Ísafold


Ísafold - 19.04.1882, Qupperneq 1

Ísafold - 19.04.1882, Qupperneq 1
Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ISAFOLD. Pontun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðirtu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 7. Reykjavík, miðvikudaginn 19. aprílmán. 18 82. (Aðsent). TJm lireinlæti og- reglusemi. (|>ess hefir yerið óskað að vjer tækjum þessa nafnlausu grein óbreytta og höfum vjer eigi viljað neita því, þótt vjer hefðum óskað, að sum orð hefðu verið nokkuð öðruvísi í henni. Sjerstaklega viljum vjer taka það fram, út af því sem minnst er á ummæli norðanblaðanna um framfarir vorar, að vjer álítum þau yfir höfuð á rökum byggð, og að því er snertir umtalsefni greinar þess- arar, þá er eigi nokkurt efamál, að á hinum síðasta mannsaldri hafa miklar framfarir orðið hjá oss í því efni. Bitst.) Herra ritstjóri! Jeg hefi hugsað um að biðja yður, að leyfa línum þessum rúm í blaði yð- ar. Að því er snertir ritsnilldarskort á grein minni, þá þykir mjer hlýða að vísa til orðsins, er undir greininni stend- ur: Kona ; því að þjer, karlar, segið, að oss konum sje jafnan síður lagið en yður að hugsa skipulega og færa skyn- samleg rök fyrir þvi, er vjer segjum. J>jer segið, að vjer látum tilfinninguna bera skynsemina ofurliði, og ef vjer gætum eitthvað skrifað, þá væri það helzt eitthvert skáldsögu rugl. ]þetta kann nú satt að vera, en þó með mörg- um undantekningum. En ekki dettur mjer í hug, að jeg sje ein afþeimund- antekningum, og því afsaka jeg míg með „kona“! Jeg ætla að tala um hreinlœti og reglusemi. þ>ví umtalsefni vel jeg engin afsökunarorð. Jeg veit að allir þeir, er blað þetta lesa, játa, að það sjeu fögur orð og fagurrar þýð- ingar og þess verð, að meira væri um þau ritað og umfram allt, að meira væri um þau hugsaff, en gjört er. J>að er einkum til yðar, nöfnur mín- ar og systur, að jeg sný orðum mínum. A heimilunum er rót lífsins. þ>aðan sprettur fegurð þess eða ljótleikur. f>ar er líka mest samkvæmni milli hins ytra lífs og hins innra. Heimilisbragurinn er vanalega endurskin þess, er í sálunni býr. J>ó kunna að vera frá þeirri reglu einstakar undantekningar, þar sem göm- ul venja hefir steypt heimilisbraginn í svo sterku móti, að hann helzt þó að sálin taki aðra stefnu. En hvernig er nú ástatt hjá oss íslendingum ? Rithöf- undum í norðanblöðum vorum hefir stundum sagzt glæsilega frá framför- um hjá oss í þessu tilliti. En er svo fagurt að litast sem þeim þykir? Að minnsta kosti vildi jeg mega álíta hjört- un íslenzku hreinni en þau koma mjer fyrir sjónir, ef eptir híbýlunum skal dæma víða hvar. Sóðaskapur og óregla hefir þó enga afsökun. Vjer höfum nógar afsakanir þegar menn tala um að lítið sje gjört hjá oss það er til framfara horfir. þ>að má þá alltaf segja: vjer erum fáir og fátækir, og því er eigi von að miklu sje afkastað. En ef vjer erum sóðaleg- ir og óreglusamir, þá getum vjer ekk- ert borið í bætifláka fyrir það. Vatn höfum vjer nóg og gott og tíma nóg- an til að halda klæðum vorum og hí- býlum hreinum. A því eigum vjer kost, þótt fátækir sjeum. þ>að getum vjer gjört á hörðum árum sem góðum. Jeg vil einkum minnast á baðstofurn- ar. J>ar situr fólkið, vinnur og matast og sefur margt saman á litlu sviði dag eptir dag og nótt eptir nótt. |>ar þyrfti stórar umbætur víða. Jeg tala ekki um þær umbætur, sem mikinn kostnað þarf við, þó að einnig sje þeirra þörf harla víða. En þær umbætur, sem jeg tala um, getur fátæklingurinn líka gjört, þó að hann hafi ekki fje til að gjöra við baðstofuna sína og neyðist til að láta gamla kofann hanga enn nokkur ár. Umbæturnar, sem jeg vildi benda á, eru þær, að hafa í þeim hreint lopt og láta þær vera sjálfar hreinar að innan. Til þess þarf að eins það, að hafa baðstofuglugga á hjörum og opna þá miklu optar en nú er almennt gjört, og hitt, að þvo þær og sópa nógu opt. þ>að má eigi láta bíða tii laugardags að þvo þær, þegar þær eru orðnar svartar af óhreinindum í miðri viku, og sópa þyrfti þær, þegar rusl og hroði er kominn á gólfið, þó að Sigga, sem á að gjöra það, kunni að segja: „að tarna, og jeg sópaði gólfið í morg- un!“ Og annað, sem skylt er hrein- lætinu í baðstofunni, er það, að hafa reglu á hlutunum, sem í henni eru. Að láta hvern hlut eiga sinn stað, þar sem jafnan má ganga að honum vísum, þeg- ar þarf að nota hann, og láta hann aptur, undir eins og búið er að nota hann, það er verksparnaður en ekki verkatöf. Ef það er eigi gjört, þá verð- ur það opt til þess að hluturinn týnist eða skemmist, eða þá verður leit úr hon- um og ef til vill deiluefni milli húsbænda og hjúa. Verður þannig stundum lítill hlutur til töluverðrar skapraunar. Eptirtektarvert er það, að sjaldan er óþrifabær eða óregluheimili ánægjubær eða glaðværðarheimili, þó að annars sje til öll skilyrði, sem þarf til þess. Jeg tala um sanna glaðværð, guði og góðum mönnum þekka. Reglusemi og hreinlæti á i þvi ótrúlega mikinn þátt, að varðveita ánægt skap og glaða lund, og það miklu meira en menn almennt hy§'g'ja- En hitt vita flestir, þó að þeir ef til vill fari eigi að því, að hreint lopt, hrein föt og hrein hús, í einu orði: allt hreinlæti er hinn bezti vörður heils- unnar og hið bezta meðal til að styrkja aptur veika heilsu, og iangtum ódýrra en þau, sem f lyQabúðinni fást. Sjúk- ur maður finnur það bezt. Hversu ljett verður eigi opt í sálu hans, þegar hreins- að er og lagað í kringum hann og hann getur dregið að sjer hreint lopt. Eða blessuð börnin hvað vært þau sofa, þegar þeim hefir verið þvegið og þau færð í hrein föt. En fuliorðnir og heil- brigðir finna líka þenna mun, og ættu eigi, að svipta sig þeirri ánægju, sem hreinlætið veitir, en umfram allt ættu þeir að muna eptir, að svipta pd eigi henni, sem eigi geta f því tilliti björg sjer veitt, sjúklinga og börn. Við fátæklingarnir öfundum svo opt auðmennina af því að þeir geta veitt sjer svo margs, sem oss vantar, en lang- ar þó til að eiga. En vjer ættum þó ekki að láta oss vanta það, sem vjer eigum ráð á að eignast en þó suma vantar, og er þó eitt af því, sem þarf- legast er og líklegast til að veita á- nægju, og það er þrifnaðurinn. Hrein- lætið og hirðusemin getur eins átt heima á fátæklingabæ og auðmannabæ. Jeg hefi komið á bláfátækan bæ, þar sem allt var svo sópað og hreint og þrifalegt, að fyrirmynd gat verið. J>ar var líka fólkið glaðlegt, heilsugott og frjálslegt. Svona er það. það bregzt varla, að þar sem hreinlætið er og reglusemin, þar er líka ánægjan og glaðværðin. Jeg ætlaði ekki að skrifa langa grein og skal ekki heldur gjöra það. Jeg vona að lesendur reiðist mjer ekki, konunni ónefndu, fyrir það, að jeg sje óþarflega aðfinningasöm. það er nauð- synlegt og æfinlega betra en ekki að vekja máls á því, sem miður fer. Ein- hver kann þó að verða til að leggja ó- siðinn niður, ef á hann er bent. Og að eins að benda á það, er betur mætti og þyrfti að fara í þessu efni, er til- gangur greinar minnar, en ekki að skrifa um það rækilega. Jeg segi það satt, að jeg rita ekki þetta af því, að jeg vilji kasta þungum steini á landa mína, þótt margt bresti á hjá þeim í

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.