Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.06.1882, Blaðsíða 2
um sætum enn sem fyr. Mun þó lið þeirra fara fækkandi jafnt og þjett. Eru sumir farnir að spá þeim afleið- ingum af þaulsætni þeirra, að landslýð- ur muni fara að hallast smátt og smátt að þjóðvaldsstjórn. Einn af helztu köpp- um vinstrimanna, Jens Busk, ljet sjer þau orð um munn fara á þingi fyrir skemmstu, að væri konungur rekinn frá völdum, mundi varla þúsundasti hver maður í landinu vilja víkja hendi eða fæti eða láta 25-eyring í því skyni að koma honum til ríkis aptur. Monrad biskup var kosinn á þing 16. þ. m. í Meðalför, kjördæmi Balthasars Christensens fyrir tilstyrk vinstrimanna, þeirra Bergs og hans liða, í þeirri von að hann mundi reynast allra manna mestur hlífiskjöldur stjórnarskrárinnar fyrir áleitni af hendi Estrups og hans liða, með því að Monrad er eignað skrá- setning hennar öðrum fremur og muni hann hafa á henni mesta ástfóstur. Hefir Monrad nú verið utanþings i 16 ár, síðan 1864, raunaár Dana er hann stóð fyrir stjórn og þeir kenndu því ó- farirnar að nokkru leyti. Hægrimenn láta illa við kosningu hans, þótt hann muni raunar þeirra megin í ýmsum mál- um. Er svo að sjásem þeir geymi einskis annars en að fá yfirstigið vinstrimenn. Konungur ferðaðist yfir í þjóðu fyrir fám dögum að vígja þar járnbraut, og drottning með honum og tengdadóttir þeirra, krónprinsessan. Var þar hinn mesti mannfagnaður. Titlar og kross- ar hrundu í hrönnum. Hinn 16. þ. m. varð það stórslys hjer á Sjálandi, skammt frá Hörsholm, að púðursmiðja sú er þar var, Donse Krudtværk, sprakk í loptupp. Fengu þar 4 menn bana: 3 stúlkur og einn karlmaður. Fundust líkin langar leið- ir í burtu, í ótal flykkjum. Vegsum- merkin hin voðalegustu. Fyrir fám dögum voru vígð brautar- göngin undir St. Gotthard í Mundíu- fjöllum. Snemma í þessum mánuði var dóm- ur upp kveðinn í sakamáli gegn þeim mönnum, er valdið höfðu hinu mikla manntjóni í leikhúsbrunanum í Vín í vetur með skeytingarleysi sínu. Hlaut forstöðumaður leikhússins, Jauner, hegn- ingarvinnu, og tveir aðrir með honum. Hinn ig. maí Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri og alþingismaður sæmdur riddarakrossi. S. d. John Hilmar Stephensen skip- skrifstofustjóri hjá stjórnarherranum fyrir ísland. Miðsvetrarferðin og þjóðólfur. I þjóðólfi 3. apríl þ. á., er »brjef að norð- an«; meðal annars stendur þar: »Hjer er mesta gremja yfir aðgjörðum ráðgjafa ráð- gjafans í því máli (um miðsvetrarferð póst- skipsins) og óvíst, hvort hann hefir gjört landinu meiraógagn með afnámilestagjalds- ins, og þeim 30,000 kr., sem landssjóðurinn missir fyrir hans áhrif á nýju útflutningslög- in, heldur en það óbeinlínis tjón, sem leiðir af því, að engin miðsvetrarferð er----------- Jeg skal tilfæra dæmi, sem getur sýnthvaða hnekkir þetta getur gjört verzlunum og síld- arveiðafjelagi, sem stofnað var í vetur við Eyjafjörð---------— það er vonandi, að þing- ið búi betur um hnútana framvegis að láta ekki einstaka menn, sem annaðhvort vant- ar vit eða þekkingu á þörfum landsmanna, geta grautað í öðru eins velferðarmáli eptir vild sinni, hvort sem hún er sprottin af skammsýni eða tilliti til eigin hagsmuna«. Jeg tek þetta hjer upp af því að sagt er, að fáir sjeu farnir að lesa þjóðólf síðan eig- andaskiptin urðu. »Sá taki sneið sem á« datt mjer í hugþeg- 30,000 króna útflutningsgjaldið af síldinni var nefnt. það er orðið opinbert, að mjer einum er gefin sök á því, enda mun til mín vera sveigt það sem að ofan er skráð. Jeg segi eins og haft er eptir Birni sál. Gunnlaugssyni, þegar konungur gaf honum 200 rd. styrk til að læra landmælingar, »það er allt of mikið herra konungur«.—Jeg er nærri því feiminn, yfir þeim heiðri, sem mjer er sýndur, að jeg eigi einn að bera á- byrgð af gjörðum stjórnarinnar í gufuskipa- málinu og máske fleiri málum, og af gjörð- um þingsins í útflutningsgjalds- og lestagjalds málunum. Jeg á ekki þennan heiður með rjettu, jeg er ekki svona mikill maður, sem þjóðólfur segir. Ráðgjafinn hefir sjálfstæða skoðun, og þingið hefir sjálfstæða skoðun, það er konungur einn, sem hefir úrskurðar- vald gagnvart alþingi og ráðgjafastjórn er jeg ekki og hvorki þing nje ráðherrann kæra sig víst um að velta sök eða ábyrgð af gjörð- um sínum yfir á mig.—En »vandi fylgir veg- semd hverri«, jeg fæ smáhnífla með heiðrin- um, og undarlegt er það, að hvergi finn jeg í þjóðólfi, að jeg geti brúkað mátt minn til góðs fyrir málefnin, það stefnir allt í verri áttina. 1875 fór að eins eitt gufuskip til Reykja- víkur sjö ferðir á ári, nú fara í sumar þrjú skip milli Islands og Danmerkur, alls ellefu ferðir, þar af sjöbeinar til Reykjav. ogfimm kringum landið. Allt fram að 1879 láu öll póstmál og gufuskipsferðir undir póststjórn- ina dönsku og innanríkisráðgjafastjórnina í Khöfn, svo maður þurfti að fara í gegnum heila keðju af skrifstofum, milli Islandi ó- þekktra manna til að koma hverju smáat- riði til úrslita, sem oft gekk mjög seint; þó einn segði já sagði annar nei, og svo var allt lagt upp á hilluna; en flestir kjósaheld- ur að eiga mál sín við sem fæsta, og einkum hjá þeim mönnum, sem með velvilja eru kunnugir málunum, og eru settir til að sjá um þeirra gagn. Jeg kalla þetta hvort- tveggja talsverða framför, ekki á fleiri árum, í póst- og samgöngumálum landsins. Ef jeg hefði haft eins mikil áhrif á málið eins og þjóðólfur segir, þá er ekki svo ólíklegt, að nokkuð sje mjer að þakka að málið er svo á veg komið, en jeg hefi aldrei hrósað mjer af því; þingið hefir búið málið í hend- urráðgjafans, og ráðgjafinn og landshöfðingi hafa jafnan stutt það vel, en frá ýmsum hliðum hefir mikil mótstaða verið, miklu meiri en menn almennt þekkja. þó jeg hafi ekki miklu áorkað í gufuskipamálinu, þá er mjer það kunnugra utan lands og innan en nokkrum öðrum. þegar ferðaáætlunin kom frá alþingi 1879, sem fór fram á að bæði póstskipin skyldu fara norður fyrir land, aftók póststjórnin og innanríkisstjórnin að samþykkja hana, og ætluðu að semja aðra, gagnstæða þeirri, er alþingið samdi. þær sögðu að þær vildu ekki taka á sig ábyrgðina af þvílíkum breyt- ingum, því það væri ekki forsvarandi að senda jámskip inn í ísinn norður fyrir land, og þaðan af síður að senda póstinn þá leið, og láta hann ekki fara beina leið til Reykja- víkur. þessa skoðun stjórnarinnar studdu ýmsir kaupmenn og skipstjórarnir, er áður voru á Díönu, en ráðgjafi íslands hjelt fast fram áætlun þeirri, er þingið sendi, og rjeði það síðast af, að taka að sjer alla ábyrgðina og láta ferðáætlun þingsins ná framgangi, en póststjórnin og innanríkisstjórnin afsal- aði sjer ábyrgð og að mestu leyti afskiptum af málinu. Mjer sýnist að hann ætti skil- ið fremur þökk en vanþökk fyrir þessi og fleiri afskipti sín af þessu máli. En það er mikill vandi að gjöra í þessu efni svo öllum líki, skoðanir og þarfir manna eru svo ólík- ar, og hindranirnar margar. Hvað snertir hina mikið umtöluðu miðs- vetrarferð, sem ekki var farin næstliðinn vetur, þá eru þessi höfuðatriðin. þingið 1881 setti miðsvetrarferðina inn í ferðaáætl- unina, og bætti við þriðja skipinu yfir sum- arið, samt voru margir þingmenn vonardauf- ir um, að þetta hvorttveggja fengist; þó var það samþykkt. þegar til Khafnar kom, voru tveir málsaðilar stjórnarráðið íslenzka og danska gufuskipafjelagið; það hafði í höndum samning fyrir 10 ár; eptir honum þurfti það ekki að senda nema tvö skip til Islands. Stjórnarráðið fylgdi samt fast fram ferðaáætlun alþingis óbreyttri, en formaður gufuskipafjelagsins sagði þvert nei við því, hann hjelt sjer til samningsins að senda að eins tvö skip níu ferðir. þegar litið er á málið frá hans hlið er honum reyndar ekki láandi, þó hann vildi nota rjett þann, er hann hafði samkvæmt samninginum, til að koma fjelagi sínu hjá þeim kostnaði, er leiðir af aukinni skipatölu, þegar hann gat hjá þessu komist, því óvíst var að kaupmenn í Rvík vildu nota skipið og skipin, svo mikið, að þriðja skipið nálægt því svaraði kostnaði. Eyrir hóflega milligöngu gaf þó formaður fje- lagsins eptir, og lofaði að senda þriðja skip- ið tvær ferðir í sumar og framvegis ef vel gengi, einnig að láta fara miðsvetrarferð hjer eptir, ef hann að eins mætti láta hana niður falla í ár, bæði vegna þess að skip það er væri verið að byggja til þessara ferða væri ekki fullgjört; og einnig að skipstjórar hans og stjórnarnefnd fjelagsins væri mjög ófús til, að skip færi um hávetur til Is- lands næsta ár á eptir ólukku tilfelli því, er henti Phönix í fyrra. Hvorki ráðgjafinn eða formaður fjelagsins voru hjer einráðir. Nú stóð málið þannig: að eigi var nema um tvennt að velja, annaðhvort að reyna að þvinga fram miðsvetrarferð- ina, og sleppa þá um óákveðinn ára- fjölda að fá þriðja skipið og hafa miðs- vetrar ferðir óvissar framvegis, ellegar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.