Ísafold - 05.04.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.04.1882, Blaðsíða 3
 á, að sameina kvennaskólana í báðum sýslunum, og að kvennaskólinn stæði 1 Húnavatnssýslu, þvi hver Jsýslan fyrir sig mundi hafa nog með að sjá um i skóla hjá sjer, með sameiginlegum styrk þess opinbera og beggja sýslnanna. Eptir áskorun frá nokkrum mönn- um í Svinavatnshrepp, til sýslunefndar, var tekið til umræðu á fundinum að færa brjefhirðingu frá Blönduós, að Sólheimum eðaReykjum, því Blönduós er álitinn óhagkvæmur brjefhirðingar- staður, vegna hins mikla króks fyrir póstinn í ófærð og illviðrum á vetrar- dag, sem getur tafið hann um 2 daga, eins og reynslan sýndi í seinustu suður- ferð hans, og þurfa eigi ókunnugir ann- að en líta á uppdrátt íslands til að sjá, hvað það er úr vegi fyrir póstinn að fara á Blönduós heldur en að fara um Reyki, og þaðan austan megin Svína- vatns og yfir Blöndu, þar sem Svartá fell- ur í hana; þóþetta sje enn eigi ákveðin póstleið frá Reykjum yfir Blöndu, þá er það álit gagnkunnugra manna að póstleið- in ætti að leggjast þannig, og fyrverandi póstur fór jafnaðarlega þessa leið, og á- leit hana þá hagkvæmustu, og er reynsl- an i þessu sem öðru sannleiki, enn það lá nú eigi fyrir sýslunefndinni bein upp- ástunga um breytingar á tjeðum vegi. Ef brjefhirðing helzt við á Blönduós, eða þar verður póstopnunarstaður, og póstopnun leggt niður á Sveinstöðum, eins og ábúandi þar hefir farið framá, þá mundi leiða af því, að bæði Áss- og Svínavatnshreppar mundu óska eptir aukapóstum af Blönduós að Kornsá og Auðkúlu, í hverri ferð sem póstur kæmi að sunnan og norðan, því í tjeða hreppa ganga flest brjef að tiltölu við aðra hreppa sýslunnar. f>að mætti einnig búast við, að pósturinn sækti um launaviðbót, ef hann ætti að gjöra sjer krók á Blönduós í hverri ferð, sem væri sanngjarnt að veita honum, alltað 200—300 kr., og væri óvíst hvort hann gjörði sig ánægðan þar með, því póst- ar hafa kveðið svo að orði, að þeir vildu ekki vinna það til fyrir neina borgun. Að yfirveguðum öllum ástæðum með brjefhirðingu á Blönduós, sam- þykkti sýslunefndin með öllum atkvæð- um, að sækja um, að brjefhirðingleggð- ist niður á Blönduós og færðist að Reykjum, og póstopnunarstaður hjeld- ist á Sveinstöðum, og þaðan gengi aukapóstur um Blönduós á Skagaströnd, þegar póstur kemur að sunnan, eins og við gengist hefir. Sömuleiðis væri aukapóstur sendur frá Sveinsstöðum sömu leið í hvert sinn þegar póstur kemur að norðan frá Akureyri, og er vonandi að póststjórnin fallist á þessa tilhögun, sem er hin hagkvæmasta fyrir hlutaðeigandi hjeraðsbúa, og kostnaðar- minnst fyrir landssjóðinn, þegar á allt er litið. það er að búast við, að hin umrædda breyting á brjefhirðingar- 23 stöðum hafi töluverðan tíma með sjer, þar sem þarf að sækja um staðfestingu þess í 30omilna fjarlægð til ráðgjafans í Danmörku, og lýsir það bezt, hvað óhagkvæmt ogaflvana vald vorrar inn- lendu stjórnar er, því það væri hag- kvæmara að þess konar mál þyrftu eigi að ganga lengra en til landshöfðingja, svo hlutaðeigendur þyrftu eigi að bíða eptir úrslitum málsins um lengri tíma. f>að var enn fremur samþykkt af sýslunefndinni að ráða 2 búfræðingatil þess að leiðbeina og starfa að jarða- endurbótum í sýslunni næstkomandi sumar, og hefir það að undanförnu vel gefist, og aukið áhuga sýslubúa á fram- förum til jarðabóta; eins og það er al- mennt álitið, að bændur vanti næga verklega kunnáttu við ýms jarðabóta- störf, og að sú fræði þyrfti að kennast í búnaðarskólum, þá virðist það vel fallið, meðan slíkir skólar komast eigi á stofn, að halda búfræðinga til leið- beiningar, þar sem áhugi er vaknaður til framfara í þeirri grein, til þess að hvetja bændur og leiðbeina þeim, sem komnir eru í. fasta lífsstöðu, og geta eigi á annan hátt aflað sjer þeirrar kunnáttu, sem að því ætlunarverki þeirra lítur; því ekki geta þeir hjeðan af gengið á búnaðarskóla, og seint er að bíða eptir búfræðingum af innlendum skólum, sem enn eru eigi stofnaðir. f>að er því vonandi, að sýslunefnd Hún- vetninga fái opinberan fjárstyrk til launa handa tjeðum búfræðingum, auk þess sem þeir fá af sjóði búnaðarfjelags sýslunnar, og dagkaups þess, semþeim er ákveðið af þeim, sem þeir vinnahjá að sumrinu. U111 ágang af skcpnum. Eitt af hinum þýðingarmestu atriðum landbúnaðarmálsins eru ákvarðanir til að koma í veg fyrir bótalausan ágang af skepn- um annara. Að hinar núgildandi lagaákvarð- anir um þetta efni sjeu ófullkomnar og þurfi umbótar við, kemur flestöllum saman um, en um hitt eru aptur deildar skoðanir, hverj- ar ákvarðanir sjeuhagfeldastar. Uppástung- ur þær, sem gjörðar hafaverið umþettaefni, eru yfir höfuð þrennskonar, sem sje að ákveða að menn skuli vera skyldir til: 1. að gjöra griphelda girðingu á landamerkjum á móti grönnum sínum, eða 2. hlíta ítölu, ef ein- hver þeirra óskar þess; eða 3. að gjalda bæt- ur fyrir ágang þann, er skepnur þeirra gjöía í landi annara. 1. Sú ákvörðun, að menn skuli vera skyldir til að gjöra griphelda girðingu á landamerkjum móti granna sín- um, er hann óskar þess, hefir forn lög og jafnvel foma venju við að styðjast, en það sem hefir valdið því, að lög þessi hafa eigi verið notuð og venja þessi laggst niður, er hætt við að enn mundi valda því, að þar að lútandi ákvarðanir yrðu að litlum notum, og þetta er án efa kostnaðurinn. Kostnaður- inn við að byggja og viðhalda gripheldum girðingum er á flestum stöðum svo mikill, að gagnið, sem af þeim er, nemur honum enganvegin; gagn þetta er sem sje eigi svo mikið, sem virðast kann 1 fljótu bragði, því bæði mundi girðingin sjaldnast veita vöm nema fyrir stórgripum, og svo mundi hún að eins vera til verulegs gagns þann tíma árs, sem jörð væri snjólaus, en af hrossum er einatt tilfinnanlegastur ágangur þann tíma árs, sem klaki og snjór mundi liggja að girðingunni, svo að engin vörn væri aðhenni. En á hinn bóginn er kostnaðurinn mikill; það mundi eigi vera landmikil jörð, þótt vörzlugirðing fyrir landinu þyrfti að vera svo sem 2000 faðmar á lengd; þótt nú grann- ar þess manns, er á slíkri jörð byggi, væru skyldir að gjöra helminginn, þá mundi þó vera svo mikið verk að gjöra 1000 faðma langa girðingu, að hver maður mundi líta í kring- um sig, áður en hann færi að ráðast í þann kostnað, er til þess þyrfti, sem venjulega væri eigi til neinna nota fyrri en girðing- unni væri allri lokið, einkum þegar hann gætti þess, hversu mikið mundi kosta árlegt viðhald á henni framvegis. það væri einn- ig því að eins skynsamlegt af honum að verja fje og fyrirhöfn til girðingar þessarar, að hann sæi eigi, að hann gæti á annan hátt varið því til meiri hagsmuna, en þetta mundi óvíðast eiga sjer stað. þótt lögin því veittu mönnum þann mikla rjett, að geta heimtað af grönnum sínum, að þeir girtu landið móti sjer, þá mundi sjaldnast vera fært að nota rjett þennan, ogþótthann væri notaður, þá væri það aðeins að nokkru leyti og nokkurn hluta ársins, að girðingin veitti vörn fyrir ágangi af skepnum annara. En svo þýðingarlítill sem sá rjettur optast nær yrði, er hjer ræðir um, þá leggur hann þó jafnframt mjög þungbæra birði á herð- ar þeim, sem kvaddir kynnu að verða til að gjöra girðinguna, því opt getur staðið svo á, að þeir hafi svo sem ekkert gagn af girðingunni eða að minnsta kosti miklu minna en granni þeirra; jeg tek dæmi, sem víða getur átt við: bóndi á bæ upp undir afrjett er kvaddur garðlags af granna sínum næst fyrir neðan; garðurinn veitir bóndan- um enga vörn, því hann verður að eins fyrir ágangi af afrjettarpeningnum og það er heldur eigi til vörzlu fyrir skepnum hans, að granninn vill byggja garðinn; en þótt garðurinn gjöri fyrnefndum bónda ekkert gagn og þótt skepnur hans gjöri öðrum sjaldan eða aldrei mein, þá skal hann samt vera skyldur að leggja fram að sínu leyti kostnaðinn til hennar og við- halda henni framvegis, meðan granna hans gott þykir; þetta er svo þungbær og svo ósanngjöm byrði, að hún er eigi bótalaust leggjandi á herðar nokkurs manns. A- kvörðun sú, sem hjer ræðir um, er því í- sjárverðari, sem óhlutvandir menn gætu að- eins haft hana sem grýlu á granna sína. Svo óvíða sem gagnið að girðingunum mundi borga kostnaðinn fyrir einstaka menn, þá mundi það þó enn síður eiga sjer stað fyrir landið í heild sinni, því á sama má því standa, hvoru megin við ein landa- merki að hestur bítur gras, ef rjetturinanna að eins er eigi fyrir borð borinn; beitilandið í heild sinni framfleytir eigi fleiri skepnum fyrir það, þótt því sje skipt sundur með afar-kostnaðarsömum girðingum. það eitt er landinu til sannra framfara, er gefur beinhnis eða óbeinlínis meiri afrakstur að tiltulu við tilkostnað, heldur en annað, er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.