Ísafold - 13.05.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.05.1882, Blaðsíða 3
39 stöfum, að skólastofnmi vor sje svo gömul, svo nytsöm og svo heiðarleg fyrir land vort. Á 3. bls. er talað um, að piltar komi »úr foreldrahúsum, þar sem þeir njóta góðs atlætis og hafi það frelsi, sem eðlilegt er að þeir hafi, og ungum mönnum er nauð- synlegt til andlegra og líkamlegra framfara« —og svo er það kenning höfundarins, að piltar eigi í raun og veru ekki að sýna neina hlýðni, nema eptir einhverjum reglum, sem án efa hafa vakað mjög ó- greinilega fyrir höfundinum. Um drykkju- skap pilta og kennara er mjer ekki mikið kunnugt, en jeg held að þeir drekki ekki meir en stúdentar í Kanpmannahöfn- |>að er annars ekki gaman að skrifa hjer um þetta góða skólamál, því ef maður hefir einhverja meiningu, þá er maður þegar kominn í óvild við ýmsa menn, þótt maður vilji engan meiða eða styggja, af því hið persónulega kemur hjer svo sterk- lega fram. En í stað þess að ráðast á kennarana, umsjónarmennina, rektor og stiptsyfirvöldin, þá hefði þessi heiðraði höf- undur heldur átt að leita að hinum upp- runalegu og verulegu orsökum til þessa á- stands, sem honum finnst aðfinningavert, en sem hann samt ýkir ekki all-lítið. Fyrst hann ekki hefir fundið þær, þá skal jeg reyna til að nefna það, sem mjer finnst ó- hentugt í þessu efni, og það eru einmitt þeir hlutir, sem hvorki stiptsyfirvöld, rekt- orar, kennarar eða umsjónarmenn geta gjört að. 1. Enginn þessara manna getur gjört að því, þótt skólahúsið sje orðið fornfálegt, því það er hlutanna gangur, að ellin kemur öllum á knje. Baunar þótti einhverjum höfundi í ísafold skólahúsið geta lengi stað- ið enn, einn mannsaldur, ef vel væri gjört við þakið (eins og eitt hús sje ekki meira en eintómt þakið).—ísafold VI. 30. (12. desbr. 1879); en sá höfundur mun kannske vera harðari en aðrir og ekki þurfa að senda neitt barn sitt í skóla. Að skóla- húsið er nú orðið því nær óhæft til íveru og kennslu, vita allir, hvort sem þeir vilja kannast við það eða ekki, og það hlýtur að vera öllum oss til minnkunar. Maður getur ekki komið þar inn nema að verða óhreinn; maður andar sífellt ryk og fúa- daun ofan í lungun, og piltar geta enga virðingu borið fyrir öðru eins húsi. 2. Eptir því sem aðsóknin að skólanum hefir verið nú seinustu árin, þá er skóla- húsið orðið of lítið. Ekki alls fyrir löngu átti að takmarka tölu þeirra, sem gætu orð- ið teknir inn í skólann; en þá urðu allir óðir og uppvægir, svo undan varð að láta; en enginn gat veitt meira húsnæði en til var í skólanum. Hvað átti þá að gjöra? Að hlýða rödd þjóðarinnar og þjappa saman múg og margmenni í bekkina, langum fieiri en kennarinn kemst yfir. Jeg hef raunar nokkuð á móti inntökunni í skólann. I fyrsta lagi vil jeg ekkert inntökupróf hafa á haustin, því þá mun sumum vera hleypt inn af meðaumkun, með því þeim getur verið ómögulegt að snúa aptur heim, og þá vantar fje til að vera hjer til kennslu, eða kannske engin kennsla fáist. En á vorin getur hver snúið aptur, sem ekki fær inn- gang í skólann. Inntökuprófið er of lint, því þar af leiðir, að hver slóði kemst inn, þótt hann kunni varla neitt. Af þessu leiðir nú aptur það, að skólasveinarnir verða of margir; ekki einungis í bekkjunum, heldur verður og helmingur piltanna að búa úti í bæ, og þar af kemur þessi tví- skipting skólapilta í heimasveina (skóla- sveina) og bæjarsveina; og þetta álít jeg mjög óheppilegt, því þar við tvístrast skóla- fjelagið og verður í rauninni tvö fjelög. Hvað sem höfundur brjefsins segir um um- sjónina í skólanum, þá vil jeg samt heldur vita barn mitt þar, heldur en í hverju húsi sem vera skal í bænum. Umsjónarmaður- inn í skólanum getur enga umsjón haft með bæjarsveinum, því hann getur ekki verið á tveim stöðum i senn. Jeg hygg því, að fækkun pilta væri einmitt hentug fyrir skólann, og jeg efast ekki um, að til sjeu ýmsar menntunarstofnanir, þar sem viss tala nemendanna sje til tekin. því skyldi ekki mega setja þá reglu, að í hverj- um bekk megi ekki vera fleiri en sextán piltar. 3, þriðju orsökina hygg eg vera sumar greinir í nýju skólareglugjörðinni. Að hún ekki líkaði algjörlega, sannast þó meðfram af því, að í fyrra (minnir mig) var rector og kennurunum boðið að koma saman, og stinga upp á breytingum við hana; en bæði man eg nú ekki í hverju þær breytingar voru fólgnar, enda hefir ekkert heyrst um þetta meir. Eg vil raunar ekki segja neitt um það, hvort gömlu málunum sje haldið allt of mikið fram; eg hefi ætíð haldið upp á þau sjálfur, og þau þarf hver skólageng- inn maður að kunna. En mjer finnst sumt annað mundi vera heppilegra. það er til að mynda óheppilegt, að láta piltana hætta alveg við sumar fræðigreinir, svo sem nátt- úru söguna, í tvö ár að minnsta kosti, og snerta svo ekki á henni fyr en aptur í fjórða bekk. |>að er einnig óheppilegt og skaðlegt fyrir skólann, að telja ekki fyrra hluta burtfararprófsins með seinna hlutanum, og meta það einskis, því það er ekki nefnt í einkunnabókunum nú orðið (sjá skólaskýrsl- una 1881)—þetta leiðir af sjer, að piltarnir meta lítils þessar fræðigreinir, eins og þeir geta borið um sem kenna þær, og kennar- arnir sjálfir dofna, þegar þeir þannig eru fyrirlitnir. (Niðurl. í næsta bl.). Smápistlar frá Kanpiuannahöfn. (Niðurlag). |>ó eru enn meiri bollaleggingar í dönsk- um blöðum um að fara að stunda þorskveið- ar á þilskipum við ísland hjeðan frá Dan- mörku. Aðalhvatamaður þess er Trolle nokkur yfirmaður úr skipaliðinu og var á fiskiveiðum við Island í fyrra með færeyska háseta og lætur mjög vel yfir ferðinni fyrir ábata sakir. Svo segir í dönskum skýrslum, að í fyrra (1881) hafi tala þilskipa á Islandi meiri en 4 smálestir verið 80, og tekið samt. 2422 smálestir. Fiskisýningin í Edinaborg hófst 12. þ. m., eins og til stóð. Nú er í ráði að halda aðra miklu meiri að ári í Lundúnum. Skyldu Islendingar þá verða of seinir til aptur ? Sýnt hefir verið hjer á konungl. leikhús- inu nýlega dálítið leikrit, er gjörist á Is- landi á ofanverðri 10. öld, og er kallað «Skógarmaðurinn» (den Fredlöse). Mjög lítið þótti til þess koma. ^Efnið mun vera snapað úr Hávarðarsögu ísfirðings. Höf- undurinn ónafngreindur. Kenslubók sú í íslenzkri grasafræði, er Grönlund skólakennari gaf út í fyrra á dönsku, hefir fengið í vetr allþungan dóm og ýtarlegan í tímariti danskra grasfræðinga, eptir Móritz Halldórsson (Friðrikssonar) læknisefni, er flutti hann áður munnlega á fundi í fjelagi þeirra. Grönlund hefir svar- að þar aptur. Blaðið »Fædrelandet» er nú undir lok liðið, í lok f. m.; lifði ekki nema missiri eptir að Ploug fór frá því, og þó með mikl- um kostnaði. það ætlaði að halda miðlun- arveg að nokkru leyti í stjórnarþrefinu, en gerði þar með hvorugum flokknum til hæfis. Talað var mikið í vetur um eitt skipti um samdrátt með vinstrimönnum og stúdentum hjer í Khöfn. Haldið var samsæti mikið þeim fjelagsskap til viðurkenningar og styrkingar, og komu þar meira en 400 stúdentar. f>etta stóðust ekki hægrimenn og efndu til sams konar veizlu mánuði síðar, og sóttu hana nokkuru fleiri af stúdentum en hina; en það var eignað af sumum því, að einn af mestu auðmönnum bæjarins, Jacobsen öl- gerðarmaður, hinn yngri, hafði lagt fram megnið af kostnaðinum fyrir stúdenta úr sínum sjóði. Var hent allmjög gaman að þessu tiltæki. 2£- 82. <; í> !z; v </> ** s> 13 c-t- P 'zh CD ■g | C g 2 3 £ £ p> 13 c/> rf B, U £ (3 </7 M => oxCrq C a> 3 V C- t-i |’S?S *—1 • p 5 | o* g ff O) 3 C O* œ u> P % c* v;. v> H- •M _i HH o p P Oj Kj Oj o On ■b ^J Cn Oj On 00 4^ to|M co oo Mm 1 00 4^ to|M f8 ■ i i i i 1 P Cn Cn O O O 00 00 p 2. c C Qm b b Oj ■b b Cn O' i 00 vj oo Cn i o i r i • 1 toH P Ó3 5 68 - 73 - 00 l 00 Oj r 00 o 1 00 o 1 00 Oj toH 1 8o a. hvít ull. Cn Cn ^J ON Cn Cn Cn o 02 HH 4^ o Cn toH Cn ^J fcðh oo HH J. 1 i • i i i 1 P Oj Oj Oj Oj Oj Oj Oj Oj o o Kj _i r-i NJ Oj O £ 1 i • •r 1 i P crq' 02 3 ÍS _< >-* NJ p O Cn b' b' o b b 02 o o l-H 00 Oj Cn i 1 i tO|M 1 1 UjM i P 7? HH cr O co NJ o Oj o 00 Oj o b b p o ED Oj i o i o i Cn Cn U|M tCjM oo Oj tO|M P 02 fT tvj Oj tVJ NJ tsj NJ tsJ a 00 o o b b b Oj Oj p aq 02 ^J 1 Cn OO 4^ i 00 i o i OO i 00 F NJ OO o NJ P p Cn P Oj P tSJ p Oj P1 3 o o* O KJ tcH Cn O tO)M cr* 02 1 i 1 i i i i P <1 CD 4 O* i—| P (w Ol 02 m p- 00 00 to I 00 co B I I I I I I I ö • &

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.