greifanum væri slept úr varðhaldi, en Jögensen aftókþað þverlega. Jeg beidd- ist þá hins sama fyrir Trampe, setti Jörgen- sen fyrir sjónir afleiðingarnar af öllu þessu framferði, og bauðst í áheyrn allra, sem við voru staddir, til þess að fara um borð í skip- ið í hans stað, og láta flytja mig í hans stað sem fanga til Englands, ef Trampe greifi með því móti væri gefinn laus, og settur aptur inn í embætti sitt. þessu svaraði Jörgensen harðlega : »Trampe greifi er sem bandingi á ábyrgð Listons, og skal hann svara mjer til hans í Lundúnaborg«.—Jeg

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.