Ísafold - 08.05.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.05.1882, Blaðsíða 1
Argangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Pöntun er bindandi iyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX 9. Reykjavík, mánudaginn 8. maimán. 1882. Dönsk lesbók með málfræðiságripi og orðasafm, alls 5 arkir, fæst í prentsmiðju ísafoldar og hjá flestum bókasölumönnum landsins fyrir að eins 50 aura. Útlendar frjettir. Khöfn 15. apr. 1882. j»að varð ekki mikið úr veðrabrigðun- um, sem jeg gat um síðast. Marzmán- uður varð fádæma-blíður. Aptur hefir verið nokkuð kuldasamt það sem af er þessum mánuði. Ný morðsaga frá Rússlandi. Gerð- ist í Odessa 30. f. m. f>ar var nýkom- inn Strelnikoff hershöfðingi, norðan frá Wilna, með þeim erindum af hálfu stjórnarinnar, að gera gangskör að eptirleit og lögsóknum gegn gjöreyð- endum þar í borginni. Hann var á gangi á skemmtistíg staðarins og sett- ist þar á bekk að hvíla sig. J?á var komið aptan að honum og hleypt úr skammbyssu inn í hnakkagrófina. Skot- ið fór út um ennið og var maðurinn þegar örendur. Sá, er verkið vann, tók þegar á rás að vagni, er beið hans spölkorn í burtu, og annar maður með honum, fjelagi hans. |>etta var á almannafæri, og urðu þeir báðir höndlaðir áður en vagninn komst af stað. Jpeir vörðust allra sagna, og voru dæmdir af lífi og hengdir 2 dög- um síðar, svo að enginn vissi nöfn þeirra, og því síður meira. — Keisari hefir gefið líf sakamönnum þeim, er jeg gat um síðast að þá væri nýdæmd- ir til aftöku fyrir keisaramorðió, öllum nema einum, og var hann skotinn 31. f. m. Hann hjet Suchanoff, hafði fyr meir verið yfirmaður í skipaliði Rússa, færzt undan að eiga þátt í þjófnaði fjelaga sinna af ríkisfje, en þeir borið á hann lognar sakir til hefnda og hon- um síðan vikið frá embætti, þótt sýkn yrði fyrir dómi. Eptir það snerist hann í lið með gjöreyðendum. Fyrir lífiáts- dóm hinna kom hegningarvinna æfi- langt handa sumum, en hinum um ótil- tekinn tíma.—Keisari hefir haft í hyggju að láta krýna sig í sumar í Moskwa. En það þykir vera hættuspil, enda eru nú þegar farnar að berast sögur af við- búr.aði af hálfu gjöreyðenda til morð- virkja þar, ef keisari gengi þannig í greipar þeim með fólk sitt og mikla sveit höfðingja útlendra og innlendra. Ráðgjört er að hafa 100,000 hermanna til löggæzlu í Moskwa, meðan á krýn- ingarhátíðinni stendur. Ymsir ungir menn af miklum ættum hafa bundizt í fjelag um að verja líf keisara með sömu ráðum, og gjöreyðendur beita við sína fjandmenn, þ. e. morðvirkjum á hendur þeim. petta samband nefna þeir „fjelagið helga". Serbía er orðin konungsríki. J?að gerðist 6. f. m., með þeim hætti, að lögþingi landsins skoraði á furstann að taka sjer konungsnafn, en hann var þess auðeggjaður. Mun hann hafa leitað fyrir sjer áður um málið við aðra höfðingja álfunnar, en þeir tekið ekki ólíklega undir það; Austurríkis- keisari ef til vill áskilið sjer í móti, að hann reyndist sjer hollur nágranni meðan verið væri að bæla niður upp- reistina þar syðra, í Dalmatíu og Herze- gówína. Hinn nýi konungur nefnist Milan I. þessi uppreist þar á suðurhala Aust- urríkis er nú niðurbrotin að mestu eða öllu leyti. Manntjón eigi mikið af hvorugum. Uppreistarmenn höfðu átt sjer þar helzt traust, er voru fjöll landsins og firnindi, og margs konar torfærur og harðviðri, en lítið um mannafia og hernaðarföng. Ospektir nokkrar hafa veríð um þessar mundir í Barcelona á Spáni og víðar í Katalóníu. Gladstone hefir fengið góðan sigur á þingi nýlega í máli, er honum þykir miklu skipta. En það er að taka upp í þingsköp Breta þau fyrirmæli, er víðast eru lög í öðrum löndum, að meiri hluti þingmanna eigi vald á að slá í botn, ef umræður ætla að lengj- ast úr hófi. Er þetta gert mest til hnekkis því bragði, er írar hafa löng- um leikið á þingi, að tefja fyrirhverju máli, er þeim var um geð, með enda- Iausu ræðustagli von og úr viti. En svo er málhelgi rótföst í hugsunarhætti Breta, að jafnvel ýmsir sveitungar Gladstones Ijetu illa við þessum ný- mælum hans, þessari útlendu nýbreytni, er þeir nefna svo, þrátt fyrir hinar þungu búsifjar af hendi íra. — Lávarð- arnir í efri deildinni ætluðu að taka rögg á sig nýlega gagnvart hinni deildinni og setja nefnd til að rann- saka, hvernig beitt væri hinum nýju búnaðarlögum á írlandi. Gladstone tók slíkri ofdirfsku svo, að hann bar upp í hinni deildinni nokkurs konar ofaní- gjöf til lávarðanna fyrir tiltækið og var ádrepan samþykkt með miklum atkvæðafjölda. Lávarðarnir hjeldu reyndar áfram sinni fyrirætlun i orði kveðnu, en með öðru móti vægara, og er svo sagt, að þeim muni skiljast, að hjer sje ekki betur farið en heima setið. Svo sjálfsagt þykir að meiri hlutinn í neðri málstofunni ráði lögum og lofum í landinu, enda er stjórnin í raun rjettri ekki annað en nefnd úr flokki meirihlutamanna. — Ekki ljettir enn launvígum og öðrum glæpum á írlandi. J?að er ýmist höfðingjafólk, landsdrottnar, sem myrtir ern, eða þá leiguliðar, er það hafa til saka, að þeir hafa staðið í skilum við landsdrottna sína og viljað hlýðnast fremur lands- Iögum rjettum en boðum óaldarfjelag- anna. Maðurinn, sem skaut á Viktoríu drottningu, 2. f. m., heitir Mac Lean. Skólapiltur frá Eton sló á handlegg honum, er hann miðaði á drottningu; því reið skotið framhjá. Hann er nú talinn óbrjálaður. Hann er ódæmdur enn. þetta er í 7. sinn, að Viktoríu drottningu hefir verið veitt banatilræði meðan hún hefir setið að ríkjum, en það eru 45 ár. Af þingi hjer er það að segja, að útsjeð mun vera um samkomulag um fjárlögin. þau eru að eins ókomin í samþingisnefnd. þá er búizt við bráða- birgðarfjárlögum. Hægrimenn látasem ekki sjeu önnur úrræði í mál takandi, en hinum mun þykja sem þá fari að sneyðast um stjórnfrelsið, ef slíku skal fram fara að jafnaði. Monrad biskup hefir lagt orð í belg nýlega í þessu stjónarþrasi, í bækling, er hann nefnir „hið spakláta vald". Hann er þar vil- mæltur nokkuð vinstrimönnum, og þó með tvíveðrung, sem hann á vanda til nú orðið. Er orðum hans og lítill gaum- ur gefinn. Jeg gat um í vetur í brjefi með kaup- skipi frá Englandi meðal annars, að spurzt hefði til Jeannette, pólfararskips Bennets ritstjóra i New-York. En það brjef mun ekki hafa komizt til skila: skipið líklega farizt. Jeannette marð- ist í sundur í hafísreki norður undan Síberíu langar leiðir, eptir 2 ára úti- vist. Skipshöfnin hjelt til lands á 3 bátum. Tveir þeirra náðu landi við mynni árinnar Lena 3 mánuðum síðar í septbr.; höfðu farið 110 vikur sjávar. En til hins 3. hefir eigi spurzt enn. Jpessi frétt barst hingað í álfu eigi fyrr enn skömmu fyrir jól. Og ekki eru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.