Ísafold - 05.04.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.04.1882, Blaðsíða 1
 Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr- er" lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 6. Reykjavík. miðvikudaginn 5. aprílmán. 18 8 2. PYBIBLESTUB á bæjarþingsstofunni miðvikudaginn kl. 6, um fornskipin, framhald. Sigurður Vigfússon. (Aðsent). Smápistlar frá Kaupmannaliöín. I. Efnahagur íslenzkra kaupmanna. f>að mun ekki vera svo ýkjalangt síð- an, að einum nafnkenndum og velmetnum ' dansk-íslenzkum kaupmanni sagðist svo frá kjörum sínum, er hann átti tal við skipta- vini sína á Islandi, að hann væri marg- sinnis ekki betur staddur en svo á vetrum í Khöfn, að hann þakkaði sínum sæla, ef hann ætti steinbítskjamma og gráðasköfu að næra sig á eða annað því um líkt. Hvern trúnað skiptavinirnir hafi lagt á þessa sögu, er mjer ekki kunnugt. En það þykist jeg vita, að nú um stundir muni fólk ekki auðtrúa á slíkt.—Hjer í Khöfn er nú prentuð á ári hverju eins konar skýrsla um efnahag manna, sem hjer eiga heima eða dveljast hjer eigi skemur en þriðjung ársins og eru í tekjuskatti, sum- part eptir framtali sjálfra þeirra, sumpart eptir áliti kunnugra manna. Lesendum Isafoldar til gamans og fróðleiks hefi jeg tínt úr skrá þessari um árið 1881 handa þeim alla þá, er mjer vitanlega eiga eða hafa átt nýlega verzlun á íslandi eða reka þar kaupskap. Hjer kem jeg með þá; og er fyrri talan aptan við nafnið árstekjurnar, en síðari talan tekjuskatturinn um árið (sveitarútsvarið), hvorttveggja í krónum. 1. Frú Harriet C. Hemmert... 30000. 900. 2. N. H. Knudtzon............. 30000. 900. 3. I. P. T. Bryde................. 25000. 750. 4. W. Bischer..................... 25000. 750. 5. C. J. Höepfner................ 21000. 630. 6. H. A. Clausen................. 18000. 540. 7. N. C. Havsteen............... 17600. 528. 8- J. E. B. Lefolii............... 12000. 360. 9. B. W. Lass..................... 10600. 318. 10. H. Th. A. Thomsen......... 10000. 300. 11. Frú A. Gudmann............. 7400. 222. 12. Brú S. Ásgeirsson............ 6000. 180. 13. J. H. E. Zöylner............. 6000. 180. 14. M. Smith....................... 5000. 150. 15. H. E. Thomsen (t) .......... 5000. 150. 16. V. Th. Thostrup.............. 4200. 126. 17. N. Chr. Gram................. 4000. 120. 18. E. Jacobsen ................... 4000. 120. 19. Tryggvi Gunnarsson......... 4000. 120. 20. Lárus Snorrason.............. 2800. 84. 21. Hjálmar Johnsen ............ 2400. 72. 22. Jón Magnússon............... 2000. 54. 23. Jörgen H. Johnsen.......... 2000. 54. 24. Jón Guðmundsson............ 1800. 45. l. = Örum & Wulffs verzlun; 2. = P. G Knudtzons & Söns verzlun; 6. og 13. sam- eigendur Hans A. Clausens-verzlana; þriðji eigandinn er Holger P. Clausen í Stykkis- hólmi. Skýrsla þessi mun reka menn úr skugga um það, að efnahagur kaupmanna vorra í Khöfn sje almennt all-viðunanlegur. það þarf líka svo að vera; verzlun getur ekki þrifist nema menn hafi bein í hendi. Og þótt sumir þeirra hafi tekið hlut á þurru landi að erfðum eða því um líkt, má þó segja um marga, og það einkum suma þá al-íslenzku, að efni þeirra sjeu maklegur á- vöztur mikillar atorku, elju og fyrirhyggju. — EMBÆTTISPBÓF í LÖGFEÆÐI við háskólann í Kaupmannahöfn hafa í vetur tekið 2 íslendingar: Jön Jensson (rektors Sigurðssonar) með 1. aðaleinkunn og Guðlaugur Guðmundsson með 2. aðal- einkunn. Hinir, sem hjer er ekki getið, eru ekki í Um vegabætur. (Eptir Björn Björnsson búfræðing). (Niðurlag frá bls. 20). Jeg verð að álíta það fyrirkomulag sem nú er á vegabótum vorum eigi hið heillavænlegasta fyrir framtíðina. pó vjer sjeum nú á eptir tímanum, þurfum vjer eigi að fylgja gangi fram- faranna fet fyrir fet á sama hátt og þær þjóðir hafa gjört, sem nú eru á undan oss ; vjer getum tekið beina stefnu eptir fyrirrennurum vorum á braut fram- faranna, þó þeir stundum hafi farið krókótt; því fyr getum vjer komizt á líkt stig og þeir. En því lengur sem vjer höldum áfram, að eyða vorum litlu kröptum og efnum í viðhaldi hinna ó- greiðu og óvaranlegu vega eptir hinu gamla formi, því seinna komumst vjer á hið rjetta stig. £>að er t. a. m. mjög óheppilegt að kosta út mörgum þús- undum árlega til fjallvegaruðnings, (t. d. á Kaldadalsvegi og Grímstunguheið- arvegi o. fl.), sem eigi er bót að nema eitt eða tvö ár á eptir, og gjör- ir þar að auki eigi einusinni almennt gagn í bráð, en eptir nokkurn tíma lið- inn má búast við að það verði alveg óþarft verk. Eptir því sem sjóvegsferð- irnar aukast og batna hætta menn að nota f jallvegina. En sje sú ástæða færð fyrir viðhaldi fjallveganna, að þeir sjeu ómissandi nú, þá færi jeg þá þýðing- armiklu ástæðu aptur þar á móti, að við það að bæta úr þessari stundar- nauðsyn nokkurra manna, verður ó skatti; enn minnstu skatt-tekjur eru 800kr. I mögulegt, eða í hið minnsta mikið tor- veldara en annars mætti vera, að full- nægja einu aðalskilyrðinu fyrir vexti og viðgangi allrar þjóðarinnar framvegis. Svo lengi sem vér höldum áfram að eyða kröptum vorum til viðurhalds fjallaveg- anna, getum vér litlu kostað til gufu- báta, hafna, lendinga o. fl. viðvikjandi sjóferðum, eða til brúa og betri vega í bygðunum. það er líkt á komið með vegina og með húsabyggingarnar. Eigi að byggja nýtt og betra hús, hættir maður að viðhalda hinu gamla, en byggir hið nýja af þeim kröptum, sem annars hefðu þurft hinu til viður- halds. Alþingi er húsbóndi veganna, og getur á sama hátt bætt hag þjóð- arinnar með því að vinna henni í hag- inn og byrja í tlma á því að verja fje því, er það veitir til vegabóta, á þann hátt sem bezt má verða fyrir framtíð- ina. I.and vort er eigi svo peninga- byrgt, að það geti eytt miklu til þeirra verka, sem hafa einungis stundar þýð- ingu, svo sem er vegaruðningur. Mestu varðar að það, sem gjört er með al- menningsfje, sje verulegt og varanlegt eða hafi framfaralega þýðingu fyrir land- ið eða þjóðina. Með tilliti til vegagjörðar vil jeg geta þess, að eigi varðar minna að veg- urinn sje haganlega lagður en að frá- gangurinn sje að öðru leyti góður; en í því hefir mönnum mjög opt mistek- ist; þar sem brúvegur hefir verið gjörð- ur, hefir hann opt verið lagður svo, að hann annað hvort liggur fyrir áföllum eða er of brattur svo eigi er að hugsa til, að hann geti orðið notaður fyrir æki á sínum tíma. Vil jeg til dæmis taka Öskjuhlíðarveg upp frá Reykja- vík. Til þess vegar hefir miklu verið kostað; þó er hann svo úr garði gjörð- ur, að hann naumast verður notaður þegar farið yrði að nota æki almenn- ara; hann er of erfiður; hann liggur beint upp og ofan hæðirnar, sumstað- staðar með halla sem i: 9—10; en hægt hefði verið að leggja hann þar sem hallinn er mjög lítill, með því að sneiða fyrir hæðirnar1. Menn verða að gæta þess, að á vegi er lárjettur bug- ur (fyrir hæð; horizontal) betri en lóð- rjettur (yfir hæð; vertical), og að það er óhyggilegt að kaupa prýði beinna vega fyrir æfinlega erfiðleika. Eigi er 1) Eins er vegurinn yfir Kamba á Hellisheiði hin mesta ómynd sakir of mikils halla, sem á lóng- um vegi ætti aldrei að vera meiri en í mesta lagi 1:12.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.