Ísafold - 02.03.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.03.1882, Blaðsíða 3
aldrei við að þrátta um smámuni. Jafn- vel þegar einhver ágreiningur kom fyrir, þá sleppti hann heldur rjetti sín- um, en að fara að rekast í málaferlum. J?að var því eðlilegt, að honum bauðst jafnan svo mikið að gjöra, sem hann gat komist yfir. Svo ráðvandur, duglegur og útsjónar- samur sem hann var, þá mundi hann eigi hafa verið fær um, að leysa í einu af hendi mörg stórvirki sitt á hverjum stað, ef hann sjálfur hefði þurft að sjá eptir öllu, en hann kunni að velja sjer gott fólk og að fela hverjum það verk á hendur, sem honum var bezt lagið; og hann hafði lag á því að ávinnasjer velvild og trúmennsku þeirra, er voru í þjónustu hans, enda ljet hann sjer allt- af farast vel við þá, og sýndi þeim, er honum höfðu reynzt vel, ótakmarkaða tiltrú, enda brugðustþeir honum eigi1; i) pegar ófriðurinn var 1866 milli Prússa og Austurríkismanna var Brassey að láta gjöra járn- braut nálægt Lemberg í Austurríki; þá var það eitt sinn að koma þurfti peningum þangað til að launa verkamönnum, en svo stóð á að óvinirnir sátu sínu megin hvorir við járnbrautina, er þangað lá, og bönnuðu alla umferð um hana, enda höfðu þeir tek- ið alla járnbrautarvagna; verkstjóri Brasseys vildi þó eigi láta það standa fyrir; honum heppnaðist að finna gamlan vagn, er hætt var að nota, og enn- fremur mann, er kunni að stýra honum, og bauð honum mikið fje til að flytja sig á vagninum til Lemberg; maðurinn færðist þó undan þvi, þar eð hann ætti konu og börn, en þetta væri hreinn lífs- háski; verkstjórinn fjekk hann þó til þess, með því að gefa honum tryggingu fyrir því að sjeð mundi verða fyrir þeim, ef hann byði bana á ferðinni; síðan hjeldu þeir á stað, og er vagninn þaut eptir brautinni urðu hermennirnir beggja vegna svo for- viða á að nokkur skyldi voga að fara þar mitt á milli fallbyssanna, að þeim fjellust hendur og varð eigi af að' þeir hleyptu úr þeim, komst verkstjór- inn svo klakklaust úr háska þessum, og galt verka- mönnunum kaupið á ákveðnum tíma; átti Brassey hon- um það þá að þakka, að verkið hjelt viðstöðulaust áfram, og að það var almannarómur, að enn sem fyrri sýndi það sig, að enginn þyrfti að kvíða van- skilum, sem viðskipti hefði við Brassey. 15 þegar hann þurfti að finna að við þá, þá mátti ætíð finna, að honum var það ógeðfellt, og hann gjörði þaðjafn- an með hógværð og röksemdum, enda hafði það til frambúðar miklu betri á- rangur en ef hann hefði sýnt hörku og reiði, því þeir, sem hlut áttu að máli, reyndu á eptir til með því meiri alúð, að bæta úr því, er þeir höfðu afgjört. Venjulega galt hann eigi hátt kaup, en þeir sem honum líkaði vel við, máttu eiga vísa von á, að fá það hækkað með tímanum." Jpeir eru fæstir, sem færir eru um, að ráðast í stórkostleg fyrirtæki eða, sem kost eiga á því, en allir geta verið á- reiðanlegír, yðjusamir og sparsamir, all- ir geta kostað kapps um, að sýna dugn- að í framkvæmdum, drengskap í við- skiptum og góðvilja við þá, er þeir eiga yfir að segja; þótt eigi væru aðr- ar hvatir til þessa, þá sýnir dæmi þess manns, er hjer hefir verið sagt frá, að slíkt getur borgað sig vel. Auglýsingar. Samskot til minnisTarða á gröf' Jóns Sigurðssonar, áframhald af auglýstum samskotum 7. des. 1880 í ísafold VII, 31. 1. Úr Reykjavik áður auglýst.........Kr. 616,68 Síðan hefir safnazt..............56,00 Kr. Alls úr Reykjavík............~ '. T 672,68 2. Úr Árnessýslu: áður auglýst samskot að upphæð . . 147,87 g. Ölveshreppi safnað af síra ísleifi Gíslasyni .... 30,00 h. Grafningshr. ¦------— Jóni Ögmundssyni á Bíldsfelli 25,20 i. Hrunamannahr. safn. af Kr. Ámundasyni og Br. Einarsyni 32,74 k. Sandvikurhreppi s. af þ>. Guðmundssyni í Litlu-Sandvík 11,40 1. Gnúpverjahreppi safnað af Lýði Guðmundsxyni í Hlíð 6,00 m. Olafsvallasókn safnað af presti og hreppstjóra . . . 10,74 n. Strandarsókn safnað af síra Olafi Ólafssyni .... 13,43 o. Úthlíðarsókn (24 gefendur) j.......... 9,00 l sent af prófasti. p. Torfastaðas. (45----------|.......... 9,00 q. Grímsnesi safnað af porkeli Jónssyni á Ormsstöðum . 40,89 Alls úr Arnessýslu...............336,27 3. Ur Borgarfjarðarsýslu : áður auglýst samskot að upphæð 60,09 f. — Reykholtspr.k. (frá 2 niönnum) s. af síra þ>. Jónassen 2,00 Alls úr Borgarfjarðarsýslu.........— \ ~ 62,09 4. Úr Mýrasýslu: áður auglýst samskot að upphæð . . . 147,56 h. — Hjörtseyjar- og Akrasókn (s. af H. Helgasyni í Vogi) 28,24 i. — Hraunhreppi (mest frá Ökrum)....... 2,52 Alls úr Mýrasýslu............, , ( 178,32 5. Úr Barðastrandarsýslu: áður auglýst samskot að upphæð 66,48 d. — Sauðlauksdalssókn (síra Jónas Bjarnarson safnaði) 20,00 Alls úr Barðastrandarsýslu.........~ \ ~ 86,48 / freniur, hversu lítið traust Enskir á íslandi höfðu til mín, og mun það ekki hafa vaxið síðan. þá ber brjef Stefáns amtmanns Thórarensens frá 30. ágúst 1809, sem hggur í kansellíinu, vitni um það, hverjum augum hann og allir óhlutdrægir menn á íslandi litu á aðgjörðir mínar, þar sem jeg með lífs- hættu gjörði enda á yfirgangi Jörgensens og kom aptur friði og rósemi á í landinu. Eru mjer þessi vottorð meira virði, en öfund- sjúkar bakslettur Trampes. Mest virði er þó vottur samvizku vorrar. þá er og heiðar- leg rjettlæting að nokkru leyti í því fólgin, að hið háa kansellí hefir, eptir það Trampe hafði kært okkur (M. St. og amtmann Stefán), rannsakað embættisfærslu okkar fyr og síðar, og hefi jeg afiagt reikningsskap til kansellí- isins og^ það ekkert fundið okkur til saka. En—allt um það er það sárt, að sjá að maður, ár frá ári er hafður að hornungi, meðan aðrir, sem síður eiga það skilið, verða fyrir nafn- bótum, orðum, launabótum o. s. frv., og jafnvel eru settir í áríðandi nefndir, t. d. nofndina um peningamál íslands, en hjá kkur er sneitt, sem eptir því sem siður er til, sökum þeirra embætta, er við sitjum í, sökum lærdóms og reynslu hefðum átt til þess að vera kvaddir. þetta sárnar mjög saklausum og ærukærum manni, og veit jeg, að jeg á þetta að þakka mínum gamla ó- vildarmanni Trampe greifa, sem af hlut- drægni hljóp fram hjá mjer og bróður mln- um, þegar tjeð nefnd var sett, en tók þar á mót assessora mína, af þeim annan ung- an og óreyndan mann, 2 fáfræðinga, sem sje einn fullmektugann í rentukammerinu og einn kaupmann. Honum einum á jeg upp að inna þá óvild, sem mér alveg óþekktur eptirmaður hans hefir sýnt mér að rauna- lausu. Og er mjer fullkunnugt, að þessi maður hefir bakað sjer hatur allra íslendinga fyrír sinn tilhæfulausa rógburð ; mun jeg þá ekki undanskilinn. Pyrir siðferðislausan og óskammfeilinn mann, er það hægur vandi að gjöra í almennum orðatiltækjum lítið úr þeim kostum, sem hann ekki hefir sjálfur. Af því skjali, sem hjer fylgir, má sjá hvern- ig mjerheppnaðist, að jafnaófrið, semvopn- aðir Englendingar gjörðu á heimili mínu ár- ið eptir 1810. Y. E. mætti nú þóknast mildilegast að fyrirgefa sárt leiknum em- bættismanni í einu af hæztu embættum landsins, sem finnur til þess, hversu ómak- lega honum er misboðið og gleymt uppi á einum af heimsins köldu og óskemmtilegu útskæklum, sem (hjer telur M. St. þau em- bætti, sem hann hefir á hendi haft, og önn- ur störf, sem hann hefir af hendi leyst) o. s. frv. — að hann hefir tekist 300 mílna ferð áhendur, til þess að leyta rjettlætis hjá konunginum, og ríkisins göfuga dómsmála- ráðherra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.