Ísafold - 19.04.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.04.1882, Blaðsíða 3
27 er fundist hafa erlendis, og einkanlega í Danmörku, bæði fundurinn í Træn- höj í Rípur-amti, og í haug viðBorum nálægt Árós, þar fundust ullarföt bæði af karlmanni og kvennmanni, sem vóru alveg ófúin, líkin höfðu verið látin í eikarkistur, sem og eru til; þessir fund- ir eru þó álitnir að vera frá því um Krists daga eða jafnvel fyrri; eg hefi opt horft á þessa hluti með undrun þegar eg var í Khöfn síðast. Vöttur, hanzkar og glófar, enda gullfjallaðir glófar, eru opt nefndir í okkar fornritum, en um tilbúninginn er ekki gott að segja, nema hvað þessi hanzki sýnir; jeg hefi hvergi fundið að prjón sje nefnt, en vefnað er marg- talað um. Jpað sýnist benda á að Snorri hafi hugzað sér hanzka Skrýmnis jöt- uns einþumlaðan, að þegar þeir Jpór fóru að leita fyrir sjer, fundu þeir afhús til hægri handar í miðjum skálanum. Snorra E. Rv. 1848 bls. 20.. Jeg skal og geta þess, að hjer um bil 2 áln. frá hanzkanum fannst og bollasteinn úr hraungrýti flatur, hálf al. í þvermál, en brotið af honum öðru- megin, en bollinn heldur sjer og er kringlóttur og sljettur innann, og nær 4 þuml. í þvermál, en i3/4 á dýpt; á bollanum eru auðsjáanleg mannaverk; bolla-steinar finnast hjer margir af ýmsri stærð. Stgurður Vigfússon. Um ágang- af skcpnuiu. (Framhald frá bls. 24). 2. Annar vegur, er menn hafa stungið upp á til að varna bótalausum ágangi, er að veita mönnum rjett til að heimta að talið sje fje í haga hjá grönnum þeirra: þessi upp á stunga hefir einnig að því leyti fornar lagaákvarðanir við að styðjast, að ítala var til hjer á landi fyrrum, en hennar mun þó jafnan lítið hafa gætt, með því að um hana virðist aðeins hafa verið tala þar sem ræða var um sameignarland, er menn eigi gátu komið sjer saman um að skipta. (sbr. Jónsbók Lbr. b. i. og Llb. 51.). Við ítöluna er margt mjög ísjárvert og það fyrst hvert band hún getur lagt á menn að haga búnaðarháttum sínum eptir því sem öörum þykir skynsamlegt og haganlegt. Með þessu snertir ítalan grundvöll allrar góðrar fjelagsskipunar, þar sem frelsi manna, dáð og dug er ætlað dafna, því þetta heimtar að menn yfirhöfuð hafi heímild til, að haga háttum sínum eins og þeim sj álfum þykir r jett- ast, án tillits til þess hvað öðrum þykir, ef menn aðeins gjöra eigi neitt, sem skerðirrjett annara, eða sem gefur ástæðu til að óttast, að öðrum verði það mein að, sem eigi verði bætt. Italan snertir eigieinstök atvikheld- ur búskaparlag manna og bjargræði yfirhöf- uð að tala; með henni er ætlast til að á- kveðið sje af öðrum hverjar skepnur og hversu margar menn megi hafa á sínum eigin heyjum og í sínu eigin landi; en jafnframt llður hún mönnum að sýna grönnum sín- um ótakmarkaðan ágang bótalaust, ef fjár- eign þeirra fer aðeins eigi fram yfir hina á- kveðnu tölu. Hún sviptir menn þannig rjetti til þess, sem hverjum ætti að vera í sjálfsvald sett, en meinar þeim eigi það, sem engum ætti að líðast. Jpegar til hinna sjerstöku ákvarðana kemur viðvíkjandi ítöl- unni, þá lýsa sjer hin mestu vandkvæði; fyrst koma þau fram í því, við hvað ítöluna á að miða; það hefir verið stungið upp á að miða hana við það, að peningur gangi eigi í örtröð, en orðatiltæki þetta er öldungis óákveðið; eptir því sem næst liggur, þá verður ítalan eptir þessu svo há, að hún reyndar þýðir hjer um bil ekkert, því það mun varla nokkur vera sá, er hafi svo margar skepnur, að þær bókstafiega þyrftu að ganga í örfcröð í landi hans; enn fremur hefir verið stungið upp á, að miða ítöluna við það, að menn ætli að fje verði eigi feit- ara þó færra sje1; þetta er einnig töluvert óákveðið, en annað er þó lakara við ákvörð- un þessa og það er, að óttast má fyrir, að fjártalan eptir henni yrði svo lítil, að það mundi verða hin stórkostlegasta takmörkun á fjáreign manna. Að öllum líkindum yrði fje þá feitast, er það væri svo fátt, að það þyrfti eigi á annað að ganga en beztu topp- ana, að sínu leyti eins og heyskapur yrði þá mestur eptir hvern mann, er svo fáir gengju að honum, að eigi væri annað unnið upp en beztu blettirnir úr túni og engjum ; en slíkt búskaparlag væri þó vissulega eigi skynsamlegt fyrir einstaka menn eða æski- legt fyrir landið í heild sinni, og sama má segja um, að neyða menn til að hafa svo örfáar skepnur, að þær yrðu eigi feitari þó færri væru, og að veita hverjum einstök- um manni rjett til að leggja slíkt band á bjargræðisveg nágranna sinna, það er vissulega einhver hin ísjárverðasta ákvörð- un. Jpess þarf sannarlega fremur við, að hvetja menn til þess dugnaðar, er útheimt- ist til að hafa stór bú, heldur en að meina mönnum að sýna hann. Eigi minnka vandkvæðin við ítöluna, þegar til sjálfrar framkvæmdarinnar kemur; þá þarf fyrst að meta eitt landslag á móti öðru, graslendi móti hrjóstrugum holtum og melum ; sum- arland móti vetrarlandi; kjarnmikið gras móti Ijettu grasi; land, sem fljótt leggur undir, þegar vetrar að, móti landi, þar sem jörð sjaldan þrýtur; land í fjarlægð, sem sjaldan er beitt á, móti öðru, sem nær ligg- ur; land, sem hægt er að verja og varið er, móti öðru, sem eigi er unnt að verja o. s. frv.; enn fremur þarf að meta eina skepnutegundina móti annari, hve ójafnt sem komið er á með þeim; tryppið, sem að eins er í heimahögum að vetrinum, móti kúnni, sem allan þann tíma stendur inni; eldishestinn móti útigangshestinum eða sauðnum ; kindina, sem einn gefur inni, móti kindinni, sem annar beitir, o. s. frv. Jpetta er í stuttu máli óvinnandi verk svo í nokkru lagi fari, því landið er svo mismunandi, hlutfallið milli fjöldans af hverri skepnutegund svo misjafnt og mun- urinn svo mikill á því, hvernig og hversu mikið menn nota beitilandið fyrir skepnur sínar. Ef menn færu að reyna þetta, þá mundi eigi verða komist hjá stórkostlegum ójöfnuði og ósanngirni, er aptur mundi vekja óvild manna á milli og veikja virð- inguna fyrir þeim lögum, er slíkur ójöfnuð- ur byggðist á. Að nota ítöluna til að koma í veg fyrir þann ójöfnuð, er áganginum fylgir, er því það neyðarúrræði, sem eigi er reynandi, meðan nokkur annar vegur er til. (Framh. síðar). 1) pannig var að vísu ákveðið um ítöluna fyrrnm. Allar fornar ákvarðanir eru í sjálfu sjer eptir- tektaverðar, því venjulega má búast við, að þær sjeu á góðri reynzlu byggðar, en ef reynzlan hefir sýnt, að eitthvað hefir eigi verið hagfelldara en svo, að menn af sjálfsdáðum hafa hætt að nota það, eins og ákvarðanirnar um ítöluna, þá getur það fremur verið til viðvörunar en til ept- irbreytni. þær ákvarðanir eru og allt annað en almenn regla, sem aðeins á að nota þar sem um sameignarland er að ræða, er menn eigi vilja skipta; þær má jafnvel skoða mest sem hvöt frá laganna hállu til að skipta landinu eða eiga það eigi að ódeildu, svo að hver gæti verið djarfur um sinn deilda verð. Aðsent. Siuápistlar f'rá Kaupniannahöfn. 2. Margvíslegt. Til þess að koma upp leiðismarki yfir Magnús Eiríksson var búið að safna í miðj- um febr. rúml. 1200 kr., bæði hjeðan úr landi og frá íslandi, nokkuð líka frá Sví- þjóð og Noregi. Herskip til íslands í sumar er ætluð Díana gamla, en ekki Ingólfur, og verður fyrir henni H. Koch, tengdasonur landshöfðingja, en meðal yfirmannanna Valdemar prins. Gufuskipafjelagið sameinaða er nú að láta smfða nýjan Phönix til íslandsferða, og á að vera þiljað yfir hann eða þakið vegna miðsvetrar ferðanna, sem einráðið er að halda áfram eptirleiðis, þótt því væri sleppt í þetta sinn. Fjelagið á nú alls 64 gufuskip, sem taka samtals um 20 þúsund smálestir. Ejárstofn þess er 12J millj. kr. Forstöðumaður fjelagsins er etazráð Tietgen, en Koch framkvæmdarstjóri. I fyrra var stofnað hjer annað gufu- skipafjelag allvoldugt og kallað Thingvalla (þingvellir), eptir skipi því er það eignaðist fyrst. þetta fjelag hefir tekið að sjer kaup- ferðir milli Danmerkur og Bandaríkja í Norður-Ameríku (New York) beina leið, nema hvað skipin koma við í Noregi stund- um, og einnig flutning vesturfara. í vetur eignaðist það annað skipið og kallar það Geysir, og hefir nú tvö í smíðum, er eiga að heita Hekla og Island. Skip þessi eru öll stærri en dönsk skip hafa gerzt hingað til, Geysir t. d. 312 fet á lengd og tekur 3000 smálestir; ísland og Hekla nokkuð stærri. Málþráðinn til Islands var talað um í land- fræðingafjelaginu hjer í vetur og gjört þar ráð fyrir, að hann yrði lagður frá Skotlandi til Berufjarðar, þaðan fyrir sunnan land á mararbotni og á land við Herdísarvík, það- an landveg til Beykjavíkur, þaðan til Stykk- ishólms og síðan til Grænlands og Ameríku. Aukaþráður frá Berufirði til Akureyrar. Ymsir málsmetandi menn eru fulltrúa um, að þetta muni eigi bregðast. Hafa þó Englendingar skorast undan að eiga þátt í fyrirtækinu. En veðurfræðingar víða um heim eru að verða æ fastari og fastari á því,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.