Ísafold - 02.05.1882, Side 1

Ísafold - 02.05.1882, Side 1
Árgangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ISAFOLD. Pöntun.er bindandi fyrir ár. Upj)sögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 8. Reykjavík, þriðjudaginn 2. maímán. 18 82. Um áííaim' af skepnum. (Framhald frá bls. 27). Hinn þriðji vegur er sá, sem tekinn er fram í frumvarpi þvi til landbúnað- arlaga, er neðri deild alþingis 1881 samþykkti. Hann er yfir höfuð í því fólginn, að menn þeir, er verða fyrir ágangi af skepnum annara, skuli eiga rjett til að fá bætur fyrir það; og til þess að menn gætu komið rjetti þessum fram, þá var sú ákvörðun gjorð, að menn skyldu hafa heimild til að setja inn skepnur annara og heimta útlausn- argjald, og var það eigi ákveðið hærra en svo, að nægilegt virðist til að end- urgjalda skaða þann og fyrirhöfn, er skepnurnar hafa valdið. En með því að þetta gat þó orðið miður hentugt granna á milli, þar sem samgöngum eigi verður varnað, þá var enn fremur svo'"ákveðið, að eigi mætti setja inn skepnur granna þess, er boðið hefði að gjalda ágangsbætur eptir óvilhallra manna mati. fess utan giltu reglur þessar eigi um afrjettarpening, þvíþeg- ar hinir einstöku fjáreigendur eru skyldaðir til að reka pening sinn til af- rjetta, þá getur eigi verið umtalsmál, jafnframt að láta þá sjá um og hafa ábyrgð af því hvar hann gengur að sumrinu ; sýslunefndunum, sem hafa um- ráð afréttarmálefnanna, var falið á hend- ur að gjöra þær ákvarðanir, er bezt þættu eiga við á hverjum stað, til að varna tilfinnanlegum ágangi af slíkum peningi. Sömuleiðis var gjört ráð fyrir að fyrgreindar reglur skyldu eigi gilda um sauðfjenað þann tíma vor og haust, sem vant er að hann gangi sjálfala í heimalöndum. eptir því sem hlutaðeig- andi sveitarstjórnir nákvæmar ákveða; eptir þessu mega sveitarstjórnir almennt losa menn við að þurfa á þeim tíma að gjalda bætur fyrir, að sauðfé þeirra kemur inn í land annara, en engin takmörkun er á því, að hver geti varið land sitt eins og honum sjálfum sýnist; en undantekning þessi er hagfeld, með tilliti til þess, hve erfitt mönnum jafn- aðarlega er á þeim tíma að passa sauð- fje sitt, og að flestir gjöra sjer af sjálfs- dáðum far um það eins og hægt er, sem og þegar litið er á, hversu lítið mein að mönnum er að því að sauðfje komi þá í land þeirra, þegar eigi þarf að verja neinar slægjur eða vetrarbeit, í sambandi við ákvarðanir um góð fjár- skil og fjárleitir í heimalöndum er hún. einnig bæði rjettlát og nauðsynleg. pegar nú litið er á fyrtjeðar ákvarðan- ir, þá bera þær með sjer, að þær leggja þá eðlilegu skyldu á menn, að bæta þann skaða, er menn gjöra öðrum, en heldur eigi meira, eigi t. d. að leggja fram kostnað til girðinga eða takmarka fjáreign sína eptir því sem öðrum þykir hæfilegt. Ohlutvandir menn geta því eigi notað þær til að gjöra öðrum neina afurkosti, og meinsamur maður getur eigi einu sinni notað innsetningurrjett- inn, ef granni hans býður honum að gjalda bætur fyrir ágang þann, er skepnur hans gjöra, án þess að sú að- ferð sje höfð. Vjer getum nú litið á hverjar breytingar greindar ákvarðanir hafa í för með sjer frá því ástandi sem er. Fyrir þann, er fyrir ágangi verður, eru þær fólgnar í þvi, að hann hefir skýlausan rjett til að heimta skaðabæt- ur fyrir áganginn, og geti hann eigi á annan hátt t. d. með samkomulagi náð bótum þessum, þá er honum heimilaður einfaldur vegur til þess með því að setja skepnurnar inn; hitt er sjálfsagt, að hann hefir allan sama rjett sem hann hefir áður haft til að verja land sitt (þó svo að hann reki eigi skepnur til ógreúða). Fyrir þann, er skepnur á, sem ágangi valda, er breytingin aptur í því fólgin, að hann verður að bera ábyrgð af þeim skaða, sem þær valda við það að framfærast á annara eign; eins og menn verða að kannast við að þetta sje yfir höfuð rjettlátt, svo virð- ast og hinar sjerstöku ákvarðanir þessu viðvikjandi vera sanngjarnar og hag- feldar. þ>egar um granna er að ræða þar, sem samgöngum eigi verður varn- að, þá þarf að eins að gjalda bætur fyrir áganginn eptir mati óvilhallra manna; á móti því getur þá komið til greina. hvern ágang sá hinn sami hefir sjálfur beðið, hversu mikið far hanti hefir gjört sjer um, að ágangurinn yrði sem minnst tilfinnanlegur, hvað mikið hann t. d. hefir varast að skepn- ur hans gengju í slægjum granna síns og hvað granninn hefir sjálfur gjört til að varna áganginum o. s. frv. J>ótt mat þetta að vísu eigi gæti verið full- komlega nákvæmt, þá er þó öll ástæða til að búast við, að það eigi færi svo fjærri rjettu lagi, að neinum væri til- finnanlegt, með því að það og væri gjört að nýju á hverju ári. Að láta skepnur sínar gjöra mikinn ágang í fjarlægum landareignum, lýsir aptur á móti yfir höfuð svo miklu hirðuleysi, að eigi virðist vera neitt ísjárvert, þótt þeir sem það sýna, verði að sæta á- kvörðununum um innsetninguna, þegar þær að öðru leyti eru nauðsynlegar; þetta verður ljóst, þegar gætt er að skepnutegundunum út af fyrir sig ; sumpart er hjer að ræða um málnytu- pening, sem á að vera heima á hverju máli, og sumpart sauðfje, þegar það er hýst á hverri nóttu; þessi peningur gjörir eigi ágang í fjarlægum landar- eignum ; en svo eru enn fremur hross- in; að því er brúkunarhross snertir, þá eru þau venjulega höfð heima við um brúkunartímann, og eru þau þá vön að taka þar föstum stöðvum, svo að þau leita eigi langt burtu á öðrum tímum árs; þá er eigi annað eptir en stóð- hrossin; eptir því sem landssiður er, þá getur það að vísu orðið sumum nokkuð tilfinnanlegt, en á hinn bóginn mundi eigendunum venjulega vera hægt að koma stóðhrossum sínum fyrir til göngu á þeim stöðum, sem þau helzt leita á, ef að þeir vildu þægja nokkuð fyrir það. Yfirhöfuð er líklegt, að það yrði eigi mjög almennt, að menn bein- línis notuðu lagaákvarðanir þessar, því báðir hlutaðeigendur mundu sjá hag sinn við að jafna sín á milli ágreining þessu viðvíkjandi, en þeim sem eigi gæti náð sanngjörnu samkomulagi, veittu þær þó greiðan veg til að ná rjetti sínum. p>ar sem svo stæði á að tilvinnandi væri að gjöra girðingu til að varna samgöngum, þá væri með á- kvörðunum þessum mikil hvöt gefin til að koma sjer sarnan um það ogskipta kostnaðinum, eins og sanngjarnt er, eptir því gagni sem hver hlutaðeigenda hefir af girðingunni; enn fremur gætu þær og hvatt menn til samkomulags um þann skepnufjölda, er menn hefðu í högum sínum, t. d. að því er snerti hross, er tekin væru til göngu; þannig gætu þær, án þess að ganga of nærri rjetti nokkurs manns, gjört að miklu leyti sama gagn eins og áður nefndar ákvarðanir um garðlagið og ítöluna. þ>ess var áður getið að ákvarðanir þær, er hjer ræðir um, mundu helzt geta orðið nokkuð tilfinnanlegar fyrir eig- endur stóðhrossa, og er það einkum vegna þess, að lög og landsvenja veita heimild til að þau uppalist og fram- færist á annara eign; auk þess sem þetta kemur hart niður á þeim, er fyrir áganginum verða, þá hefir það einnig þær afleiðingar, að fjöldi manna sjer sjer hag við að ala upp hross, er verða öðr- umtil meins, erþeireigi mundu hugsa til,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.