Ísafold - 25.05.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.05.1882, Blaðsíða 1
Argangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ISAFOLD. Pöntun er bindandi fyrir ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. IX ll. Reykjavík, fimmtudaginn 25. maímán. 18 82. Útlendar frjettir. K.höfn 6. maí 1882. Nú um þessi mánaðamót hefir Glad- stone vikið nokkuð í annað horf en áður ráðunum við íra. Hann hefir látið lausa oddvita andvígisflokksins írska, þá Parnell, Dillon, O’Kelly o. fl., er verið hafa í haldi í allan vetur. Við það sagði jarl drottningar yfir ír- landi, Cowper lávarður, af sjer völdum, og slíkt hið sama Forster, stjórnar- herrann fyrir írland. Jarl er orðinn í Cowpers stað Spencer lávarður, en stjórnarherra Cavendish, bróðir Har- tingtons Indlandsstjórnarherra. Ráða- breytni þessi og mannaskipti stefna að því að lina á írum tökin, og freista, hvort eigi gangi þeir betur fyrir blíðu en stríðu. Er þar spáð misjafnt fyrir. Svo segja þó sannfróðir menn og skil- orðir, að stórum hafi færzt saman ó- spektarsviðið missirið sem leið, en á illvirkjum hafi svo mjög borið fyrir þá sök, að æsingaseggir hafi sjeð sitt ó- vænna, er Gladstone veitti írum hina miklu rjettarbót í fyrra sumar, búnað- arlögin nýju, og því færzt í jötunmóð að spilla öllum góðum árangri þeirra þegar í stað. Hefir nú Gladstone i hyggju að auka enn við á þessu þingi frekari rjettarbótum til handa írum, svo sem að láta ríkissjóð hlaupa undir bagga með skuldugum leiguliðum um jarðárgjöld, er þeir Parnell hafa eggjað þá á eða boðið þeim jafnvel að refjast um í lengstu lög, en af fjeránsdómum landsdrottna hafa aptur spunnizt morð- ráðin á hendur þeim. Er nú mælt, að þeir Parnell muni hafa aptur tekið það boðorð og látið líklega um góðar undirtektir við nýmæli Gladstones. Fiskisýningin í Edínaborg hófst 12. f. m, svo sem til stóð, og var lokið 29. s. m. Komu þar 138,000 manna, og ágóði af fyrirtækinu 40,000 kr. Mac Lean, maður sá, er Viktoríu drottningu veitti banatilræði í vetur, reyndist vitskertur og varð því sýkn fyrir kviðdómi ig. f. m. Viktoría drottning hjelt 27. f. m. brúðkaup yngsta sonar síns Leopolds, hertoga af Albany, og Helenu, prin- sessu frá Waldeck, systur Emmu Hol- landsdrottningar. Var þar saman kom- ið fjöldamargt stórmenni af ýmsum löndum og mikið um dýrðir. Loptkveikja í kolanámu nærri Dur- ham á Englandi varð að bana 37 verk- mönnum þar 19. f. m. Hinn 20. f. m. andaðist Charles Dar- win, nafntogaðastur náttúruspekingur á þessari öld, enskur; hafðiþrjá um sjötugt. Bismarck stefndi saman ríkisþing- inu þýzka á aukafund 27. f. m. Á þar til skarar að skríða um nýmæli hans hin miklu : um einokun tóbaks- spuna til fjárplógs ríkissjóði, vátryggis- lög handa verkmönnum o. s. frv. Gortschakoff kanselleri sagði af sjer forstöðu utanríkismála fyrir Rússakeis- ara snemma í f. m., en við tók de Giers, aðstoðarmaður hans 1 mörg ár, og sagður meiri vin þ>jóðverja en hann. Hafði Gortschakoff gegnt því embætti sínu f 25 ár. Hann er nú kominn á níræðisaldur og þrotinn mjög að heilsu. Hinn 27. f. m. andaðist Ralph E- merson, nafntogaður spekingur og skáld í Bandaríkjum í Vesturheimi, nær áttræður. Hjer í Khöfn hafa látizt nýlega þessir merkismenn: Balthazar Christensen yfirrjettarmála- flutningsmaður, og þingmaður í meir en 40 ár, einn af höfðingjum vinstri- manna, góður formælandi íslendinga á Hróarskelduþingi forðum. Hann dó 20. f. m., áttræður. Otto Fr. Múller, fyrrum hæstarjett- ardómari. Dó 21. f. m., hálfáttræður. W. Wain, etazráð, annar forstöðu- maður og eigandi mestu stórskipa- smiðju Dana, enskur að uppruna. Dó 30. f. m., rúmlega sextugur. Landvarnarlaganefndin i landsþing- inu klofnaði í 4 hluti. Síðan var málið lagt í salt aptur um sinn Er það nýtt hrakfall stjórninni til handa.—Fjárlögin enn í samþingisnefnd. Allt á huldu, hvernig fara muni. 29. apríl veitt 12. læknishjerað (þ>ing- eyjarsýsla) Jóni Sigurðssyni lækna- skólakandidat. 18. apríl dæmdur síra Sigurgeir Jakobsson á Grund af hæstarjefti frá kjóli og kalli. Hcrra Tryggvi (xunnarsson og bráðabirgðalög frá 16. febr. þ. á. I »ísafold« (IX 9.) hefir herra Tryggvi Gunnarsson, eins og hann sjálfur að orði kemst, »tekið sjer það Bessaleyfi«, að kenna mjer grein í sama blaði (VIII 30.) rnn breytingartillögu sína við útflutningsgjalds- lagafrumvarp stjórnarinnar, þá sömu, sem landshöfðingi og ráðherra síðan hafa verið að reyna að bæta úr, hinn fyrri með laga- þýðingu, hinn síðari með bráðabirgðalögum. Hefði herra Tr. G. haldið sjer eingöngu við greinina, sem hann kennir mjer, án þess út úr henni að leiða neinar ályktanir, sem snerta mig persónulega, þá mundi jeg hafa leitt ummæli hans hjá mjer. En— með því hann beinist að mjer, sem þing- mannni, neyðist jeg til að svara honum. 1, Sveigir herra Tr. G. að mjer, að jeg hafi ekki verið samvizkusamur þjóðfulltrúi, hafi jeg á þingi sjeð gallann á breytingar- tillögu sinni og þó þagað við henni, og jafnvel »líklega« gefið henni atkvæði mitt. Herra Tr. G. gleymist, að í þeirri grein, sem hann er að andæfa, segir, að frá sjónarmiði þeirra þingmanna, sem eins og hann, álitu síldina spítalagjaldskylda, hafi breytingin ekki verið góður búhnykkur. Jeg hjelt síldina aldrei spítalagjaldskylda, og hefði því, eins og jeg leit á málið, vel getað gefið tillögunni atkvæði mitt, án þess með því að baka landssjóði nokkurt löglegt tekjutjón. En—frá sjónarmiði herra Tr. G., sem full- yrti, að spítalagjald ætti að greiða af síld, var breytingartillagan of fljóthugsuð. Og —þó jeg hefði #eytt löngum tlma með breytingavafsi og þrátti« um þetta atriði, og þó jeg hefði varað herra Tr. G. við í þessu, eins og jeg gjörði í sumu öðru (t. d. áætl- uninni um ábúðar- og lausafjárskattinn, sem hann og hans leiðtogar—þar var hann ekki »Kári«—settu inn 1 fjárlögin fyrir 1882 og 1883, fyrir fyrra árið með hærri, fyrir síðara árið með hjer um sömu upphæð, eins og skatturinn í raun og veru greiddist 1880, þótt peningur manna hafi stórum fœkkað síðan, og sje nú óðum að fcekka, og ekki líti út fyrir annað, en jarðir í sumum sveitum leggist í eyði),—til hvers hefði það verið? Ætla herra Tr. G. hefði eigi fundið sjer skylt að »bæla niður« skoðanir mínar og »spádóma«, eins í þessu eins og öðru ? Lætur hann ekki í ljósi þá góðu »von, að það þurfi skemmri tíma til að bæla niður spádóma mína hjer eptir«, án þess að gjöra mun á því, hvort þeir eru rjettir eða rangir ? Hann er búinn að finna þjóðráðið: að hroða málunum af á þingi, og fá svo ráð- herrann til að kippa í liðinn eptir á með bráðabirgðalögum. Erþað nú »samkvæmni«, að átelja mig í öðru orðinu fyrir það, að jeg hafi #eytt löngum tíma« til að verja skoðanir mínar, en í hinu orðinu fyrir það, að jeg hafi ekki komið vitinu fyrir sig í atriði, sem jeg skoðaði frá allt annari hlið en hann ? Er það »góðvild« og »sannleiks- ást«, að lýsa yfir tilhlökkun sinni til þess, að spádómar mínir verði eptirleiðis fljótt »bældir niður«, hvort sem þeir eru á góðum rökum byggðir, eða ekki? Eða er þessi tilhlökkun máske byggð á einhverri utan- þingsálykt, sem bindur herra Tr. G. fyrir fram ? Mín von er nú önnur, og hún er sú, að á komandi þingum verði meðferð

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.