Ísafold - 19.04.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.04.1882, Blaðsíða 2
því tilliti, sem hjer er um að ræða, heldur af því að mjer er innilega annt um, að sem bezt fari fram í þessu efni, og jeg þættist hafa vel varið minni litlu fyrirhöfn, ef orð mín kynnu að vekja einhvern til athuga. Jeg sagðist hjer í fyrstunni snúa máli mínu einkum til systra minna, kvenn- anna. Jeg veit að vísu, að mikið er undir því komið, að húsbóndinn sje þrifnaðarmaður og að það getur nokkru spillt, ef hann er það ekki. En mest er þó þetta á konunnar valdi. jþrifn- aðarkona getur ósegjanlega mikið að- gjört. Verið það allar nöfnur! Efþið leitist við að hafa allt hreint og þokka- legt á heimilum yðar, þá mun körlum yðar leiðast að vera sóðar, þó að þeir hefðu annars töluverða tilhneigingu til þess að vera það. Allt er hjer svo að segjaáyðar valdi. Hjer haíið þið mátt- inn, meiri en karlmennirnir. Karlmað- ur, sem á óþrifna konu, veslingsmaður, hann getur litið aðgjört, þó hann sje sjálfur þrifnaðarmaður. Hann er sann- arlega brjóstumkennanlegur. Mjerfinnst að allir piltar ættu að láta það vera einhverja sína fyrstu bæn að biðja guð að gefa sjer hreinláta konu. Jeg vona að kvennaskólarnir okkar nýju verði til þess, að fleiri af þeim fái þessa bæn uppfyllta, en áður hefir verið. En að gamni slepptu sýnist mjer hreinlætið vera einhver hin mesta prýði hverrar konu, því að því fylgir næstum ávallt fegurðartilfinning í öðru tilliti, en feg- urðartilfinningin hefir lag á að safna sólargeislum, kann að leiða sólskin inn í húsin og inn í lífið, kann að gjöra mikla prýði úr litlum efnum og mikla ánægju úr smámunum. Kona. Um framræzlu. (Eptir búfræðing Torfa Bjarnason í Ólafsdal). I 1. blaði Isafoldar þ. á. hefir Bjöm jarðyrkjumaður Björnsson minnst á grein mína ram framræzlu», sem kom út í tíma- riti bókmenntafjelagsins í haust. Athuga- semdir ritdómarans eru hógværlega orðaðar og lýsa því, að hann langar til að fræða og jeg tek þeim með mestu þökkum, að því leyti sem jeg get skilið þær og fallist á þær. það er auðvitað, að malarræsi eru því varanlegri sem jörðin, er þau liggja í, er fastari, og hef jeg máske ekki lagt nóga áherzlu á það; en ekki treystist jeg til að fullyrða, að þau verði alls eigi notuð nema jörðin sje svo föst sem framast verður óskað. Ollum ræsum hættir við að ganga úr lagi, ef jörðin, sem þau liggjaí, er gljúp eða misföst því fremur sem meira kveður að þessu og pípuræsin eru jafnvel með sama marki brennd.-—Jeg álít að pípuræsi muni ekki verða tíðkuð hjer á landi að sinni, og verðum vjer því, eins og ritdóm- arinn segir, að nota malarræsi og jarðræsi sem bezt vjer getum, ella hugsa ekki upp á gagnræslu. þar sem jörðin er of laus fyrir malarræsi, þar er hún það llka, og öllu fremur, fyrir jarðræsi, nema máske í samfeldinni mójörð. I gljúpum mýrum, sem ekki hafa þjett- an mó í sjer, mundi hvorki mjer nje öðr- um, sem les grein mína með athyglij detta í hug að leggja lokræsi, heldur gjöra þar opna skurði, og held jeg það sje miklu ráðlegra en að basla við að þjetta botninn 1 ræsunum og leggja þar pípur, eins og ritdómarinn bendir á. Aðferð mína við jarðræsagjörð álítur ritdómarinn óheppilega. Jeg skal nú ekki þræta við hann um það, »hver slær með sínu lagi«,—báðar aðferðirnar eru brúkaðar, og Nordström1, sem ritdómarinn þekkir, telur þá aðferð heppilega, sem jeg hef lýst. Beikningur minn um kostnaðinn við ræsagjörð er áætlun, sem breyzt getur eptir ýmsum kringumstæðum og getur því verið of lág á einum stað og of há á öðrum, eptir atvikum; en hvað hið rjetta meðaltal muni vera hjer á landi verð jeg að halda að ritdómarinn sje enn þá ófróður um, eins og jeg- Að áætlun mín um malarræsi sje of lag til móts við jarðræsin, þykir mjer líka mjög hæpið, og jeg held að reynzlan ein geti skorið úr því. Hentug möl er víða fáan- leg, og sjeu jarðræsi lögð í leirjörð, geta einnig við þau komið fyrir tafir af steinum. Mjer þykir ekki ólíklegt, að aðferð rit- dómarans við að skeyta saman pípuræsi sje betri en sú, sem jeg hef lýst, ef að pípan brotnar ekki um þvert um leið og gatið er gjört á hana, sem komið gæti fyrir hjá viðvaningum. Jeg valdi þá aðferðina, sem mjer sýndist vandaminnst, og sem jeg hefi víða sjeð við hafða á Skotlandi, og Nord- ström telur hana hentuga. Sumir láta reyndar gjöra sjerstakar pípur með gati á hliðinni í þessu skyni, og það væri líklega bezt.—Jeg hef opt sjeð járnþráðarnet fyrir pípuendum, sem staðið hafa út úr skurð- bökkum, en betra er samt að hafa lárjetta járnþræði fyrir pípuopinu. Opin má pípan ekki vera, því þá gætu mýs skriðið þar inn og stíflað ræsið. Að setja járnpípu eða trje »lúðu«? í ræsisendann getur ekki verið gott ráð, því annaðhvort stýflar hún ræsið að mun eða hún er jafnvíð því, og þá er inn- gangurinn í ræsið jafngreiður sem áður. Að ekki megi skorða pípurnar með smá- steinum, kemur víst ekki öllum saman um, því bæði telur Nordström ráð að gjöra það, og sjálfur hef jeg sjeð það gjört á Skotlandi. það hefði máske verið betra að fara nokkrum orðum um það, hvernig hleypa skyldi vatninu af mýrum, þar sem minnst var á stýflugarða á 236. bls., en jeg hafði tekið það fram í grein um vatnsveitingar, sem að vísu er óprentuð, því þar taldi jeg það einkum eiga heima. Myndirnar eru að vísu ekki svo greini- legar sem jeg hefði óskað, og hafa þær orðið nokkru ógreinilegri fyrir það, að þær voru minnkaðar, þegar þær voru grafnar, en samt eru þær efninu til töluverðrar skýringar. Jeg vil að endingu óska, að hinn heiðr- aði ritdómari fái sem allra fyrst tækifæri til að auðga bókmenntir vorar með fróð- legum og rækilegum ritgjörðum um búnað- fræði og jarðyrkju; máske hanu vildi þá meðal annars unna oss gömlu mönnunum leiðbeiningar »í meðferð sáðlandsins (tún- anna) sem undirstöðu góðs landbúnaðar«,—- Jeg hef aldrei treyst mjer til að telja túnin með sáðlandi. (xainall hanzki. J>ar eð Forngripasafnið hefir nýlega fengið fágætan hlut, skal jeg lýsa hon- um hjer með fám orðum. þ>egar síra Jón Benidiktsson í Görðum á Akranesi var í fyrra að láta grafa fyrir kjallara undir hús, er hann ætlaði að láta byggja, þá var grafið enn lengra niður en kjallaradýpt- in, til að fá fasta undirstöðu undir stoð, er vera skyldi undir einum bitanum. J>egar komið var hjer um bil hálfa fimmtu alin niður, fannst þar hanzki mjög einkennilegur og fornlegur; ha.nn var heill nema nokkrar smáraufar vóru öðru megin á annari hliðinni; þessi hanzki hefir ekki verið prjónaður, held- ur ofinn, og svo sniðinn og saumaður; saumurinn er utan á handarjaðrinum, hann er með einum þumli, sem og er sniðinn, og mjög haglega skorið út fyr- ir honum í hanzkann og hann saumað- urvið; hanzkinn á upp á vinstri hendi; laskinn eða það, sem upp veit á hand- legginn, er miklu lengri en nú gjörist vanalega á vetlingum, og þannig snið- inn, að laskinn slær sjer mjög út í op- ið svo að hann hefir mátt bretta upp á ermina; vefnaðurinn er mjög stór- gerður, fyrirvafið digurt og liggur þjett saman, en uppistaðan er miklu smá- gjörfari og mjög gisin. Hanzkinn hefir upprunalega verið mosalitaður; í gamla daga munu menn hjer á landi hafa mest megnis litað úr grösum, sjá með- al annars Svarfdælu, 18. kap., bls. 157. ofan á hanzkanum lá mykjulag og svo allur jarðvegurinn þar ofan á, en ofan á öllu þessu stóð eitt af gömlu bæjarhúsunum; bærinn í Görðum stendur á hól, sem síra Jón sagði mjer að mundi vera upphækkun af gömlum bæjarrúst- um ; Garðar eru landnámsjörð og hjet þá Jörundarholt, sjáLandn. Kh. i843,bls. 49. Nú sagði síra Jón mjer, að hanzkinn hefði fundizt jafnvel neðar, en á móts við ræt- urnar á hólnum eða upphækkuninni, sem bærinn stendur á og nær niður und- ir möl, og eptir því hlýtur hann að vera frá okkar elzta tíma, því það er auðsætt, að ekki hefir þó neðar verið byggt upp- runalega en á þessari dýpt. þ>að þykir jafnan merkilegt þegar eitthvað fatkyns finnst frá fornum tíma, sem er ófúið; en ekki skulu menn undrast það þó þessi hlutur hafi getað haldið sjer þó hann kynni að vera fram undir 1000 ára gamall, því ullarvefnaður getur jafnvel varað miklu lengur; það kemur. allt undir í hvaða jörð hann liggur; það sýna þeir merkilegu fundir þess kyns, 1) F. Gr. Nordström, Jordbruget, 1879’

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.