Ísafold - 02.03.1882, Síða 2

Ísafold - 02.03.1882, Síða 2
raundu menn eptir því hvergi þurfa lengra að sækja til einhvers þeirra, en menn fyr á tímum þurftu að sækja til hjeraðsfunda, og þar sem einnig nokk- uð meira en 100 börn mundu til jafn- aðar verða fermd árlega á hverju skóla- svæði, þá má einnig vænta þess, að hver skóli yrði hæfilega fjölsóttur, jafn- vel þótt vonandi sje, að ýms ungmenni gætu einnig á einstökum heimilum feng- ið þá uppfræðingu, sem skólarnir ann- ars veita. Til þess að ástæða sje til að styrkja einhvern alþýðuskóla með fje af lands- sjóði þá má kennsla sú, sem kostur er á að fá á honum, eigi vera alltof yfir- gripslítil; þessu viðvíkjandi taldi nefnd- in upp fræðigreinir þær, er henni þótti þörf á að unglingar gætu fengið til- sögn f á skólanum. Með því að nefnd- in hefir leitt hjá sjer, að taka fram frekari ákvarðanir um fyrirkomulag skólanna, þá sýnir hún, að hún vill að menn á hverjum stað hagi því eins og þeim þykir bezt henta; sjerstaklega hefir nefndin tekið þetta fram viðvíkjandi því hvort piltar og stúlkur nytu kennslu saman í skóla, eða sitt í hvoru lagi. Jafnframt því sem nefndin tók fram þau skilyrði, er hún áleit að styrkur- inn til frambúðar ætti að vera bund- inn við, lagði hún það til, að þær stofnanir, sem nú eru til til menntunar alþýðu, fengju fyrst um sinn nokkurn styrk, þótt eigi full- nægðu þær tjeðum skilyrðum; með þessu er þeim sumpart hjálpað til að komast svo á legg, að þær geti full- nægt skilyrðunum, sumpart er mikil hvöt gefin til þess að breyta stofnun- um þessum í þá átt, með því að það að öðrum kosti er mjög tvísýnt, hve lengi þær fá að halda styrknum. Auðsæll framkvænulamaður. í útlöndum er það venjulegt, þegar lagðar eru járnbrautir eða önnur slík stórvirki eru gjörð, að einstakir menn taka verkið að sjer með samningi fyrir ákveðið verð; einn af þeim mönnum, er einna mest hefir fengist við að leggja járnbrautir, er Englendingurinn Tómas Brassey, er dó árið 1870 hálfsjötugur að aldri. 16 ára gamall komst hann í þjónustu manns, sem var við að leggja vegi, og kynnti sig þar mjög vel, með því að hann jafnan var yðinn og áreið- anlegur í öllu, sem honum var falið á hendur; þegar honum óx fiskur um hrygg, fór hann sjálfur að taka að sjer vegagjörð, og er hann var 29 ára að aldri tók hann í fyrsta sinni að sjer að leggja járnbraut, en eigi var það á lengra vegi en rúmum 8000 föðmum; þótt foreldrar hans væru bjargálna- menn, og hann sjálfur hefði safnað sjer nokkru fje, þá voru þó efni hans þá eigi meiri en svo, að honum mundi hafa verið ómögulegt að leggja járn- braut þessa, ef hann eigi hefði verið búinn að kynna sig svo vel, að hann gat fengið að láni mikinn hluta af fje þvi, sem til þess þurfti; verk þetta leysti hann af hendi með þeirri vand- virkni, útsjón og dugnaði, að bæði voru allir vel ánægðir með það, og sjálfur hafði hann einnig góðan hag af því; eptir þetta fór hann smámsaman að taka að sjer meir og meir af þesskon- ar störfum, og í mörgum löndum voru það hinar fyrstu járnbrautir, er lagðar voru, er hann var fenginn til aðgjöra; áður en hann dó var hann samtals bú- inn að leggja járnbrautir fyrir meir en 1400 millíónir króna eigi aðeins í flest- um löndum Norðurálfunnar, heldur og í Ameríku, Asíu og Australíu; af þessu vóru það til jafnaðar 37«, er hann sjálfur hafði um fram kostnað, og með því að hann var eigi eyðslusamur þá auðgaðist hann smámsaman svo, að eigur þær, er hann ljet eptir sig, voru álitnar að vera 70 millíóna króna virði. J»að er eigi ómerkilegt að vita, hver- nig sá maður fór að, er svo miklum framkvæmdum kom til leiðar, og með hverri aðferð að honum græddist svo mikið fje ; frá þessu er í æfisögu hans skýrt hjer um bil á þessa leið: „Að Brassey innanskams tók þeim fram, er við hann kepptu, lá sumpart í því, að hann hafði góða hæfilegleika, sumpart í því, að hann hafði aflað sjer þeirrar kunnáttu og æfingar í störfum, er mundu hafa gjört hann að merkileg- um manni, hvað sem hann hefði tekið fyrir. En hinn hamingjusamlegi árang- ur hans byggðist einnig að miklu leyti á því, að hann jafnan leitaðist við að leysa hvert verk, er honum var falið á hendur, svo vel af hendi sem honum var framast unnt; hann kostaði ætíð kapps um, að fullnægja samningum þeim, er hann hafði gjört, svo sem drenglyndum manni sómdi, þó það hefði fjárútlát í för með sjer fyrir sjálfan hann; þótt einhver ófyrirsjáanleg ó- höpp kæmu fyrir eða eitt verk reyndist erfiðara en hann átti von á. þá reyndi hann aldrei tii að koma sjer undan að fullnægja gjörðum samningi, heldur lagði hann sig aðeins því fremur fram um að geta lokið verkinu á ákveðnum tíma. Af þessu leiddi að hann fjekk mjög gott orð á sig; menn vissu að það mátti reiða sig á það, sem hann sagði, og að það þurfti eigi stöðugt að hafa augun á því, hvernig hann leysti verk sitt af hendi; fyrir því kepptust menn eptir að eiga viðskipti við hann, enda lauk þeim ætíð með vinsemd og góðu samkomulagi; hann var yfir höf- uð mjög tilslökunarsamur, og fjekkst staddur; en hann fór burt í pússi til aðhitta Jörgensen. Jones skipstjóri stefndi þeim báðum til yfirheyrslu um borð í Talbot, lét og sækja Trampe greifa þangað. Trampe sannaði allt, sem jeg hafði borið; bauð Jo- nes þá, að láta Trampe lausan, en hann vildi ekki þiggja það, og bar fyrir, að sér væri nauðsyn á að fara til Englands, til þess að heimta skaðabætur fyrir sig og land- ið, fyrir óskunda þann, sem hann og það hefði orðið fyrir. Daginn eptir kom Alex- ander skipstjóri Jones aptur í land, kallaði mig og bróður minn Stefán amtmann, fyrir upp í stiptamtmannshús, ásamt Phelps og Jörgensen, og las þar upp samning þann frá 22. ágúst, sem jeg hefi leyft mjer að senda Y. E., og fól okkur, þangað til Breta- og Danastjórn væru búnar að koma sér saman, að veita embætti Trampes greifa for- stöðu í fjarrveru hans, sem þeir er næstir honum stæðu, að embættistign þar á staðn- um, samkvæmt konungsbrjefum 3. júní 1754, og 18. okt. 1771, með því Stefán amt- maður Thorarensen bæði var í 40 mílna fjarlægð, og hafði sagt af sjer; lagði Jones jafnframt á okkur ábyrgð fyrir eignum Breta í landinu og fyrir því að enskum þegnum væri borgið. þennan samning átti að und- irskrifa um kvöldið, og voru þar margir menn samankomnir. þar var og Jörgensen við- staddur, sem nú var loks genginn úr skugga um, að honum var steypt úr völdum, og ærin hætta búin. Stökk hann þá upp sem óður maður, og sagði að fyrir þetta skyldi jeg engu fyr tína, en lífinu, hljóp inn í ann- að herbergi, og kom aptur með tvær hlaðn- ar’ skammbyssur, sem hann otaði að mér. Hefði hann að líkindum skotið mig á staðn- um, hefði ekki Jones og hans menn með brugðnum sverðum risið upp á móti honum flett hann vopnum og látið flyt ja hann um borð í Talbot, sem bandingja. Hann endaði með þeirri hótun, að gæti hann ekki stytt mjer stundir, skyldi hann að minnsta kosti reyna til að steypa mjer úr völdum. þetta er nú höfuðatriði málsins, að því sem mig snertir, og er hægt að sanna það með vottum, sem enn eru á lífi, sem og það, að þótt Jörgensen reyndi að ávinna sjer hylli margra annara, með ófrjálsum gjöfum, og þótt hann umgengist þessa menn, þá sneiddi hann hjá mér, sem fullkomnum fjandmanni sínum, er hann hafði beig af; enda hefi jeg engin önnur afskipti haft af honum en þau sem fyr segir. Jeg þarf því ekki að fyrirverða mig í þessu máli, hvorki fyrir Y. E., konunginum, né nokkrum manni. því hafi nokkur maður á þessum óeirðar- tímum verið góðs maklegur, af konungi og fósturjörðu, þá er jeg sá maður. Jeg krefst því engrar vægðar, því jeg hefi fyrir guði og samvizku minni ekkert að ásaka mig fyrir, en jeg krefst rjettar míns, og þess, að öll mín hegðun megi verða borin saman við ann- ara embættismanna, sem Trampe greifi, af öfund og úlfúð við mig, hefir haldið fram til þess, að útvega þeim nafnbætur, orður, launaviðbætur og betri embætti, jafnframt því, sem hann af hlutdrægni og gunguskap þeim, er hann er svo alþekktur fyrir, hefir kastað skugga á sanna maklegleika, dregið dulur yfir þá, og reynt að gjöra þá grun- sama, til þess að hylja breiskleika uppá- halda sinna. Af hinni prentuðu frásögu Hookers um alla þessa viðburði sjest enn

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.