Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 1
í/ Argangurinn kostar 3 kr. innanlands, en 4 kr. er- lendis. Borgist í júlímán. ÍSAFOLD. Póntun er bindandi iynr ár. Uppsögn til áraskipta með tveggja mán. fyrirvara. Auglýsingar í blaðinu kosta 10 aura fyrir hverja línu með meginmálsletri, en 8 aura með smáletri. 1X12. Reykjavík, fimmtudaginn 8. júnímán. 1882. Nokkur orð um ullarverkun og ullarYcrzlun. Af öllum verzlunarvörum íslendinga er engin, sem eins mikið verð liggur í eins og ullin ; svo sem sjá má á verzlunarskýrslum fyrir undanfarin ár, þá eru það hjer um bil 1800000 pd. af ull, sem árlega er flutt út úr landinu og liggur þá í augum uppi, hversu mikilsvert er fyrir landsmenn, að þeir gætu fengið sem mest verð fyrir hana. |>að hefir því lengi verið, að þeir, sem unnað hafa framförum landsins, hafa viljað styðja að þessu með því að fá menn til að vanda sem bezt þvott ull- arinnar, í þeirri von, að íslenzk ull mundi þá komast erlendis í meira álit og hærra verð, og hversu mikilsvert það væri er auðsætt af því, að hver eyrir á ullarpundinu munar landið allt um 18 þúsund krónur, en það leiðir af sjálfu sjer, að erfitt er að fá því framgengt, að hver einstakur maður vandi sem bezt ull sína, þegar lítill eða enginn munur er gjörður á því í verðinu, og að tilraunir þessar hafi nokk- urn verulegan árangur haft, að því er snertir verðið á íslenzkri ull erlendis, er oss ókunnugt ; en þar sem tilgangurinn með þessu að eins hefir verið sá, að bændur gætu fengið meira verð fyrir ull sína, þá er auðsætt, að sama til- gangi má ná, ef menn geta verkað ullina svo, að hún verði þyngri í vikt- ina, án þess að vera síður útgengileg; nú stendur svo á, að íslenzkir kaup- menn heimta að ullin sje hrein og bændur verða því að þvo hana; en auk sjálfra óhreinindanna, þá er sauð- fitan í ullinni, sem eigi er nauðsynlegt að koma burtu, til þess að ullin sje góð verzlunarvara, en sje lögurinn, sem ullin er þvegin úr, mjög heitur, sem almennast mun vera, þá bráðnar sauðfitan að mestu leyti úr; sje lögur- inn aptur á móti eigi nema rúmlega nýmjólkurvolgur, þá bráðnar sauðfitan eigi, en auðvitað er, að þvotturinn verður þá erfiðari, ef ullin á að verða eins hrein eins og ef lögurinn er heit- ari1. Afleiðingin af því, að þvo ullina þannig, er, að hún ljettist eigi nærri því eins mikið, eins og þegar sauðfitan bráðnar úr ; og á hinn bóginn verður hún þó eigi síður útgengileg til verzl- I) f>ess má geta, að það er eigi að marka, þótt ull, sem mikil sauðfita er í, sje eigi vel hvit, meðan hún er vot; hún lýsist við þurrkinn. unar ; vjer vitum af eigin raun, að ull, sem mikil sauðfita er í, getur orðið með útlitsfallegustu ull, og auk þessa höfum vjer ástæðu til að ætla, að ullin, þannig þvegin, sem nú var sagt, muni, eins og síðar segir, erlendis verða út- gengilegri en annars. En það, sem vjer hjer ætluðum sjer í lagi að taka fram, er eigi, hvernig ætti að þvo ullina, heldur hvort eigi mundi vera rjettast og bezt til þess, að fá sem mest fyrir hana, að þvo hana alls ekki, og að kaupmenn keyptu hana hjer óþvegna og seldu hana svo erlendis, og þótt oss bresti þá þekk- ingu, sem þörf væri á, til að gjöra fullkomna grein fyrir þessu, þá er þó málið í sjálfu sjer svo mikilsvert, að vjer viljum eigi leiða hjá oss að láta í ljósi skoðun vora um það, og þær á- stæður, er hún byggist á, til að vekja eptirtekt annara á þessu atriði og gefa þeim mönnum tilefni til að íhuga það, sem ástæður hafa til að kynna sjer það betur og reyna það. Vjer höfum talað um það við ýmsa íslenzka kaupmenn, hvernig íslenzk ull ætti að vera verkuð, svo að sem mest verð fengist fyrir hana, og þeir hafa eigi getað gjört oss aðra grein fyrir því, en að hin hreinasta ull seld- ist bezt, en þó hafa þeir eigi viljað staðhæfa, að þeir ættu von á mun meira verði fyrir hana, heldur en aðra miður þvegna ull; sama sagði oss ullarkaupmaður einn í Kaupmanna- höfn, er vjer leituðum upplýsingar hjá þessu viðvíkjandi; hjá ullarkaupmanni þessum sáum vjer margs konar ull frá ýmsum löndum, en af öllum þeim ull- artegundum, er hann hafði, að undan- tekinni pólskri úrgangsull, var íslenzka ullin í minnstu verði og þó var hún hreinust og hvítust; í útlöndum er ullin sem sje venjulega seld óþvegin, að því undanteknu, að nokkuð er skolað af fjenu, áður en ullin er tekin af því1. f>egar vjer nú inntum ullarkaupmann þennan o. fl. eptir, hvort búast mætti við peim mun meira verði fyrir hina bezt þvegnu íslenzku ull, sem hún ljettist meira í þvottinum en hin miður þvegna, þá gátum vjer ekk- ert fullnægjandi svar fengið. Af þessu virðist oss þá eigi vera annað að ráða I) Fje það, sem vjer höfum sjeð á nokkrum stöð- um á pýzkalandi og Englandi, var allt svo ó- hreint, að vjer eigi höfum sjeð neinar kindur eins óhreinar hjer á landi, nema þær, sem hýstar hafa verið í blautum húsum. en það, að af þveginni íslenzkri ull að vera, sje sú að vísu útgengilegust, sem bezt er þvegin, og því vilja kaupmenn hana einnig helzt, þegar þeir fá hana fyrir sama verð, en um verulegan verðmun á henni erlendis sje þó eigi að ræða; á hinn bóginn hlýtur hinn mikli verðmunur á íslenzkri ull og flestöllum útlendum ullartegundum að liggja í öðru en því, að hin íslenzka ull sje eigi nógu vel þvegin; vjer ætlum, að verðmunurinn leiði öllu heldur af gæðum ullarinnar í sjálfu sjer; verð- munur sá, sem er á sunnlenzkri og norðlenzkri ull, getur einnig komið af því, að hin sunnlenzka ull er, vegna útilegunnar og meðferðarinnar á fjenu, grófari (og sauðfituminni) en hin norð- lenzka, fremur en af því, að hún er lakar þvegin. Að vísu skyldu menn ætla, að á ullarverkstöðunum vildu menn mikið heldur þvegna ull en óþvegna ; reyndar er öll ull venjul. þvegin þar áður en farið er að vinna úr henni, svo að það sparar enga fyrirhöfn að hún sje þvegin áður. en sá vanhagur, sem að því er fyrir bóndann, hvað ullin ljett- ist í þvottinum, er hagur fyrir þann, sem ullina kaupir til að vinna úr henni, með því að hann fær þá meiri ull í hverju pundi; en þegar hann hvort heldur er þvær ullina, þá er eigi sagt, að hann gjöri þann greinarmun, sem vert er á hinni þvegnu og óþvegnu ull, og auk þess getur þvotturinn haft þá verkun, að ullin virðist verri en hún í raun og veru er, eða að hann beinlínis skemmi hana, eða hvort- tveggja. Einn af höfuðkostum ullarinnar er það, að hún sje fín og mjúk, en það er almenn regla, að því fínni sem ullin er því meiri sauðfita er í henni ; þótt nú sauðfitan í sjálfu sjer sje til einkis gagns, og sje hreinsuð úr áður en ullin er unnin á verkstöðunum, þá getur það þó þótt vottur um grófa og slæma ull að hana vanti, svo að sú ull sem sauðfitan er þvegin úr, sje að mun óútgengilegri. Annar af höfuðkostum ullarinnar er að hún sje eins og lífmikil og hárin fjaðurmögnuð, og kippi sjer í bugður, svo að þau geti þæfst og fljettast sem bezt saman þegar ullin er unnin1. En þegar ullin kemur í heitt vatn, þá missa ullarhárin fjaðurmagn 1) Að eins sjerstaka ull er farið svo með, að hár- in liggi beint og sljett (Kamuld).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.