Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 4
48 tillögurnar á blaðinu (eins og jeg síð- ar gjörði), eða þá að fá hann ekki til að færa 30 niður í 25; en um það var mjer að gjöra, tii að eiga víst að hann gæfi þeirri tillögu atkvæði. Jeg sje nú að hr. Tryggvi hefir ekki skilið til- gang minn með, að láta það eptir hon- um að skrifa undir allar tillögur hans, nefnilega að vinna með pví atkvæði hans fyrir 25 au. gjaldi af síldinni; enda vil jeg ekki fullyrða, að jeg hafi ætlazt til þess að hann skildi þetta. Herra Tryggvi skopast að því, að jeg í þessu máli hafi skrifað undir fleiri en eina breytingartillögu um sama efni. J>að er meira en satt, að jeg skrifaði undir heilar þrjár breyt.-tillög- ur um gjaldið af fiski. í frumvarpinu, sem fyrir lá, var farið fram á 50 au. af skippundi. Jeg skrifaði undir eina tillögu um, að gjaldið yrði 8 au. af ioo pd., aðra um 10 au. og þriðju um 12 au. af 100 pd. Allir vita, að eptir þingsköpunum er fyrst til atkvæða bor- in sú tillaga, er fjarstæðust er frum- varpi því, er fyrir liggur, því að verði hún samþykkt, þá falla öll önnur breyt- ingaratkvæði ásamt frumvarpinu. Jeg greiddi því atkvæði með 8 au. tillög- unni, sem fyrst var upp borin, þvi að jeg vildi hafa gjaldið sem lægst; en hún fjell, og þá greiddi jeg atkvæði með 10 au. tillögunni, sem og varð samþykkt; hefði hún fallið, þá hefði jeg greitt atkv. með 12 au. tillögunni, þvi hana kaus jeg þó af illu til heldur, en 50 au. af skippundinu, sem frum- varpið fór fram á. — þetta skildi fram- sögumaður málsins (síra E. Kúld), er sagði: „jeg þykist skilja þingmanninn þ: mig], að hann hefir viljað hafa gjaldið sem allra lægstu (Alþ.tíð. II, 252. bls., 1. dálki).— Herra Tryggvi hefir samt heldur ekki borið skarpleik til að skilja þetta. Herra Tryggvi álítur það „ókarl- mannlegt41 að kannast við að sjer skjátli. Hafi manni yfirsjest, þá á maður ekki að kannast við það, heldur segja: „Hvað jeg hefi skrifað, það hefi jeg skrifað!11; og „þó jeg hefði sagt að Rússar væri allir hundheiðnir, þá skyldi jeg standa við það“ — þótt allir viti að það sje ósatt. J>að er að eins fyrir annað eins karl- menni og herra Tryggva, að fylgja slikum karlmennsku-lifsreglum. Jeg verð að játa það, að það er ekki mín lifsregla. Jeg er og vil vera sá heigull, að kannast ávallt við sannleikann, er jeg sje hann. Herra Tryggvi bregður mjer loks um, að „jeg þori ekki einu sinni að berjast að baki Kára [þ. e. sín]. Jeg hefi satt að segja aldrei átt því að venj- ast, að hr. Tr. eða neinn annar hafi haldið skildi fyrir mig, hve ómaklega, sem jeg hefi verið áreittur. þó hefi jeg aldrei sjeð Kára-móð hans. Jeg er því satt að segja orðinn því vanur að veija mig sjálfur, þá er jeg þykist purfa að berjast. Hversu vopnfimur, sem minn góði vinur hr. Tr. því er, eins og grein hans sýnir, og hversu ófiman sem hann álítur mig til að verj- ast sjálfur í ritdeilu, þá verð jeg þó að játa, að jeg mun varla hafa hug til að skríða að baki því líks „karlmennis“, sem hann er, þótt hann bjóðist til að vera mjer Kári. 17. maí 1882. Jón Olafsson, alþingismaður. Innlendar frjettir. Eptir hið mikla áfelli, sem gjörði í lok aprílmánaðar hefir veðuráttan yfir höfuð verið mjög köld og úrkomulítil; gróður er því enn næsta lítill; stundum hafa og verið norðanveður með töluverðu frosti einkum 24. f. m. Hafís hefir og legið fyrir norður- og austurlandinu, og eptir þvísem frjetzt hefir lá hann fyrir austan enn fyrir fáum dögum. Skepnuhöld manna víða um land hafa orðið hin bágustu, og í ýmsum sveitum á suðurlandi og vesturlandi hefir orðið stór- felhr bæði á hrossum og sauðfje ; eru einkum til þess nefndar, fyrir utan Land og Eangár- velh í Rangárvallasýslu, sem sjerstaklega er talað um í skýrslu síra M. Jochumss. hjer á undan, Selvogur 1 Arnessýslu, Mosfellssveit í Kjósarsýslu og Mýrar vestra, sem og ýms byggðarlög í Skaptafellssýslu. En auk þess- ara sveita þá hefir og meira og minna fallið víða í hinum öðrum sveitum og mikið af þeim skepnum sem lifir, er svo magurt, að afnot þeirra hljóta að verða mjög lítil í sum- ar, og lambadauði mun vera einhver hinn mesti. í aprílmánuði höfðu menn í Eystra- hreppi í Árnessýslu rekið nálægt 1300 fjár til afrjettar, en í áfellinu eptir sumarmálin hafði flest af því farist. Maður, er kom norðan úr Norður-þingeyjarsýslu rjett fyrir hvítasunnuna sagði aptur á móti, aðáNorð- urlandi hefði hann hvergi heyrt getið um neinn fellir, og hvar sem hann kom gat hann fyrirstöðulaust fengið nóg hey handa hestum sínum, þangað til hann kom suður yfir Holtavörðuheiði. I Múlasýslum var veturinn lengst af svo góður að líklegt er, að þar hafi eigi orðið neinn heyskortur. AFLI varð á vetrarvertíðinni hjer við Eaxaflóa í betra lagi, því seinustu dagana aflaðist vel, og síðan um vertíðarlok hefir afli verið hjer allgóður. MISLINGARNIR, sem áður var getið að maður hafði lagst í, er kom með póstskipinu 2. f. m., hafa breiðst hjer út; hafði maður- inn dagana, sem hann vará ferli, áður en hann lagðist, verið búinn að sýkja aðra; úr því sem komið er, fer varla hjá því að sýki þesssi gangi yfir allt land í sumar. PÓSTGUFUSKIPIÐ ABCTUBUS kom undir austurland í miðjum fyrra mánuði, en komst eigi þar að landi eða norður fyrir, sem ætlað var, sakir íss; ætlaði það þá að leita vestur fyrir, en komst eigi fyrir Hom- strandir; hvarf það þá þaðan hingað. Hjeð- an fór það aptur vestur fyrir 1. þ. m. Hið suimlenzka síldarveiðafjelag. Til þess er nú fyrir skömmu komið skip frá Noregi, hlaðið allskyns veiðarfærum, salti og tunnum, og eru á því 20 Norðmenn, sem sagt er að sje hinir vönustu veiðimenn á hvorskyns fisk sem er. Skipið er 119 smálestir á stærð. Hafa þeir nú farið hjer um nokkra firði og víkur, og lýst vel á veiði- stöðvar, en til þessa hafa þeir ekki fundið síld næga til þess að kasta netum sínum, en varir hafa þeir orðið hennar á strjáli. Nú sem stendur liggja þeir með skipið inn við Geldinganes, og þar hafa þeir í sam- einingu við stjórnendur fjelagsins tekið sjer byggingarstæði fyrir timburhús allstórt, sem einnig kom með skipinu; á helmingur fiskimannanna að búa þar, og reka veiðina þaðan, en hinir verða á skipinu og stunda veiðina þar sem til síldar frjettist. Lagafrumvörp þau er alþingi í fyrra samþykkti um friðun á laxi og sölu þjóðjarða hefir konungur synjað um að staðfesta. Frá herra Schierbeck þeim, sem sækir um landlæknisembættið höfum vjer fengið svolátandi: Aðvörun um að hafa ekki nBrama-Livs-Elixirt. Herra ritstjóri, jeg leyfi mjer að skora á yður að taka það, er hjer fer á eptir í hið heiðraða blað yðar. Brama-Livs-Elixir er leyndarlyf (arca- num), sem fjelagið Mannsfeld-Búllner & Lassen býr til; hvernig það er sett saman vita ekki aðrir, en bragðakarlar þeir og prangarar, sem búa það til; halda þeir því leyndu í því skyni að geta selt lyfið fyrir geypiverð, og haft með því peninga út úr auðtrúa mönnum. Jeg hefi komizt að þvf, að um þessar mundir er mikið kapp lagt á, að fá menn á Islandi, til að kaupa þennan Brama-Livs- Elixir; fyrir því vil jeg ekki leiðahjá mjer, íslendingum til sannarlegs gagns, að vara þá við, að nota ekki þessa skaðlegu lyfja-blöndu, sem jafnvel getur orðið mönnum banvæn, og hefir íslendingurinn stiftslæknir Finsen, sem kunnur er að því að vera góður lækn- ir, fært dæmi tilþess í Ugeskrift for Læger 4. Række II. nr. 22. það er sorglegt að íslenzkur maður skuli hafa haft svo litla virðingu fyrir sjálf- um sjer og borið svo litla ást til fósturjarðar sinnar, að vilja stuðla að því, að skaðræði þetta verði útbreitt og notað á Islandi með því að þýða á íslenzku lofgreinina um það. 15. apríl 1882 með virðingu Schierbeck. f Dr. J. Hjaltalín andaðist í svefni í nótt. Póstgufuskipið Valdemar kom í gær; með því frjettist að regluleg fjárlög eru komin á í Dan- mörku með samkomulagi hægri manna og vinstri manna; annars lítil tíðindi. Arkturus kom í gær- kveldi; hefir eigi komist áfram fyrir ís; enda sagði maður, er kom að norðan í gær, að varla væri vök í ísinn á Skagafirði og Húnaflóa; skepnuhöld nyrðra sagði hann bærileg, nema lambadauða mikinn, og hvalreka mjög mikla, einkum kringum Miðfjörð í Húnavatnssýslu. Útgefandi: Björn Jonsson, cand. phil. Ritstjóri: Eiríkur Briem. Prentuð í Isafoldar prentsmiðju.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.